Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1067. Kambstál 8-10-12-18-22-25 m/m. H. BENEDIKTSSON. H F. Sudurlandsbraut 4 Er þvottaefni okkar of dýrt? Athugasemdir ensku einkas.nefndarinnar EIGIÐ ÞÉR 2—3 herbergja íbúð í Hafnarfirði eða ná- grenni til að leigja ungum hjónum? GÓÐ UMGENGNI OG REGLUSEMI. Upplýsingar kl. 9—18 í síma 1 15 17. „BR þvottaefni okkar of dýrt?“ Þessari spurningu velti fyrir sér enska einkasölunefndin, sem starfandi er á vegum ríkisins. Gagnrýni. sem birzt hafði í blöð um, útvarpi og sjónvarpi, svo og fyrirspurnir frá ýmsum neyt endasamtökum. leiddi til þess að „The Monopolies Commission'1 setti markaðsrisana tvo „Unilev er Ltd.“ og „Proeter & Gamble Ltd “ undir smásjána. Skýrslan um þessa athugun var send til þingsins og var birt í ágúst sl.: Household Detergents. A Report on the Supply of Household Det- ergents, London ágúst 1963 Neyténdaráðið, samtök margra neytendafélaga lét nefndinm í té gagnrýni á núverandi aðstæð- um á markaðinum fyrir þvotta efni til heimilisnota og voru þessi atriði þau helztu: — Bseði ofangreind fyrirtæki ráða á einkasölukenndan hátt yfirmarkaðinum fyrir þvotta- efni. FERMINGARGJAFIR Speglar Hver getur verið án spegils? Lítið á úrvalið hjá okkur áður en þér ákveðið fermingargjöfina. LUDVI^ STORR Speglabúðin. Sími 1-9635. Samkeppni á sér aðeins stað á sviði auglýsinga (þar með talin augiýsingagjafir) og hefur eng- inn álhrif til lækkunar á verði. — Ráðið hefui grun um að fyrirtækin selji sömu þvottaefn- in undir mismunandi merkja- nöfnum. Upptaka nýs merkts á markaðinn krefjist ótrúlega hás auglýsingakostnaðar. — Augiýsingar fyrir þvotta- efni hafa mjög ófullnægjaiidi upplýsingar fyrir húsmóðurina. — Umbúðir fyrir þvottaefni hafi hlutfallslega of mikið nol- rúmi og blekki þannig kaupe.id- ur magni innihaldsis. Einaksölunefndin staðfesti með atihugunuin sínum þessa gagnrýni í öllum liðum og styrkti hana meira að segja. „Unilever“ og „Procter & Gan<ble“ sjá um ca. 90% af brezka markaðinum fyrir þvrtta efn: til heimilisnota. Hafa þau gert með sér samkomulag um, hversu víðtækar auglýsingagjaf- ir skulu vera. um upptöku nýrra meikja og um gi undvallarrann- sóknir sínar. Skipting söluverðsins sýn.r eftirfarandi mynd: Sé söluverð- ið sett jafnt og 100% þá er sk’pt ingin þessi: 46% framleiðslukostnaður 7,5% rannsóknir, stjórn, dieifing o.s.frv. 23% söiukostnaður 7,5% ágóði 16% álagning smásölu Einkasölunefndin gerði sér- staklega athugasemdir við 23% sölukostnað, sem inniheldur að- allega auglýsingakostnað og ókeypis dreyfingu á þvottaefnis sýnishornum. Slíkur sölukostn- aður, segir nefndin, hafi einung is þann tilgang að afla sér ste’-k ari markaðsaðstöðu og væri fyr- ir neytandann hvorki auknar upplýsingar né annar hagur. Nefndin beindi því til brezkra viðskiptamálaráðuneytisins að það beitti áhrifum sinum á of- angreind fyrirtæki í þá átt að þau lækkuðu sólukostnað sinn um 40% og lokasöluverðið sem því næmi Ef fyrirtækin væru ekki fús til þess, verður gripið til þvingunarráðstafana. sinni