Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓV. 1967. íslenzk stúlka doktor frá Harvard Háskóla Samtal við dr. Sigríði Valfells HÉR hefur undanfarið dvalizt Sigríður Valfells. Hún hefur verið við nám í Bandaríkjunum um tíma, og hélt aftur utan um helgina. Hún leit inn á ritstjórn- arskrifstofur Mbl. skömmu áður en hún fór og spurðum við hana þá um doktorsritgerð sem hún hefur nýlega skrifað við Har- vardháskóla, og ýmislegt fleira bar á góma. Jæja, Sigrí'ður, þér voruð nem- andi við Menntaskólann í Reykja vík og stúdent þaðan? Já, ég var stúdent 1956. Var þá dálítinn tíma að hugsa mig um, hvað skyldi taka til bragðs, en fór svo til Bandaríkjanna 1958. Fór þá strax til Cambridge, Massachussetts, og hóf nám við Radcliffe College, sem er kvenna deild Harvardháskóla, og lauk þaðan BA prófi 1960 í málvís- indum. Náminu var reyndar þrí- skipt. Eftir BA prófið, fluttist ég yfir í Harvard Graduate School, og undirbjó mig fyrir MA prófið, sem ég tók 1961. Að doktorsritgerð minni hef ég svo unnið síðan 1963, en það hefur verið erfitt verk, þar sem við þetta hefur þurft töluverða skipulagningu og rannsóknir, og svo hef ég aftur þurft áð skera niður og lagfæra heilmikið. Þessi ritgerð fjailar auðvitað um málvísindi, Sigríður, en um hvað þá helzt, er að þeim lýtur? Hún er um íslenzka málfræði, hljóðskipti og hljóðvörp og ýmis abstrakt vandamál, er að þeim lúta. Hvernig stóð nú á því, að þér völduð málvísindin sem a'ðalfag og sérgrein? Ja, ég hef alltaf haft áhuga á tungumálum, og svo voru þessi vísindi nú alveg ný námsgrein, og því lagði ég út á þessa braut. Málvísindin skýra nefnilega út fyrir okkur, hvernig málið verð- ur til, en málfræði og hefðbund- in málvísindi hafa áður lýst fyr- ir okkur tungumálinu. En af hverju varð Harvard- háskóli fyrir valinu? Ja, af því, að hann er frægur og góður skóli. Ég er svo hepp- in, að próf. Einar Haugen las yfir doktorsritgerð mína, en annars hefur aðalkennari minn verið Jacobson, þýzk-rússneskur flótta maður, sem fremstur er í heim- inum í þessu fagi. Til að ljúka náminu hef ég þurft að taka próf í 16 námsgreinum. BA próffð tók þrjú ár, MA prófið eitt ár, og svo hefur mér verið í sjálfsvald sett, hversu lengi ég væri að Ijúka við rit- gerðina, og fer það að sjálfsögðu eftír hverjum og einum, hve miklum tíma er kosið að verja í slíkt, en þar sem þetta er fólg- ið í rannsóknum, þá er það auðséð, að þetta er geysimikil vinna, og talsvert tímafrek. Hvað tekur nú við, þegar þess- um áfanga er ná'ð? Sigríður \ alfells Sumir spyrja mig nú fremur þess, hvað ég geti eiginlega gert við þessa menntun. Fyrirætlun mín er að kenna. Ég ætla að svo komnu máli að fást við það í Bandaríkjunum, — hef þegar fengið nokkur tilboð, en tek ekki endanlega ákvörðun í mál- inu, fyrr en ég kem vestur aftur — þarf nefnilega að ráðfæra mig fyrst við kennarann minn, hann Jacobson, hann hefur þegar ráð- ið mér heilt í ýmsu. Og svo er þetta nú eiginlega dálítið lúxus- kennd menntun, svo að bezt er að athuga málið, áður en fleira er að hafzt. Það er skaði, að við skulum ekki fá að njóta þessarar miklu sérhæfingar yðar. Já, en það er enn sem komið er lítil eftirspum eftir kennur- um í mínu fagi, amk. hér á landi, og