Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 18
18 m\jrt»jtUiN£5J,A£>it>, rnvuw.ruJUACiUK 20. APRIL 1967. Bjartmar Guðmundsson í þingræðu um jarðeignasjóðsfrv. Horfir til bóta fyrir bændur og og þjóðina í heild BJARTMAR Gaðmundsson flutti '' raeðu í Eíri deild Alþingis sl. föstudag um frv. ríkisstjórnar- innar um Jarðeignasjóð ríkis- ins. Hér fer á eftir ræða Bjart- . <■ mars Guðmundssonar: Þetta frv. sem hér liggur fyr- i-;- irr er 3. frv. um landbúnaðarmál, sem vaentanlega verður samþ. á _ þessu þingi. Öll þessi lagafrv. 1 eiga að stuðla að hagkvaemari búrekstri þegar á heildina er litið og létta róður þeirra bænda, sem verst eru settir. Búreikn- ingaskrifstofan á á þann hátt að finna tölulega, hvaða búgreir ar henti bezt við mismunandi aðstæður og hvað kosti raun- verulega að framleiða búvörur, þegar meðaltal er tekið. Fram- leiðnisjóðurinn er myndaður af 50 millj. kr. framlagi á 4 árum og á að þjóna því hlutverki, að styrkja rannsóknir og fram- kvæmdir. er miða að lækkun framleiðslukostnaðar á búvör- um. Og stuðla að nauðsynlegum breytingum á framleiðslunni, veita lán og styrki til vinnslu- stöðva búnaðarvöru, ræktunar- sambanda, vísindastofnana og einstakra manna. í 3. lagi er svo frv. það sem hér liggur fyrir um jarðeigna- sjóð Stofnframlag sjóðsins er 36 millj. kr. eða 6 millj. kr. á ári í 6 ár. A öllum tímum lands- byggðarinnar, hafa bújarðir ver- ið að fara í eyði suma tíma, en byggzt aftur aðra tíma. Næst- liðna áratugi hafa mörg byggða- lög og einstakir bæir farið þessa • • ÉtímS *s Bjartmar Guðmundsson leið og hafa eigendur þeirra jarða sem að standa, síðan geng- ið slyppir frá eignum sínum. Jarðeignasjóði er ætlað að koma til hjálpar við þá, sem hér eft- ir verða að yfirgefa jarðir, sem ekki teljast búrekstrarhæfar, vegna þess hversu þær eru illa í sveit settar, með því að kaupa þær fyrir markaðsverð og honum er einnig ætlað að kaupa jarðir, þótt vel séu í sveit settar, ef þær eru svo landlitlar eða snauðar af ræktanlegu landi að það telj- ist ekki vera hægt að stunda Hfvænlegan búskap. Fleiri verk- efni eru þessum sjóði ætluð skv. Aðalskoðun bifreiða í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 1967. Mánudagur 24. apríl, kl. 9 — 12 og 13 — 17,00 í Borgarnesi. Þriðjudagur 25. apríl, kl. 9 — 12 og 13 — 17,00 í Borgarnesi. Miðvikudagur 26. apríl, kl. 9 — 12 og 13 — 17,00 í Borgarnesi. Fimmtudagur 27. apríl, kl. 9 — 12 og 13 — 17,00 í Borgarnesi. Föstudagur 28. apríl, kl. 9 — 12 og 13 — 17,00 í Borgamesi. Mánudagur 8. maí, kl. 10 — 12 og 13 — 16,30, að Lambhaga. Þriðjudagur 9. maí, kl. 10 — 12 og 13 — 16,30 í Olíust. Hvalf. Miðvikudagur 10. maí, kl. 10 — 12 og 13 — 16,30 í Reykholti. Við skoðun þarf að framvísa kvittunum fyrir greiðslu opinberra gjalda og trygg- ingariðgjalda, ennfremur vottorði um ljósastillingu. Þeir bifreiðaeigendur, sem eigi færa bifreiðar sínar til aðalskoðunar mega búast við því, að þær verði teknar úr um- ferð án frekari fyrirvara, nema þeir hafi tilkynnt gild forföll. