Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓV. 1967. Maðurinn sem kom Charles Atlas til vegs I>AÐ er ekki mikið af sandi kring um Savoyhótelið í London, að því er ég bezt veit, og því ætti manni að vera óhætt að hitta hr. Char- les Roman þar. Sá sem ætlar að ná tali af Charles Roman, hefur alltaf óljósan grun um, að ef ein- hver sandnr sé einhversstaðar nærri, muni hann ausa hon- um framan í komumann. Og ástæðan er sú, að hr. Roman er viðskiptaheilinn að baki öllum líkamsræktunar- auglýsingunum hans Charles Atlas, en í þeim auglýsing- um missir horkranginn ekki einasta kærustuna sína í hendur á sterka manninum, heldur fær hann líka sandi mokað beint í smettið á sér. En það er alveg óþarfi að vera hræddur. Hr. Roman kann að bera á byrgð á auglýsingunum og vígorðinu: „l>ú getur líka orð- ið eins sterkur og ég“. Og, sem meira er: auglýsingarnar hans, með myndum af saman- neknum dólgum, hafa senni- lega fordæmt kynslóðir af örvæntingarfullum skóla- strákum í þá trú, að þeir væru sveltir sér til óbóta. En hvað sem því líður, þá er nú hr. Roman ekki þannig maður, að hann fari að ausa sandi framan í mann. í fyrsta lagi er þetta allra vingjarnlegasti maður. í öðru lagi er hann bara rétt meðalmaður á hæð og tilsvarandi að þyngd. Vafa- laust gæti hann verið við- kunnanlegasti félagi á hvaða baðströnd, sem vera skal. „Við leggjum áherzlu á heilsu en ekkd krafta“, full- yrti hann. „Ég er heilbrigður og kann því vel. Ég er bara alveg eins og ég á að vera“. „Charles Atlas sjálfur er ekkert ofþroskaður, eins og einhver hlægilegur glímu- maður. Hann er grannur". Og hr. Roman virðist sann arlega vera heilsuihraustur þrátt fyrir sextíu ár að baki. Það vottar aðeins fyrir gráu í hárinu á honum og hann segist vera jafnþungur nú og hann var tuttugu og eins árs gamall. Og þetta virðist ekki vera að þakka bindindissemi og grænmetisáti, heldur 'líkams- æfingum, fimm mínútur á morgnana og kvöldin — æf- ingum, sem Charles Atlas „fann upp“, þegiar hann var sjálfur 45-kílóa horgrind að horfa á skepnur í dýragarði, sem stikuðu fram og aftur og sneru upp á skrokkinn á sér. Handstaða. Hr. Rornan segir: „Ég sfcend á höndum á bríkunum á hæg- indastól og læt mig síga, svo að líkaminn komist niður fyrir hendurnar, og þetta geri ég fcuttugu sinnum. Svo sit ég í rúminu og held um hnén og sveigi mig frarn og aftur. Og svo tek ég nokkrar bolvindur. Ég lét þesis getið, að allfc þetta léti líkt í eyrum og táasnertingssveigjurnar, sem bjartsýnt fódk fremur fyrir opnum glugga, á hverjum morgnL Hann viðurkenndL að þessar sveigjur gætu líka verið gagnlegar. En þó ekki eins gagnlegar og bréfanáms skeið Atlasberfisins, því að þar væri breytilegar æfing- ar á hverri viku í þriggja mánaða námskeiði. . . Svo virðist sem í heimin- um sé eitthvað um 100.000 manns, sem eru á sama máli 1 — " I — á ári hverju og greiði sjö sterlingspund fyrir náms- skeiðið, sem er til á sjö tungu mélum. Af þessum eru 6.000 í Bretlandi — þrátt fyrir „hippies", eiturlyf, sítt hár og áhuga á litsterkum fötuim. Hr. Roman segir: „Við fáum raunverulega hundruð þús- unda bréfa frá fólkL sem seg- ir okkur, hvaða gagn það befur haft af námskeiðunum okkar. Og í dag er þetta al- veg á hámarki. „Það kann vel að vera, að hvötin til þess arna sé hé- gómaskapur en árangurinn er að minnsta kosti góð heilsa. „Það eru tveir hópar manna, sem nota námskeið- in okkar: Þeir horuðu, en svo líka þeir, sem eru í með- allagi en langar að bomast yfir meðallag“. En er kvenþjóðin raun- verulega hrifin af karlmönn um með mikla vöðva? Venju lega sér maður í áreiðan- legum heimildum, að konur hafi raunverulega viðbjóð á vöðvamiklum og báróttum kviði. „Það er bara því að kenna, að það fær rangar hugmynd- ir um þetta af myndum af hlægilegum afraunamönn- um,“ sagði hr. Roman. „Fyrir Charles Atlas er aðalatriðið góð heilsa. Og í dag er leynd armál langlífisins likamsæf- ing. „Svo margir eru þreyttir þegar þeir fara á fætur. En þeir, sem hafa líkamsæfing- ar, glaðvakna á morgnana og stökkva fram úr rúminu. Þá eru þeir þegar orðnir bráðfjörugir. Engu að síður hefur nú Atlaskerfið upp á meira að bjóða en heilsuhreystina eina. Þar eru myndir af kapp- Charles Atlas — elns og myndir hans birtost í auglýsingucm. anum, þar sem hann dregur járnbrautarvagm eða beygir járnstöng, sem er þumlungur á hvem veg. Þar er mönnum líka bent á að „láta taka mál af sér, að nýju og fögru vöðva- kerfi“. Sjálfur