Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓV. 1967.
27
Sýningu Þorvolds lýkur í kvöld
Málverkasýningu Þorvalds Skúlasonar í nýbyggingu Mennta-
skólans í Reykjavík lýkur í kvöld, en sýningin verður opin frá
klukkan 14 til Z2. Þama eru til sýnis 39 mállverk og hefur að-
sókn að sýningunni verið mjög góð.
— S-Vietnam
Framhald af bls. 1
grein fyrir þvi hvað um væri
að ræða.
Humbert Humphrey, varafor-
seti Bandaríkjainr.a var nýkom-
inn til veiziunnsr er sprengjurn
ar sprungu úti fyrir hallardyr-
uim. Var þá einum aðstoðar-
manna Thieus að orði, að skot-
ið myndi vera þeim til heiðurs
og lét varaforsetinn vel yfir
því. Alls sátu veizlu þessa full-
trúar 21 ríkis af þeim 22 sem
þegið höfðu boð S-Vietnam-
stjórnar um að koma til henn-
ar og sá eim sem ekki kom þar,
sendiherra Nýja-Sjólands, hafði
veikzt skyndilega og verið flutt
ur á sjúkrahús á mánudag. Ríki
þau er fulltrúa sendu til veizl-
unnar voru. auk Banidaríkjanna
og Nýja-Sjólar.ds sem áður var
getið: Kórea, Laos, Thailand,
Á.straiía, Fihppseyjar, Malaysía,
Formósa, Arger.tína, Spánn,
Tyrkland, Belgía, V-Þýzkaland
og Brasilía.
Beinar samningaviðræður við
N-Vietnamstjórn.
Thieu, forseti fiutti ræðu eft
ir eiðtökuna í miðborg Saigon
og ítrekaði í henni fyrri um-
mæli sín á þá leið, að hann
myndi leggja til að teknar yrðu
upp beinar viðræður Suður- og
Norður-Vietnam með það fyrir
augum að fá lokið styrjöldinni
í landinu. Forsetinn kvaðst
myndi bera fram tillögu sína
við stjórn Norður-Vietnam
milliliðalaust og sagði að Suð-
ur-Vietnam óskaði þesis eins, að
N-Vi'etnam kallaði aftur heim
árásariið sitt frá S-Vietnam og
hætti hermdarverkum sínum og
áróðri suður þar. Hann sagði,
að friður væri undir því kom-
inn að norðanmenn gerðu sér
grein fyrir því, að otfbeldi borg-
aði sig ekki og sagði að sunn-
anmenn væru st.aðráðnir í að
verja frelsi og iýðræði í landi
sínu.
Haft er eftir talsmönnum
Bandaríkjanna í Saigon, að
rniklu betra samkomulag sé nú
með hinum nýkjörna forseta og
varaforsetanum, Nguyen Cao
Ky og eru báðir sagðir hafa lýst
yfir fullum hug á náinni sam-
vinnu landi og þjóð til veifarn-
aðar. Er það haft fyrir satt, að
Ky, sem í júlí sl. hætti við for-
setaframboð sitt og ákvað að
bjóða sig fram sem varatfiorseta í
staðinn, hafi ekki verið alls
kostar sáttur við þau málalok,
en þyki horfur á sam'vinnu við
Thieu forseta nú betri en áður
og sé m.a. mjög ánægður með
mann þann er Thieu kjöri eér
til forsætisráðherra, lögfræðing
inn Nguyen Van Loc, sem ver-
ið hefur nálnn samstarfsmaður
og vinur Kys.
Búizt er við þvi að Van Loc
ljúki stjórnarmyndun innan
viku en þangað til mun fyrri
stjórn starfa áfram undir for-
ustu Kys, fyrrv. fbrsætisráð-
herra.
