Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1007. — Nokkrar minningar Framihald af bls. 19. Akureyarblöðin boðað nýstárleg- ar breytingar á leiksviðinu, en Við þær hurfu hinar hjátátlegu lofttjaldaræmur og hliðartjöld- um var nú hægt að haga eftir þörfum hverju sinni. Auk þess var nú í fyrsta skifti hér á landi lagður loftfleki yfir stofu á leik- sviði, sem bætti hljómburðinn fram í áheyrendasalinn stórlega og gerði innisviðið um leið miklu eðlilegra. Tjöldum mínum og leiksviðs- útbúnaði var tekið framúrskar- andi vel og sagði Dagur um þetta 21. nóv. að „fólk ætti er- indi í leikhúsið, þó ekki væri til annars en að sjá þau“ (tjöld- in). Um leikritavalið risu hins- vegar allsvæsnar deilur í Akur- eyrarblöðunum, sem stjórnmál og leikarafbrýði hafði nokkur á- hrif á. Má lesa um þetta í yfir- litsgrein Hallgríms heitins Valdi- marssonar í 30-ára afmælisriti L.A. 1947, bls. 22, svo og I Akur- eyrarblöðunum; Verkamannin- inum 26. 11. og 3. 12. íslendingi 29. 11. og Norðlingi nokkrum dögum áður. Læt ég nægja að vitna hér í þessi skrif. í marz, síðar um veturinn (1930) hófust svo sýningar á Franska ævintýr- inu og var Agúst Kvaran einnig leikstjóri þar. Báðum þessum leiksýningum tóku sýningargest ir yfirleitt mjög vel. En nú lá leið mín til Reykja- víkur. Fyrir milligöngu Halldóru Bjarnadóttur, hinnar landskunnu merkiskonu, hafði ég ráðið mig framkvæmdastjóra heimilisiðnað arsýningar þeirrar, sem lands- samtök íslenzkra kvenna höfðu ákveðið að halda í menntaskóla- húsinu í Reykjavík í sambandi við Alþingishátíðina 1930, sem lengi mun í minnum höfð. Þegar til Reykjavíkur kom, voru þeir Haraldur Björnsson og félagar byrjaðir að undirbúa hátíðarsýninguna á Fjalla-Ey- vindi. Haraldur lagði að mér að mála tjöldin og varð samkomu- lag um, að ég fengi nokkurra daga frest til ákvörðunar, — en ég ætlaði mér að ná fyrst tali af Indriða Waage, er verið hafði aðal leikstjóri L.R. til þessa og Auglýsing um bótagreiðslur vegna laga um hœgri handar umferð Athygli skal hér með vakin á eftirfarandi ákvæðum á lögum nr. 65, 13. maí 1966 um hægri handar umferð. 6. gr. Bæta skal kostnað vegna eftirtalinna framkvæmda: 1. Kostnað við nauðsynlegar breytingar á vega- og gatnakerfi landsins, þar með taldar breytingar á umferðarljósum og umf erðarmerkj um. 2. Kostnað við nauðsynlegar breytingar á bifreiðum og öðrum vélknúnum öku- tækjum. 3. Annan óhjákvæmilegan beinan kostn- að, sem leiðir af breytingu umferðar- reglnanna. Eigi skal bæta annað en beinan kostnað. Eigi skal heldur bæta fyrstu kr. 1000,00 af kostnaði við breytingu á hverju öku- tæki. 7. gr. Bótarétt samkvæmt 6. gr. eiga veghaldar- ar, skráðir eigendur ökutækja, svo og aðrir þeir, sem eins stendur á um. 8. gr. Hver sá, sem telur sig eiga rétt til bóta samkvæmt 6. gr. skal, áður en fram- kvæmdir hefjast, senda framkvæmda- nefnd nákvæma greinargerð um þær breytingar, er framkvæma skal, ásamt sundurliðaðri kostnaðaráætlun. Eigi skal bæta kostnað, nema fram- kvæmdanefnd hafi fallizt á nauðsyn breytingar og kostnaðaráætlunar, áður en ráðizt er í framkvæmd. Þeir sem telja sig eiga