Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 26
 26 T MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1067. Til fermingargjafa Sími 21901 Sími 24026 Uppsett Tjöld í verzluninni. Allt til stangarveiða. Bakpokar Svefnpokar Vindsængur Pottasett Ferðagastæki Tjaldborð og stólar og margt fleira til ferðalaga. S-Vietnam mælir með „afvoonun" — á vopnlausa beltinu Saigon, 18. apríl, NT!B, AP. S-VÍETNAM lagffi I dag til aff allt hcrlið yrffi fiutt á brott frá vopnlausa beltinu er skiiur Suff- ur- og Norffur-Víetnam og yrffi þessi brottflutningur liðsins fyrsti áfangi á leiff til algers vopnahlés. N-Víetnam hefur þeg ar hafnað þessari tillögu. Tillaga Suður-Víetnamstjórnar byggist á fjögurra-liða áætlun þeirri sem utanríkisráðherra Kanada, Paul Martin, lagði fram í fyrri viku, þar sem borin er fram tillaga um brottflutning her liðs frá vopnalausa beltinu milli ríkjanna. N-Víetnam lagðist gegn tillögu Martins nú fyrir nokkrum dögum í öllum aðalat- riðum og sagði Hanoi-blaðio „Nhan Dan“ að hún væri runnin undan rifjum bandarískra heims veldissinna. í tilkynningu s-víetnamska ut- anríkisráðuneytisins í dag sagði að S-Víetnam væri hlynnt til- lögum Martins og haft var eftir áreiðanlegum heimildum að Tran Van Do, utanríkisráðherra S-Víetnam, sem nú er staddur í Washington, muni gera sér ferð til Ottawa til að ræða nánar við Martin utanríkisráðherra um til- lögur hans. Þá sagði og í tilkynn ingu S-Víetnamstjórnar að hún væri fús til viðræðna við full- trúa N-Víetnam hvenær sem væri. Ht fermi ngavcýafa Miki5 úrvaí af myndavelum Frá Kodak-Agfa- Braun fy_ Oó POLAROID 5PDRTVAL VERÐ FR* Kk 43325 | Laugavegi 116 H úsbyggjend ur — húseigendur Útvegum tilboð í byggingaframkvæmdir, jarðvinnslu og lóðarlögnum og aðstoðum við verksamninga. H.F. ÚTBOÐ og SAMNINGAR Sóleyjargötu 17 — Sími 13583. EivzKninnm hínir mwmm 12 m 15 m TAUNUS BilRR FAAN LEGIR VIB ALLRA HÆFI IÍE1AR 63 75 1 83 V OG106 HESTAFLA FRAM EDA AFTURH JQLADRIF um 20 m HATT ENDURSOLUVERB 01ARNIR SEM SAMEINA íEGIIRD RYM ÞÆGINBI — ★ — Af hernaðinum í S-Víetnam er það að frétta í dag, að s-kóreskt herlið lauk í dag mestu hernaðar aðgerðum, sem það hefur tekizt á hendur í landinu til þessa. Hóf ;iðið tangarsókn fyrir 42 dögum í nágrenni bæjarins Phu Diem, um 40 km norðaustan Saigon. Segjast Suður-Kóreumenn hafa náð yfirráðum yfir um það bil 400 km þjóðvegarins frá norðri til suðurs og telja að um 210.000 manns séu á svæði því er þeir hafi nú lagt undir S-Víetnam- stjórn. Þá sagði og í fréttinni að felldir hefðu verið 831 maður af skæruliðum Viet Cong og 414 teknir til fanga. Skipaáreksfiir Rotterdam, 18. apríL NTB — AP. ♦ AÐ minnsta kosti tveir menn munu hafa farizt í eldsvoða, er varff í gær, er Líberíu-olíuskipið „Diane'* og þýzka flutningaskip- iff „Annelis Christophersen" rák ust saman, skammt undan strönd Hollands. Varð sprenging I „Diane" með þeim afleiðingum, að 20 m rifa kom á hlið skipsins. Árekst- urinn varð í þoku, 40 km vestur af eyjunni Göree, suður aí Rott- erdam. Þýzka skipið komst til Rotterdam, þegar í gærkvöldi, en slökkviliðið barðist við eld- inn í „Diane“ í dag. - UNGT FÓLK Framhald af bls. 25. öllum mönnum að vera ljóst, að helzta hlutverk skóla er að búa menn undir lífið. Ekki einungis að troða ákveðnu magni fróð- leiks inn í þá. Fullvíst er, að engu máli skiptir hvaða kerfi er notað í skóla meðan kennarinn leggur ekkert upp úr hugarfari sínu við kennsluna; ekkert upp úr hugar- fari nemenda við námið, helcfur lætur tilviljun ráða. Útkoman úr þessu verður, að meiri hluti nemenda verður tilfinningasljó- ir kjánar, og allur þeirra fróð- leikur einskis virði. Það er betra að lesa eina bók vel, heldur en tíu illa. Allt þetta liggur í aug- um uppi. En hvað er það samt, sem fær manninn til að vanrækja þessa hlið málsins. Gæti það ver- ið sá misskilningur, að maðurinn geti lifað án kennisetningar? Að maðurinn sé eitthvað 1 sjálfu sér? Við látum tilviljun ráða í þessu, og við köllum hana frelsi. Er ekki eitthvað bogið við þennan skilning? Hvert stefnir okkar ágæta þjóðfélag? Hver er kennisetning þín, sem mark- ar verkum okkar braut? Ýms- ar ágætar skoðanir koma fram. Mönnum er tilrætt um ástkæra, ylhýra málið. En ekkert er lagt upp úr skýrri hugsun. „Heim- speki er bull, segir frægasta skáld íslands." Allt ber þetta að sama brunni. R'eynt er að komast af með sem minnst. Hvernig væri, að menn hættu að ræða um ásýnd hlutanna, en sneru sér að kjarna málsins, — sneru sér að íslenzkri hugs- un nú á dögum, eins og hún birtist í ræðu og riti. Og um- fram allt, mikið er undir því komið að málskrúð sé ekki lát- ið villa sýn. Það skyldi þó ekki eitthvað vanta? Skyldi ‘ hafa gleymzt að marka undirstöðuna skýra í íslenzkri menningu, — í íslenzkum skólum. Æ, gerumst ekki þreyttir. Málið er kannski þreytandi og erfitt, en æði mikilsvert. Og nú ríður á að halda sér vakandi um stund. Eða halda menn kannski, að þeir geti komizt undan sannleik anum. Svona rétt smeygt sér fram hjá tilverunni og komizt inn bakdyramegin? Stytt sér leið? Þess þekkjast víst engin dæmi. Það verður engin mála- miðlun gerð. Hvert augnablik, sem líður krefst verknaðar. Og tíminn verður miskunnarlaus í dómi sínum á honum. En allt hefur sinn tíma. Ernir Snorrason,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.