Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓV. 1967.
3
Saltað í 3166
tunnur á
Eskifirði
SILDIN er mun magrari en áð-
ur, enda farin að færast í suð-
urátt. Síldarskipin eru nú 17 til
18 tíma í land, en voru 12 til
14 fyiir nokkrum dogum. Salt-
að var á Eskifirði í gærkvöldi
og nótt á öllum síldarplönunum,
samtals 3166 tunnur. Skiptist
söltunin milli stöðvanna, sem
hér segir: Auðbjörg 900 tunnur,
Báran 700, Eyri 760, Askja 602,
Sigtfús Baldvinsson s.f. 204.
Mörg skip koma hingað í
kvöld með simáslatta og verður
saitað á öllum stöðvum í nótt.
Hér er iogn og þriggja stiga
hiti, en snjór jrfir allt.
Sakaruppgjöf í Rússlandi
vegna byltingarafmælisins
— Nœr aðallega til fólks, sem hlotið
hefur allt að tveggja ára fangelsisdóm
fyrir afbrot framin í fyrsta sinn
Moskvu, 31 október NTB-
AP.
TILKYNNT var í Sovétríkjumim
í dag, að þar yrði látin fara
fram uppgjöf saka, sem hefði í
för með sér, að þúsundir manna
myndiu verða látnir lausir þegar
í stað úr fangelsum. Sakarutpp-
gjöf þessi á rót sína að rekja til
hálfrar aldar afmælis siovézku
byltingarinnar og nær hún fyrst
og fremst til fólks, sem afplánar
allt að tveggja ára fangelsi fyrir
minni háttar afbrot, sem það hef
ur framið í fyrsta sinn.
Enn fremur nær sakaruppgjöf-
in til vissra afbrötamanna, sem
dæmdir hafa verið í allt að fimm
áira fangelsi, t.d. fyrrverandi
Sjálfstæðis-
félögin í Vest-
mannaeyjum
ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélag-
anna í Vestmannaeyjum er í
kvöld í samkomuhúsinu og hefst
með borðhaldi ki. 8.
Guðlaugur Gíslason, alþm.
flytur ávarp. Ómar Ragnarsson
skemmtir. Hijómsveit Sigurgeirs
Björgvinssonai synguT og leik-
ur fyrir dansinum.
Brússel, 31. október — AP —
BANDARÍKIN og fimm af ríkj-
um Efnahagsbandalags Evrópu
komust að samkomulagi í dag
um skilmála fyrir samningi um
bann við dreifingu kjarnorku-
vopna. Þessi ríki Efnahagsbanda
lagsins eru Vestur-Þýzkaland,
Ítalía, Belgía, Holland og Lux-
emburg. Höfðu þessi ríki alltaf
mótmælt eftirlitsgrein samnings
ins um bann við dreifingu kjarn
orkuvopna.
Eftirlitinu er ætlað að hindra,
að kjarnorkuver, sem komið
h'efur verið app í friðsamleg-
um tilgangi, verði notuð til
þess að framieiða kjarnorka-
vopn eða aðstoða við frarn-
leiðslu þeirra.
Frakkland er ernnig aðili að
Euratom, kjarnorkustofnun Ev-
rópu, en de Gaulie forseti vill
styrjaldarhetja, karlmanna yfir
sextugt, kvenna, sem orðnar eru
55 ára og æskumanna, sem
frömdu brot sín áður en þeir
náðu 16 ára aldri. Þa.r að auki er
Hofo smíðoð
11 skip fyrir
íslendingo
Það 12. sjósett
á laugardag
Harstad 30. október NTB.
„KAARBÖS Mekaníske Verksted
í Harstad afhentj í dag ellefta
fiskibátinn, sem smíðaður er
fyrir íslemdinga þar. Það er 35
feta langur bátur með 3 Skrúf-
um og sérstökum útbúnaði til
hringnótaveiða, verðið er um 21
milljón íslenzkra króna. Hann
hefur verið skírður Gígja, og út-
gerðarmaðurinn er Ölafur Jó-
hansson í Reykjavík. Gígja verð-
ur strax send á síldveiðar og
næsta laugardag verður sjósett
tólfta sikipið, sem skipasmiðastöð
in byggir fyrir íslenzka aðila.