Humphrey. varaforseti Banda
ríkjanna, flutti ræðu í veizlunni
í Saigon í dag og sagði m.a., að
’í Bandaríkjunum hefði að sönnu
komið fram nokkur gagnrýni á
stefnu Bandaríkjastjórnar í Vi-
etnam-málinu, en kvaðst vilja
lýsa því yfir skýrt og skorin-
ort, að stjórnin hygðist standa
í einu og öllu við skuldbinding-
ar sinar í S-Vietnam. Hann
ræddi framgöngo s-vietnamska
hersins og spillingu þá sem tröll
riði S-Vietnam og lét í ljósi von
ir um að herinr. tæki betur til
hendi en undanfarið og ráðin
■yrði bót á spiilingunni. Þeir
Thieu og Ky urðu fyrir svörum
og tóku undir óskir Humphreys
og sögðu að baráttan gegn spill-
ingunni væri eitt þeirra mála
sem mest kölluðu að í landinu
nú, ásamt með endurskipulagn-
ingu hersins og stjórnarkerfis-
ins, auknu herútboði og öflugra
friðunarstarfi.
Tass-fréttustofan sovézka
hermdi þær fréttir frá Hanoi í
dag að skotm hefði verið niður
bandarísk fiugvél yfir borginni
en sagði ekki nánar frá atvik-
um. Þá sagði Tass, að hinar
auknu árásir Bandaríkjanna á
Hanoi-svæðinu hefðu banað eða
sært meira en 200 óbreytta borg
ara og eyðilagt yfir 150 hús.
Hafði Tass þetta eftir yfirlýs-
ingu N-Vietnamstjórnar um
lotftárásirnar og sagði stjórnin
þessa aukningu þeirra „mjög
'hættulega."
— Kosmos
Framhald af bls. 1
geimfara, sem væru í nauðum
staddir og að einnig yrði nú
unnt að kanna, hvað vandræð-
um hefur valdið við fyrri geim-
skot.
Nýr Kosmos
Sovétríkin skutu í gær á loft
enn einu geimfarinu, Kosmos-
189. Hefur verið skýrt frá því,
að tæki geimfarsins starfi með
eðlilegum hætti. Þetta geimfar
fer umhverfis jörðu á 95 mínút-
um og er mesta fjarlægð þess
frá jörðu 600 km en hin minnsta
535 km. Kosmos-189 er sjötta ó-
mannaða geimfarið, sem sovézkir
vísindamenn skjóta á loft á sex
dögum.
Sýnt í sjónvarpi
Sovézka sjónvarpið sýndi í
dag mjög athyglisverða kvik-
mynd af hinum tveimur ómönn-
uðu geimförum og tengingu
þeirra úti í geimnum. Myndin,
sem var sýnd, var tekin á tæki
um borð í öðru geimfarinu, Kos-
mos-186, og voru myndgæðin
mjög góð. Myndin sýnir, hvernig
hin tvö geimför tengdust hvort
öðru með jörðina í baksýn, þar
sem þau snerust um hana. Síðan
mátti sjá, hvernig Kosmos-188
losnaði hægt og sveif burt á-
fram frá hinu geimfarinu.
— Martin
Framhald af bls. 1
verið upp yfir þeim fyrir ó-
löglegar mótmælaaðgerðir í
samabandi við réttindabaráttu
blökkumanna í Birmingham
1963.
Dómarnir, sem kváðu á um
fimm daga fangelsisvist og 50
dala sekt til handa hverjum
hinna sakfelldu voru fyrir
skömmu staðfestir af Hæsta-
rétti Bandaríkjanna í Was-
hington. Handtakan á flugvell
inum var að undirlagi yfir-
valda í Birmingham sem með
þessu vildu koma í veg fyrir
að dómsafplánunin yrði tilefni
til mótmælaaðgerða og upp-
þota í borginni.
Larsen nú
efsfur í milli-
svæðamótinu
Tunis, 31. október.
Einkaskeyti til Morgunbl.
frá AP.
Staða sex efstu manna í
millisvæðamótinu í skák í
Sousse í Túnis var þannig
eftir umferðina á mánudag:
1. Bent Larsen, Danmörk með
sjö og hálfan vinning eftir 11
skákir. 2. Bobby Fisher,
Bandaríkjunum með sjö vinn-
inga eftir 9 skákir. 3. Zvet-
ozar Gligorich, Júgóslavíu
með sjö vinninga eftir 10
skákir. 4. Vlastimil Hort,
Tékkóslóvakíu með sjö vinn-
inga eftir 11 skákir. 5. Alex-
ander Matanovic, Júgóslavíu,
með sjö vinninga eftir 11
skákir og 6. Lagos Portisch,
Ungverjalandi með sex og
hálfan vinning eftir 11 skák-
Banaslysum í
umferðinni
fœkkar enn í
Svíþjóð
FYRSTA mánuðinn eftir að tek
inn var upp hægrri handar akst-
ur í Svíþjóð fækkaði banaslys-
um í umferðinni um helming
og allt bendir til þess að töl-
urnar fyrir októbermánuð verði
enn hagstæðari.
