Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 4
4
MOKGTTN'BLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓV. 1967.
ÍVIAQIMÚSAR
SKIPHOLTl21 SÍMAR 21190
eftir lokun stmi 40381
SIM' 1-44-44
mfíiFim
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt Ieigugjald
Sími 14970
Eftir lokun 14970 eða 81748
Sigurður Jónsson
BÍLALEIG4N
- VAKUR -
Sundaugaveg 12 - Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
f , *BUA If/GAM
L5&/L(V7/3S)'
RAUÐARÁRSTtG 31 SlMI 22022
Rúskinnshreinsun
Hreinsum rúskinnskápur,
jakka og vesti. Sérstök
meðhöndlun.
Efnalaugin Björg,
Háaleitisbr. 58—65, sími
31380, útibú Barmahlíð 6,
sími 23337.
AU-ÐVITAÐ
ALLTAF
★ Ráð gegn gang-
brautarslysum
Róbert Valdimarsson skrif-
ar langt bréf um það, hvernig
koma megi 1 veg fyrir hin svo-
nefndu gangbrautarslys. Segir
hann ónauðsynlegt að láta óþol
inmóðum bílstjórum haldast
þáð uppi að óvirða rétt gang-
andi vegfarenda við gangbraut-
ir. Hins vegar þýði ekki að
venja þá á að stanza eða hægja
á sér við gangbrautir með því
að lögreglunjósnarar fari í felu-
leik við þá, heldur verði að
grípa til raunhæfra ráðstaf-
ana, sem neyði þá til þess að
halda gangbrautarregluna í
heiðri. Háðið sé aö leggja rör-
pípu til hálfs niður í göturnar
báðum megin við merktar gang
brautir, svo að bílstjórar neyð-
ist til þess að aka þar yfir
með gát, vilji þeir ekki skemma
farartæki sitt.
„Hættan við gangbrautirnar
leynist oftast í því, að kurteis
bifreiðarstjóri nemur staðar til
þess að hleypa fólki yfir
merkta gangbraut á tvískiptri
akbraut, og þá kemur annar
bílstjóri, sem ekki nemur stað-
ar, e. t. v. af því, að hann
sér ekki hfð gangandi fólk fyr-
ir fyrri bifreiðinni, fyrr en þá
um seinan. Engin falin lögregla
getur komið í veg fyrir slík
slys, og kurteisi bílstjórinn
kennir sér um slysið. Væru rör
lögð í götuna, þyrftu báðir bíl-
stjórarnir að hægja á sér eða
nema staðar“.
Einnig segist bréfritari oft
hafa séð leiðinlega frekju og
óbilgirni gangandi fólks við
bifreiðarstjóra í Reykjavík,
„eins og þegar fólk ryðst í hala-
rófu yfir Austurstræti, beint á
móti rauðu ljósi, þannig að
bílstjórar neyðist til þess að
nema staðar á miður heppileg-
um stöðum og trufli með því
alla umferð í Austurstræti og
Bankastræti".
Um góða bók og
barnauppeldi
í skólum
Kona, sem nefnir sig
„136“, skrifar:
„Velvakandi sæll!
Ég má til með að skrifa þér
og vita, hvort þú hefur farið
yfir bókina „Mannlíf í deiglu“
eftir Hannes J. Magnússon?
Ég vil eindregið, að allar
mömmur, pabbar og kennarar
lesi þessa bók og þá sérstaklega
þær mömmur, sem eru að
byrja að setja bömin sín í
skóla. Þær hljóta að líta öðrum
augum á allt í sambandi við
barnið og skólagöngu yfirleitt.
Annars er ég vist ein af þeim
fáu, sem held því fram, að
foreldrar og kennarar eigi að
tala saman um barnfð og nám-
ið. Eg hef gert það að svo
miklu leyti sem mér hefur
þótt ástæða til, en sé þó eftir
að hafa ekki gert meira að
þvL
En svo er annað, sem mig
langar til að segja þér, og það
er með leikfimina. Ég vil, að
henni verði breytt að sumu
leyti. Að bömunum verði
kennt að bjóða góðan daginn
og heilsa fallega.
Drengjum og stúlkum kennt
áð snyrta sig, já, og jafnvel
þeim síðast töldu kennt að nota
snyrtivörur, (því að það eru
ósköp að sjá þessi litlu skinn
í 12 ára bekk og 13 ára í gagn-
fræðaskóla svona útleikin).
