Morgunblaðið - 16.07.1967, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.07.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBliAÐEÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚUÍ 1-967 13 GLÆSILEG- ASTA FERÐ ÁRSINS 16 dagar — 16.-31. ágúst — Bergen, Osló — Kaupm.höffn — Amsterdam — London Farkosturinn: 12.449 smál. lúxus skemmtifprðaski p, áður ms. Stockholm, flaggskip sænsku Amerík uiínunnar. Helmingi stærra skip en önnur sem fslendingar eiga kost á að ferðast með frá ísland i. 280 manna áhöfn veitir 549 farþegum fullkom na þjónustu. 16 daga ferð, til eftirsóttustu borgar Norður Evrópu um hásumar, áður en haustvind ar blása upp á Atlantshafinu. Stanzað 1—3 daga i fimm borgum. Bergen—Oslo—Kaupmannahöfn —Amsterdam—London. Siglt hina fögru leið innan skerja með Noregsströnd, gegnum Kielarskurð. Engar langar siglingar um úthöfin án viðkomu. 10 reyndir fararstjórar frá SUNNU með skipinu. Útvarpsstöð með íslenzkri dagskrá á hverjum de gi. Prentuð fréttablöð og dagskrár. Fjölbreyttar landferðir á hverjum viðkomustað. Xúlkar leiðb eina og aðstoða í verzlunum í landi og verzlunu m skipsins, þar sem varningur er tollfrjáls. ÁÆTLUN: 16. ágúst, miðvikudagur: Byrjað verður að flytja farþega frá Loftsbryggju um borð í Volk- erfreundsohaft kl. 19, en skipið liggur á ytri höfn- inni og siglir á miðnætti. Um kvöldið verður efnt til kynningarvöku og dansað fram eftir nóttu. 17. ágúst, fimmtudagur: Á siglingu. Kvikmynda- sýningar í kvikmyndahúsi skipsins. Hátíðakvöld- verður skipstjóra, ásamt oocktail og kampavíni. Veitingasalir opnir og dansleikur um kvöldið þar sem skemmtikraftar koma fram. 18. ágúst, föstudagur: Á siglingu. Kvikmynda- sýningar, þ.á.m. fræðslumyndir frá Noregi. Síð- degisdans og skemmtanir í veitingasölum um kvöldið. 19. ágúst, laugardagur: Komið til Bergen snemma morguns og farið í skoðunarferð um borgina kl. 8.00. — Kl. 14.00 lætur skipið aftur úr höfn og siglir innan skerja hina undurfögru leið áleiðis til Oslo. Allir vei'tingasalir og barir opnir um kvöldið. Dansleikur og skemmtiatriði. 20. ágúst, sunnudagur: Á siglingu inn Oslofjörð- inn og komið til Osló upp úr hádeginu. Farið í skemmtiferð um Osló og nágrenni hennar. Lagt af stað með bílum frá skipshlið kl. 15.00. M.a. skoðaður Vígelandsgarðurinn, Bygdösafnið, þar sem sjá má „Fram“, heimskautafar Nansens, Kontikiflekann fræga og víkingaskip frá sögu- öld. Ekið upp á Holmenkollen þaðan sem útsýni er hvað fegurst yfir borgina og Oslófjörð. Samkomusalir skipsins opnir um kvöldið fyrir þarþega og gesti þeirra úr landi. 21. ágúst, mánudagur: Kl. 10.00 lagt af stað í ferð um hinar fögru byggðir Noregs upp til dala og fjalla, þar sem skiptast á vötn og skógar. Snæddur er hádegisverður á undurfögrum stað á norsku fjallahóteli. Komið til Drammen, Kongs- bergs, Morgedal og að Rjúkan, eftir að ekið hef- ir verið um Harðangursfjöllin. Leiðin liggur hjá mörgum fögrum fjallavötnum, þar sem lands- lagsfegurð Noregs er hvað tignarlegust. Komið aftur til skips eftir viðburðarríkan dag, þannig að fólki gefst nokkur tími til frjálsrar ráðstöf- unar í Osló, áður en lagt er úr höfn til Kaup- mannahafnar kl. 19.00. 22. ágúst, þriðjudagur: Siglt upp að ströndum Sjálands með morgninum og lagst að skemmti- skipabryggjunni við Löngulínu, þar sem skipið liggur sem fljótandi hótel meðan dvalið er í Kaupmannahöfn. Kl. 10.00 er lagt af stað í skemmtiferð um Sjáland. Ekið hina undurfögru leið norður Strandvejen til Luiseanasafnsins, þar sem náttúrufegurð gefur fagurri list óviðjafnan- legt umhverfi í nýtízkulegum salarkynnum. Þaðan er ekið að Kronborgarkastaia, þar sem Hamlet ríkti. Herragarðsmiðdagur er snæddur á 200 ára gömlum veitingastað á Sjálandi, skammt frá konungshöllinni. — Það er ekið um vatna- og skógabyggðir Norður-Sjálands um stærstu skóga Danmerkur til Hilleröd, þar sem skoðuð er hin mikla Friðriksborgarhöll. Komið aftur að skipi um kl. 17.00, eftir viðburðaríkan dag. Samieigin- legar ferðir á skemmtistaði í landi um kvöldið. 