Hægri umferðarnefndin birti
í dag tölur um tímabilið 2. til
29. október og kemur þar fram,
að dauðaslys urðu 57 á tímabil-
inu, þar atf 18 í borgum og þétt-
býli, en 39 í areifbýli, eða á
þjóðvegum. í október í fyrra
voru banaslys í umflerðinni
145, 43 í þéttbýli og 102 utan
þéttbýlis.
— Svíar vita nú meira um
hægri handar akstur en þeir
vissu um vinstri handar akstur
fyrir tveimur áram, sagði Lars
Skiöld, formaður skipulags-
nefndar hægri umferðar í Sví-
þjóð á blaðamannafundi í dag,
en bætti þvi við, að aukið lög-
reglueftirlit og hraðatakmarkan
ir ættu einnig sinn þátt í fækk-
un banaslysanna
Flest eru banaslysin þar sem
árekstur verður milli tveggja
bíla er koma akandi hver á
móti öðrum og er talið, að í
um það bil 75% tilvika sé það
orsök slyssins, að annar bílstjór
inu beygi ósjáifrátt og atf göml-
um vana til vinstri er hann sér
hættuna framundan.
Saltað í
Vopnafirði
Vopnafirði, 31. október.
SALTAÐ var í Vopnafirði í nótt
og í morgun úr tveim bátum,
807 tunnum úr Kristjáni Val-
geir, og 620 tunnum úr Brett-
ingi, og þar að auki er Höfrung-
ur III væntanlegur með 135
tonn, sem fara í salt. Nokkrir
erfiðleikar hafa verið í Vopna-
firði sökum tunnuskorts, en í
dag var Jarlinn að koma frá
Raufarhöfn til að bæta úr þeim
skorti. — Ragnar.
- Wilson
Framhald af bls. 1
frestunarvald það sem lávarða-
deildin hefur haft varðandi öll
lagafrumvörp stjórnarinnar, sem
hún getur tafið um ár, bjóði
henni svo við að horfa. Margar
Verkamannaflokksstjórnir hafa
fengið að kenna á því áður að
lávarðadeildin er íhaldsflokkn-
um engu haldminni en raunveru-
legur þingmeirihluti og getur
hæglega ráðið úrslitum um lög
sem borin eru upp í deildinni
síðasta árið sem verkamanna-
flokksstjórn situr að völdum
-með því að tefja þau um áður-
greint ár í þeirri von að innan
þess tíma komist íhaldsflokkur-
inn aftur til valda.
í lávarðadeildinni eiga nú
sæti 900 lávarðar sem bera arf-
genga aðalstdgn og 140 menn sem
aðlaðir hafa verið og bera tign
sína til æviloka en geta ekki arf-
leitt niðja sína að henni. Talið
er að stjórn Wilsons vilji fækka
lávörðunum um rúm 600 eða nið-
ur í 300.
Fátt var annað í ræðu drottn-
ingar sem menn ekki áttu á von
áður. Stjórnin mun leggja fram
frumvarp um breytingu á kyn-
þáttalögunum til að koma í veg
fyrir kynþáttamisrétti í húsnæð-
is- og skipulagsimálum, stuðla
eftir megni að bættri sambúð
Austurs og Vesturs og starfa
dyggilega innan Atlantshafs-
bandalagsins með öryggi Evrópu
fyrir augum og vonar að innan
skamms geti hafizt viðræður um
umsókn Breta um upptöku í
EBE.
Kaldi á
síldarmiðum
FREMUR óhagstætt veður var á
síldarmiðunum fyrri sólarhring,
N.A. kaldi 5 til 6 vindstig. Alls
tilkynntu 44 skip um afla, sam-
tals 2.64S lestir.