Dans komi í einn tíma í viku.
Kenna þeim að ganga og klæða
sig eftir veðrinu.
Tóbaksauglýsingar
Hvernig er með tóbaks-
auglýsingar, er ekki hægt að
gera eitthvað í því að banna
þetta algjörlega, það er víst
nóg samt? Svo ef fyrirtæki er
opnað eða veizla haldin, þá er
það vínglasið! Nei, fólk ætti
að sjá sóma sinn í því að hætta
myndatökum af svoleiðis, eða
ljósmyndarar að neita að taka
myndir af því. Sonur minn 16
ára segir, að þessi kvikmynd
gegn tóbaksnotkun sé sýnd í
skólanum bara einu sinni á
vetri; það ætti að vera lág-
mark að sýna hana einu sinni
í mánuði allan skólatímann.
— 136“.
jr Örlítill þanki
frá einum Bahai
Undir þessari fyrirsögn
sendir Herdís Ásgeirsdóttir,
Bergstaðastræti 54, Velvakanda
bréf. Skv. ósk er það birt
óstytt og óbreytt frá handriti
(athugið það, prentarar góðir
og prófarkalesarar).
„Ef þið hafið trúað á
Krist, þá munuð þið trúa
mér“.
Bahá-u-lláh
Ekki alls fyrir löngu las ég
í Morgunblaðinu um fyrirbær-
ið, sem kallast „Beatnics" í
Ameriku (og sem stingur upp
kollinum víðar í heiminum).
Þetta eru ef svo má segja „lög-
leysingjar", landeyður. Þeir
hópast saman hafa samfélag, en
það samfélag er ekki einu
sinni á þroskastigi dýra merk-
urinnar. Þeir vinna ekki, satt
er það (áð sögn) að þeir stela
ekki og fremja ekki meiri hátt-
ar afbrot, en þeir lifa í algjörri
deyfð og sinnuleysi, í eiturlyfj-
inn, í raun og veru í algerri
uppgjöf og neitun á öllu því
er mannlegar verur frá örófi
lífsins hafa smám saman skap-
að með svo miklum harmkvæl-
um, því augu þeirra eru oftast
svo fastsamanklemmd, að engl-
arnir geta ekki látið þá sjá
sig eða gefið þeim hjálpina og
hugmyndirnar til þroska, nema
í svo örsmáum skömmtum.
Þessir „Beatnics“ eru fædd-
ir og aldir upp í Kristnum
löndum. Bláköld staðreynd, sem
alls engan veginn er hægt að
fara í kring um, nei, ekki með
neinni mælskulist eða rök-
hyggju er hægt að komast fram
hjá þessarri staðreynd. Og ekki
eru þeir heldur allir fæddir og
uppaldir í rennusteininum. Nei,
þeir hafa margir hlustað á
Guðs Orð, þeir hafa verfð
skírðir og fermdir. En andinn,
Kristsandinn var fjötraður,
hann hafði ef til vill verið svo
vandlega pakkaður inn að þeir
fundu hann ekki, sáu hann
ekki.
Ég hugsaði, hvað getur bjarg-
að þeim? Jú, satt er það marg-
ar ofsatrúar stefnur gætu ef
til vill náð til þeirra og þeir
orðið það sem almennt er kall-
að „áð vera frelsaður", og þann
ig gætu þessar dauðu sálir feng
ið líf á ný, þeir orðið nýtir
borgarar. En ekki allir þeirra
myndu frelsast svona. Já þar
kom kjami málsins. Þetta var
ekki einhlít, alger lækning.
Hvað þá? Og sál mín svaraði
strax. Ef þeir yrðu Baháis, þá
myndi hver einasti þeirra lækn-
ast og þetta vandamál heims-
ins vera úr sögunni. Bahá-u-
lláh á svar við öllum vanda-
málum nútímans. Þeir myndu
fyrst og fremst vakna til lífs-
ins, með anda Krists í hjörtum
sínum, Hans andi, Hans lög,
Har.s kærleikur umfram allt
annað myndi ríkja í hjörtum
þeirra, að svo miklu magni
sem hver og einn þeirra gæti
tekið á móti. Og svo í viðbót,
við að taka í hönd Hans og
láta Hann leiða sig áfram og
upp á vi’ð á þroskaleiðinni, þá
kynnir Hann okkur fyrir Bróð-
ur sínum, Honum, sem hann
sagði að myndi koma á eftir
sér. Bahá-u-lláh kallar mann-
kynið Hann, „Dýrð Guðs“. Fá
ekki Himnesku Sendiboðarnir
alltaf öll fegurstu nöfnin, sem
við mannlegar verur getum
hugsað, þrátt fyrir þá hræði-
legu, hræðilegu staðreynd að
við höfum drepið þá alla eða
misþyrmt þeim hryllilega.