rétt til bóta sam- kvæmt lögum þessum, verða að leggja fram skriflega greinargerð fyrir bótakröfu og er óskað eftir að bótakröfur berist skrif- stofu nefndarinnar að Sóleyjargötu 17, Reykjavík, hið allra fyrsta. FRAMKVÆMDANEFND HÆGRI UMFERÐAR. formaður nokkur ár. Vildi ég ræða við hann og fólk hans, áð- ur en ég svaraði Haraldi, því eins og að framan segir, hafði þetta fólk átt verulegan þátt í að ég færi utan til náms. En mér tókst ekki að ná tali af þessu fólki fyrir tilskildan tíma og svaraði ég þá Haraldi játandi, þrátt fyrir annriki mitt við sýn- inguna í Menntaskólanum og eig in málverkasýningu. Ég gaf þó aðeins kost á þessu, ef eigendur Iðnó vildu samþykkja, að ég kæmi fyrir hringtjaldi þar á leik- sviðinu, líkt og á Akureyri og breytti því á þá leið, sem ég teldi nauðsynlegt vegna hring- tjaldsins. Að öðrum kosti ihundi ég ekki sinna þessu. Þeim Har aldi og félögum hans, Lárusi Sig- urbjörnssyni og Þorsteini ö. Stephensen tókst að fá samþykki Ágúst Kvaarn sem Natan í „Dauði Natans Ketilssonar" eigenda Iðnó og var nú hafist handa og leiksviðinu breytt eins og ég sagði fyrir um, — en Har- aldi var að sjálfsögðu ljós þýð- ing þessara breytinga, eftir veru sína í Höfn, enda þótt hann hefði ekki séð umskiftin miklu á Akureyrarleiksviðinu. Hallgrím- ur Bachmann, sem til skamms tíma hefur verið ljósameistari Þjóðleikhússins, sá um ljósaút- búnað og lýsingu í samráði við okkur og sýndi þar hæfni sína á áberandi hátt. Ekki tel ég ástæðu til að fjalla hér frekar um Fjalla-Eyvindar- sýningu þessa, svo mjög sem um hana hefur verið ritað og hún rómuð utan lands og innan. En nú skeði það í apríllok 1931, að Leikfélag Reykjavíkur tók til sýningar nýtt leikrit eftir Einar H. Kvaran, „Hallsteinn og Dóra“, sem vakti mikla athygli, tjöldin málaði ég. Vegna þeirra breyt- inga, sem bæjarstjórn Akureyrar hafði heimilað L.A. að láta gera á leiksviðinu þar 1929, reyndist Akureyri vera eini staðurinn ut- an Reykjavíkur, sem tekið gæti á móti svo viðamikilli leiksýn- ingu. Var því ákveðið að fara til Akureyrar um sumarð með leik- sýningu þessa, en slíka leikför hafði L.R. aldrei farið fyr. Var farið með allan leiksviðsútbúnað og allir leikararnir fóru með, einnig við Hallgr. Bsichmann. Þetta varð hinn merkasti við- burður á Akureyri og upphaf að leiksýningaferðum frá Rvík. út um land. Leikfélag Akureyrar var i.ióttakandinn og leiktjöld mín hlutu hástemmt lof í blöð- unum. Næsta sumar heimsótti L.R. aftur Akureyri með sýningu á . Rómaborg, 5. apríl NTB. • Fulltrúar aðildarríkja Efna- hagsbandalags Evrópu og Bret- lands ræddust við í Rómaborg um tilraunir Breta til þess að fá inngöngu í bandalagið. Er haft eftir George Brown, utanríkis- ráðherra Breta, að hann sjái ekki annað en að innan Efnahags- bandalagsins sé mikill áhugi á aðild Breta. enn nýju leikriti eftir Kvaran, — „Jósafat". Haraldur Björnsson lék þar aftur aðalhlutverkið og leiktjöldin málaði ég. Var förin farin í nafni L.R., en nú á fjár- hagslega ábyrgð okkar Haraldar. Ekki þótti fært, í það sinn, að taka alla leikarana með. Varð því að fá nýja á Akureyri í stað þeirra er