sagt skýrum orðum af Með þessari skýrslu er í fyrsta stjórnskipaðri nefnd, að auglýs- ingar á vörusviði sem að gæðum að litlu eða engu leyti er frá- brugðið hvort öðru (þvottaefni, sígarettur. benzín. o.s.frv.) þjóni aðeins baráttu fyrirtækjanna um að ráða markaðinum, en neytandinn hafi engan hag af slíkri auglýsingu, þar sem hún eykur hvorki gæði, veitir meiri upplýsingar eða leiðir til lægra verðs. WASHINGTON, 13. apríl, AP. — Frakkland mótmælti því í gær við Bandaríkin að brenndur var franskur fáni í Boston sl. mánudag og hefur bandaríska utanríkisráðuneytið harmað at- burðinn. Fáninn var brenndur úti fyrir dyrum ræðismannsskrif stofu Frakka í Boston á mánu- dag í hefndarskyni fyrir það að brenndur var bandarískur fáni í París í fyrri viku er Humphrey varaforsti Bandaríkjanna var þar í heimsókn. Voru mótmæla- orðsendingar beggja ríkjanna munnlegar. RÓM, 13. apríl, NTB — Upp- þot varð í Róm í gærkvöldi úti fyrir sendiráði Bandaríkjanna í Róm er þar kom saman fjöldi fólks að mótmæla stefnu Banda* ríkjanna í Vietnammálinu. Sködduðust þar margir og voru um áttatíu handteknir fyrir ó- spektir á almannafæri. Komm- únistar og vinstri sósíalistar eru sagðir hafa staðið fyrir mót- mælafundinum. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 „Hvernig má þe+ta vera?“ spurði hann. „Öll þjóðin, já meira aff segja ég sjálfur þarf að vinna myrkranna á milli op hefur ótal skyld'im að gegna, en þarna eru þrjú hundruð menn, sem ekkert gera annað en njóta lífsins frá morgni tii kvölds'". Keisarinn ákvað að gera út sendiboða til klaustursins. „Farðu og segðu ábót- anum“, sagði hann, ,„að keisarinn skipi honum að telja stjörnurnar á himninum, mæla dýpt jsrðarinnar og geta sér fci! um hugsun mina. Hann fær þriggja daga frest til að framikvæma þetta. Á fjórða degi skal hann koma til mín og leysa úr þessum þraut- um. Takist honum það ekki, læt ég loka klaustr iru og set álbótann og munkana til verka." Ábótinn hlýddi á orð- sendingu keisarans og varð áhyggjufullur, því 'hann þóttist sjá fram á stóran vanda. Hann sagði munkunum hvað til hefði borið. Þeir urðu einnig mjög skelkaðir, því að enginn þeirra áfti nein svör við spurningum keisarans. Nú vildi svo til ein- mitt sama daginn, að grmall hermaður átti leið um og rakst inn í klaustr ið. „Hvers vegna eruð þið allir svona daprir, vinir mínir?" spurði hann. „Ævinlega hef ég séð ykkur glaða og áhyggju- lausa, en nú virðist eitt- hvað ama að ykkur“. Einn munkurinn svar- aði: „Þú veizt ekki, hvað við erum í miklum vanda staddir. Keisarinn hefur skipað okkur að leysa þrjár þrautir inn- an þriggja daga, og á fiórða degi á ábótinn að g&nga á hans fund og hafa svör á reiðum hö.id- un,“. „Hvaða þrautir eru það?