Byrjað verður þá strax á skipi
númer þrettán.
framleiða kjarnorkuvopn, án
þess að fram fari alþjóðlegt
eftirlit. Hin fimm ríki Euratorr,
hafa alltaf verið þess fýsandi,
að eftirlit með i.jarnorkuveruru
þeirra færi fram af hólfu þess-
arar stofnunar þeirra^ en Sov-
étrikin aftur á móti hafa viljað,
að slíkt eftirlit yrði framkvæmt
af alþjóðlegu kjarnorkustofnun-
inni, IAEA.
Það er einkum Vestur-Þýzka
land og Ítalía, scm hafa hald-
ið því fram. að eftirlit af hálfu
IAEA mynda tefja fyffcr þróun
friðsamlegrar notkunar þeirra
á kjarnorku, en sovézka stjórnin
hefur ásakað Vestur-Þýzkalar.d
um að vera andvígt eftirliti
IAEA, sökum þess að það hefði
hug á að búa til kjarnorku-
sprengjur.
hætt rannsókn þeirra mála, sem
falla undir framangreinda skil-
greiningu.
Það er gert að skilyrði fyrir
sakaruppgjöfinni, að hinir
dæandu hatfi sýnt mjög góða hegð
un og stundað störf sín af sam-
vizkusemi á meðan á fangelis-
vistinni stóð og þannig látið í
ljós ósk um að bæta fyrir mis-
gjörðir sínar.
Tilkynningin um sakaruppgjöf
ina nær ekki til hins mikla
fjölda afbrotamanna, sem taldir
eru „þjóðfélagslega hættulégir“,
en það eru ma. þeir, sem dæmdir
eru fyrix að hafa framið glæpi
gegn öryggi ríkisins manndráp
að yfirlögðu ráði og meiri háttar
líkamsárásir.
Samkvæmt sakaruppgjöf, sem
fram fór 1953, voru einnig marg-
ir, sem framið höfðu ofbeldis-
glæpi, látnir- lausir. Þetta leiddi
siðar til mikillar gagnrýni, þar
sem staðhætft var, að sakarupp-
gjöfin hefðj verið of frjálsleg.
Gagnrýnin átti m.a. rót sína að
rekja til frétta frá Síberíu um,
að stórum svaeðum hefði verið
ógnað af glæpamönnum, sem
látnir hefðu verið lausir.
Tilkynningin í dag bendir til
þess greiniléga, að lítill áhugi er
á því, að slíkt endurtaki sig.
IMýstárlegt
kvöldvöku-
efni
— hjá Ferðafél. ísl.
ANNAÐ kvöld 12. nóvember)
kl. 20.30 eínir Ferðafélagið til
kvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu.
Þar mun Agnar Kofoed-Hansen
flugmálastjóri lýsa göngu sinni
á fjallið Kilímansjaró í Aríku.
Hæsta gnýpan heitir Kíbó og
er nærri 6000 m. á hæð. Þar efra
er allmikil jökulhetta, enda
þótt sjálf miðjarðarlínan liggi
um tindinn. „Þannig getur
menn kalið og það jafnvel t.ii
bana, þó.tt þeir siandi með sini
fótin hvorum megm miðbaugs."
Agnar sýnir fjöldamarg.ir lit
myndir, sem /íann tók í ferð-
inni. Er næsta íurðulegt að
fylgja.st með breytingum á
gróðri neðan úx hitabeiti og
upp á jökultind fjallsins. Af
hópnum sem lagði af stað á
fjallið var Agnar einn hvítra
manna, sem gafs ekki upp, en
komst á tindinn ásamt einum
innbornum og þrautæfðum
Afríkumanni, — , en þá blés ég
líka eins og sepp' nýkominn úr
smalamennsku", eins og hann
komst eitt sinn rð orði.
