Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 28
HEIMILIS TRYGfilNO ofoz '*** ALMENNAR TRYGGINGARP PÓSTHUSSTUÆTI 9 SÍMI 17700 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1967 Aðalstræti 9 eyðileggst í eldi KLUKKAN tæplega hálf tvö í nótt var Slökkviliðinu til- kynnt að eldur væri í húsinu Aðalstræti 9., en þar er til húsa m.a. matsölustaðurinn Gildaskálinn. Þegar þetta er skrifað kl. 2:30 var allt Slökkvilið Reykjavíkur og Slökkvilið Reykjavíkurflug- vallar að berjast við eldinn í húsinu sem er gamalt timbur hús og mjög stórt um sig. Varð þá engu spáð að hve miklu leiti myndi takast að bjarga húsinu, en bruna- skemmdir voru þá þegar Barna- og ung- lingaskóli Vopnafjarðar settur BARNA- og unglingaskóli VopnafjarSar var settur í gær af Ragnari Guðjónssyni, skóla- stjóra. f barnaskólanum verða 83 nemendur en i unglingaskól anum 31. Fastir kennarar eru fimm, auk stundakennara. Þetta er fyrsti veturinn, sem kennt er í hinu nýja og glæsilega skóla- húsi Vopnafjarðar. orðnar mjög miklar á hús- inu. Hvergi hafði þó logað uppúr þaki hússins, hafði Slökkviliðinu þá náð yfir- höndinni yfir eldinum. Skemmtifund- ur í Keflavík Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn í Keflavík heldur fyrsta fund sinn á vetrinum, fimmtiudag,inn 2. nóv. í Æskulýðs'húsinu. Kaffi- drykkja. Spilað verður bingó. — Góðir vinningar. Heföu Danir selt Island? athyglisverðar upplýsingar í nýúfkominni œvisögu William Henry Sewards Einn eftir i Loðmundar- firði VARÐSKIPIÐ Þór flutti bú- slóð fjölskyldunnar í Stakka hlíð í Loðmundarfirði til Seyðisfjarðar í gær. Fjöl- skyldan hefur búið þar í átján ár, en Stakkahlíð hef- ur ættfólk húsfreyjunnar, Áslaugar Stefánsdóttur, byggt allar götur siðan 1840. Nú'er aðeins einn bær í byggð í Loðmundarfirði, en Kristinn Halldórsson ætlar að þrauka einn að Sævar- enda í vetur. NÝLEGA kom út hjá Oxford University Press ævisaga Will- iam Henry Sewards, sem var utanríkisráðherra í stjórnartíð Lincolns og annaðist kaup Bandaríkjanna á Alaska af Rúss- um. í ævisögu Sewards, sem rit- uð er af Glyndon G. Van Deusen, kemur m.a. fraui, að áhugi Sewards hefur á tímabili beinzt að því að kaupa ísland og Græn- land af Dönum. Þar segir, í laus- legri þýðingu: Áhugi Sewards á eyjum og herstöðvum á Atlantshafssvæð- inu var síður en svo einskorðað- ur við Vestur Indíur. Árið 1867 fékk hann Robert J. Walker, sem var ákafur fylgismaður út- þenslustefnunnar, tii að vinna skýrslu um hernaðar- og stjórn- málalega þýðingu Grænlands og íslands. Walker naut við það starf að- stoðar þjóðfrægg vísindamanns, þar sem var prófessor Benjamin Peirce, yfirmaður bandarísku strandmælinganna. Walker lagði svo fram skýslu, sem hvatti til kaupa á Gænlandi og íslandi vegna námuauðæfa og fiskimiða þeirra. Einnig var á það bent, að eyjarnar gætu orðið útverðir brezku Ameríku að austan og örvað áhuga Kanada á að sam- einast Bandaríkjum Norður Ameríku. Seward lét prenta skýrsluna og Ben Butler, sem var mikill áhrifamaður á þessum tímum, var fljótur að minnast á sinn beiska hátt á mann, „sem væri nógu vitlaus til að kaupa jarð- skjálftana á St. Thomas og ísinn á Græniandi". Þar fyrir utan vakti skýrslan engan áhuga, hvorki hjá þinginu né þjóðinni í heild. Við þetta sinnuleysi og einnig erfiðleik- ana í samiband við kaupin á dönsku Vestur Indíum, slævðist áhugi Sewards og hann tók þá ákvörðun, að frekari tilraunir til landakaupa á Norður-Atlants- hafssvæðinu yrðu til einskis gagns. í gærkvöldi var síðasti leik- urinn í heimsókn danska liðs- ins Stadion. FH „kvaddi" þá í gærkvöldi. Og þrátt fyrir að Danirnir höfðu fengið „liðsauka" frá Höfn á sunnu- dagskvöldið til að mæta FH- ingum, reyndust íslendingar