Morgunblaðið - 10.05.1967, Side 24

Morgunblaðið - 10.05.1967, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1967. UNDIR VERND eítir Maysie Greig: Það er hættulegt að vera í fót ooila þarna, Siggi minn, þegar hún mamma þín er á bílnum. skreppa til hans. Þá getur þú líka hvílt þig svolítið, áður en við förum til Weybridge. Hann leit á hana með áhyggjusvip. — Þér hefur ekki orðið um þetta, er það? Hún hló og hristi höfuðið. — Mér gæti ekki orðið um neitt núna, svo hamingjusöm er ég. — Ég er feginn, sagði hann. — Ég er lika hamingjusamur. Nú ætla ég ekki að láta neitt kom- ast upp á milli okkar héðan af. Þú átt að verða' mikilvægasta persónan í öllu Mfi mínu. Hann kyssti hana. Hún var ennþá með slæman höfuðverk, en ákvað að láta ekki á því bera. Hún gat ekki látið ómerkilegan höfuðverk rugla fyr ir aér þessum merkisdegi. En samt lagði hún sig stundarkorn, eftir að Davíð var farinn. Svo fór hún aftur á fætur, hafði kjólaskipti, hitaði te, skrifaði orðsendingu til Marjorie um trú lofun þeirra, og að hún mundi borða kvöldverð heima hjá Dav- íð. Það var svo dásamlegt að opna dyrnar, þegar Davíð kom loksins — alveg eins og hún hafði gert áður — fleygði sér í fang hans og vita, að hann elsk- aði hana, og teldi hana yndisleg- ustu konu í heimi. Hann faðm- aði hana fast að sér, og lagði kinn við kinn. — Ertu tilbúin, elskan? Ó, elsku Paula, hvað það er yndis- legt að vera aftur með þér? Hún dró sig ofurlítið frá hon- um og brosti glaðlega. — Já, þetta skal verða indælt líf hjá okkur, Davíð. Það sver ég. Og hvað ég hlakka til að hitta Faith og Michael aftur! Veiztu það, að þó að ég hafi ekki séð þau nema einu sinni, hef ég alltaf verið að sakna þeirra síð- an. Ég hélt einu sinni, að þau ættu að verða stjúpbörnin mín og nú veit ég það fyrir víst. Þau hlógu bæði, en þá sagði hann, eins og hikandi. — Komdu Paula, við megum ekki vera að þessu drolli. Mavis verður farin að bíða með matinn. Paula hugsaði með sjálfri sér, að þegar Mavis væri búin að heyra fréttirnar, mundi henni vera nokkurn veginn sama, hvort þau kæmu seint eða snemma í matinn, En nú bar hún upp spurningu, sem hafði ásótt hana allan tímann siðan þau töl- uðu saman seinast. — Þú ert vonandi ekki hrædd ur við Mavis, Davíð? — Hræddur! Röddin var móðg uð. — Vertu ekki með svona vit- leysu, auðvitað er ég ekki hrædd ur við hana! — En .... hann hikaði dálitið .... — það er eins gott að lifa í sátt og sam- lyndi méð fólki, finnst þér ekki? — En við ætlum ekki að lifa neitt með Mavis, er það? Röddin var hvöss og einbeitt. — Nei, vitanlega. En þangað til hún kemur sér einhvers stað- ar fyrir er engin ástæða til að korna sér ekki saman við hana. — Nei, vitanlega. Hún vildi helzt hætta öllu umtali um Mav- is. Hún vildi ekki einu sinni hugsa um hana, rétt i bili. Nógur tíminn þegar þau kæmu heim til hans. Rétt í bili langaði hana ekki til að hugsa um neitt nema það, að hún sat hjá honum í fram sætinu á bilnum, og öðru hverju sleppti hann annarri hendi af stýrinu og greip um hennar hönd. Eftir allar þessar hræði- legu vikur, átti hún Davíð aftur. 19. kafli. Þau hlógu mikið og töluðu saman fyrra hluta leiðarinnar, og þegar þau komu að Galtar- höfðinu, fóru þau þar inn og :•**❖❖****.• II |* :.*****.>*.>.; **.>❖•>•>*•>•:«> " *****.