“ spurði hermaður- :nn. „Hann á að segja til um. hve margar stjörnur eru á himninum, nve d;úpt sé niður í iður jaiðar og hvað keisarinn sé að hugsa um þá stund- ina“. ,,Ef ég væri i ykkar sporum,“ sagði hermaður inn, „þá væri ég ekki í vandræðum með að svara þessu“. Munkarnir þustu til ábótans og hermdu hon- um orð hermannsins. „Hermaðurinn þykist geta leyst allar þrautirn- -ar“, sögðu þeir. Ábótinn gerði þá boð f.vrir hann. „Allar óskir þinar skulu uppfylltar, vinur minn, ef þú svarar fyrir okkur og bjargar okkur úi þessari klípu“, sagði h&nn. , Ég krefst engra iauna“, svaraði hermað- ut .nn, „lánaðu mér að- eins toápu þína og ég skal frra til hallarinnax í þinn stað“. Við þetta boð birti heldur betur y'fir ábót- anum og m<unkarnir vörpuðu af sér öllum áf-yggjum. Þeir átu, drukku og vonu glaðir og lögðust svo áhyggju- iausir til svefns. Leið mi að heimsókninni til keis- arans. Hermaðurinn fór f kápu ábótans og hélt til hallarinnar. Keisarinn spurði: „Jæja, hefur þú svar við spurnmgum mínum?“ „Vissulega, yðar há- tign“. „Hvað eru stjörnurnar þá margar á himninum?" „Sjö hundruð fjörutíu og tvö púsund fjögur hundruð áttatíu og níu“. „Hvernig veizt þú það?“ „Ég taldi þær sjálfur, yðar hátign. Ef þér trúið mér ekki. skuluð þér bara telja þær sjálfur“. Keisarinn brosti og s^gði: Gott og vel. En hvað er þá djúpt niður að iðrum jrrðar?“ , Það hlýtur að vera mjög djúpt. yðar hárign“. „Hvað hefir þú til marks um það?“ ..Jú, sjáið þér til. Fyr- ir þrjátíu árum fór pobbi gamli ofan í jörð- ira og hann hefur ekki enrtþá komið til baka, svo að það hlýtur að vera skrambi djúpt niður“. „Látum svo vera, en segðu méi þá, hvað ég er rð hugsa um núna“ spurði keisarinn. „Einmitt á þessari stundu hugsar yðar há- tign: Skolli er þessi ábóti kræfur að geta leyst úr öllum þrautun- um, sem ég lagði fyrir hann“. Keisarinn gat ekki orða bundizt: , Þetta var rétt“. viðurkenndi hann, „pú hittir á rétta svarið“. Þá sagði hermaðurinn: „Yðar hátign, þér farið samt villur vegar“. „Hvað á hann við?“ spurði kaisarinn. , Ég er einn af her- mönnum yðar hátignar, en þér haldið mig vera áoótann“ Keisarinn bað her- manninn nú að segja sér satt og rétt frá öllu. Hann veltist um af hlátri þegar hann heyrði alla söguna og skipaði að leysa hermanninn út með ríkulegum gjöfum, en ábótann og hina lötu munka hans lét keisar- inn setja til strangrar vinnu. Ráðningar úr siðasta blaði Hvaða lóð er þyngst? í fyrri atrennu setur þú 3 lóð á hvora voga- skál. Séu þau jafnþung, er þyngsta lóðið meðal þeirra þriggja, sem eftir eru. Séu þau ekki jafn þung er þyngsta lóðið meðal þeirra þriggja, sem meira vega. I seinni atrennu þarft þú ekki annað en velja m.lli þeirra þriggja lóða, sem þyngsta lóðið er á meðal. Taktu tvö aif þeim. Séu þau jafn jung, er þyngsta lóðið eftir, ef ekki er það lóðið, sem þyngra erl Hvað heitir borgin? Töframaðurinn leggur þraut fyrir áhorfendur, og nú reynir á, að þeir séu fljótir að átta sig. Meðan hann heldur öll- um boltunum á lofti, sem hver um sig er merktur bókstaf, eiga áhorfendur að setja stafina rétt sam- an, þannig að þeir myndi borgarnafn. Skrýtlur — í gær sagði Jón, að þú værir asni. — Þú hefur væntan- lega tekið málstað minn? — Já, auðvitað. Ég sagði, að það ætti aldrei að dæma neinn eftir út- litinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.