þeim ofjarlar. Hér er svip- mynd frá hinum spennandi leik, en nánar er sagt frá leiknum á Íþróttasíðu, bls. 26. (Ljósm. Kr. Ben.). Islenzka sjónvarpið nær til 20.000 heimila SEGJA má að sjónvarpskerfið nái nú allt austur frá Skaftafells- sýslum vestur í Búðardal, að því er Vilhjálmur Þ. Gislason út- varpsstjóri tjáði Mbl. í gær. Rúmlega 20.000 sjónvarpstæki Ráðstafanir vegna Ijósabúnaðar reiðhjóla MORGUNBLAÐINIJ hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá lögreglunni: Gerðardómur kveðinn upp í farmannadeilunni — slysa- og örorkubœtur tvöfaldast — 7°]o orlof greiðist af yfirvinnu í SAMRÆMI við lög númer 63 frá 16. júní 1967 kvað gerðar- dómur í fyrradag upp úrskurð í kjaradeilu stýrimanna, vélstjóra og loftskeytamanna á farskipum við skipaútgerðirirnar. Slysabæt- ur vegna dauða eða 100% ör- orku hækk* samkvæmt úrskurð- inum úr krónum 300.000 í 600.- 009. Þá skal eftirleiðis greiða yfirmönnum 7% orlof af yfir- vinnu. Engar breytingar urðu á grunnkaupi, vinnutíma eða vinnufyrirkomulagi á skipunum. Slysabætur vegna dauða eða 100% örorku hækka samkvæmt úrskurðinum í krónur 600.000. Eftirvinna hjá þeim, sem starf að hafa lengur en tvö ár hækk- ar nokkuð og nýr taxti kemur eftir fimm ára starí. Þá skal greiða yfirmönnum 7% orlof af yfirvinnu, svo sem víðast tíðk- ast. Samræmdar eru reglur um það, af hvaða launaþáttum líf- eyrissjóðstillag skuli greitt. Úrskurðurinn gildir frá 16. júní sl. Gerðardóminn skipuðu: Guð- mundur Jónsson, borgardómari, formaður, og Guðmundur Skafta son, lögfræðingur, og Torfi Ás- geirsson, hagfræðingur, meðdóm endur. Þar sem hættulegasti tími árs- ins í umferðinni fer nú í hönd vill lögreglan skora á reiðhjóla- menn að hafa lögboðinn ljósa- búnað reiðhjóla í fiullkomnu lagi. Áberandi hefur verið, að ljósa- búnaði rei'ðhjóla er áfátt, en þrátt fyrir stöðugar áminningar lÖgreglumanna hefur lítil breyt- ing orðið til batnaðar. Lögreglan hefur því ákveðið að beita sektum gagnvart reiðhjóla- mönnum, eða eftir atvikum að taka hjólin af börnum og ungl- ingum og geyma, þar til þau eru sótt af foreldrum eða forráða- mönnum. Framangreindar aðgerðir munu hefjast mánudaginn 6. nóvember n.k. eru í notkun og er talið að um 130.000 manns hafi möguleika til að sjá dagskrá íslenzka sjónvarps ins. í sumar hefur verið unnið að mælingum fyrir norðan land og austan, en einnig á Suðurlands- undirlendinu og verður reynt að koma sjónvarpinu austur í Skafta fellssýslur í haust og allt til Hornafjarðar, ef mögulegt reyn- ist. 28. október var opnuð ný end- urvarpsstöð í Búðardal og á næst unni verður unnið að því að koma sjónvarpinu í þær upp- sveitir Borgarfjarðar, sem enn eru eftir. Næsta haust verður sett upp bráðabirgðaendurvarpsstöð á Vaðlaheiði, en mikið er eftir að mæla á Austurlandi og á Vest- fjörðum enn sem komið er. Reiknað er með því að sjónvarp- ið nái til landsmanna allra á ár- inu 1969. New York, 31. október — AP — AFTUR lamaðist athafnalífið í höfninni í Brooklyn á þriðjudag er rúmlega 4000 hafnar.verka- menn neituðu að hefja vinnu og rjúfa með því verkbann það er samband eftirlitsmamna hafði sett til áherzlu kröfum sínum um viðurkenningu sem samnings aðila. , IMatthías A. Mathiesen leggur fram fyrirspurn um störf skólarannsókna MATTHÍAS Á. Mathiesen, alþm. hefnr lagt fram á Al- þingi fyrirspurn til mennta- málaráðherra. Er fyrirspurn- in í tveimur liðum: 1. Að hverju hafa skólarann- sóknir menntamálaráðuneytis- ins aðallega bemzt fram til þessa? 2. Telur ríkisstjórnin, að með núverandi starfskröftum við skólarannsóknir verði hægt að framkvæma fyrirhugaða endur- skoðun á fræðsluiöggjöfinni inn an hæfilegs tíma?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.