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 10. apríl 1967. Ásgeir Pétursson. frv. Hér er þó ekki um neins konar valdboð að ræða, heldur heúnildir eftir samkomulagi við hlutaðeigandi bændur, sem þannig stendur á fyrir, og sitja á því jarðnæði, sem ég drap á áðan. Frv. þessi varðandi landbún- aðinn eru öll gerð í samráði við stéttarfélög bænda og allt eru þetta stjómarfrv. Ég tel að öll þessi frv. og ný lagaákvæði horfi til bóta, bæði fyrir bænda- stéttina og einnig landið eða þjóðina í heild, ef vel tekst um stjórn þessara mála í höndum þeirra manna, sem framkvæmdir verða á hendur falið. Um leið er hægt að fagna því, að góð samvinna hefur í seinni tíð tekizt milli fulltrúa stéttar- samtaka bændanna og ríkisvalds ins, eða nánar tiltekið landbrh. um ýms mál. En um leið og ég mæli með þessu frv., vil ég benda á að mjög gætilega þarf að fara í sakirnar, ef leggja þarf niður búrekstur á jörðum. Byggð arlög eru háð því lögmáli, sem alls staðar gildir, að annað hvort viðrar það aftur á bak ellegar nokkuð á leið. Fækki fólki í byggðalögum er vá fyrir dyrum. Ekkert bygðarlag þolir teljandi grisjun, nema til komi annað í skarðið. En í sveitum má stunda margt annað ,en okkar algeng- ustu bústörf og búvörufrana- leiðslu. Á þann veg eiga sveita- byggðimar að dafna og eflast, þó lélegustu jarðir hætti að vera bújarðir. En þetta er mál útaf fyrir sig og stórmál, sem enn hef ur verið of lítill gaumur gefinn. Eg sé ekki ástæðu til að ræða þetta mál meira hér, það er miklu yfirgripsmeira en svo, að það sé hér staður eða stund til þess, en endurtek að landbrh. hefur mælt með að þetta frv. verði samþ., en einstakir nm. með fyrirvara og hafa flutt brtt. um það, á sérstöku þskj. og verð- ur að sjálfsögðu gerð grein fyr- ir því að flutningsmönnum. Sverrtr Júlíusson t þingreeðu: Endurskoðun s/óf^c: íaga brýn nauðsyn tm Lt aí Wari SVERRIR Júlíusson flutti ræðu í Sameinuðu Alþingi sl. miðvikudag, þar sem hann gerði grein fyrir þingsálykt- unartillögu er hann flytur ásamt fleirum um endurskoð un á sjómannalögum. Gerði þingmaðurinn ítarlega grein fyrir þeim atriðum í núver- andi löggjöf er hann telur breytinga þurfa við og ræddu sérstaklega þau ákvæði sjó- mannalaga er kveða á um greiðslur til sjómanna í veik- inda- og slysatilfeilum en skv. núgildandi Iögum skuiu þessar greiðslur vera í sam- ræmi við aflahlut. Hér fara I eftir kaflar úr ræðu Sverr- ís Júlíussonar: Frá því að lagaákvæðið unr> réttarstöðu sjómanna og sam skipti þeirra og útgerðarmann? íða útgerðarfyrirtækja voru fyrst sett hér á landi, hafa sömu reglur gilt um fiskimenn og far- menn. Lög þau, sem hér hafa gilt síðustu áratugina, hafa fyrst og fremst verið miðuð við samskipti farmanna og eigendur hinna stærri flutninga- og farþega- skipa landsmanna. Við endur- skoðun þá, sem fram fór árið 1963, virðist sömu sjónarmið hafa ráðið, enda mun hafa verið fyrst og fremst stuðzt við sjó- mannalög frændþjóða vorra á Norðurlöndum, en ekki nægi- legt tillit tekið til sérstöðu þeirra, er íslenzk fiskiskip eiga við að búa. Það er vissulega nauðsynlegt og ágætt, að menn geri sjó- mennsku að sinu ævistarfi, hafi réttindi og