Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1967. 19 Freymóður Jóhannsson: NOKKRAR MINNINGAR frá starfi mínu með Leikfélagi Akureyrar Fyrstu verulegu hrifningu mína á leiksýningu, sótti ég út á Dalvík, til þeirra ágætu Svarf- dæla, er ég var um fermingu. Þá smitaðist ég af leikhúsveirunni, sem mér hefur enn ekki enzt ald ur til að losna við. — og ekki dró úr smituninni, er ég fór á sýning- una á Lénharði fógeta á Akur- eyri í ársbyrjun 1914 og sá leika þar aðal hlutverkin þau Hallgrím Kristinsson (Lénhar'ð), Mar- gréti Valdimarsdóttur (Guðnýju) Pál J. Ardal (Freystein). Ingimar Eydal (Torfa í Klofa) og fleiri þekta og snjalla Akureyringa í ýmsum hinna hlutverkanna. Eft- ir þá sýningu elnaði sótt mín um allan helming, enda var þessi leiksýning, og hefur síðan verið, rómuð mjög. Miðsumars 1918, eða nokkrum mánuðum fyrir lok heimsstyrj- aldarinnar fyrri, kom ég svo til Akureyrar eftir tæplega tveggja ára málaranám í Kaupmanna- höfn og hafði þá enn a-ukið við, — eigum við að segja ofnæmi mitt fyrir þessari listgrein? Að sjálfsögðu frétti ég fljótt um stofnun Leikfélags Akureyr- ar á sumardaginn fyrsta árið áð- ur, eða 19. apríl 1917, og tildrög- in að þeirri ákvörðun. En nú var illt í ári og erfitt mjög fyrir allt starf í þá átt. Akureyringar höfðu orðið að þola frosthörkur miklar s.l. vetur, — hitagjafa vantaði, svo skólum hafði jafn- vel orðið að loka. Farþegarnir á skipjinu, sem ég var með á leið til Akureyrar bjuggust við að þurfa að fara á ísi síðasta spölinn inn fjörðinn. gangandi eða á sleðum. Við brugðum okkur því, nokk- rir félagar, á skipinu Snorra, seinna um sumarið til Jan Mayen, sem frægt er orðið, til þess að sækja rekavið til upp- hitunar og reyna á þann hátt að hjálpa bæjarbúum til þess að verjast betur frosthörkunum næsta vetur. Kuldinn endurtók sig þó ekki en Akureyringar stóðu í þess stað I ströngu við að verjast hinni mannskæðu „Spönsku veiki“ er geysaði fyrir sunnan og víðar. Hið undraverða skeði þó, að vörnin heppnaðist — Heimsstyrjöldinni fyrri lauk og aftur fór að rofa til. Ég nefni þetta, til þess að undirstrika, við Haraldur Björnsson. hvaða skilyrði L.A. hóf göngu xina. Ég átti heima á Akureyri þenn an vetur Spönsku veikinnar og kynntist kjörum og starfi Leik- félagsins all vel. Það sem mér er minnisstæðast 1 sambandi við xtarf L.A. þann vetur er leikur Júiíusar Havsteen, þá yfirdóms- lögmanns, 1 hlutverki Palle Bloch í „Skríll" eftir Overskou. Þar vatr skínandi nýliði á ferð- inni, er átti alla eftirtekt áhorf- enda og allt leiksviðið, á með- an han var þar. Er voraði kvæntist ég og flutti út í sveit. En vegna kynna okkar leikfélagsmanna um veturinn og starfs míns sem málara, fékk ég ekki lengi dvalarfrið í sveitinnL Er kom fram á veturinn, höfðu þeir í leikfélaginu ákveðið að reyna, eftir nýáirið, við tvö leik- rit, er útheimtu útileiksvið, þ.e. Tengdapabba og Ævintýri á gönguför. Hvöttu þeir leikfélags- menn mig óspart, einkum Hall- grímur Valdimarsson og ‘Harald- ur Björnsson, til þess að koma inneftir og mála tjöldin. Auðvit- að stóðst ég ekki áskoranir þeirra fór inn til Akureyrar eftir ný- ár 1920 og málaði tjöldin i Tengdapabba. Frumsýning varð snemma í febrúar og leiknum vel tekið. Sagði í íslendingi um baktjald í útileiksviði þessa leiks, að það væri eitthvert fegursta baktjald, er sést hefði á leiksviði hér á landi. Fljótlega aftur lá leið mín tfl. Akureyrar til þess að mála tjöld in í Æfintýri á gönguför, sem ég, sannast að