Dalatangi: lestlr:
Snæfugl SU. 15
Grótta RE 50
Hafrún ÍS 60
Framnes ÍS. 25
Guðrún GK. 30
Loftur Baldvinsson EA. 60
Helga II. RE. 110
Elliði GK. 90
Sigurborg SI. 80
Faxi GK. 80
Bjartur NK 30
Barði NK. 30
Þrymur BA. 30
Halldór Jónsson SH. 30
Hamravík KE. 100
Sigurður Bjarnason, EA. 60
Vörður, ÞH. 50
Haraldur, AK. 70
Asgeir Kristján, ÍS 50
Oddgeir ÞH. 50
Ljósfari ÞH 100
Sveinn Sveinbjörnsson NK. 65
Ólafur Friðbertsson, ÍS 40
Höfrungur III.AK. 135
Krossanes SU. 35
Héðinn >H. 50
Gullver NS. 40
Halkion VE. 100
Ól. Tryggvas. SF 25
Ól. Sigurðss. AK 30
Ingiber Ólafss. II. GK. 60
Gísli Árni RE 150
Örfirisey RE 100
Hólmanes SU. 80
Sæfaxi II. NK. 40
Óskar Halldórsson, RE 60
Skírnir AK. 25
Bjarmi II. EA 50
Guðbjörg GK. 40
Heimir SU. 100
Sléttanes ÍS. 40
Akurey RE. 70
Sigurfari AK. 30
Þórkatla II. GK. 80
— Flugfélagið
Framhald af bls. 2
ir virka daga og ein ferð á
sunnudögum. Til ísafjarðar og
Egilsstaða verða ferðir allm
virka daga. Til Hornafjarðar
verður flogið á mánudögum,
miðvikudögum og föstudögum.
Til Fagurhólsmýrar á miðviku-
dögum. Til Húsavíkur verður
flogið á mánudögum, miðviku-
dögum og föstudögum. Til Pat-
reksfjarðar verður flogið á
mánudögum, fimmtudögum og
laugardögum. Og til Sauðár-
króks á þriðjudögum, fimmtu-
dögum og laugardögum.
Sem fyrr segir er gert ráð
fyrir 50 ferðum á viku frá
Reykjavík, sem að langmestu
leyti verða flognar með*Fokker
Friendship skrúfuþotu. Með til-
komu vetraráætlunarinnar verð-
ur tekin upp sú nýbreytni að
DC-3 flugvél verður staðsett á
Akureyri og heldur uppi ferðum
þaðan til Norðausturlands í sam-
bandi og í framhaldi af Akur-
eyrarfluginu. Á mánudögum
verður flogið frá Akureyri til
Kópaskers, Raufarhafnar og
Þórshafnar og aftur til Akureyr-
ar. Á miðvikudögum verður
flogið frá Akureyri til Kópa-
skers, Raufarhafnar og aftur til
Akureyrar, ennfremur Akureyri
— Egilsstaðir — Akureyri. Á
föstudögum verður flogið frá
Akureyri til Raufarhafnar, Þórs-
hafnar og aftur til Akureyrar og
ennfremur frá Akureyri til Eg-
ilsstaða fram og aftur.
í sambandi við áætlunarflug-
ferðir Flugfélags fslands innan-
lands eru á Vestur- og Austur-
landi, svo- og að nokkru á Norð-
urlandi, áætlunarbílferðir til
kaupstaða í nágrenni viðkomandi
flugvalla. Hefir þessi starfsemi,
sem fram fer í samvinnu Flug-
félags fslands og flutningafyrir-
tækja á hinum ýmsu stöðum, gef
ið góða raun og bætt samgöngur
innan héraðs og milli fjarlægari
staða.
ír.
í gær var austlæg átt hér um nyrðra.
á landi, hvasst undan SV- Lægðin SV af landinu
ströndinni og rok á Stór- myndaðist í fyrrinótt og fór
höfða, en goia eða kaldi norð dýpkandi í gær. Hún mun
anlands. Út við sjóinn var hreyfast ASA og valda áfram
hitinn 1—4 stig, en tveggja haldandi norðlægri átt hér-
til 7 stiga frost í innsveit- lendis.