þá jafnframt skyldu gagnvart sínum atvinnuveit- veitanda. En að mínum dómi getu ekki staðizt að sömu regl- ur gildi um t.d. uppsagnarfresti skipstjórnarmanna á hinum stóru flutninga- og farþegaskip- um, sem starfrækt eru allt árið og ár eftir ár og smáfiskiskip- um, t.d. 20—30 rúml, sem gerð eru út árstíðabundið og venju- lega ekki nema hluta úr árinu. Hæstaréttardómur árið 1966, dæmdi skipstjóra fullan aflahlut í 3 mánuði eða út uppsagnar- tímabil. í þessu tílfelli ríkti ó- vissa um, hvaða veiðar bátur- inn færi á yfir sumartímann, en í þeim efnum voru útgerðarmað- urinn og skipstjórinn ekki sam- mála. Skipstjóra þessum var dæmdur fullur skipstjórahlutur þrátt fyrir að hann hefði ráðið sig á annan bát og vann sér inn hærri upphæð en aflahluturinn var þann tíma á bát þeim, er hann hvarf af. Hæstiréttur byggði dóm þennan á 3. og 8. gr. sjómannal. Tel ég nauðsynlegt, að m.a. verði þessar greinar end- ur skoðaðar. Ég tel einnig eðli- legt að endurskoða ákvæði um uppsagnarfresti yfirmanna ann- arra en skipstjóra, en sá frestur er þrír mánuðir samkv. 13. gr. og telja verður tímann of lang- an á minni bátana sbr. það, sem ég sagði áðan. I»á tel ég einnig að breyta verði þeim ákvæðum laganna, að því er varðar laun skipverja í slysa- og veikinda- tilfellum. Þá verði að setja á- kvæði um það, að skipverji, sem slasast eða veikist, þegar hann er eigi að starfi á skipinu eða í beinu sambandi við það, skuli ekki eiga rétt til bóta samkv. 1. í 28. gr. í 2. mgr. þessarar gr. eru ákvæði um umönnun skip- verja. Eftir að ráðningu hans er slitið, á hann auk réttinda sam- kvæmt ákvæðum í 18. gr. rétt á umönnun útgerðarmanna í á- kveðinn tima. Rétt er að endur- skoða ákvæði gr. í samræmi við gildandi lög um sjúkrasamlög og almennar tryggingar. Um m. og IV. kafla 1. Þessir kaflar falla um skipsstörfin, um refsivald skipstjóra, um aðra menn, sem ráðnir eru á skip og um refsingar. Nauðsynlegt er að endurskoða hinar ýmsu greinar þessara 1., en í mörgum þeirra er einkum miðað við flutninga- skip. Ákvæðin um refsivald skip stjóra í IV. kafla eru mjög erfið í framkvæmd sbr. 65. gr. Þá eru ákvæði í 70. gr. um það, að kaup, sem haldið er eftir vegna yfirsjónar skipverja, skuli varið til hagsmuna sjómanna eða þeirra vandamanna þrátt fyrir það, að viðkomandi menn hafi bakað útgerðinni stórfellt tjón. Nauðsynlegt verður að setja í L skýr ákvæði um það, hvernig með mál þeirra skuli fara, sem gerzt hafa brotlegir við útgerð- armenn, m.a. með því að mæta eigi til skips eða fara fyrirvara- laust úr skiprúmi. Eftir að breyt ingar þær, sem samþ. voru 1963 auk auknar greiðslur frá útvegs- mönnum til sjómanna í veikinda og slysatilfellum samkv. 