Morgunblaðið - 16.07.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1967, Blaðsíða 3
-Í.IORG ÍJNB LAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1967 3 Sr. Jón Auðuns, dómprófastur: I storminum friður Við skulum halda þræðinum frá síðasta sunnudegi. Sú marglita hjörð, sem innan- borðs var hina ægilegu óveðurs- nótt, hlustaði og hlustaði fast, þegar Páll sagði frá því, sem fyrir hann hafði borið, meðan hann baðst fyrir um nóttina. Líklegt er, að hefði Páll hitt þessa menn á förnum vegi við venjulegar aðstæður og farið að segja þeim frá vitrun sinni, að þá hefðu þeir skellt skollaeyr- um við öllu saman. En alvaran á landamærum lífs og dauða knýr þá til að hlusta, hlusta og hugsa. í>að reyndist svo á fangaskip- inu íyrir 19 öldum og reyndist svo enn, að lífsreynslan kennir mönnum að hugsa um það, sem þeim var óljúft að hugsa um áður, og skilja sitt hvað, sem þeir skildu, ekki fyrr. >vi er stundum haldið fram, að naumast sé mark takandi á þvi, sem sorgbitið fólk hugsar, ályktar og telur sig hafa reynt, sorgin villi mönnum sýn og sé tæplega heilbrigt hugarástand. f 37 ára prestsstarfi hefi ég umgengizt margt sorgbitið fólk, ákaflega margt, sýnist mér nú, þegar ég lít um öxl yfir öll þessi ár. Og sú er skýlaus reynsla mín, að flestar mann- eskjur verði gáfaðri í sorg sinni en gleð:. Mér hefir oft sýnzt fólk hugsa þá skýrar og kunni betri skil á að spyrja og skilja. f „Konungsefnunum“ lætur Ib- sen Skúla hertoga spyrja Játgeir skáld hinn íslenzka, hver hafi kennt honum að yrkja. íslend- ingurinn svarar, að enginn mað- ur geti lært að verða skáld. Þá spyr Skúli hertogi undrandi: „Hvernig varðst þú sjálfur skáld?“ Játgeir svarar: „Ég fékk gáfu sorgarinnar, herra. Þá varð ég skáld“. Að vera skáld er ekki sama og að kunna að ríma. Skáldið á að vita eitthvað meira en aðrir í mikilvægustu lexíunni og finna form til að tjá það. Til þess reyndist íslenzka skáldinu í höll hertogans gáfa sorgarinnar gagn- legri en gáfa gleðinnar. Eitthvað af þeirri lexíu munu samfangar og samferðamenn Páls postula hafa lært hina minnisstæðu óveðursnótt. Hverja lexíu? Lexíu guðst.raustsins, lærdóm- inn um föðurinn himneska, sem með einhverjum hætti vakir yfir börnum sínum í mannraun þeirra og hagar stundum hand- loiðslu sinni þannig, að hann lætur sendiboðann, sem Páll vitnaði um, flytja hugföllnum mönnum fagnaðarboðskap um föðurauga, sem ævinlega vakir, föðurhönd, se mávallt styður, og föðurhjarta, sem eiliflega slær. Páll postuli var sízt minni háttar maður en þeir eru, sem gegn slíkri vitrun mæla i dag. Heimska, — segja margir. Grímur Thomsen var ekki í vafa um, að „varðhaldsenglar voru gefnir í vöku mönnum bæði og svefni“, — og ekki var hann heimskari en aðrir menn! Á þessi boðskapur erindi við mig og þig? . Við höfum fæst nokkuð af baráttunni á sjónum að segja. Samt erum við öll að siigla og siglum sama haf. Þar rísa stund- um boðar, svo að brestur og marrar í veikri súð. Hvar leitum við þá hjálpar? Gamli Páll þurfti hvorki vígð- an helgidóm né hljóðlátan bæna- klefa til að geta beðið. í ógn- um hamslauss veðurofeans, með I angistarvein dauðadæmdra ■ manna syngjandi í eyrum sér, i baðst hann fyrir. Og hann fékk í bænheyrzlu, — fann frið. Finnum við, þú og ég, þennan frið, þegar öldurnar rísa hæst? ; Ég hugsa um þig, sem aí veik- um kröftum ert að berjast við raun, sem þér finnst vera þér ofurefli. Ég hugsa um þig, sem liggur á sjúkrabeði og horfir vonlausum hug fram á dapurlega daga. Ég hugsa um þig, sem vinafár horfir yfir farinn veg og fram á einmanalega elli og ævi-1 lok. — Einnig við þína hlið kann slíkur vinur að standa, sem stóð hjá Páli óveðursnóttina á hafinu forðum. Og sama boðskapinn ber hann þér og honum: Vertu óhræddur. Guð er með þér. Hönd, sem hefir mátt al- heimsins, verndar þig. Og þótt fleyið brotni, 'bjargast þú og all- ír sem á sama skipinu sigla yfir hafið. í morgunsárið stöndum við lif- andi á ströndinni öll. Lærðu þetta af gamla Páli og reynslu hans. Hann sá í nætur- sortanum ljós. Hann fann í storminum frið. Síðastliðin föstudag kölluðu forráðamenn æskulýðssam- takanna í Borgarfirði blaða- menn á sinn fund. Erindið var að skýra frá því, að um Verzlunarmannahelgina, 5.