segja, hlakkaði mjög til. Sú frumsýning fór fram í maíbyrjun og sagði Páfl skáld Árdal, vinur okkar allra, í Norð urlandi 8. maí 1920, að margir hefðu haft orð á því, að tilvinn- andi væri að borga inngangseyr- inn fyrir það eitt að sjá tjöldin. Var leiksýningunni þó yfirleitt tekið mjög vel, — enda bregzt „Ævintýrið" aldrei. Á svipaðan hátt voru ummæli annara blaða. Nú hafði mér verið tekið svo forkunnarvel af mínum ágætu Akurejrringum, að ég stóðst ekki freistinguna að flytja til Akur- eyrar um vorið, ásamt konu og barni og reyna að tryggja mér þar lífvænlega atvinnu næstu ár- in, sem og líka varð, eða til 1927. Þegar ég kom að leiksviðinu á Akureyri veturinn 1918-19 og einnig í ársbyrjun 1920, man ég ekki eftir neinu samstæðu not- hæfu útileiksviði, — en einu bak tjaldi, sem hinn ágæti danski málari Carl Lund mun hafa mál- að. Hafði tjald þetta auðsjáan- lega verið afar vel gert og úr góðu efni, en var nú nokkuð far- ið að láta á sjá og tilviljun ein, hvort það gat samrýmst þörfum þeirra sjónleikja, er til greina gátu komið hjá L.A. Leikrit, er kröfðust útileiksviðs höfðu menn sem minnst glímt við, bæði kostn aðar vegna og þess, að leiktjöld, sem hefði verið hægt að fá lánuð frá Reykjavík, eða útlöndum, voru of stór fyrir leiksviðið á Akureyri, sem var nær þriðjungi minna á hvern veg, breidd, dýpt og hæð, heldur en leiksviðið í Iðnó í Rvík. Sem undantekningu frá þessu má þó minna á fyrr- nefnda sýningu á Lénharði fógeta og sýninguna á Skugga-Sveini í ársbyrjun 1917. Munu útileik- sviðin í leiksýningum þessum hafa verið eftir danska málarann fyrrnefnda, Carl Lund, og að nokkru leyti einnig eftir Stefán Björnsson teiknikennara Gagn- fræðaskólans (tjöldin í Lénharð), er einnig þóttu mjög góð. Munu tjöldin eftir Carl Lund hafa orð- ið til fyrir milligöngu Matthías- ar skálds Jochumssonar. Til voru, sem ég man eftir, 6 strigaklæddir flekar með beinar brúnir á alla vegu, jafn breiðir að ofan sem neðan og lítið eitt hærri en leiksviðsopið. Á leik- sýningu var flekum þessum rað- að hverjum aftan við annan með nokkru millibifl, eða þremur hvoru megin á leiksviðinu, á skakk inn og aftur á leiksviðs- gólfið. Versti gallinn á flekum þessum var sá, hve reglulegir þeir voru I lögun. Hafði helst verið reynt að mála trjáboli fremst á þá, eða kletta, eða ann- að það sem hægt var að hugsa sér að risi sem lóðréttast upp frá jörðu. Svo hengu 3 lofttjöld (kölluð ,,soffittur“) niður úr leik- sviðsloftinu, þvert yfir sviðið og niður á milli hliðarflekanna efst, sín hvoru megin á leiksviðinu, máluð blágráum lit, er gæti tákn að himin, en stundum líka loftið í stofunni eða innisviðinu. Af þessum ástæðum hurfu þá líka trjábolirnir, eða klettarnir oft upp á bak við himininn, sem, að sjálfsögðu, var ekki sem eðli- legast! Þar að auki köstuðu loft- tjöld eða loftræmur þessar oft- astnær skringilegum skugga nið- ur á flekana. Á bakvegg leik- sviðsins var svo hengt upp bak- tjald, er gat farið sæmilega sem mynd í fyrgreindum ramma, fór það þá eftir því hver málað hafði. Auk þess var lýsing á þessu öllu mjög af vanefnum gerð og í samræmi við það, að áður en L.A. var stofnað, eða að mig minnir fram til 1917 var Akureyri rafmagnslaus bær og hafði orðið að notast við gas- Hallgrínrar Yaldimarsson lýsingu, sem nú þætti lítt við unandi. En sama ár og Leikfé- lag Akureyrar var stofnað mun á vegum Rögnvaldar Snorrason- ar og fyrirtækis hans á Oddeyri hafa verið komið upp vélknú- inni rafstöð, er hús á Oddeyri og