ekki fóru að sunnan. Ræddum við mikið um þetta við Haraldur og stakk ég þá upp á því, að ég hringdi norður til Akureyrar til frú Regínu Þórðar dóttur, er ég áliti ágætum hæfi- leikum búna, og bæði hana að taka að sér eitt aðalhlutverkið, frú Finndal. Þetta skeði og frú Regína varð við beiðni minni. Þannig hófst hinn glæsilegi leik- listarferill þessarar landskunnu leikkonu. Leiksviðsútbúnaður í Jósafat, meðal annars húsbruni, var engu auðveldari en í Hallsteini og Dóru og fórum við Hallgr. Bach- mann til Akureyrar nokkru áð- ur en sýningar hófust, til þess að samhæfa leiksviðsútbúnaðinn hinu miklu minna sviði á Akur- eyri. Kallar t.d. Dagur 17. 6. 1932 leiksviðsútbúnaðinn „galdra- verk“ okkar Hallgr. Bachmann. L.A. var móttakandinn eins og hið fyrra skifti. Báðir höfum við Haraldur Björnsson verið skapmenn vel í meðallagi. Þó vorum við mjög sjaldan ósammála um hið helsta er leiksýningum þeim viðkom sem ég átti hlutdeild í á einhvern hátt, enda ekki öllum æskileg sú bíræfni að deila við hann, né reyna að taka af honum ráðin, því Haraldur var í ríkum mæli einbeittur maður, stjórnsamur og reglusamur í hvívetna, auk þess að vera afburða leikari, þeg ar honum tókst bezt. Þessvegna veldur það mér enn nokkurri furðu og skemmtilegri endur- minningu, þegar Haraldur, í byrjun einnar sýningarinnar á Jósafat á Akureyri fór að vonsk- ast yfir mistökum tjaldmannsins þar og ég vék mér all snögglega að Haraldi, greip í axlir honum, snéri honum við og vísaði út af leiksviðinu með þeim ummælum, að hann skyldi beita talsnilld sinni, þegar að hlutverki hans kæmi í þættinum en ekki við þá menn, sem ynnu hér undir minni stjórn og á mína ábyrgð, (Ég var sem sé framkvæmdastjóri og gjaldkeri fararinnar, en Harald- ur leikstjóri). Gekk Haraldur þá orðlaus ú( af sviðinu og tjaldið var dregið frá. Fannst mér og fleirum þetta talsverður viðburð ur. Ég vil taka það fram, að ekki vorum við Haraldur lengi ó- sáttir út af þessu, enda þótt leið- ir okkar hafi ekki legið saman hin síðari ár. Er það væntanlega aðeins mín raunasaga, en ekki hans. Enn átti leið mín eftir að liggja til Akureyrar, er Hallgrím ur Valdimarsson, þá form. L.A., samdi við mig, haustið 1933, um að koma norður og veita leik- sýningum L.A. forstöðu þann vetur, en á eigin ábyrgð fjárhags lega. Skyldi ég þó fá til umráða að mestu leyti þann litla styrk, sem Leikfélaginu væri ætlaður það leikár. Fyrir valinu urðu: ímyndunarveikin eftir Moliere og Draugalestin eftir Ridley. En L.R. hafði sýnt báða þessa sjón- leiki í Rvík. 1931. Ég fékk með mér að sunnan okkar landskunna Eyfirðing Frið finn Guðjónsson, sem frægur var fyrir leik sinn í aðalhlutverkinu Argan, í ímyndunarveikinni, þá rúmlega sextugan að aldri. Einn- ig komu með mér norður þær Sigrún Magnúsdóttir frá ísafirði, sem Angelica og Dóra litla Har- aldsdóttir sem Louison. Leiktjöld in hafði ég málað fyrir L.R. og fékk þau lánuð, ásamt flestum búninganna. Agúst Kvaran tók að sér leikstjórn á Imyndunar- veikinni og leysti það hlutverk af hendi, eins og vænta mátti, með miklum ágætum. Drauga- lestina sá ég sjálfur um að öllu