Bahá-u-lláh var fangi í mann-
heimum allt sitt líf. Borinn
(eins og Buddha) og barnfædd-
ur til auðs og valda, af einni
tignustu ætt Persíu, frá hérað-
inn Nur, sem þýðir ljós. Allt
þetta var einskis virði Honum,
sem sendur var frá Himnesku
dýrðarheimunum, til að endur-
nýja ljósið, sem við vorum að
láta deyja út og samtímis að
færa okkur ennþá meira ljós
og undirbúa okkur fyrir (eftir
ef til vill 1000 — eða þúsundir
ára) enn annan og stærri Ljós-
bera. Hvað gat þvílíkur Sendi-
boði verið annað í heimi vor-
um en fangi? Hvað var Meist-
arinn frá Galileu? Óþekkti tré-
smfðurinn, sem lifði fyrir 2000
árum og þú heyrir talað um
og siður er að trúa, þó rök-
hyggjumennirnir segi, og hafi
alveg rétt fyrir sér að það sé
þó skrítið að segja að óþekkt-
ur handverksmaður í skúma-
skoti Austurlanda geti hafa ver
ið Guðlegur Sendiboði. Og
hvernig stimplaði heimurinn
Hann á Hans dögum? Lægstur
af öllum lágum, úrkast mann-
kynsins. Svikinn af öllum þeim
sem sízt skyldi. Og boðorðið
nýja, sem Hann flutti. „Elskið
óvíni yðar, gerið þeim gott sem
hata yður“, hvar er það í heim-
inum í dag? Á Hann að gleym-
ast alveg? Ennþá muna ótölu-
lega margar milljónir eftir
Buddha t. d. og Hans boðskap
um áttfalda veginn.
Vill Guð að verk Sendiboð-
anna séu unnin fyrir gíg? Nei,
Hann elskar Þá og okkur of
heitt til þess, svo heitt að
mannlegur hugur getur það ei
numið. Þessvegna eru ljósin
endurnýjuð sífellt. Vilt þú vera
alltaf í sama grugguga pollin-
um, þegar úthaf Eilífðar Guðs
stendur þér opið til siglingar?
Skiljið það, að enginn máður
á jörðinni, hvort sem hann er
t. d. Hindúi, Múhameðstrúar,
eða trúir á stokka og steina,
getur orðið Bahái nema hann
trúi á Krist og alla Sendiboð-
ana á undan honum. Guðs Syn-
ir eru allir jafnir. Sanníeikur-
inn er alltaf eins, en umgjörð-
in verður að henda mannlegum
kröfum eftir þrepunum í stig-
anum stóra.
Að Bahái sé sértrúarflokkur
úr Múhameðstrú eru hleypi-
dómar þeirra sem ekki vita
sannleikann. Og boðorð Bahá-
u-lláhs? Nýja bo’ðorðið. Kær-
leikurinn var kominn, sverðið
sem sundurtætti hið illa var
komið. Nú kom sameiningin.
Einfaldlega. og líka í öllum,
öllum sínum margbreytileika,
sameiningin. Sameiningin milli
manna, milli þjóða, milli manna
og Guðs, undirbúningur heims-
ins fyrir hinn margumtalaða
„Þúsundára frið“ og Höfðingj-
ann, sem þá kemur.
„Ef þið hafið trúað Móse
og Spámönnunum, þá mynduð
þið trúa Mér“.
Kristur
„Ef þið hafið trúað á Krist,
þá mynduð þ?ð trúa Mér“.
Bahá-u-lláh
Reynið að hugsa um þann
leyndardóm að hin sama guð-
lega vera hefur birzt oss mönn-
unum oft og borið margvísleg
nöfn.
Herdís Asgeirsdóttir,
Bergstaðastræti 54.“
Kaupum
hreinar léreftstuskur (stórar).
fttttgmtfrliifrifr
prentsmiðjan.
Akureyri blaðburður
Tvö laus hverfi á Suðurbrekkunni.
Talið við afgreiðsluna.
Vikublaðið ÍSLENDINGUR, Akureyri.