Morgunblaðið - 16.07.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.07.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLiAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JTTLI 1967 Þorsteinn Stefánsson Kiðjabergi—Minning F. 16. júlí 1891. D. 13. júni 1967. „Hvar er Kiðjaberg?" spurði ég. „Um endilangt Grímsnesið hef ég farið, frá Sogi til Brúar- ár, en hvergi finm ég Kiðjaberg." „Það er ekki von. Kiðjaberg er hér nokkuð langt fyrir aiustan, alveg austur við Hvítá. Það er í hvarfi héðan. Þú kemur þangað þegar þú flytur hingað.“ Maðurinn, sem svaraði mér þannig um sumarmál 1948, stóð fyrir framan mig hávaxinn og grannur, baraxla, karhnannlegur, andlitið stórt, ótal rúmim rist, líflegt, ekki smáfrítt, en um það lék einstaklega geðþekkur bjar- mi. Augnaráðið vakti athygli fyrk milda hlýju, sem virtist stafa frá innri rósemi, staðföstu hugarfari. Eg hefði aldrei gleymt þess- um manni eftir fyrstu sýn, þótt fundum okkar hefði ekki borið saman oftar. Hóvaer hlédrægni hans og göfugmannleg hátt- vísi dró að sér athygli mína. Þessi maður var Þorsteinn Stefánsson frá Kiðjabergi. Hann reyndist sannspár. Ég fluittisf þangað í sveit, og ég kom að Kiðjabergi. Ég sá það með eigin t Útför eiginkonu minnar, Ásrúnar Lárusdóttur Knudsen, fer fram frá Fossvogskirfcju, mán.udaginn 17. júlí kl. 1.30. Þeim sem vildu minna>st hinn- ar látnu er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið eða Bústaðakirkju. Hjörtur Bjamason, börn, tengdabörn og bamabörn. t Faðir okkar, Matthías Eyjólfsson, sem andaðist 11. þ. m., verð- ur jarðsettur frá Fosevogs- kirkju þriðjudaginm 18. júlí kl. 13,30. Böm hins látna. t Hjartans þakkir fyrir auð- sýnda samúð og hlubtiekaiingu við fráfall og jarðarför Láru Pálsdóttur, Syðri-Rauðalæk. Aðstandendur. t Hjartanlega þökkum við auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför föð- ur mins og afa, Ásgeirs Halldórssonar frá Fossi. Sigríður Ásgeirsdóttir og dætur. augum, hve bæjarstæðið við lygna vík fljótsins er fagurt. Þetta er einn þeirra staða, sem allt í einu blasir við, óvænt. Fagurt svið opnast skyndilega og það er sem hvað eina í mynd náttúrunmar sé til þess gert, að vekja augnayndi. Túnið liggur slétt milli fagurra klettahlíðar og bergsins, sem skagar út í ána. Oft hef ég komið þar og lengi hef ég notið þar gestrisni og vináttu heimilisins. Þorsteinn Stefánsson andaðist hinn 13. júní s. 1. Því miður átti ég þess ekki kost að fylgja hom- um til grafar, né minnast hans á nokkum hátt í sambamdi við útför hams. Nota ég því tæki- færið til að rita mofckur kveðju- orð á afmælisdegi hans, þótt það sé að vísu eftir sig kveðið. Þorsteinn Stefánssom var fædd- ur 16. júM árið 1891 í Suðurfcoti í Grímsnesi. Foreldrar hans voru Stefán Þorsteimsson og Hólmfríð- ur Oddsdóttir hjón þar. Þau eignuðust fjögur böm, eina dótt- ur og þrjá syni. Vom bæði hjóm- in dugleg og vel verki farin og gátu sér hinn bezta oðrstír meðal sveitumga hinna. Var Stefán tal- inn góðuT srniður bæði á tré og og járn. — En sambúð þeirra varð ekki löng. Árið, sem Þor- steinn varð fimm ára, var móðir hans þrotin að kröftum sökum vaniheilsu. Var þá eimsfcis annars úrkosta en að heimilið leystist upp og börnin tvístruðust. Aldrei hafði Hólmfríður borið þesss bætur, er hún varð fyrir sára vanheifeu að skiljast við heimili sitt og börnin ung. — Ekfci er gott að segja, hver áhrif þær kveðjur og hljóðlega geymd raiunasaga hefur haft á kyrran og djúpan huga drengs- ins og síðar hins fullorðna manms. Eftir að hamm var uppkominn