Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1957. 5 verið beitt fyrr. Henni var beitt fyrr, haustið 1963, en þá var öll stjórnarandstaðan á móti. Henni var enn beitt með júní-samkomu laginu 1964 og þá var Framsókn utangátta. Hins vegar ber að þakka góða samvinnu fulltrúa verkalýðs og vinnuveitenda við ríkisstjórnina um það mikils- verða mál. 127% AUKNING TIL HEILBRIGÐISMÁLA Hver stjórnarandstæðingur á fætur öðrurn hefir geipað um það, að dregið hafi verið úr ríikis framlögum til sjúkrahúsabygg- inga og meðferð heilbrigðismála sé áhyggjuefni. Þetta eru bein ó- sannindi og var þeim þó ástæðu- laust annað en að fara rétt með. >eir hafa aðgang að ríkisreikn- ingum og fjárlögum og sjálfur hefi ég nýlega gert grein fyrir framlögum til heilbrigðismála á stúdentafundi og enginn hreift andmælum, sem heldur ekki er hægt. Hannibal Valdemarsson sagði að lóks hefði svipt hul- imni frá. En hann sleppti frekari skýringum og lét þar við sitja. Það var vissulega skynsamlegt hjá háttvirtum þingmanni. Ef borin eru saman útgjöld ríkisins í tíð vinstri stjórnar 1958 og nú, og allt fært til sama verðlags, 1963, sést óyggjandi, að ríkis- framlögin eru nú meira en helm ingi meiri, eða 127% meiri en þá. Ennfremur stóraukin félags- leg fjáröflun við vangefið fólk og hjartaverndarsamtök. Þeim síðarnefndu tryggðar tekjur um 8 millj. kr. en Styrktarsjóði van- gefinna árlegar tekjur um 24 millj. króna. Sagt hefir verið, að læknisihéruð skorti lækna. Ekki er það ný bóla, en verið svo frá aldamótum. Hins vegar hafa ver ið sett ný læknaskipunarlög ár- ið 1965, sem veita héraðslæknum margs konar hlunnindi, staðar- uppbót, utanfararstyrki, sérstök námslón, styrki til bifreiðakaupa, sérstakar aldursuppbætur og margt fleira, sem þegar er farið að hafa sín áhrif. Unnið er að því að setja skipulagsreglur um læknamiðstöðvar fyrir beiðni fólkisins heima í héruðum á fjór- um stöðum og margt fleira mætti telja, svo sem breytingar á læknakennslu, aðstöðu heimilis- lækna, endurskoðun alls heii- brigðiseftirlitsins í landinu o. fl. o. fl. Þessa stundina eru sérfræðing- ar heilbrigðisstjórnar á fundum með erlendum sérfræðingum í Danmörku og víðar að til þess að Ijúka skipulagi Landsspítala- lóðar, raða þar verkefnum og áætla kostnað hvers stigs fram- kvæmda fyrir sig. Ráðgert er, að hægt verði að ljúka bygg- ingu Landsspitalans, miðað við það, sem nú er undir, á árun- um 1967—1969 — og nauðsyn- legum öðrum byggingum, svo sem nýju mötuneyti og eldhúsi fyrir ca. 1400 manns, sem kosta mun nærri 50 millj. króna eitt út af fyrir sig. Fjölgun sjúkra- rúma, auk nýrra deilda og gjör- breyttrar aðstöðu, yrði nærri 22%, en líkleg fólksfjölgun á sama tíma 5—6%. Séu stjórnar- andstæðingar nú með áhyggjur vegna heilbrigðismála, þá er það nýtt fyrirbrigði í þeirra herbúð- um. Sagt er, að ég hafi bannað út- varpsþátt „Þjóðlíf" um heilbrigð ismál. Þetta er ósatt. Ég gerði við útvarpsráð athugasemd um það, hvernig að þessum þætti væri ráðgert að vinna. Undir þá gagnrýni mína hefir sá garnli fyrrverandi útvarpsstjóri, Jónas