Morgunblaðið - 20.04.1967, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 20.04.1967, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL, 1067. 9 Höfuðviðfangsefni næstu ára. Það er höfuðviðfangsefni næstu ára að treysta og efla undirstöðu avinnuvegi þjóðarinnar og gera ný átök til að hagnýta auðlindir landsins. Það verður mikið vanda mál að sjá hraðvaxandi þjóð fyr- ir nægri atvinnu, því að trygg- ing lífskjaranna er einmitt fólg- in í fækkun mannshandanna við framleiðsluna. Það er því mikil- vægt að hafa augun opin fyrir nýjum viðfangsefnum. Það mun ekiki gleymast hverjir voru and- vígir álbræðslu og kfeilgúrverk- smiðju. Afrek hafa verið unnin í uppbyggingu íslenzkra atviimu vega á síðustu árum. Verðlag hef ir verið hagstætt á sjávarafurð- um en árgæzka síður en svo verð meiri en oft áður. Síld hefir verið áður austur í hafi meðan engin veiddist hér við land .Nú hefir með miklu framtaki út- vegsmanna og vegna efnahags- málastefnunnar á fáum ár- um byggður stór floti nýtízku síldveiðiskipa, sem flutt hefir hinn mikla afla að landi. Þannig hefir vélvæðing og tækni haldið innreið sína á mörgum sviðum og þarf enn að aukast. En öll þessi stóru átök í þjóð- félaginu, sem gerbreytt hafa lifs- kjörum þjóðarinnar og aukið henni trú á framtíðina og á mátt sinn og megin hafa farið fram hjá forustumönnum stjórnarand- stöðunnar. Þeir hafa ekki séð til sólar allt þetta tímabil. Jafn- hliða því sem atvinnuvegirnir auka fjármuni sína um þúsund- ir milljóna, þá eru þeir á vonar- völ að dómi stjórnarandstæðinga. Að þeirra dómi eru síðustu átta ár tímabil hinna glötuðu tæki- færa. Verkin tala. Þessir svartsýnismenn biðja nú þjóðina um að velja sig til for- ustu. Þeir fara ekki dult með það, að þeir ætli að stefna inn á nýjar brautir. Frelsið er þeim þyrnir í auga. Allt hlýtur að ganga á tréfótum nema pólitískir eftirlitsmenn ráði framkvæmd- um og útfaluti leyfum til þeirra, sem þóknaniegir eru taldir .All- ar vestrænar þjóðir hafa hafn- að haftastefnunni. Hin leiðin er að vísu af stjómarandstæðingum búin í sætlegan þokuhjúp og kallað skipulagt frelsi. Sjálfstæðisflokkurinn boðar þjóðinni áframhald þeirrar frjáls lyndu efnahagsstefnu, sem á fá- um árum hefir gerbreytt til batn aðar hinu íslenzka þjóðfélagi. Hann býðuT ekki þjóðinni nein óséð hnífakaup. Hann biður um það eitt að verða dæmdur af verkum sínum og varar þjóðina alvarlega við afleiðingum þess, ef ríkjandi stjórnarstefnu verður hafnað og stöðnun og spilling haftakerfisins heldur á nýjan leik innreið sína. Hít juvmin$arc|jafa Kanaclisku MaJOR Rod ^ VcíSisttngurnar í míklu úrvali gPORTVAL VE RP FRA Kr. 160.