>***.: fengu sér hressingu. — Ég vildi, að við gætum borð að hérna, sagði hann allt í einu. — Bara við tvö. Þau stóðu úti á svölunum. Silfurlitur máninn skein yfir ána. — Já, því ekki það? sagði hún. — Það er orðið heldur seint að hringja til Mavis. Þú skilur, að maturinn er tilbúinn og frú Meit land verður alltaf svo vonsvik- in ef hún hefur búið til góðan mat og svo kemur enginn til að borða hann. — Já, svaraði hún og and- varpaði ofurlitið. Henni fannst eins og eitthvað, sem ætlaði að verða fullkomið, hefði allt í einu farið út um þúfur. En Davíð var þegar búinn að borga fyrir veitingarnar. Hún gekk með honum að bílnum, án þess að hreyfa nokkrum and- mælum. Þrátt fyrir hressinguna, og hið glaðlega andrúmsloft, sem ríkti í veitingastofunni, voru þau bæði allþögul á leiðinni heim til hans. Hún fann að Davíð var að herða sig upp, áður en hann hitti Mavis, og að vissu leyti var henni eins farið. — Hún verður að taka þessu, hvort sem henni líkar betur eða verr, og taki hún því ekki vel, verður hún að verða á burtu tafarlaust, hugsaði hún og svo fór hún að brjóta heilann um, hvenær þau Davíð mundu giftast. Enn hafði enginn dagur verið ákveðinn. Hún von- aði, að það gæti orðið þegar móð ir hennar og Don kæmu aftur frá Kanada — það er að segja, ef þau þá kæmu þaðan saman. En það mundu þau vitanlega gera! Hún hefði vonandi ekki geng ið gegn um allan þennan skrípa- leik heima hjá Don, fyrir ekkert í aðra hönd. Og einhver rödd hvíslaði því að henni, að hún hefði ekki mátt gera Lance þessa sorg, ef árangur yrði enginn. .... En mikið yrði það indælt, ef hún gæti gift sig í Litlu Brentwood, fallega gamla hús- inu, sem allt var blómum prýtt. Don mundi verða svaramaður- inn hennar, og svo yrði brúð- kaupsveizla í fallega salnum! — Jæja, þá erum við komin, sagði hann, og allir þessir glæsi- draumar hrundu í rúst. Nú var aðalatriðið að snúast rétt gegn Mavis. Davíð hjálpaði henni út úr bílnum. Hann opnaði síðan úti- dyrnar með lyklinum sínum. Hann hélt utan um hana og dró hana inn í fostofuna. Einhver rellukennd rödd heyrðist út úr setustofunni, sem kallaði: — Er þetta þú, Davíð? Þú kem ur býsna seint. Hann hóstaði þrisvar áður en hann svaraði með rödd, sem hann reyndi að hafa sem hressi- legasta: — Afsakaðu, Mavis, en ég er hérna með gest með mér. Það er hún Paula. Það hefði mátt heyra títu- prjón detta. Þessi snögga þögn §* I dag er K AFFIK YNNIN GIN í verzluninni 1 SILLI OG VALDI ® AUSTURSTRÆTI FRÁ KL. 9—6. Allt á barnið Blúndusokkabuxur O. JOHNSON & HF. KOMNAR — STÆRÐIR 1—12 ára. VELJIÐ ÞAÐ BEZTA. CRAWFORD’S ÓLAFUR BJÖRNSSON & CO. Heildsölubirgðir: Símar 11713 — 11715. var næstum óhugnanleg. Loksins heyrðist til Mavis, rétt eins og hún stæðj á öndinni: — Hvað varstu að segja, Dav- íð? Hann hóstaði aftur og svaraði síðan, næstum reiður: — Ég var að segja, að ég hefði komið með hana Paulu. Komdu hérna, Mav- is og heilsaðu upp á hana. — Já, vitanlega, heyrðist Mav- is segja. En hún virtist vera margar mínútur að komast fram að dyrunum. Og þegar hún loks kom í dyrnar, var hún náföl og brosið á henni var eins og skrípa mynd af almennilegu brosi, svo að Paula hafði næstum æpt upp yfir sig. Henni fannst þetta svo hræðilegt. Mavis sagði: — Þetta var gaman. Afsakaðu, að ég kom ekki strax fram, Dav- íð, en ég varð bara svo hissa. Þú skilur, að ég bjóst alls ekki við henni Paulu .... í kvöld, bætti hún við eftir ofurlitla þögn. — Það er allt í lagi, sagði hann og píndi sig til að vera glað legur. En nú þegar hún er kom- in, verðurðu glöð að sjá hana. Og svo geturðu líka óskað til hamingju. Við Paula ætlum að gifta okkur. — Gifta ykkur? át Mavis eftir, og Paula tók eftir því, að varir hennar voru orðnar alveg blóð- lausar, og henni fannst eins og heil eilífð, þangað til Mavis rétti henni höndina. — Til hamingju, sagði hún. — Komið þið inn í setustofuna og við skulum fá okkur eitt glas. Þú verður að skála við okkur og óska okkur til hamingju — öll- um þremur! — Það gæti náttúrlega verið ágætt að fá eitt glas, sagði Mav- is, og röddin var dauf, — en ég efast um, að við höfum tíma til þess. Þú komst svo seint og frú Maitland er illa við að bíða með matinn. — O, láttu ekki svona. Mér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.