Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1967. Aldurstakmark til Samstaða um óskir sjó- manna og útgerðarmanna EGGERT G. Þorsteinsson, sjáv- arútvegsmálaráðherra, mælti í gær fyrir stjórnarfrumvarpi um breyting á lögum um sildarverk- smiðjur rikisins. — Samkvæmt frumvarpinu skulu útvegsmenn og sjómenn fá aðild að stjórn síldarverksmiðjanna. Frumvarpið er flutt að ósk LÍÚ, ASÍ, Farmanna- og fiski- mannasambands íslands og Sjó- mannasambands tslands. Eggert G. Þorsteinsson sagði í ræðu sinni, að frv. væri flutt vegna eindreginna óska samtaka sjómanna og útvegsmanna. Væri hér orðið við þeim tilmælum og skyldu fulltrúar þessara sam- taka annars vegar vera tilnefnd- ir af LÍÚ, en hins vegar sam- eiginlega af ASÍ, Farmanna- og fiskimannasambandi íslands og Sjómannasambandi íslands. — Kvaðst ráðherra vona að sam- staða næðist um að afgreiða málið á þessu þingL Eysteinn Jónsson (F) og Lúð- vík Jósefsson (K) sögðust vera hlynntir frv.. en þótti eðlilegra, að fulltrúi sjómanna yrði kjör- inn af samtökum síldarsjómanna. Hannibal Valdemarsson (K) sagði, að samtök síldarsjómanna hefðu farið þess á leit við ASÍ að það flytti málið fram, og hefði það orðið við þeirri ósk. Hannibal taldi það rétta af- greiðslu mála, að landsamtök sjómanna tilnefndu sinn fulltrúa sameiginlega ásamt ASÍ. Að sjálfsögðu yrði þar um að ræða fulltrúa sjómanna og ef frumv. yrði samþykkt myndi formaður samtaka síldarsjómanna taka sæti þetta. Pétur Sigurðsson (S) tók und- ir orð Hannibals og benti á að samtök síldarsjómanna væru ný stofnuð og reynsla enn ekki komin á þau. Þá væru þau hags- munasamtök og því rétt að stétt- arfélögin önnuðust útnefningu fulltrúa sjómanna. Veiðarfæranefnd skipuð — tal að finna leiðir til úrbóta FRUMVARP um breytingu á Iðnlánasjóði, sem flutt er til styrktar veiðarfæraiðnaði á fslandi var til annarar um- ræðu á Alþingi í sl. viku. Mælti Matthías Á. Mathie- sen fyrir nefndaráliti meirihluta sjávarútvegsnefndar, er mælti með samþykkt frv Þá skýrði Jóhann Hafstein iðnaðarmála- ráðherra frá því, að hann hefði skipað nefnd til að kanna hvaða orsakir lægju til erfiðleika veiða færaiðnaðar hér á landi. Var frv. I lokin samþykkt óbreytt að við- höfðu nafnakalli. Matthías Bjarnason (S) sagði í ræðu sinni, að eins og þm. vissu hefði hann verið mótfall- inn frv. um verðjöfnunargjaldi á veiðarfæri. er flutt hefði verið í haust. Hefðu auk hans verið nokkrir aðrir úr stjórnarliðinu, er mótfallnir voru frv. og því hefði það strandað. Ríkisstjórnin hefði hins vegar tekið viss veið- arfæri út af frílista og lagt á þau %% yfirfærslugjald. Hefði það vakið mikla óánægju meðal útvegsmanna og hefðu að lok- um orðið samkomulag um, að þeir féllu frá mótmælum við frv. það, er nú lægi fyrir. enda væru veiðarfærin tekinn aftur á frílista. Þarna hefði verið um samn- inga að ræða, og eins og þegar semja þyrfti gætu ekki allir fengið algjörlega það sem þeir vildu Báðir aðilar hefðu slakað til. Það væri því tómt mál að tala um, að ráðherra hefði tekið hann undir vegg og beygt sig. Það hefði enginn gert, og Þór- arinn Þórarinsson þyrfti ekki að halda að aðrir væru haldnir þeim þrælsótta. er hann hefði þjakað öll hans fullorðinsár. Jóhann Háfstein iðnaðarmála- ráðherra tók næstur til máls og sagði í ræðu sinni. að hann hefði haft áhyggjur út af veiðarfæra- málunum. enda hefðu þvi miður flest fyrirtækin í þeirri grein gefist upp. Hins vegar væri það misskilningur að halda. að með þessu væri verið að styðja ein- göngu við bakið á Hampiðjunni, þótt hún væri eina fyrirtækið, sem enn væri starfrækt. Ætlun- in væri að reyna að efla veiðar- færaiðnað í landinu og til að undirstrika það, hefði verið skipuð nefnd í því augnamiði Sagði ráðherra, að