Þorbergsson, fullkomlega tekið. Þetta er lika sá gamli ritstjóri Tímans, þótt hann fengi ekki fyrr en seint og um síðir inni í því blaði með athugasemd sína. Útvarpsráð sjálft tók lögum samkvæmt þær ákvarðanir um þennan útvarpsþátt, sem því fannst við eiga. Ég hefi hvorki fyrr né siðar heyrt efni hans og því aldrei tekið afstöðu til þess. Ósannindin um mina afstöðu er búið að kyrja svo oft, að e.t.v. trúa stjórnarandstæðingar nú sín um eigin ósannindum. STOFNLÁN IÐNAÐAR TEKH) STAKKASKIPTITM Iðnaðurinn er sagður á vonar- völ. Ekki vitnaði hin merka Iðn- sýning 1966 þar um, þótt SÍS- fyrirtækin hirtu ekki um þátt- töku af sinni hálfu. Samkvæmt skýrslum Hagstofunnar hefur verið vöxtur í velflestum uTfT- greinum tímabilið 1961—1965. Stofnfjármál iðnaðar hafa ver- ið tekin föstum tökum og tekið stakkaskiptum. Iðnlánasjóður hefir á fjórum síðustu árum lán- að 20 sinnum meira en í tíð vinstri stjórnar. 'Árleg lán voru þá um 2 millj. króna. Voru 76.5 millj. kr. 1966. Verða á annað hundrað milljónir í ár. Lausa- skuldum hefir verið breytt í föst lán. Hagræðingardeild stofnuð við Iðnlánasjóð, — einnig veið- arfæradeild. Lánsheimildir stór- auknar og sjóðnum útvegað láns fé til ráðstöfunar. Aukning út- lánanna aðeins fjögur síðustu ár er á áttunda hundrað %. — Iðn- aðarbankinn hefir á sama tíma aukið rekstrarlán sín um 230%. Sett upp útibú í Hafnarfirði, á Akureyri og í Grensás. Nýjar iðngreinar hafa risið upp, þótt dregið hafi úr öðrum. Iðnþróun- arráð hefir verið sett á laggirnar til þess að stuðla að framtíðar- vexti þessara' atvinnugreina. Rannsóknarstofnanir hennar efld ar. Hér væla og skæla stjórnar- andstæðingar og hafa gert svo undanfarin ár, meðan unnið hef- ir verið að því að treysta fram- tíð iðnaðar á íslandi. Það er ekki nýtt að heyra það úr herbúðum stjórnarandstæð- inga, að ríkisstjórnin og stjórn- arliðið sé þreytt og úrræðalaus það vantaði forustu. Hér í þing- sölunum og á göngum þingsins bera þeir sig hins vegar upp undan því, að stjórnin beri fram allt of margþætta og umfangs- mikla löggjöf. Þeir séu vanbún- ir að taka afstöðu til hennar, svo sem til er ætlazt. BLÓMLEG LÖGGJAFARSTARFSEMI Hér yrði allt of langt mál að tíunda mjög umfangsmikla og blómlega löggjöf, sem vitnar um rösklegt forustuhlutverk við- reisnarstjórnarinnar og stuðnings liðs hennar. En andstæðingarnir verða minntir rækilega á hdna um- fangsmiklu löggjöf viðreisnar- stjórnarinnar í kosningabarátt- unni. Lög um frjálsa verzlun, en með henni hefir verið endur- heimt lánstraust út á við, byggð- ir upp gjaldeyrisvarasjóðir upp á 2000 millj. kr. og almennt skap- að frjálst vöruval. Lög um stór- virkjanir og stóriðju, lög um stofnlánasjóði, byggðajafnvægi og hvers konar menningu og framfarir. Lög um álbræðslu og kísilgúrverksmiðju ásamt mjög veigamikilli húsnæðismálalög- gjöf og fjárveitingum þess opin- bera til íbúðabygginga í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr. Af mörgu verður að taka. GÖNGUM FRAM TIL SIGURS Ég hefi nú dregið upp svip- myndir úr þjóðlífinu, sem ég bygg, að