Ennfremur verður að vanda
myndagetraun og dansað tii
miðnættis.
J. E.
Götuskreytingar í Moskvu í
tilefni af byltingarafmælinu:
Myndum af Ieiðtogum Sovét-
ríkjana var komið fyrir í dag
við eina af aðalgötum borgar-
innar. Fremstur er Leonid I.
Brezhnev, aðalritari kommún
istaflokks Sovétríkjanna, þá
Alexei N. Kosygin, forsætis-
ráðherra, þriðji er Nikolai V.
Podgorny, forseti, og á eftir
honum koma svo í (rúss-
neskri) stafrófsröð: G. I. Vor-
onov, A. P. Kirilenko, K. T.
Mazurov, A. Y. Pelshe, D. S.
Polyanski, M. A. Suslov, A.
N. Shelepin og P. Y. Shelest.
(AP — 31. október).
Choliont
fer hvergi
London, 31. október, NTB,
AP.
HAROLD Wilson, forsætisráð-
herra, sagði í brezka þinginu í
dag, að Lord Chalfont, aðalfull-
trúi Breta við viðræðíurnar Um
upptöku þeirri í Efnahagsbanda-
lagið, hefði boðist til að draga
sig í blé og leggja fram lausnar-
beiðni sína, en fcvaðstf ekki
myndu taka þessu boði Chal-
fonts.
Sagði Wilson, að úlfaþyturinn
sem orðið hefði vegna ummæla
er Chalfont hefðu verið eignuð
í viðtali við blaðamenn í Laus-
anne í Sviss á dögunum væru
á misskilningi byggð og væru
enda umsagnir blaða mjög ósam-
hljóða um það hvað hann hefði
sa,gt. Auk þess hefðu þrír full-
trúar aðrir, sem verið hefðu
þarna viðstaddir allir borið, að
Chalfont hefði engan veginn
hótað því að Bretar slitu sam-
starfi við löndin á meginlandinu
ef ekki yrði af upptöku þeirra í
EBE, heldur hefði hann þvert á
móti lagt á það áherzlu, að Bret-
ar myndu vinna að því með oddi
og egg að fá inngöngu í EBE.
Wilson ítrekaði fyrri ummæli
Chalfonts og sjálfs sín um að
stjórnin hefði alls engin áiform
á prjónunum um að hvika frá
settri stefnu sinni í þessu máli.
Gamanleikur
fEumsýndur
á Akureyri
Akureyri, 30. okt.
LEIKFÉLAG Akureyrar frum-
sýndi í gærkvöldi sakamálagam-
anleikinn „Frú Alvís“, eftir Jack
Popplewell í þýðingu Sigurðar
Kristjánssonar. Leikstjóri er
Ragnhildur Steingrímsdóttir, leik
mynd gerði Aðalsteinn Vestmann
og ljósameistari er Árni Valur
Viggósson, sem jafnframt er einn
leikenda.
Með aðalhlutverk fara Þór-
halla Þohsteinsdóttir, og Marinó
Þorsteinsson, en alls eru hlut-
verkin átta. Húsfyllir var og
skemmtu leikhúsgestir sér hið
bezta. Að leikslokum var leik-
stjóra og leikendum þakkað með
blómum og lófataki.
Næsta sýning verður á mið-
vikudagskvöld.
Sv. P.
Bann við dreif ingu
kjarnorkuvopna
Samkomulag Bandaríkjanna og EBE~?íkja
ST/VKSTEIIVAB
Efling háskólans
Á háskólahátíðinni sl. laugar- '
dag flutti rektor að venju ræðu,
þar sem hann m.a. ræddi nm
nauðsyn þess að efla starfsemi
skolans, enda byggðust framfar-
ir í nútímaþjóðfélagi fyrst og
fremst á vísindum og þekkingu.
