Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1967. 17 Sveinn Guðmundsson, alþm. Lánasjóður fyrir tækninýjungar í iðnaði efnin eru stórkostleg t.d. í hús- byggingum. Gæti það ekki hent- að vel oklcur íslendingum ef nýj ungar yrðu örari í byggingaháttu, sem væru sniðnir eftir okkar veðurfari, eða ef hægt væri að lækka byggingakostnað með þvi að styðja við bakið á íslenzkum hugvitsmönnum, sem vildu leggja sig fram á þessu sviði. Ilugum befur að framleiðsSu- nýjungum Á KVÖLDFUNDI sameinaðs þings s.I. miðvikudag mælti Sveinn Guðmundsson fyrir þings ályktunartillögu er hann flytur og hljóðar tillagan á þessa leið: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina aíð' láta fara fram athugun á, hvort ekki sé tíma- bært, að stofnaður verði lána- sjóður til örvunar á framleiðslu nýjungum til stuðnings íslenzk- um iðnaði. Ef slík sjóðsstofnun er álitin tímabær, þá verði lagt fyrir næsta Alþingi frumvarp til laga um stofnun slíks lánasjóðs, er hafi það markmið að styðja með lánum að framkvæmd hug- mynda, er hafi raunhæfa þýð- ingu til örvunar nýjungum í ið- aðarframleiðslu landsmanna. Benti Sveinn Guðmundsson á það í ræðu sinni, að slíkur sjóð- ur og hér um ræddi, gæti stuðlað að betri athugun á verkefnum, sem væri unnið hverju sinni, í stað þess að hefja framleiðslu án undangenginna verklegra fram- kvæmda. Erlendis væri varið miklu fé til þessarra hluta, og eins væru hér sjóðir til styrktar nýjungum á sviði landbúnaðar og útvegs, slíkur sjóður fyrir iðnað gæti orði® mikil lyftistöng fyrir tæknilegar framfarir í land- inu. Fara hér á eftir kaflar úr ræðu Sveins Guðmundssonar: Það getur oft verið koetnaðar- samt að koma nytsömum hug- myndum á framfæri þannig, að þær skapi raunhæfa framleiðslu möguleika. Það sýnir sig oft að einstaklingar, höfundar hugmynd anna, hafa ekki aðstæður til að gera þær nothæfar eða fram- leiðsluhæfar. Erlendis eru það oft stóru fyrirtækin eða sam- steypur fyrirtækja sem þá taka við. Hér er ekki slíkum máttar- stólpum til að dreifa .En gera má ráð fyrir að margir fengjust þó til að huga betur að fram- leiðslunýjungum, ef ríkisvaldið örvaði viðkomandi með hag- kvæmum lánum. Fullkomin löggjöf um rann- sóknarráð og rannsóknarstofnan ir fyrir höfuðatvinnugreinar landsmanna eru nú fyrir hendi. Margt af því, sem snýr að til- raunastarfsemi, heyrir undir þessar stofnanir. Þessum fyrir- hugaða lánasjóði er að sjáifsögðu ekki ætlað að rýra starfssvið þessara stofnana, nema síður Kennedyvið- ræðunum haldið áfram Genf, 1'8. apríl NTB. • A morgun, miðvikudag hefjast aftur í Genf hinar svokölluðu Kennedyviðræður um tollalækk- anir og taka þátt í þeim full- trúar frá aðildarríkjum Efna hagsbandalagsins, Bandaríkjun- um, Norðurlöndunum, Bretlandi og Japan Eitt mikilvægasta málið, sem fyrir fundinum liggur, er ágreri- jngurinn milli Norðurlanda og ríkja Efnahagsbandalagsins, og er búizt við, að fulltrúar Norður landa muni leggja áherzlu á að sannfæra EBE-fulltrúana um. að þeir hafi misskilið tilboð Norð- urlande Sveinn Guðmundsson væri. Hugsast gæti, að margar af þeim framleiðslunýjungum, sem sjóðurinn lánaði til, væru unnar í nánu samstarfi einmitt við rannsóknarstofnanir iðnað- arins. Um langan aldur hafa bæði sjávarútvegur og landlbúnaður haft sjóði til styríktar nýjungum í einu og öðru formi á sínu sviði. Um þá gagnsemi þarf ekki að efast. Ég vil aðeins nefna hér eitt dæmi í sambandi við Fiski- málasjóð, sem ætti að geta varp- að nokkru ljósi á hversu slík starfsemi getur hentað þjóðar- búi okkar, Það mun hafa verið fyrir 12 árum, að 2 íslenzkir verk fræðingar höfðu hugmyndir um að bætt nýting mjölvinnslu í síldarverksmiðjum væri mögu- leg með sérstökum tækjabúnaði. Með samvinnu við vélaframleið- endur hér, var möguleiiki til