leyti. Við náðum í nokkra ágæta ný- liða á Akureyri, s.s. Elsu, síðar Snorrason, er lék híð vandasama en skemmtilega hlutverk Toin- ette og vakti undrun allra fyrir frábæran leik. í fmyndunarveik- inni sungu þau einnig saman tvl- söng Sigrún Magnúsdóttir og Sigurjón Sæmundsson, síðar bæj- arstjóri og söngvari á Siglufirði og vöktu almenna hrifningu. Karl Runólfsson og félagar að- stoðuðu með tónlist og Gunnar Pálsson söngvari leiðbeindi við sönginn. Margrét Steingrímsdótt- ir lék frú Argan ágætlega og var hún þó þá, að mig minnir, byrj- andi, — en hjá þeim Steingríms- dætrum hafa, eins og kunnugt er, komið fram miklar listrænar gáfur. í Draugalestinni léku þau aðalhlutverk Sigrún Magnús- dóttir, Jón Norðfjörð (sem mér skilst að hafi leikstýrt fleiri sjón leikjum hjá L.A., en nokkur ann ar) og Margrét Steingrímsdóttir. Var leikur Sigrúnar þar sérstak- lega athyglisverður. Báðum þess um leiksýningum tóku leikhús- gestir L.A. frábærlega vel, eink- um Imyndunarveikinni. Um fjár hagslegan ágóða eru fæst orð best. Ekkert af hinu gagnmerka starfi L.A. hafði, er hér var kom ið sögu, miðast við fjárhagslega gróðavon félagsins eða okkar fé- lagsmanna þess og annars starfs- fólks. Það var hugsjónin, — ást- in á hlutverki þess og hlutverk- um, sem öllu réði. Hefur mér skilist að svo væri enn. Fyrir þessa aðdáarlegu eiginleika minn ist ég alls þessa fólks með hrærð um huga og sannri gleði. Það gerði sitt til þess að láta manni þykja enn vænna en áður um þetta kæra gamla félag, — um bæinn norðlenska, Akureyri, og fólkið sem mótað hefur og mótar enn þetta ágæta kæra bæjarfé- lag. Engum geri ég rangt tíl, þó ég að endingu minnist eins manns sérstaklega, úr þessum ágæta hópi, Hallgríms, vinar míns og frænda, Valdimarssonar, sem lengst allra mun hafa verið for- maður L.A. Ég vil taka undir það, sem margir aðrir hafa sagt, að án þrautsegju hans og hug- sjónatryggðar er vafasamt að L.A. hefði lífi haldið öll þessi ár óska, gleði og vonbrigða, ef Hallgríms hefði ekki notið við. Hann var líftaugin, sem aldrei slitnaði þrátt fyrir sárustu von- brigði annað veifið. Að gefast upp, — nei, það var hugsun, sem hann neitaði að beygja sig fyrir. og nú hin síðari ár, hygg ég, að Jón Norðfjörð f „Franska ævin- týrinu“ 1930. Hallgrímur, vinur okkar hafl uppskorið laun fyrir tryggð sína og óbilandi þrautseigju. Hygg ég, að hann hefði tekið þétt í hönd ykkar, sem hin síðari ár hafið haldið merki og hróðri L.A. hæst á lofti, ef honum hefði enst ald- ur til þess. Enginn h'efur sem hann átt þær þakkir skilið, sem L.A. lét honum í té í lifanda lífi, með því að kjósa hann heiðurs- félaga sinn. Eftir þennan vetur, 1933-34 hef ur leið mín til Akureyrar aðal- lega verið leið gamals vinar og kunningja, sem glaðst hefur I hvert skifti við að vera aftur heima á fornum slóðum og sjá framfarirnar og fegurð bæjarins aukast jafnt og þétt. Að lokum, leikfélagsmenn á Akureyri. Bestu hamingjuóskir til ykkar og allra Akureyringa & fimmtugsafmæli L.A. Gæfan fylgi ykkur á ókomnum árum. Reykjavík 19. apríl 1967 Freymóðnr Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.