Kvað rektor nauðsyn til bera
að stórauka fjárframlög til há-
skólans. Ekki leikur efi á því,
að sjónarmið rektors eru rétt,
þótt hins vegar sé hætt við, að
erfitt reynist einmitt nú að auka
verulega fjárframlög til háskól-
ans vegna þeirra erfiðleika, sem
við íslendingar búum nú við, en
sjálfsagt er engu að síður að
halda málinu vakandi og stefna
að því á næstu árum að stóreíla
starfsemi háskólans. í ritstjórn-
argrein Visis í gær er rætt um
upphafsár háskólans og síðan
segir:
„Nú er að verða á þessu mikil
breyting, háskólinn er að þrosk-
ast og verða raunverulegur há-
skóli, þrjú atriði marka einkum
þessa þróun. í fyrsta lagi hefur
vísindahugsun gegnsýrt þjóð-
félagið, menn telja fjárframlög
til vísinda og hámenntunar ekki
lengur „lúxus“, sem fátæk þjóff
hafi ekki efni á, heldur bein-
línis arðvænlega fjárfestingu og
nauðsynlega til þess að þjóðin
verði auðug, veraldlega og and-
lega. Almenningur sér ekki
lengur eftir fjái,'vei(!ingum itii
háskólans. í öðru lagi hefur nú-
verandi ríkisstjórn fengið sam-
þykkt á Alþingi á hverju ári stór
hækkaðar fjárveitingar til há-
skólans bæði á góðum og mögr-
um árum þjóðarbúskaparins. í
þriðja lagi hefur valizt til for-
ustu í háskólanum maður, sem
manna bezt er falllinn til að leiða
skólann til vegs og virðingar,
Ármann Snævarr, háskólarekt-
or“. j
Kommúnistai og
rmflytjendur
Kommúnistar hér á landi hafa
fram tii þessa ekki verið þekkt-
ir af vinarhug í garð stórkaup-
manna og annarra innfiytjenda.
En kommúnistablaðið getur
greinilega brugðið sér í allra
kvikinda líki, það sýnir forustu
grein kommúnistablaðsins í
gær. Þar grætur kommúnista-
blaðið yfir því hlutskipti inn-
flytjenda að verða að greiða
nokkra innborgun, sem verður
bundin um tiltekinn tima vegna
vörukaupa erlendis frá. Þessar
aðgerðir munu vafalaust hafa í
för með sér óþægindi fyrir inn-
flytjendur, en á erfiðum tímum
verða þeir sem aðrir að taka á
sig bæði óþægindi og byrðar.
Það er óhjákvæmilegt. Hræsni
kommúnistablaðsins er hins veg
ar með endemum. Þetta blað hef
ur sí og æ klifað á því, að inn-
flytjendur og aðrir atvinnurek-
endur mættu ekki byggja yfir
starfsemi sína með sómasamleg-
um liætti. Það hefur sáfellt hald-
ið því fram að viðskiptafrelsi
það, sem ríkisstjórnin hefur beitt
sér fyrir, væri einungis til hags-
bóta heildsölum og þær kveðjur,
sem verzlunarstéttin hefur feng-
ið úr horni kommúnistablaðsins
alla þess ævitíð eru slikar, að öll
um er ljóst, að þar á verzHunar-
stéttin engan hauk í hornd. Inn-
borgunarreglur á borð við þær,
sem nú hafa verið settar, hafa
verið í gildi hérlendis áður. Þær
voru að mestu afnumdar á ár-
inu 1962. Og vafalaust verða þær
afnumdar á ný, þegar betur ár-
ar. En hræsni og yfirdrepsskap-
ur kommúnistablaðsins er jafn-
an sá sami. Þau tár, sem það nú
fellir vegna verzlunarstéttarinn-
ar, eiga ekkert skyit við það
táraflóð, sem streymdi í stríðum
straumum niður siður kommún-
istablaðsins, þegar það frétti lát
Che Guevara. Þau eru hvorki
beizk né höfug. Þau er pínd
fram af hræsni og yfirdreps-
skap.