gladdi hann móður sína með gjöfum, á meðam hún lifði, þótt árin hefðu snemma skilið þau að. Þetta sagði Halldór Gunn- laugsson mér. Þorsteinn fylgdi föður sínum, er hann varð vinmumaður í Öndverðanesi til naesta vors. Þarna var í sveitinni heimili, sem virðist hafa haft einstaklega mikið ihjartarúm og ótrúlega mikið húsrými jafnframt. Það var að Kiðjabergi, heimili hrepps- stjórans, Gunnlaugs Þorsteins- sonar og frú Soffíu Skúladóttur. Þangað réðist Stefán með son sinn á krossmessu 1897, og skildu þeir aldrei, dvöldu þar báðir til dánardægurs. Stetfán í 35 ár, en Þorsteinn í 70 ár. Kiðjabergs'heimilið var kunn- ugt fyrir höfðingsskap, samúð með öllum, sem bjuggu við raun- ir og erfiðleika, og viðbragðs- flýti og fórnfýsi þegar að þrengdi t Þökkum aif alíhug sýnria samúð og vinarhug við and- lát og útför föður okkar, stjúpföður, tengdaföður og afa, Valdimars Kr. Árnasonar, pípulagningarmeistaxa. Sérstafcar þafckir færum við læknum, systrum og öðru hjúkrunarfiði Landa- kotsspítalans, sem önnuðust hamn í veikindum hans. Hörður L. Valdimarsson, Jóhanna Ólafsdóttir, Gunmar H. Valdimarsson, Þorgerður Bjarnadóttir, Árni E. Valdimarsson, Þóra Gyða Gunnlaugsdóttir, Ásta Á. Guðmundsdóttir og barnabörn. í orði og í verki. Áttu þar heima orðin fornu: Hversu fagurt og yndislegt það er, þegar bræður búa saman, því að þar hefur Drottinr. boðið út blessun. Þorsteinn Stefánsson var ekki skólagenginn maður. Erfiðisvinn- an var hlutskipti hans, og á því sviði skaraði hann fram úr. Vissulega er það lofs vert. En óg fyrir mitt leyti met hann þó meira fyrir aðra kosti. Og er ég þakklátur fyrir, að ég sá hann ávallt í ljósi þeirra, hvort sem ég sá hann spariklæddan við kirkju eða búinn verkfötum við erfiði. Hann lifði í jafnvægi hug- ans. Hann var vel greindur og þroskaður maður. Hann gerði sér grein fyrir, að þeirrar að- stöðu, sem skólaganga veitir, fékk hann ekki notið, en kom til öyranna eins og hann var klæddur. En kosti sína beztu vissi hann kannski síður um, en þeir duldust ekki öðrum mönn- um heiiskyggnum. Kærleikur samferðarmanna, fórnfýsi, sem hans til húsibænda, heimiiis og leidtíu hann til þeirra verka, sem voru engin íórn í hans aug- um, heldur ljúf, helg skylda, hreinleiki hugans, sem aldrei hallmælti, ávallt blessaði og færði allt til betri vegar, þessir kostir hans, samfara hógværð og hlédrægni, gáfu honum göfug- mannlegt yfirtoragð, sém lýsti af innra friði og gleði. Hann var Guðs barn, biðjandi maður. Guð var hans hæli og styrku-r. Blessuð sé minning hans. Ingólfur Ástmarsson. hjá einhverjum sveitungum. Og^ svo vel þekkti ég frú Soffíu, að ég gat þess nærri, að hún hefur mieð gleði notað tæfcifærið til að hlúa að þessium litla, heimilis- lausa dreng, sem sviptur vair um- hyggju móður sinnar fyrir óblíð örlög. — En nú, þegar sagan er öll og litið er til baka yfir ævi- feril Þorsteins heitins Stefáns- sonar, dylst engum, sem til þekkir, að kærleikshugur henn- ar hlaut ríkulega umbun. Kiðja- bergsheimilið ihefur bæði vel og lengi búið að því verki, sem til var stofnað á krossmessu fyrir 70 árum. Það var heilladagur fyrir Kiðjaberg. Þorsteinn reynd- ist því heimili stoð og stytta, ómissandi til ævikvölds. Þorsteinn var karlmenni að burðum. Hann var mikill verk- maður að hverju sem hann gekk, því að saman fór afl og verk- lagni og áhugi. Enginn vissi afl hans. Það fór ekki mikið fyrir honum við vinr.u, og hann virt- ist ekkj. vinna af kappi. En öll verk voru honum auðveld, og fyrr en varði var miklu verki lokið, að því er