Morgunblaðið - 16.07.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.07.1967, Blaðsíða 32
 SUNNUDAGUR 16. JULI 1967 RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 1Q«1QD Ný mynd Osvaldar hlýtur viðurkenningu Fræðsluk vikmy ndadcild Ev- rópuráðs gengst árlega fyrir kvikmyndaviku, þar sem fulltrú ar frá aðildarríkjum skoða fræðslukvikmyndir víðs vegar að úr Evrópu og velja síðan tíu myndir, sem þeir mæla með til dreifingar. Þessar kvikmynda vikur eru í aðildarrikjum til skiptis, og var ráðstefnan þetta árið í Arnhem í Hollandi í síð- asta mánuði. viðurkenningu hjá fulltrúum á fræðslukvikmyndaviku Evrópu- ráðs. Árið 1965 hlaut Surtur fer sunnan þessa viðurkenningu á fitlmuiviku í Edinborg, og fé(kk þá flest atkvæði dómenda. Fræðslumyndasafnið sendi ekiki fuldtrúa á filimiuviku Ev- rópuráðsins að þessu sinni. (Frá Fræðslumyndasafni ríkisins). Fræðslumyndasafn ríkisins er aðili að kvikmyndadeild Evrópu ráðs, og sendi það að þessu sinni til Arnhem nýja kvikmynd eft- ir Ósvald Knudsen, Heyrið vella á heiðum hveri Er hún um hverasvæði og notkun jarðhita á íslandi. Fulltrúar á kvikmynda vikunni völdu þessa nýju mynd Ósvalds í flokk þeirra tíu bezta, sem þar voru til skoðunar. Þetta er mikil viðurkenning fyrir höfund kvikmyndarinnar, því að Evrópuráð mun hér eftir setja Heyrið vella á heiðum hveri á skrá yfir þær kvikmynd ir, sem fræðsluyfírvöld í aðild- arríkjunum eru hvött til að kaupa. Auk þess mun kvik- myndadeild ráðsins styrkja tal- setningu á myndina á hinum ýmsu tungumálum aðildarríkj- anna. Þetta er í annað sinn, sem Ósvaldur Knudsen hlýtur þessa Jóhann S. Hannesson formaður IHenningar- málaráðs Evrópuráðs Jóhann S. Hannesson, skóla- meistari, Laugavatni hefur verið skipaður formaffur Menningar- málaráðs Evrópuráffs, sem hefur yfirumsjón meff starfsemi Ev- rópuráffsins á sviffi menningar- mála. Aðildarríki Menningarmála- ráðs eru 19 (með áheyrnarfull- trúa) Jóhann S. Hannesson var vairaformaður ráðsins í eitt ár áður en hann tók við störfum formanns nýlega. Er formaður skipaður frá aðildarríkjunum til skiptist og hefur hann þá gegnt varaformannsembæ'tti í eitt ár. Hefst saltvinnsia á Reykjanesi? og möguleikar fyrir hendi - Skilyrði ÞEGAR ekiff er fyrir Reykja- nesið beinist athygli margra að gufumökkum, sem stíga upp úr hrauninu ekki langt frá Reykjanesvitanum. Yfir veginn liggur járnpípa og úr henni seytlar vatn og nokk- ur gufa. Skammt frá vegin- um er leirhver, sem nú hefur legið niðri í nokkur ár. Hvera svæði þetta er nokkuð stórt um sig og efalaust eru þeir margir, sem vilja vita, hvort þarna leynist ef til vill fjár- sjóffur, sem hægt væri aff nýta. Við ræddum við Sigurjón Ólafsson, vitavörð í Reykja- nesvita. — Ég held að leirhverinn sé eitthvað að lifna við, sagði Sigurjón. Hann er nú búinn að liggja niðri í nokkur ár en í morgun sá ég mikið af slett um í kringum hverinn og því held ég, að hann sé farinn að gjósa aftur. — En þessi járnpípa yfir veginn? — Hún liggur úr einu bor- holunni, sem þarna er. Það mun hafa verið árið 1950 eða ’51, sem Jarðboranir ríkisins boruðu þarna eina holu í til- raunaskyni. Hún er um 160 metra djúp, held ég. — Hvað kom í ljós? — Gosið var mikið fyrst en rénaði svo og er nú að- eins lítill en jafn straumur úr holunni. Mikið vatn kem- ur úr pípunni og er það brim salt með miklum kísil, þann- ig að því verður aldrei veitt í hitaveitu. Hvort nokkrar frekari boranir eru á döf- inni veit ég ekki en það er engum blöðum um það að fletta, að þarna er mikill hiti undir, hvað sem hægt er svo við hann að gera. Þegar við komum í bæinn hringdum við í ísleif