hlutverk nefndarinnar væri að kynna sér, hvaða orsakir lægju fyrir því, að veiðarfæraiðnaði hefur geng- ið svona illa hérlendis, þrátt fyrir mikinn markað. Ráðherra sagði, að hann hefði skipað í nefndina forstjóra Iðn- aðarmálasjóðs. deildarstjórann í Iðnaðarmálaráðuneytinu, Skrif- stofustjóra Fiskifélags fslands og einn fulltrúa frá L.f.U. Sverrir Júlíusson (S) benti á það í sinni ræðu að hækkunin á veiðarfæragjaldinu væri ekki nema um % % og að auki væru öll veiðarfæri sett á frílista. Lagði ræðumaður á það áherzlu, að þetta gæti orðið til að efla veiðarfæraiðnað í landinu, og kvaðst fagna því, ef sá iðnaður gæti blómgast hérlendis. Þá las þingmaður upp erind- isbréf frá stjórn L.Í.U., en í þvi segir, að stjórn L.Í.Ú. hafi ákveð ið að falla frá öllum mótmælum við framkomið frv. enda væru öll veiðarfæri, er nú væru háð innflutningsleyfum sett á frí- lista. Auk þessara þingmanna tóku til máls Þórarinn Þórarins- son (F) og Eðvarð Sigurðsson (K) og mótmæltu báðir frv. Stefnt að auknu rannsokn áfengiskaupa 20 ár? Áfengislagafrumvarpið var tekið til annarrar umræðu í neðri deild í sl. viku. Mælti Matt- hías Bjarnason fyrir nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar og leggur nefndin til. að gerðar verði nokkrar breytingar á frv. Eru breytingar þær. að aldurs- takmark til áfengiskaupa er lækkað niður í 20 ár. Þá er nið- ur felld kvöð á vínveitingahús um vinlausa fagnað) eitt laug- ardagskvöld í mánuði. og loks er gerð breyting á þeirri grein er fjaiiar um aldursskilyrði til inngöngu til vínhúsa. Er samkv. frv. 18 ára unglingum heimilt að sækja siika staði að kvöldi til, og yngri ef þerr eru í fylgd með foreldrum. Nefndin leggur og til að undanþága veitist einn ig, ef um er að ræða fylgd maka Auk Matthíasar tóku til rnáls Sigurvin Einarsson og Skúli Guðmundsson. Mæltu báðir þingmenn harðlega gegn breyt- ingum nefndarinnar. sérstaklega gegn niðurfellingu ákvæðanna um vínlausu kveldin. Töldu þeir, að slíkt yrði til að rýra mjög gildi frv. auk þess sem það sýndi lítinn vildarhug eða umhyggju fyrir ungmennum. Þá lagði Skúli til og bar fram. tillögu um, að lagður yrði niður sá siður. að veita ýmsum „fyrir mönnum þjóðarinnar hagstæð- ari viðskiptakjör við áfengis- verzlanir.* Þingmaður gagnrýnir landbúnaðarnefnd INID Á fundi neðri deildar í sl. viku er frv. um breyting á girð ingarlögum var til annarrar umræðu, kvaddi sér hljóðs Matthías Bjarnason og kvart- aði undan seinagangi við af- greiðslu mála hjá landbúnað- arnefnd. Matthías sagðist nú hafa beðið í næstum tvo mánuði eftir afgreiðslu á frv. um sölu eyðijarðar. og þætti sér það hart, að nefndin gæti ekki komið sér til að afgreiða það. sbr. skjóta afgreiðslu á frv. um girðingarlög. Það væri ljóst, að hún gæti vel unnið, ef hún vildi það við hafa, og þvi krefðist hann að nefndin tæki frv. til meðferðar. Jónas Pétursson varð fyrir svörum og sagði að nefndin hefði orðið sammála um að fresta jarðasölumálum, er ann að hvort hefðu fengið nei- kvæða umsögn þeirra aðilja, er leitað hefði verið tll, eða nefndin ekki orðíð sammála um. En það kæmi þing eftir þetta þing, og þingmaðurinn gæti huggað sig við það. Matthías ítrekaði fyrri um- mæli sín og krafðist af- greiðslu á málinu tafarlaust. IMý lög um Búreiknlnga- stöfu landbúnaðaríns FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um Búreikningastofu landbúnað- arins var samþykkt við 3, um- ræðu í neðri deild i gær og er þar með orðið að lögum. Eru með frv þessu gerðar nokkrar breytingar á starfi Búreikni- stofunnar. Er breytingin gerð til að auðvelda bændum annars vegar búreikningshald, hraða úrvinnslu gagna og fá fyllri upp lýsingar um hag bænda al- mennt. arstarfi á sviði réttarsögu — vib lagadeild háskólans 1 sl. viku urðu nokkrar umræð ur í Efri deild Alþingis um pró- fessorsembætti við lagadeild Há- skólans. Alfreð Gíslason (K) taldi að til þess hefði verið ætl- azt og það hefði verið forsenda fyrir samþykki Alþingis um NÝ LÖG Frv. um leigubifreið'ar var samþykkt við þriðju umræðu í greitt sem lög frá Alþmgi. Sam- kvæmt því, er rýmku'ð skilyrði til að geta stofnað leigubifreiða stöðvar í fámennum byggðarlög um. fjölgun prófessorsembætta við lagadeild, að hið nýja prófess- orsembætti væri í réttarsögu. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála ráðherra og Ólafur Jóhannesson (F) tóku báðir til máls og lögðu áherzlu á að sú regla hefði jafn- an gilt að skipting milli kennslugreina færi fram innan deilda háskólans sjálfs. Þetta em bætfi hefði verið auglýst sem al- mennt kennaraembætti. Hins veg ar kom bað fram í ræðum þeirra að lagadeildin stefndi að því að prófessorsembætti i réttarsögu yrði iafnframt rannsóknarem- bætti. þannig að sá prófessor sem því gegndi mundi jafnframt sinna umfangsmiklum rannsókn um í réttarsögu. Það koma líka fram í ræðu menntamáiaráð- herra að líkur væru á því að núverandi háskólarektor sem hann kvað tvímælalaust færasta sérfræðing á sviði réttarsögu hér á landi mundi ef til vili taka þetta embætti að sér þegar hann léti af rektorsstörfum. Frestur vegna kjaras amninga epsnberra sSarlsmansaa lengdar Frestur til dómsuppkvaðningar framlengdur til 7. desember 1967 t sl. viku var lagt fram á Alþ. frv um breytingu til bráða- birgða á lögum um kjarasamn- inga opirberra starfsmanna. Megin efn frv er framlenging á fresmrn LJppsagnafrestur veena Kjarasamninga er taka skulu gildi 1 janúar 1968 fram- iengist ti’ 1 sepi 1967 Fres'ur sáttasemjara ríkisins til að taka kjaradeil* til meðferðar fram- lengist ti- i oktober 1967 Frest ui aðilja til að senda Kjar«- dóm> gremargeiðir framlengist ti) 1 nóvember 1967. Frescur Kjaradóm ti) a? leggja dóm á ágreiningsefnin framlengist til 1 desember 1967 Ennfremur em bráðabirgða ákvæði i frv bess efnis að nú þegar hetjist heildarathugun á skiptingu starfsmanna í launa- flokka og verði henni lokið eigi síðar en árslok 1968. Er ;im þetta atriði samkomulag við BSRB. f í gr. frv sem er bráða- birgða ákvæði segir ennfremur: Athug n þessari verði stjórn- að af veimur starfsmönnum. öðrum ‘’-á fjármálaráðuneytinu en hinur- frá Bandalagi starfs- manna — kis og bæja, er gerj síð- an tiliöf til breytinga jg sam- ræmin? ar verð) lagðai fyrtr báðó « ningsaðilja Á þann hátr ve-’ reynt að ná samkomu lagi urr agfæringar á flokka- röðuninn jg jatnframt reynt að koma á t r?=matskerfi til fram- búðar. Á “;r ngi sem ekki tæk ist að levsc verð’ þá heimilt að skjóta ti Kúr-tdóms. sem fj-tlli um hann á sama hátt og önnur ágreiningsatriði og gildi samn- ingur urr röðun eða dómur Kjaradóms um bað atriði frá 1. janúar 1968. Rökstuödar tillögur, sem fram koma um leiðréttingar og sam- ræmingu starfsheita sem samn- ingsaðiljai eru sammála um að unnt sé að gera tyrir gildistöku næsta samnings (árslok 1967), skulu teknar upp sem bráða- birgðasamkomulag aðilja. Um aðia þætti þeirra kjara- mála. sem kja, asamningalögin takó til verði fjallað s venjuleg an hátt við næsb samntngsgerð, sbr ákvæði lagat.na Agreinmg um framangreir.d efni. sem eigi Oefur verið til lykta leidaur 1. íanúar 1969 tek ui Kjaradómur oegar til með- íerðar, oí skal r.ann hafa iokið dómsorði á ágreiningsefni eigi síðai en i febrúar 1969 Aðiljar geta á fy-ra stig; máls vísað því til Kjaracóms séu þeir um það sammála og kveður Kjaradjm- ur þá á um deiluatriði innan mánaðar trá því málsskoti. Mál þessi sæta eigi sáttame-ð- ferð samkvæmt III. kafla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.