virtist án veru- legrar fyrirhafnar. Hann var einnig einstaklega þægilegur í viðmóti við samstarfsmenn, og mótaði góðan anda við vinnuna. Sérstaklega lét honum vel um- gengni við born og unglinga, sem drógust að honum, unnu hon um og lögðu sig fram til að geðjast honum. Héldu mörg þeirra tryggðum við hann alla tíð. Það er að því leyti erfitt að minnast Þorsteins Stefánssonar, að um hann var svo óvenju- lega margt vel. Það kann að virðast oflof, þegar rétt er greint. Halldór fósturbróðir hans sagði við mig; Ég get ekki sagt þér á honum neinn galla, því að ég veit þá ekkí. Það er ekki hægt að hugsa sér grandvarari mann. Markmið hans var að gera eng- um manni rangt, og gera það eitt, sem rétt væri. Hann hafði það ávallt í huga. Árið 1924 fór síðasti toróðir- inn, Skúli, að heiman frá Kiðja- bergi, hóf þá búskap að Bræðra- tungu. Upp frá því mátti segja, að Þorsteinn stæði fyrir öllum verkum utan bæjar. Og þar sem það kom í ljós, að allt fór vel á þann hátt, færðust öll ráð, hvað vinnu snerti, í hans hend- ur. Árið 1927 tók Halldór guð- fræðingur Gunnlaugsson við bú- inu og keypti Kiðjaberg. En Þorsteinn hafði áfram sömu aðstöðu á heimilinu með sömu verkum og sömu tiltrú sem fyrr, og leit húsbóndinn á hann sem forsjá heimilisins utan bæjar. Tókst með þeim fóstbræðrum hið nánasta samstarf, byggt á gagnkvæmu trausti og sannri vináttu. Studdi þar hvor annan Ég þakka öllum þeim, sem sýndu mér hlýhuig og vináttu á áttræiðtsatfimæli míniu 20. júná sl Guðrún Jónasdóttir, Svelgisá. Bjarni Nikulásson Böðvarsholti-Minning F. 20/9 1881. D. 5/6 1967. KVEÐJA FRÁ SAMFERÐAMANNL 1. Byljótt er oft í Böðvarsholti, veður válynd á vetrardögum. Nú hefir feigðar fellibylur, lostið til heljar hlyninn forna. 2. Þekktur var víða þessi hlynur, Bjarni niðji Nikulásar. bjó hann lengi í Böðvarsholti, sigraði alla örðugleika 3. Bjarni, þú snemma braut þér ruddir, átthaga þína ei yfirgafstu. Festir þá ást við feðraslóðir sean þér entist til æviloka. 4. Oflofi mun óg ei á þig hlaða, segja um þig hið sanna og rétta. Góður varstu granni grönnum þínum, gestrisinn, hjálpfús og góðhjartaður. 5. Deilumálum og dægurþrasi, hélztu þér frá með heiðri og sóma. Skiptir aldrei um skoðanir þínar, trúðir því er þú taldir réttast. 6. Blasa oss við í Böðvarsholti, víðlendir vellir vafðir grasi. Frumkvæðið að þeim fyrst þú áttir, afkoanendur þó aukið hafi. 7. Var á stundum þinn vinnudagur langur og strangur og lítið sofið. íslenzkir bændur um aldaraðir mátt hafa vinna meira flestum. 8. Gjafarinn allra góðra hluta, gaf þér ungum góða konu. Efnileg börn þið áttum saman, sem þér í elli athvarf veittu. 9. Kem ég nú til að kveðja og þakka langa samfylgd á lífsins vegi, ýmsar góðar ánægjustundir, veitta vinsemd er vegir skiljast. 10. Nú ertu liðinn lagður í moldu, brúðar við hlið í Búðagarði. Bein ykkar munu þar beggja geymasí allar um aldir að efsta degi. 11. Þó að feigðar fellibylur fellt hafi að velli forna hlyninn. Upp munu vaxa aðrir hlynir þeir er lengi landið prýða. 12. Þreyttum er hvíldin þægur gestur, svefninn vær eftir sólarlagið. Veit ég vinur að við þér blasir eilífð björt á ódáinslandi. 9/6 1967. Bragi Jónsson frá Hoftúnum. Langferðabíll 40 manna Scania Vabis langferðabíll, árgerð 1954, er til sölu hjá Kísiliðjunni í Mývatnssveit. Nánari upplýsingar gefnar á staðnum. KÍSILIÐJAN H.F. Höfum opnað fjölritunar, ljósprentunar og litmyndaauglýsinga- stofu að Tjarnargötu 3, Reykjavík, undir nafninu KÓPÍA S.F. 3£ðpi*y/.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.