4. og 18. gr. sjómannaL komu til framkvæmda, hafa útvegsmenn mjög oft kvartað undan þeim kvöðum, er lög þessi setja á þé og í mörgum tilfellum hefur það valdið útgerð fiskiskipa óeðli- lega miklum útgjöldum og jafn- vel stefnt rekstri fiskiskipa í tvísýnu. Útvegsmenn hafa á hverju ári síðan 1963 á aðalfund um samtaka sinna óskað eftir endurskoðun á þeim ákvæðum og hafa heildarsamtök þeirra margsinnis óskað eftir því við sjávútmrh., bæði fyrrv. og núv., að frv. til 1. yrði flutt, er feli í sér sanngjarna leiðréttingu í þessum efnum. Það hefur ávallt verið viður- kennt, að þqrf væri á leiðrétt- ingu, en fram að þessu hefur ekki orðið úr því, að brtt. væru fluttar. Núv. hæstv. sjávútmrh. skipaði hinn 11. nóvember 1965 5 manna n. þm. eftir tilnefningu allra þingflokkanna, er rannsaka átti hag og afkomuhorfur vél- báta af stærðinni 54—120 rúrnL N. þessi skilaði áliti í júnímán- uði sl. Ein af þeim till., er n. gerði til lausnar erfiðleikum bátaflotans er svohljóðandi með leyfi hæstv. forseta: „N. mælir með þvi, að samið verði frv. til 1. um breytingu j sjómannal. á þá leið, að greiðsl- ur til áhafna á fiskiskipum í veik inda- og slysatilfellum skipverja samkv. L, miðist ekki við afla- hlut, heldur verði í meginatrið- um og eftir því, sem við getur átt, miðuð við kauptryggingu háseta og það launahlutfall, sem er á milli yfir- og undirmanna á fiskiskipum samkv. kjarasamn ingum. Telur n. rétt, að haft verði samráS við samtök sjó- manna um breytingu þessa“. í framhaldi af þessari tilL vélbátan. óskaði hæstv. sjávútv- mrh. eftir því við hv. sjávútn. þessarar virðulegu d., að kann- aðir yrðu möguleikar á, hvort n. væri eigi fáanleg til þess að bera fram brtt. í samræmi við álit vélbátanefndarinnar, en í hv. sjávútvn. eiga sæti 3 af þeim aðilum, er sæti áttu i vélbátan. Hæstv. sjávútvn. Nd. víldi ekki taka afstöðu til málsins fyrr en hv. ráðun. hefði kannað hugi sjómannafulltrúanna. Hinn 28. febrúar sl. var fyrir frumkvæði hæstv. sjáútvmrh. boðað til fund ar um þetta mál, og vil ég að- eins skýra frá því, að á þeím fundi mætti Jón Arnalds fulltrúi ráðun. og fulltrúar frá útvegs- mannasamböndunum, Sverrir Júlíusson og Baldur Guðmunds- son, frá sjómannasamtökunum Jón Sigurðsson og Snorri Jóns- son og Birgir Finnsson sem for- maður sjútvn. Nd. Það kom ber- lega í ljós, að þessir fulltrúar sjómannasamtakanna vildu ekki ganga til samninga á þvi stigi málsins um neinar breytingar, en á fundinn hafði einnig verið boðaður forseti Fiskimanna- ög farmannasambandsins, en hann mætti ekki, en siðar upplýstist um, hver afstaða sambandskis var. Jón Arnalds hélt því fram fyrir hönd ráðun., að ráðh. hefði fullan hug á því, að eitthvað yrði gert í þessu máli, en þegar fyrir lá síðar, að hv. sjáútvn. Éd. var ekki fáanleg til þess að bera fram aðra till. en þá, sem Far- mannasambandið gat samþ., sem vissulega var spor í áttína, en þó engan veginn að mínu áliti gekk svo langt, sem þurfti, þá ákvað ég að beita mér fyrir því, að þessi þáltill., sem hér liggur fyrrr, jrrði flutt. En þar er gert ráð fyrir, að fulltrúar þeirra hagsmunasamtaka, er hlut eiga að máli, verði skipaðir i nefnd ásamt einum stjórnskipuðum fulltrúa til þess að finna lausn á og gera till. um þetta vandamál og þá einnig að endurskoða sjó- mannalögin með tilliti til þeirr- ar sérstöðu, sem íslenzkur sjáv- arútvegur býr við varðandi sam skipti sjómanna og útgerðar- manna á fiskiskipum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.