inneftir Hafnarstræti nutu góðs af. Var þetta að sjálfsögðu til mikilla bóta á allan hátt. Fremst á leiksviðinu, miðju, var allstórt gat og yfir þvi hvelfdur skermur, er snéri opinu inn á sviðið. Niðri í þessu gati, á bak við skerminn sat hinn ómiss andi hvíslari á stól á upphækkuð- um palli og var til ómetanlegrar hjálpar þeim, er ekki kunnu hlut verkin sín of vel, eða fóru eitt- hvað úr jafnvægi inni á sviðinu, en óneitanlega skyggði skerm- ur þessi nokkuð á sumt af því, er eftirtekt vakti á sviðinu. Und- ir leiksviðsgólfinu var geymsla fyrir leiksviðsgögn ýmiskonar og geymslur sömuleiðis beggja meg- in við leiksviðið. Búningsher- bergi fyrir leikarana. var í kjafl- aranum hægra megin við og undir leiksviðinu. Seinnna var öðru búningsherbergi bætt við þeim megin, einni hæð ofar, fyr- ir leikkonurnar, til þess að þær gætu verið útaf fyrir sig og skift um föt eða búninga ótruflaðar af hugsanlegum forvitnisaugum sterka kynsins, ef þær óskuðu þess. Samgangur milli leiksviðs- hluta hússins og áhorfendasalar- ins lá um dyr vinstra megin við leiksviðsopið á gólfhæð á áhorf- endasalsins. Aðrar dyr (útidyr) voru við útiþrep við suðvestur- horn hússins eða leiksviðsmegin. Voru þær aðallega fyrir starfs- fólk leiksviðsins. Bf leiikendur þurftu, í útileiksviðuim sérstak- lega, að komast óséðir milli vist- arvera, hægra og vinstra megin Freymóður Jóhannsson við l'eiksviðið, M leiðin eingöngu undir leiksviðsgólfinu. Fyrir allmörgum árum var gerð víðtæk breyting á leikhúsinu, — hinu upprunalega Góðtempl- aráhúsi, er byggt var rétt eftir aldamótin og sem Akureyrarbær Ikeyplti 1916 fyrir 28 þúisund krónuir og ne&idist eftir það Samkomuhús bæjarins. Veit ég ekki, hvort nokkuð atf hinu gamla fyrirkomulagi hetfur þá verið látið halda sér. Ástæðan fyrir því, að ég var beðinn, 1920, að mála leiktjöld- in í Tengdapabba og Ævintýri á gönguför, var ekki vegna neinn- ar sérstakrar leiksviðskunnáttu minnar. Hana hafði ég þá enn ekki numið neitt sérstaklega. Ég gerði það þó að skilyrði, að ég fengi að breyta þessum flekum og lofttjaldaræmum og ýmsu öðru, og, þrátt fyrir féleysi, var það samþykkt. Það var ekki fyr en haustið 1929 að stórbreyting á öllu fyrirkomulagi leiksviðsins átti sér stað. Öll þessi ár til 1927 var starf mitt með Leikfélagsmönnum meðal ánægjulegustu tímabfl- anna í lífi mínu. Ég undrast enn, þá miklu fómfýsi, brennandi á- huga og starfsgleði, sem ein- kenndi þetta fólk. Næstum öll starfsemin fór fram að loknum daglegum skyldustörfum, á kvöldin og oft fram á nótt. En smeykur er ég um, að launin ut- an leiksviðsins, t.d. í blöðunum, hafi ekki reynst sumum jafn hvetjandi og fórnfýsi þeirra og hæfileikar höfðu unnið tfl. Ég viðurkenni fúslega, að áhugi minn smitaðist af þessari fá- dæma fórnfýsi og starfsgleði og færði mér eins og hinum ríka lífsfyllingu í skapandi, eftirvænt ingarfullu starfi. Hinsvegar hlýt ég að viðurkenna, að heimili mitt og heimilislíf hafi ekki hagnast að sama skapi, en það er önnur saga. Af starfsmönnum og félögum L.A., er ég vann mest með þessi fyrstu ár þess og minnist einna lengst og bezt, get ég ekki stillt mig um að nefna, auk þeirra, er ég hef þegar nefnt, Svövu Jóns- dóttur, Áltfheiði Einarsdóttur, Sigurjónu Jakobsdóttur og Þóru Havsteen, Gísla R. Magnússon, Björn Sigmundsson, Ingimar Eydal, Jóhannes Jónasson, Jón Einarsson, Jón Steingrimsson, Pál Vatnsdal, Sigtrygg Þorsteins son, Sigurð H. Austmar, Sigurð E. 