Jóns- son, hjá Jarðborunum ríkis- ins. — Jú það er rétt. Við bor- uðum þarna eina holu, rétt hjá hvernium en vatnið sem kom var mun saltara en sjór, þ.e. eimaður sjór. Hins vegar er ekki fullkannað, hve stórt hitasvæðið er. Það getur náð lengra inn í landið en hverirnir þarna giefa til kynna. — Hefur nokkuð verið rætt um frekari boranir þarna? — Já, þær hefur borið á góma en ekki veit ég, hvað úr verður. — Var ekki einu sinnl tal- að um að vinna salt þarna á Reykjanesinu? — Jú, það er rétt og vlssu lega forvitnilegt að vita, hvort saltnám þarna mundi borga sig. Eins og er verður vatnið aldrei notað í hita- veitu, til þess er seltan of mik il. — Okkur var sagt, að leir- hverinn væri að lifna við. — Já, ég hef heyrt það líka. Ég býst við að fara suður- eftir fljótlega og athuga mál- ið. Ef til vill á eftir að hefja þarna saltvinnslu. Skilyrðin eru fyrir hendi. Hermann GuÖmundsson: Erlendum verkamönnum óheimil vinna í Straumsvík Mrrguniblaðið hafði i gær sam- band við Hermann Guðmunds- son, formann Verkamannafélags- ins Hlífar í Hafnarfirði, og innti hann tíðinda af árekstrum þeim sem orðið hafa vegna dvalar er- lendra verkamanna við fram- kvæmdir í Straumsvík. Her- mann sagði, að frá því að verkið hófst hefðu erlerdir verkamenn unnið þar við ýmis störf. Við- komandi ráðuneyti hefði lagt inn umsókn um atvinnuheimild til Hlífar fyrir hina erlendu verk- taka, en sjálft væri ráðuneytið ekki aðili að málinu. Því hefði verið tilkynnt, að slíkar heim- ildir yrðu ekki veittar, og myndu ekki verða veittar meðan nægur íslenzkur vinnukraftur væri fyr- ir hendi, bæði á félagssvæði Hlífar og annars staðar. Hinir þýzku verktakar, sem sjá um framkvæmdirnar hefðu gert tilraun til að ráða til sín útlendir.ga þá, sem áður hefðu starfað við ýmsar fiskvinnslu- Framhald á bls. 31 Sjö skip með 1000 lestir Veðuir var ágætt á síldarmið- unum fyrir helgina og á laugar- dag höfðu sjö skip tilkynnt um afla, samtals þúsund iestir. Það voru: Jón Garðar, GK, 240, Loft- ur Baldvinsson, ÉA, 170, Sigur- páll, GK, 150, Magnús, NK, 130, Ólafur Magnússon, EA, 110, Hamravík, KE, 120, Elliði, GK, 80. „Skoðuðum mikið af sjónvarps- efni sem við höfum áhuga á" Rabbað við Emil Björnsson dagskrárstjóra sjónvarpsins, sem ásamt Steindóri Hjörleifssyni fór til London til þess að kynna sér sjónvarpsefni ÞEIR Emil Björnsson og Stein- dór Hjörleifsson, dagskrár- stjórar sjónvarpsins fóru ’ til London fyrir skömmu til þess aff kynna sér það úrval frétta-, fræffslu- og skemmtimynda, sem þar er í boffi og eins til aff ná persónulegum samböndum við þá sem slíkar myndir selja. Þeir Emil og Steindór skoðuðu mikinn fjölda allskonar mynda og sáu margar, sem þeir gjarn- an vilja fá til íslands. Frétta- maður Mbl. hitti Emil að máli sem snöggvast og baff hann aff segja lítillega frá förinni. „Ég vildi gjarnan mega byrja á því að segja, að síðan við byrj uðum að senda út fjóra daga vikunnar er það mál manna, að nú sé nóg komið, ég held ekki að þeir séu margir, sem vilja láta sjónvarpa sex daga í viku. Þetta stafar m.a. af því, að menn vilja helzt ekki rnissa af dag- skránni og því ‘hætt við að þeir myndu vanrækja sitt af hverju ef þeir hefðu ekki nema eit.t „fríkvöld". Nú er það fyrirhug- að af ráðamönnum sjónvarpsins að fjölga útsendingum upp í sex, svo fljótt sem auðið er og þá blas ir líka við annað vandamál, það er óframkvæmanlegt með ekki meiri mannskap en við höfum yfir að ráða, þetta er búið að Emil Björnsson vera nógu erfitt í vetur. Ég vil nota þetta tækifæri til að ljúka Framhald á bfe. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.