Morgunblaðið - 16.07.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JULÍ 1967 Nýtt efni tit ryðhreinsunar Danskur verkfræðingur, Thor- leif Friis að nafni, hefur fundið Ryðbrunnin skófla, hreinsuð að hálfu með Iropast. upp nýtt efni til ryðhreinsunar. Til þessa hefur sandblástur eink- um verið notaður til þess að ná burt ryði, en nú er unnt að bera þetta efni á ryðflötinn og skola síðan ryðið af með vatni. Verkfræðingurinn hefur unn- ið að þessari uppfinningu í mörg ár og telur sig nú hafa náð til- gangi sínum. Efnið, sem hann nefnir Iropast, hefur þann eig- inleika, að leysa ryðið upp, en láta lakk og járnið ósnert. Hins vegar étur það nælonsokka og skyrtur ef tækifæri gefst. Efni þetta minni nokkuð á sinnep í útliti. Hins vegar verð- ur að gæta mikillar varúðar við notkun þess, því að það er eitr- að. í>egar Iropast hefur verið not- að til þess að afnema ryð er járnið hreint og skínandi eftir. það ryðgar þó mjög fljótt aftur eftir meðferðina, ef það er ekki varið. Auk þess að leysa upp ryð vinnur Iropast á gjallhúð, sem sífellt myndast við vinnslu járns og sljóvgar verkfærin. Mynd þessi var tekin þegar forseti íslands skoðaði heimssýninguna í Montreal, Expo-67, á fimmtudag, sem var íslandsdagur sýningarinmar. Forseti fslands til Washington Tvær líkamsárásir TVÆR líkamsárásir voru framd fluttur á Slysavarðstofuna ar aðfaranótt laugardagsins. Út- Þaðan á Uandakot. lendingur, líklega íri, réðst á mann á Grandagarði um ellefu leytið og lék hann illa. írinn var horfinn af staðnum þegar lögreglan kom á vettvang, en sá sem fyrir árásinni varð var og Um þrjú leytið um nóttina var svo ráðizt á mann í Mið- bænum og í það skiptið var árásarmaðurinn handsamaður og fluttur í Síðumúla. Sá sem varð fyrir árásinni mun ekki hafa verið alvarlega slasaður. Væntanlegur heim um 2. ágúst Quebec, Kanada, 15. júlí (AP). Forseti fslands, heirra Asgeir Asgeirsson sat á föstudagskvöld veizlu, sem Deniel Joihnson, for- sætisráðherra Quebec-héraði, hélt honum til heiðurs. Við það tækifæri sagði Johnson að hér- aðsstjóminni væri það sérstök ánægja að taka á móti virðuleg- um forseta þess lands, sem ætti elzta þjóðþing veraldar. Stofnun tékkareiknings og aðgerðir gegn misnotkun EINS og kunnugt er hafa bank- ar og sparisjóðir um árabil haft samstarf í þeirri viðleitni að gera tékka sem gagnlegast og öruggast greiðslutæki. Hefur Samvinnunefnd banka og sparisjóða sett reglur um tékkaviðskipti og er dagleg framkvæmd þeirra annars vegar lijá innlánsstofnunum sjálfum og hins vegar hjá Seðlabankanum. Reglurnar lúta að stofnun reikn inga, notkun tékka og aðgerð- um gegn misnotkun, ef um hana er að ræða. Hafa í þessu sam- bandi farið fram alls 15 skyndi- kannanir tékka frá 1963 og frá 1964 hefur Seðlabankinn á grundvelli sérstakrar lagaheim- ildar, innheimt alla innistæðu- lausa tékka, sem borizt hafa um dagleg ávísanaskipti í Reykja- vík. Hefur þeirri innheimtu eink um verið beint gegn útgefend- um innstæðulausa tékka. I>ó að dregið hafi verulega úr misnotkun tókka, fer fjarri að þessi mál séu komin í viðun- andi horf. Hefur nú verið ákveð ið að gera veigamiklar breyt- ingar á umræddum reglum. Að- haid verður stórlega aukið og aðgerðir gegn misnotkun veru- lega hertar. Verða kærur til sakadóms fyrir misnotkun send- ar strax eða með mjög stuttum umliðunarfresti. Auk þess verð- ur fjárhæð tékkanna innheimt miklu fyrr hjá framseljendum, en verið hefur. Þykir rétt að kynna hér al- menningi og 'sérstaklega þeim, sem hafa tékkareikninga eða skipta mikið með tékka, aðal- efni þeirra reglna, sem um er að ræða. Við stofnun tékkareikninga ber þess sérstaklega að gæta, að: — framvísa ber nafnskírteini — meðmæli tveggja manna, sem stofnun viðurkennir, fylgi umsókn ókunns aðila — lágmarksstofnfé sparisjóðs- ávísnareiknings er hækkað í kr. 5.000.00 lágmarksaldur reikningshafa er 21 ár og fjárræði verður að vera óskert Aðalefni reglna varðandi mis- notkun og innheimtu innstæðu- lausra tékka: — lokun tékkareiknings vegna misnotkunar og kæra til saka dóms veldur þvi, að hlutað- eigandi fær hvergi tékka- reikning — eftir eðli brots er tékkareikn ingi lokað i fyrsta, annað eða síðasta lagi í þriðja sinn, þeg ar innstæðulaus tékki berst. Reikningi er lokað við fyrsta brot, ef öðrum reikningi sama aðila hefur áður verið lokað, eða brot er gróft og ásetningur auðsær Framhald á bls . 