— 7. ágúst n. k. myndu samtök- in efna til einhverrar fjöl- breyttustu sumarhátíðar, sem haldin hefur verið hér á landi. Hin fyrirhugaða hátíð í Húsafellsskógi er í senn æskulýðsmót, sumarmót fyr- ir alla fjölskylduna og íþrótta mót. Eins og eftirfarandi atriði gefa tii kynna er dagskrá mótsins ótrúlega fjölbreytt og Skemmtiatriði mótsins verða hin fjölbreyttustu. Myndin sýnir blandaðan kór Reykdæla, sem syngja mun á mótinu. Verzlunarmannaheigin: Sumarhátíð í Húsafellsskdgi ættu allir að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Mótið verður í aðalatriðum á þessa leið: Föstudagur 4. ágúst: móts- svæðið opnað kl. 20. Tjald- búðunum ,verður skipt niður í fjölskyldubúðir og unglinga- búðir. Laugardagur: íþróttakeppni, dansað á þremur stöðum. Tvær vinsælar unglinga- hljómsveitir, Dátar og Öð- menr. auk gömlu-dansahljóm- sveitar Skafta og Jóhannesar leika fyrir dansinum. Miðnæt- urvaka og varðeldur verða haldin og meðal skemmtiat- riða eru þjóðlagasöngur, flug- eldasýning og Jón Gunnlaugs- son skemmtir. Á sunnudeginum heldur Unglingahljómsveitin Dátar, sem mun leika fyrir dansinum ásamt tveimur öðrum hljómsveitum. frjálsíþróttamótið áfram auk knattspyrnukappleikja. Há- tíðardagskrá verður um dag- inn og vel til hennar vand- að. Meðal þeirra sem koma fram má nefna: Guðmund skáld Böðvarsson, sem les upp, blandaður kór Reyk- dæla syngur og Birna Aðal- steinsdóttir syngur þjóðlög. Þá fer fram hestasýning og kappreiðar. Síðar um daginn hefst skemmtidagskrá. Stjórn- andi hennar og kynnir verður Jón Gunnlaugsson. Meðal skemmtiatriða verða: Bítla- tónleikar, Gunnar og Bessi, Alli Rúts og Baldur og Konni. Dagskránni lýkur með því að dregið verður í happdrætti, en það er innifalið í aðgangs- eyrinum. Vinningar eru ekki af lakara taginu. Ferð með skemmtiferðaskipi og Mall- orka-ferð. Um kvöldið fer svo fram all nýstárlegt skemmtiatriði: Fall hlifarstökk. Þá fara dansleikir fram með sama sniði og kvöld ið áður. Síðan. verður þessu fjölbreytta sumar- og æsku- lýðsmóti slitið klukkan 2 e.m. og lýkur með flugeldasýn- ingu. En ekki ætlar mótsstjórn- in að gera það alveg enda- sleppt við þátttakendur, því leikir og íþróttir verða skipu- lagðar á mánudag, ef svo býð- ur við að horfa. Aðgangseyrir verður inn- heimtur við innganginn á mótsstað, og er innifalið í honum aðgangur að öllum skemmtununum og dansleikj- um mótsins, auk þess gildir dagskráin, er afhent verður, sem happdrættismiði. Búast má við mikilli þátt- töku á mótið hvaðanæfa að. Vill mótstjórn því benda fólki á að leitast við að létta nokk- uð umferðina af þjóðveginum um Hvalfjörð, með því að aka aðrar leiðir, sem fyrir hendi eru í Húsafellsskóg. Algjört áfengisbann verður á mótsstað, og munu lög- regluyfirvöld sjá um, að því banni verði framfylgt skil- yrðislaust. Kristleifur Þorsteinsson hreppstjóri að Húsafelli hefur góðfúslega lánað land undir mótssvæðið. Vill mótsstjórn- in brýna fyrir væntanlegum þátttakendum að ganga vel og snyrtilega um staðinn. Frá- bær reynsla Borgfirðinga af Skátamótinu við Hreðavatn sl. sumar sýnir, að fjölmenn mót sem þessi geta farið fram án nokkurra náttúruspjalla. Aðdragandi sumarmótsins er sá, að í vor sem leið sömdu tvö helztu samtök um æsku- lýðsmál í Borgarfirði um samvinnu sín á milli. Þessi samtök eru Æskulýðsnefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, formaður frá stofnun 1961 • er Ásgeir Pétursson,. sýslu- maður. Hin félag-ssamtökin eru Ungmennasamband Borg- arfjarðar, formaður þess er Vilhjálmur Einars-son. Dagskrá mótsins verður birt í blaðinu í heild síðar. Kysafelfc Kort af mótssvæðinu, sem haldið verður í hinum fagra og skjólgóða Húsafellsskógi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.