er Charles Atlas „líkamsþroskaðasti maður heims“ orðinn 74 ára og afL Hr. Roman segir: „Hann hleypur enn klukkustund á dag, syndir í klukkustund og fremur svo áreynsluæfingar í tuttugu minútur. Það mætti halda, að hann væri ekki eldri en ég“. Atlas eyðir mestum tíma sínum í að svara spurning- um frá nemendum sínum. Enda þótt námskeiðim séu eingöngu bréfleg og ekkert persónulegt samband milli kennara og nemenda, „þá segja þeir mér leyndustu persónuleg leyndarmál sín“. Harðræði. Hr. Roman segir, að þetta sé einna líkast sambandinu milli læknis og sjúkflings^ en aftebur að nefna nöfn frægra manna, sem talið er að hafi tekið svona námskeið — að undanteknum þó Errol Flynn. Hann fór bara hjá sér, þegar ég spurði, hvort hertoginn af Kent hefði verið lærisveinn hans. Hr. Roman, sem nú hefur á hendi alla viðskiptastarf- semina, vann áður í auglýs- ingastofu, og hitti þá hr. Atl- as. Honum var boðinn félags skapur, þá aðeins 22 ára gömlum, og hann segir, að samband þeirra Atlass sér „fyrirmyndar viðskiptahjóna band“. Og enda þótfc hann aftaki, að þetta gefi mjög mikið í aðra hönd, þá hefur hann samt efni á að búa á Savoy- hótelinu allmarga mánuði á ári nverju. Hver er staða Bretlands í þessum karlmennsku-félags- skap? „Fyrst eftir lok síðari heimsstyrjaldarinn.ar, voru Bretar betur á sig komnir líkamlega en Bandaríkja- menn. Hr. Atlas eignar þetta harðræði og skorti á fitu og sœtindum í matarræði Breta. „En nú hefur meðal-Engl- endingurinn fitnað og er orðinn skvapaður, en í Banda ríkjuum eru íþróttir og megr •un í tízku hjá þjóðinni. önnur lönd, þar sem vöðva dýrkunin virðist vera að komast í tázku og vinna á, eru Afrfka og Suður- Ameríka. Með öðrum orðum hjá þeim þjóðum, sem kall- aðar eru vanþróaðar. Og enda þótt Þjóðverjar og Hollendingar virðist vera sterkbyggðir, segir hr. Ro- man, að ftalir og Frakkar séu ekkert áfjáðir í nám- sbeiðin. Kannski er þetta svar við spurningunni um, hvort að konur séu hrifnar af mikl- um vöðvum eða ekki. . . Hver hefur nokkurntíma heyrt getið um mikla holl- enzka eða þýzka elskendur? Alyktanir Verka- kvennafélagsins Framsóknar MBL. hafa borizt svofelldar ályktanir frá Verkakvennafélag- inu Framsókn: Fundux í Verkakvennafélaginu Framsókn, haldinn 26. október 1967, skorar á Alþingi og ríkis- stjóm að gera nú þegar ráð- stafanir til atvinnuauknignar, til þess að tryggja það, að ekki komi til atvinnuleysis í vetur. í þessu sambandi vill félagið benda á nauðsyn þess, að eftir- lit með vinnu útlendinga hér á landi verði hert og þess gætt, að erlent fólk hefji ekki vinnu án atvinnuleyfa. Fundur í Verkakvennafélag- inu Framsókn, haldinn 26. októ- ber 1967, teiur að í tillögum þeim um efnahagsmál, sem rík- isstjórn hefur lagt fyrir Alþingi sé freklega gengið á samnings- bundinn rétt launþega, að þvi er varðar greiðslu verðlagsupp- bótar á kaupi. Þá telur félagið, að byrðum þeim, sem gert er ráð fyrir að leggja á þjóðina vegna þeirra efnahagsörðugleika, sem að steðja, sé ekki réttlátlega skipt og bendir sérstaklega á að láglaunafólk, öryrkjar og aldr- aðir hafa ekkert bolmagn til þess að bera þær byrðar, sem á þetta fólk er lagt með hinum gífurlegu verðhækkunum, sem þegar hafa komið til fram- kvæmda. Skorar því Verka- kvennafélagið Framsókn á ríkis- stjórn og Alþingi að leita ann- arra úrræða til úrlausnar vanda- málunum, úrræða, sem miðuð aéu við það, að þeir sem breið- ust hafa bökin beri sinn hluta byrðanna I hlutfalli við efna- hag sinn. Verkakvennafélagið Framsókn væntir þess, að viðræður þær, er nú hafa verið ákveðnar milli Sauðfjárslátrun lokið I Vopnafirði Vopnafirði, 31. október. SLÁTRUN hófst 21. september launþegasamtaka og ríkisstjórn- ar, megi leiða til þess, að aðrar og heppilegri leiðir verði fundn- ar til lausnar þeim vanda, sem við blasir. og Iauk 25. október. Slátrað var 15.235 fjár, og meðalþyngd var 14,62 kg. Þyngsta dilkinn átti Lára Runólfsdóttir, Hámundar- stöðum, 26 kg. Slátrað var um 200 fleira fjár en í fyrra. Slátr- un nautgripa stendur nú yfir og verður slátrað um 80 nautgrip- um. — Ragnar. ÚTSALA — ÚTSALA _ ÚTSALA ÚTSÖLUNNI LÝKUR FÖSTUDAGINN 3. NÓV. 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Snyrtivörur — Gjafavörur, fjölbreytt úrval Þar sem ákveðið er, að verzlunin hætti starfsemi innan skamms, verða allar vörubirgðar hennar á boðstólum á útsölunni. REGNB0GINN Bankastræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.