31 viðrd og víðast léttekýjað norðan landis og auisitan, en siunnan lands var SA-©ola og skýjað. Hitinn kiiiuikkan 9 var víðast miiiOi 10 og 13 stig. verða hiægur um land aBt og víðaist sótokin niema á Suður- lanidi. Þar mun verða sikýjað víðast hvar. leikir í 1. deild Um þessa helgi verða leiknir þrír leikir í 1. deild. Leikir þar fara nú að taka á sig svip loka- baráttunnar, því fyrir sum félag- anna þýðir tap um þessa helgi brostnar vonir um sígurmögu- leika. Á Akureyri mætast Akureyr- ingar og Keflvíkingar kl. 4 í dag og í kvöld mætast KR og lið Akraness á Laugardalsvelli. Annað kvöld, mánudag, mæt- ast svo Valur og Fram á Laugar- dialsvelli og sá leikur getur ráðið miklu um endanleg úrslit móts- ins. I dag, laugardag, ræðir forset- inn við borgarstjóra Quebec-borg ar, en hcldur síðar áleiðis til Bandaríkjaimia. Forsetinn kemur aftur til Kanada 28. þessa mán- aðar, og búizt er við að hann haldi heim til fslands 2. ágúst. Á mánudag kemur Ásgeir Ás- geirsson forseti til Washington, og verður þar gestur Lyndons B. Johnsons forseta í Blair House. Forsetarnir snæða hádegisverð saman í Hvíta húsinu á þriðju- dag og halda síðan til Arlington- kirkjugarðsins þar sem forseti íslands leggur blómsveiga að gröfum John F. Kennedys fyrr- um forseta og óþekkta hermanns ins. Kvöldverð snæðir Ásgeir Ás- geirsson í boði Péturs Thorsteins son, sendiherra íslands í Was- hington. Á miðvikudaig heimsækir Ás- geir Ásgeirsson Alþjóða gjald- eyrissjóðinn og Aiþjóðabankann áður en hann snæðir hádegisverð með Hubert H. Humphrey vara- forseta. Síðdegis þann dag heim- sækir hann þingið og situr síð- degisboð í íslenzka sendiráðinu, en heldur svo til New York. Að lokinni tveggja daga dvöl í New York heldur forsetinn til New Jersey og dvelsit þar í nokkra daga í einkaerindum áð- ur en hann heldur á ný til Kan- ada og heimsækir íslendinga- byiggðir þar. Loftur Bjarnason: Varhugaverður mál- flutningur — leiðrétting f FRÁSOGN Morgunblaðsins 12. þ. m. um matsverð á Viðeyjar- stofu og landsspildu, 11,8 hekt- ara að stærð, sem matsnefnd hefur metið á 9,75 milljónir króna, er vitnað til ummæla lög- manns matsseljanda (Stephans Stephensens) um matsgerð þriggja hæstaréttardómenda á landsspildu í Stóra-Lamlbhaga við Straumsvík, sem tekin hefur verið af mér skv. mati, vegna hinna miklu framkvæmda við byggingu álverksmiðjunnar. Matið var framkvæmt skv. eignarnámsreglum. Ummæli lögmanns matsselj- anda í þessu sambandi eru svo- hljóðandi: „Þá hefir lögmaðurinn lagt fram sundurliðaða mátsgerð þriggja hæstaréttardómara um landsspildu Lofts Bjarnasonar, túnið að Lambhaga við Straums- vík, 2 ha. að stærð, virt á kr. 1.600.000,00 eða kr. 80 á ferm., en þetta land sé Ibrunahraun á útskaganesi, sem engan saman- burð þoli við þá glæsilegu land- spildu, sem ríkinu isé gefinn kost uir á að kaupa í Viðey.“ Þar sem ummæli þessi gefa ekki rétta hugmynd um það, hverskonar réttindi voru metin á landi mínu, Stóra-Lambhaga, né um stærð landsins eða verðmæti þess, miðað við fermetra, þá tel ég mig knúinn til þess að birta eftirfarandi leiðréttingar og skýr ingar á málavöxtum: Land það, sem ég lét af hendi skv. eignarnámsreglum og lög- maðurinn kallar „brunahraim á útskaganesi“, liggur milli Reykja nesbrautar, fjölfarnasta þjóðveg- ar á íslandi (umferð farartækja fram og tilbaka um veginn nam um 500 þúsundum á s. l.ári), og sjávar, í aðeins fjögurra kíló- metra fjarlægð frá miðhæ Hafnarfjarðar. Staðurinn er ein- hver hinn fegursti í nágrenni Hafnarfjarðar og Reykjavík- ur. — Landið var af mér tek- ið í því skyni að reisa þar hin stórkostlegustu mannvirki, þar á meðal hafnargerð, fyrir miklu stærri skip, en áður hafa lagzt við bryggju eða bólverk á landi hér og eru þessar framkvæmdir þegar hafnar. Álverksmiðjan í Straumsvík er langstærsta fyrir- tæki, sem stofnað befur verið til á fslandi og forsenda fyrir Búrfellsvirkjuninni. Stóri-Lambhagi, landið, sem tekið var af mér, ásamt fjöru- réttindum, var ekki einis og lög- maðurinn telur 2 hektarar að flatarmáli, heldur 6,08 hektarar. Matsverðið var 1,6 milljónir króna. Verðið miðað við fer- metra var því kr. 26,31 en ekki kr. 80,00 eins og lögmaðurinn leyfir sér að fullyrða. Loks skal það tekið fram, að ég bauð landið ekki til sölu, en samþykkti fyrirfram skv. beiðni Hafnarfjarðarbæjar, að sætta mig við að láta landið af hendi skv. mati þriggja hæstaréttar- dómara, sem skyldu framkvæma matið eftir eiignarnámsreglum, sem þeir og gerðu. Hafnarfirði, 14. júlí 1967.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.