“ ! Laugavegi 116 Afgreiðslustarf Afgreiðslumann vantar nú þegar í bifreiðavara- hlutaverzlun. Enskukunnátta æskileg. Tilboð merkt: „Vinna 2396“ sendist afgreiðslu blaðsins. TIL LEIGU Húsnæði fyrir iðnað eða j vörugeymslu Höfum til leigu húsnæði fyrir hreinlegan iðnað eða vörugeymsla að Sætúni 8. Gólffötur alls um 1900 fermetrar. Leigist helzt í einu lagi. O. JOHNSON & KAABER H.F. Fermingargjafir Vindsængur Svefnpokar Tjöld Bakpokar Ferðaprímusar Skautaskór Útivistartöskur Sjónaukar Ljósmyndavélar V eiðis t angasett. VERZLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER. VERZLIÐ ÞAR SEM HAFKVÆMAST ER. Sími 13508 Laugavegi 13. ^umardt J'iiróti // 'u ma rci agu nnn 1967 Hátíoarhöld „Sumargjafar Utiskemmtanir Kl. 12,50: Skrúðgöngur barna frá Austurbæjarskólanum og Mela- skólanum í Lækjargötu. Lúðrasveitir leika fyrir skrúðgöngunum. Kl. 1,30: nema skrúðgöngumar staðar í Lækjargötu. 1) Ávarp: séra Árelíus Níelsson 2) Gamanþáttur: Óm- ar Ragnarss. Lúðrasveitir drengja, undir stjórn Karls Ó. Runólfssonar og Pauls P. Pampichler, leika vor- og sumarlög. Kl. 1,30: Skrúðgöngur barna frá Laugarnes- og Langholtsskól- anum að Hrafnistu. Lúðrasveitir leika fyrir skrúðgöng- unum. Kl. 2,00: nema skrúðgöngumar staðar við Hrafnistu. 1) Ávarp: séra Grímur Grímsson. 2) Gamanþáttur: Ómar Ragnarsson. 3) Lúðrasveitin Svanur og Lúðra sveit Reykjavíkur leika vor- og sumarlög. Kl. 2,00: Skrúðganga bama frá Hvassaleitisskóla að Réttarholts- skóla. Lúðrasveit leikur fyrir skrúðgöngunni, Kl. 2,30: nemur skrúðganganstaðar við Réttarholtsskóla. 1) Ávarp: séra Ólafur Skúlason. 2) Lúðrasveit verka- lýðsins leikur vor- og sumarlög. 3) Gamanþáttur Ómar Ragnarsson. [nnlskemmtanir Laugarásbíó kl. 3,00. Börn og unglingar úr Laugarnes, Laugalæ kjar og Langholtsskóla sjá um skemmti- atriði. Réttarholtsskóli kl. 3,00. Börn úr Álftamýrar-, Hvassaleitis- og Rétt arholtsskóla sjá um skemmtiatriðL Austurbæjarbíó kl. 3.00. Börn af barnahemilum Sumargjafar, fóstr ur og fóstrunemar skemmta. Fóstrufélag ís- lands sér um skemmtunina. Hún er ætluð fyrir yngri börn. Tjarnabær kl. 3.00. Hljómlistarklúbburinn Léttir tónar sjá um skemmtunina. Skemmtunin er ætluð stáip- uðum börnum og unglingum. Ríkisútvarpið kl. 5.00. Barnatími á vegum Sumargjafar í umsjá frú Guðrúnar Birnis. LEIKSÝNINGAR: Ibnó kl. 2.30 og kl. 5 (Leikfélag Reykjavíkur) Kubbur og Stubbur. Aðgöngumiðar á venjulegum tíma í Iðnó. Venjulegt verð. Þjóðleikhúsið kl. 3 S UNNUDAGINN 23. APRÍL Galdrakarlinn í Oz. Aðgöngumiðar á venjulegum tíma í Þjóð- leikhúsinu. Venjulegt verð. KVIKMYNDASÝNINGAR: .... 3 og 5 i Nýja bió Kl. 5 og 9 i Gamla bió Kl. 5 og9i Austurbæjarbió Dreifing og s&ía Frá kl. 10—2 á sumardaginn fyrsta verður bókinni Sóiskini og íslenzkum fánum dreift til sölubarna á eftirtöldum stöðum: Haga- borg, Barónsborg, Hlíðarenda við Sunnu- torg, Staðarborg (leikskóli í Bústaðahverfi og tjaldi við Útvegsbankann kl. 9—6. „Sólskin" kostar 40.00 kr. Islenzkir fánar kosta 15.00 og 25.00 kr. Aðgöngumiðar að skemmtunum verða seldir í húsunum sjálfum frá kl. 4—6 seinasta vetrardag og frá kl. 1 sumardaginn fyrsta og kosta kr. 40. Aðgöngumiðar að leiksýningum og bíó- sýningum verða seldir í aðgöngumiðasölum viðkomandi húsa og því verði sem hjá þeim gildir. Sölulaun eru 10 prs. Blómabúðir verða opnar frá 10—13. Foreldrar: Athugið að láta börn ykkar vera vel búin í skrúðgöngunum, ef kalt er í veðri. Mætið stundvfslega kl. 12,40, þar sem skrúðgöngurnar hefjast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.