smíði tilraunatækja, en nokkuð fjármagn var nauðsynlegt. Fiski- málasjóður, sem þarna hljóp undir bagga fjárhagslega, stuðl- aði að því, að smíðuð voru til- raunatæki til mjölvinnslu úr soði, en soðið fór annars beint í sjóinn. Þessi tiilraunatæki voru þrotlaust prófuð í heilt ár eða meir. Sú reynsla, sem fékkst, varð til þess að fullkomin soð- vinslutæki voru smíðuð fyrir verksmiðjuna að Klettí í Reykja- vík, þau fyrstu hér á landi. f dag er óhugsandi að síldarverk- smiðja geti -borið sig, nema nýta soðið frá verksmiðjunni til mjöl- vinnslu, enda eykur það mjöl- framileiðsluna um 20 af hundraði. Á síðasta ári varð útflutt síld- armjöl 117 þús. tonn, að verð- mæti 900 millj. kr. Það hefir því munað íslenzku þjóðina á ár- inu 1966 150 millj. kr. full mjöl- nýting í síldaverksmiðjum lands manna, sem grundvölluð var 1954 m.a. vegna aðstoðar Fiski- málasjóðs. Það mætti líka nefna gagnstæð dæmi. Þar sem annað hefur ver- ið út í stórar framkvæmdir eða framleiðslu án nauðsynlegs und- irbúnings. Eins og tekið er fram í grein- argerð fyrir- þál. tillögunni, þá er vísað til reynslu Norðmanna, en þar í landi var slíkur sjóður, sem hér er ráðgerður, myndaður fyrir iðnaðinn sarokvæmt sér- stökum lögum í byrjun árs 1956 s.k. Utviklingsfond for industri- en. Var á því ári veitt til sjóðs- ins 25 milj. norskra króna, en það myndi jafngilda að slíkur sjóður hér fengi í upphatfi stofn- fé 7.5 millj. ísl. króna og síðan að sjálfsögðu framlag árlega fyrstu árin. Væri vel hugsan- legt, að nokkuð af því fé kæmi sem partur af þeim álögum, sem íslenzk iðnaðarfarmleiðsla er nú látin bera. En ég vil alveg sér- stalklega taka fram, að það er ekki hugsun mín að iðnaði lands- manna verði íþyngt með nýjum skattaálögum vegna slíkrar sjóðs stofnunar. Þvert á móti væri það mjög heillavænlegt, ef eitthvað væri hægt að lina þá skattatoyrði, sém nú hvílir á iðnaðarframleiðsl unni. Varðandi það, að hér sé verið að koma á nýju sjóðs- bákni með dýrri yfirstjórn, þá má þar til svara: Slík stofnun myndi sóma sér vel t.d. með af- greiðslu í Iðnl'ánasjóði, eða í Iðnaðaríbankanum og þá án teljandi kostnaðar. f Noregi er 5 manma stjórn og 12 manna ólaunað ráð, mest leið- andi menn úr atvinnulífinu sem hafa æðstu stjórn sjóðsins þar í hendi. Slík tilhögun ýrði einnig farsæl hér á landi. f tillögu minni, er gert ráð fyrir lánasjóði, en ekki 'sjóði til styríkveitinga. Þetta er gert með ráðnum hug. Góðar hugmyndir, sem komast til frarakvæmda, geta borið sig fjárhagslega. Ef um beinar styríkveitingar yrði að ræða þá er meiri hætta á að minna yrði hugsað um arðsemi í framkvæmd, auk þess sem meiri hætta væri á misnotkun. Hér á landi er margfallt minna lagt til rannsókna af því opin- bera, heldur en í þeim löndum sem við eigum að bera okkur saman við. Og enn minna er þó gert á skipulegan hátt atf hálfu fyrirtækja til að efla tækninýj- ungar í framleiðslustarfsemi sinni. Hugsum okkur hve verk- „Rétturhöldin" heljnst 29. þ.m. París, 18. apríl — NTB—AP — RI l’IIÖFP UND URINN cg heim- spekinguiinn Jean Paul Sartre upplýsti í París í dag, að ,stríðs- glæparéttarhöldin,“ sem brezki heimspekingurinn, Bertrand Russel, lávárður beitti sér fyr- ir, muni hefjast 29. apríl n.k. Fara þau fram í litlu leikhúsi í útborginni Issy-Les-Mouline- aux, en ekki í Hotel Contin- ental, eins og áður hafði verið tilkynnt. Stjórn hótelsins neit- aði að lána húsakynni sín til „réttarhalda nna.