ekki verði um deilt, að vitni örugglega um ríkulegan árangur viðreisnarstefnunnar. Hafa verður einnig í huga ræður stjórnarsinna í þessum umræð- um. Ég hefi borið óyggjandi stað- reyndir saman við „hrollvekj- andi“ lýsingar formanns Fram- sóknarflokksins og annarra stjórnarandstæðinga á þróun þjóðfélagsmála á viðreisnartíma- bilinu. Við getum róleg látið hverj- um og einum eftir að dæma, á hverju sé meira mark takandi, staðreyndum eða hrollvekjum þeirra Framsóknarmanna. Það er slíkur samanburður, aðeins í miklu ríkari og fjöl- þættari mæli, sem við eigum að gera okkur far um að leiða fram í dagsljósið í kosningabaráttunni í vor. Síðan látum við örugg kjós- endurna dæma. Á hverju byggjum við í fram- tíðinni? Sjálfstæðismenn byggja á traustri og grundvallaðri stefnu, — sjálfstæðiss'tefnunni, þar sem sköpunargáfa, athafnaþrá og þrek einstaklingsins eru í senn driffjöður og burðarás fram- fara, — og frelsi í orði og at- höfnum leiðarstjarna. Við munum byggja á þeirn trausta grundvelli, sem þróazt hefir alhliða í þjóðfélaginu á vi$ reisnartímabilinu. Við spyrjum ekki um ferðir kommúnista eða svokallaðs Al- þýðubandalags. Sjálfir vita þess- ir menn ekki lengur, hvað þeir vilja. Þeir eru sjálfum sér sund- urþykkir, — pólitísk samtöte þeirra margklofin, ef ekki að látast, eins og Hannibal sagðL Þegar Hannibal Valdimarsson byrjaði að tala um bakteríuglös- in í kvöld hélt ég að hann ætlaði að fara að skýra fyrir okkur hvað kommúnistar hafa verið aS brugga honum og sonum hans í þessu svokallaða bandalagi.- Annars skal ég ekki angra Hannibal í sorgum þeim, sem hann tjáði í lok ræðu sinnar. Hann sagði að steinarnir mundu tala í kosningabaráttunni fyrir Alþbl. Hvað átt er við meS slíku veit ég ekki. ^ Framsókn vill fara „hífía leið- ina“. Það setur að þeim góðu mönnum hroll að horfa upp á allar þær stórstígu og marghátt- uðu framfarir og þróun, sem átt hafa sér stað í þjóðfélaginu, með an þeir voru utan stjórnar. Allt er á huldu um „hina leiðina" nema éitt: Meiri ríkisafskipti, aukin rikisforsjá — aftur höft og úthlutunarnefndir. Við óskum Framsóknarmönn- um góðrar ferðar á göngu þeirra „hina leiðina". Við Sjálfstæðisfólk vil ég segja: Göngum gunnreif til kosn inganna i júní. Viðreisnartimabilið er mestá blómaskeið íslenzkrar þjóðfélags þróunar. Viðreisnarstefnan hefir lagt ör uggan grundvöll að framtíðinni. Okkar litla þjóð býr yfir mikl- um möguleikum. Unga kynslóðin, sem nú horfir vonglöð fram á veginn, erfir betra íslands en nokkur önnur ung kynslóð á undan henni. Látum ekkert tækifæri ónotað í kosningabaráttunni. Tökum höndum saman og göng um fram til sigurs. CARANTIE VOOR RWAIITEIT SPAR Okkur hefur verið falin einkadreifing á íslandi á hinum heimsþekktu SPAR-EUROP gæða- vörum. Allar beztu vörur á heimsmarkaöinum fást pakkaðar i SPAR umbúðir. Sameiginleg stórinnkaup tryggja okkur sama innkaupsverð og hjá milljónabjóðunum fyrstu sendingar eru komnar carantie voor rwauteit NORSK-ÍSLENZKA VERZLUN A RFÉL AGIÐ SlMI 20 PÓSTHÓLP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.