23. ágúst, miðvikudagur: Klukkan 10 leggja þeir sem óska upp í dagsferð yfir til Sviþjóðar. Farið er með langferðabílana yfir á ferjunni og ekið síðan til hins sögufræga háskólabæjar Lundar, þar sem eitt sinn var erkibiskupsstóll yfir íslandi og biskupar vígðir hingað til lands, þar er forn- frægur háskóli og ein mesta og fegursta kirkja á Norðurlöndum. Farið verður með fólk í verzl- unarhverfi í Malmö og skoðuð hin miklu vöru- hús. Eftir komuna til Kaupmannahafnar verður efnt til sameiginlegrar ferðar í hinn víðfræga skemmtistað Lorry. 24. ágúst, fimmtudagur': Tilhögun frjáls fram yfir hádegi. Að afloknum hádegisverði er efnt til stuttrar skoðunarferðar um söguslóðÍT fslendinga í Kaupmannahöfn og komið í heimsókn í hinar miklu Garlsbergsverksmiðjur, þar sem fólki er að lokum gefinn kostur á að reyna framleiðsluna að vild. Tilhögun frjáls þar til klukkan 22.00 um kvöldið er skipið leggur frá bryggju áleiðis til Hollands. Veitingasalir opnir um borð. Dansleik- ur. 25. ágúst, föstudagur: Um morguninn er kom- ið að Kílarskurði, einum stærsta skipaskurði í heimi. Siglingin um skurðinn tekur 8—-10 tíma og þykir þetta mjög fögur og skemmtileg sigl- ingaleið og skiptist á tilbreytingarlegt landislag meðfram skurðinum, grænir akrar og bóndabýli, og víða er gróður mikill og margbreytilegur. Þá liggur leiðin og framhjá mörgum bæjum, aðal- lega iðnaðarbæjum margskonar. Lúðrasveif leik- ur á þilfari og skemmtanir verða um kvöldið. 26. ágúst, laugardagur: Komið til Hollands snemma morguns og lagzt að bryggju í Amster- dam. Daguririn til frjálsrar ráðstafanar í Amster- dam til að sinna erindum í verzlunum og fleira. En Amsterdam er talin ódýrasta verzlunarborg í Norður-Evrópu nú og mikið úrval af fatnaði og margs kyns varningi í tiltölulega litlu en vel skipulögðu verzlunarhverfi. Nokkrar verzlanir veita þátttakendum í ferðum SUNNU 5—10% afslátt gegn framvísun ferðaskilríkja. Fararstjórar eru til leiðsagnar og hjálpar eftir því sem fólk óskar og við verður komið. Fararstjórar skipu- leggja ferðir á skemmtistaði borgarinnar um tovöldið. 27. ágúst, sunnudagur: Kl. 9.00 er lagt upp í ökuferð um Amsterdam og blómumskrýddar byggðir Hollands, stooðuð postulínsverksmiðjan Delft á leið til höfuðborgarinnar Den Haag, kom- ið til Rotterdam á blómamarkað og margt fleira skoðað. Kl. 17.00 siglir skipið frá Amisterdam áleiðis til London. Kvikmyndasýning og dans- leikur um kvöldið. 28. ágúst, mánudagur: Skipið leggzt að bryggju í London um kl. 8.00 að morgni. Bílar standa til- búnir til að flytja fólk í skoðunarferð um borg- ina og bíða eftir farþegum við Oxford Street, í aðalverzlunarhverfi borgarinnar. Dagurinn er annars til frjálsrar ráðstöfunar. Skipið leggur síðan frá bryggju í London kl. 18.00 áleiðis til íslands. Stoemmtun og dansleikur um borð að afloknum kvöldverði. 29. ágúst, þriðjudagur: Á siglingu undan Eng- landsströndum. Skemmtanir og leikir um borð. Dansleikur og skemmtiatriði um kvöldið. 30. ágúst, miðvikudagur: Á siglingu. Kvik- myndasýning og skemmtun um miðjan daginn. Hátíðarkvöldverður skipstjóra með tilheyrandi veigum og að honum loknum verður efnt til skilnaðarhófs í samkomusölum og dansað fram eftir nóttu. 31. ágúst, fimmtudagur: Siglt meðfram suður- strönd íslands, framhjá Vestmannaeyjum og Surti og komið til Reykjavíkur síðdegis. Meðal skemmtikrafta, á skipinu verða Gunnar Eyjólfsson, Bessi Bjarnason, Emilía Jónasdóttur, Jón B. Gunnlaugsson og Karl Einarsson. Andrés Björnsson, lektor, segir frá sögustöðum á leiðinnL Nokkrir klefar, sem fráteknir hafa verið fyrir fólk, sem ekki hefur enn lokið til- skildum greiðslum, verður ráðstafað næstu daga. — Þeir sem hafa spurzt fyr- ir um klefa, síðustu daga hafi samband við skrifstofu vora strax. FERÐASKRIFSTOFAN - SUNNA - Bankastrœti 7 — Símar 16400 og 12070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.