“ Réttarfundir verða haldnir fyrir lokuðum dyrum — þar fá ekki aðrir aðgang en þeir, sem þangað hafa verið boðnir, — og munu standa til 9. maí. Franska stjórnin mun hafa mælt gegn því, að fundir yrðu opinberir — og haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að hún ætli sér að hafa auga með því, að ekki verði höfð nein brögð í frammi í sambandi við réttarhöldin. Geimfari skot- ið frá sjópalli Washington, 18. apríL — AP — ♦ N Æ S T A laugardag ætla ítalskir vísindamenn að reyna að senda á loft geimfar af palli á sjó úti. Verður það gert frá Formósuflóa, 4.8 km undan strönd Kenýa, en tilraun þessi verður hin fyrsta sinnar tegund- ar. — Jón Arnason í þingrœdu: Auknar sjtíkratryggingar vegna læknisaðgerða erlendis 12 hjartasjúklingar utan s.l. ár — aðallega börn JÓN ÁRNASON flutti ræðu í Sameinuðu Alþingi sl. miðvikudag, þegar hann mælti fyrir þingsályktunartil lögu er hann flytur ásamt nokkrum fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins þess efn- is, að teknar verði upp aukn- ar sjúkratryggingar til þeirra sem óhjákvæmilega verða að leita lækninga erlendis. í ræðu Jóns Árnasonar kom fram að á sl. ári fóru 12 sjúkl- ingar utan aðallega börn til aðgerða við hjartasjúkdóm- um og um síðustu áramót lágu fyrir upplýsingar um a.m.k. 8 sjúklinga, sem leita verða sams konar aðgerðar á þessu ári. Á fjárlögum yfir- standandi árs eru veittar 500 þús. kr. til styrktar þessum sjúklingum en meira þarf til að koma. Hér fer á eftir ræða Jóns Árnasonar um mál þetta: Eins og fram kemur í grg. fyrir till., er það ætlun flm. að komið verði á endurskoðun á IV. kafla 1., en sá lagabálkur kveð- ur á um það, hvaða sjúkratoætur tryggingunum beri að greiða al- mennt. Það sem fyrir flm. vakir sérstaklega, er að endurskoðun 1. miðist fyrst og fremst við það, að komið verði á verulega aukn- um bótum til handa þeim sjúk- lingum, sem óhjákvæmilega þurfa að leita læknishjálpar er- lendis. Sem betur fer, er um miklar framfarir að ræða á sviði læknavísindanna um allan heim. Að sjálfsögðu fylgjum vér ís- lendingar þeirri þróun eftir því, sem kostur er á. Hitt segir sig sjálft, að hinar fjölmennu og auðugu stórþjóðir hafa hér meiri og betri skilyrði til þess að starf- rækja fullkomnar og dýrar rann sólcnarstofnanir, en þær eru m.a. grundvöllur þeirrar þróunar læknavísindanna, sem átt hafa sér stað á undanförraum árum. Það hefur því mjög farið í vöxt að íslendingar, sem gengið hafa Jón Amason með hjartasjúkdóma, hafi leitað sér lækninga á þeim sjúkrahús- um erlendis, sem vitað er um, að ráða yfir mestri sérfræðilegri þekkingu og tækni á þessu sviði. Samkv. upplýsingum, sem ég hef feragið hjá landlækni, var tala hjartasjúklinga, mest börn, er utan fóru til læknisaðgerða við hjartasjúkdómum alls 12 á s.l. ári, og um síðustu áramót lágu fyrir upplýsingar um a.m.k. 8 sjúklinga, sem leita verða sams bonar læknishjálpar erlendis á yfirstandandi ári. Verður sú tala sjúklinga að sjálfsögðu all- miklu hærri, þegar lengra Mður fram á árið. Hér er um læknisaðgerðir að ræða , sem læknar munu al- mennt sammála um, að ekki sé unnt að veita hérlendis enn sem komið er. Það er því brýn nauð- syn, að sjúkratryggingarnar láti þessi mál til sín taka. í ríkari mæli en nú á sér stað svo að ein staklingar geti átt þess kost að leita lækhinga meina sinna og fá þá heilsubót, sem vö1! er á. Hér er hins vegar um svo kostn- aðarsamar læknisaðgerðir að ræða, að í mörgum tiltfellum verð ur það algerlega fjárhagslega of- viða þeim, sem í hlut eiga . A undanförnum árum hefur Alþ. veitt nokkra fjárupphæð á fjárl., sem ætlað er til styrkt- ar þeim sjúklingum, sem nauð- synlega þuría að leitá læknis- hjálpar erlendis. í fjárl. yfirstand andi árs er upphæðin 500 þús. kr. Með þessu hefur Alþ. sýnt þessu þarfa málefni vissan skilning, sem vert er að þakka. En hér þarf meira til. Það er því álit flm., að ekkert sé eðlilegra en að hið almenna tryggingakerfi, sjúkrasamlög'og Tryggingastofn- un ríkisins, taki málið í sínar hendur og veiti ríflegri bætur svo sem hér er lagt tiL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.