'Hlíðar, Steinþór Guðmunds- son klæðskera, Tryggva Jónatans son, Vigfús Þ. Jónsson, Ágætustu leikkonunni, sem Akureyringar aldamótaáranna töldu sig hafa eignast, Margréti Valdimarsdótt ur, systur Hallgríms Valdimars- sonar, veitist mér ekki sú ánægja að kynnast eða vinna með, því hún lést í blóma lífsins árið 1915, eða áður en L.A. var stofnað. Ég sá hana þó á leiksviði sem Guðnýju í Lénharði fógeta, eins og áður seigir og þótti mjög mikið til um hana þar. Þegar Leikfél. Rvíkur. undir- bjó sýningar sínar, haustið 1926, á Munkunum á Möðruvöllum eft ir Davíð skáld frá Fagraskógi, var ég beðinn að mála baktjald í þáttinn á Gásum. Auðvitað mál- aði ég tjaldið, sem fékk mjög góðar viðtökur leikhúsgesta IN Reykjavík, — enda hafði Guðrú» Ihdriðadóttir sagt við mig á Ah- ureyri, er hún lék þar Höllu I < Fjalla-Eyvindi hjá L.A. í ár*. byrjun 1922 og líkaði vel vi8 tjöldin hjá mér; „Þér hefðuð át* að vera fjrrir sunnan í hitteð- fyrra, þegar við sýndum Fjalla Eyvind þar og mála tjöldin fjrrir okkur“. Ég var nú styrktur, af Alþingl til utanfarar og frekara náms I leiktjaldagerð og leiksviðsútbún- aði. Voru þeir Indriði Einarsson, skáld og fólk hans, ásamt Jens Waage, — Jónas Jónsson frá Hriflu og Haraldur Björnsson helstu hvatamennirnir, — enda þess vænst, að Þjóðleikhúsið gæti tekið til starfa eftir nokkur ár. Átti ég með námi þessu að gera mig hæfan til að standa þar fyrir leiksviðsútbúnaði og skuldbinda mig til þess að taka þar við slíku starfi, þegar þar að kæmi. en Björn Líndal og Jakob Möller (síðar ráðherra) fluttu málið á Alþingi. Af þessu starfi minu við Þjóðleikhúsið varð þó aldrei, eins og aflir vita og réðu aðrir menn mestu þar um. 1929 hvarf ég svo heim frá þessu námi við Konunglega leik- húsið í Höfn, en á þeim sama stað höfðu þau Anna Borg og Haraldur Björnsson verið við leiklistarnám tvö næstu ár á und an mér. Ég kom fyrst heim til Akureyrar og dvaldist þar fram á vor 1930. Haraldiar Björnssonar naut ekki við þann vetur á Akur- ejrri, því hann var sestur að I Reykjavík og bundinn starfi hjá Leikfélaginu þar. Það varð því að samkomulagi við stjóm L.A. að ég veitti starfi félagsins for- stöðu þann vetur. Akureyrlngar tóku mér ákaflega vel þetta haust. eins og bæði fyr og síðar, og fæ ég það seint fullþakkað. Ég hafði þar fjölsótta málverka- sýningu, bæjarstjórn keypti af mér stórt málverk af Akureyri á 1.000,- kr. sem var allmikið fé þá. Áður hafði ég skreytt þar salinn í samkomuhúsinu og feng- ið all-vel borgað, — og nú sam- þykkti bæjarstjórnin að heim- ilá Leikfélaginu að lofa mér að gerbreyta öllum leiksviðsútbún- aði á leiksviði Samkomuhússins, með því að koma þar fyrir svo- kölluðu hringtjaldi, — hinu fyrsta á landinu. Hafi hún hug- heilar þakkir fyrir. Við fram- kvæmdirnar var Kristján Sig- urðsson, síðar kirkjuvörður Matthíasarkirkju, aðal hjálpar- maður minn, svo og Vigfús Jóns- son, næsti leiktjaldamálari L.A. — Og leikritið, sem fyrst varð fyrir valinu, var: „Tveir heimar" eftir Jón Björnson skáld og þá- verandi ristjóra „Norðlendings". Ágúst Kvaran, sem þá var orð- Svava Jónsdóttir í „Franska ævintýrinu“. 1930. inn Akureyringum að góðu kunn- ur fyrir glæsilega túlkun á ýms- um veigamiklum leikhlutverkum gerði það nú, fyrir miklar áeggj- anir okkar Hallgríms Valdimar* sonar, að taka að sér leikstjórn- ina. Urðu Tveir heimar þannig fyrsta viðfangsefnið, sem þessi mikilhæfi maður leikstýrði á Akureyri. Frumsýning varð síð- ari hluta nóvember. Áður höfðu Framhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.