er ástandið áþekkt í Evrópu, sem ennþá er rígbundin við gamla kennslufyrirkomulagið, utanbókarlærdóminn, og er ekki sjáanleg breyting á neinu vænt- anleg í náinni framtíð. Er ekki námsfyrirkomulagið eitthvað með ö'ðrum svip vestra? Jú, mér virðist sem nemend- unum þar sé miklu fyrr kennt að vinna og hugsa sjálfstætt og nota sínar góðu gáfur til þess, er þær virðast ætlaðar, en ekki sífelldrar upptuggu. Hér heima virðist kunnáttan því lofsverð- ari, sem hún er nær því að vera orðrétt upp úr bókinni. Sömuleiðis finnst mér námið vera tekið alvarlegri tökum í Bandaríkjunum. Þeir einbeita nemendurnir sér algerlega að vinnunni, en félagslífið er lát- ið lúta í lægra haldi. Mér finnst það vera synd að eyða t. d. sex árum í laganám, eins og stund- um er gert hérna heima í stað þriggja ára, sem námið tekur við Harvardháskóla. Nemend- urnir eru þarna að eyða þrem dýrmætum árum ævi sinnar til einskis í stað þess að vera að koma á fót fyrirtæki, eða ein- hverri starfsgrein, er námið gefur aðgang að og tilefni til. Staðlað nám tekur ekki og á ekki að taka nema takmarkaðan tíma. Allt öðru máli gegnir um rann sóknarnámsgreinar. Ég held, a'ð þetta væri vel þess virði, að það væri tekið til athugunar. Við lifum ekki nema einu sinni, og tíminn er dýrmætur. Sömuleiðis fannst mér stúd- entarnir erlendis leggja hart að sér, hvað húsnæði viðvék. Þarna er erfitt að fá húsnæði og dýrt. Og hvernig húsnæði er það svo, sem nemendurnir búa í? Ja, mér finnst nú sennilegt, að mörgum okkar myndi ekki þykja mikið til þess koma, af því að vfð erum svo góðu vön. Þarna mega þeir láta sér gott þykja kjallaraherbergi í gömlum húsum, þar sem þeir þurfa að deila húsakynnum með rottum og kakkalökkum. Ég er ekki viss um, að margir yrðu yfir sig hrifnir af slíku hér á landi. Fyrstu árin var ég sjálf á stúdentagarði, en svo þegar ég lauk BA prófinu, flutti ég út í bæ. Þá var ég búin að eignast mína kunningja og nú þurfti ég bæði betra næði og stærra skrif- borð; þessvegna betra eða stærra húsnæði. Er þetta ekki feykilega dýrt nám. Jú, fyrstu árin er það dýrast, en síðan fellur skólagjald niður og þá þarf aðeins að þorga bóka- safnsgjald til skólans, nú og svo þarf líka a'ð fleyta fram lífinu. Er það ekki dýrt þarna? Nei, ekki dýrara en hér, en sem sagt ég dró nú fram lífið sæmilega, og var ánægð með mitc. Kenndi í frístundum mín- um, sem sagt var fátækur stúd- ent. Já, hvað kennduð þér? Ja, það er nú dálítið skritið, ég kenndi ensku. Og það gekk bara vel. Þér hafið kannske verið í Bandaríkjunum áður? Já, faðir minn. Sveinn Valfells, var við fulltrúastörf í Ameríku á stríðsárunum, og við dvöldum þar í nokkur ár. Mér er landi'ð kært frá þeim tíma, og mér finnst það alltaf vera mitt ann- að föðurland. Satt að segja er ég ekki viss um, að ég hefði treyst mér í þetta nám þar unn- ars. Eruð þér nokkuð í giftingar- hugleiðingum ennþá? Nei, nei, Svo er ekki. Sannast sagna er það full starf, og sama er að segja um námið. Og það er ekkí hægt, að sinna nenfa öðru tveggja í einu. En fáum við ekki senn að njóta menntunar ýðar hér heima ■Jú, ég vona það. Ég er aldrei alfarin og aldrei alkomin, enn- þá. Að svo komnu máli kvaddi þessi glæsilega íslenzka stúlka, sem á ættjarðirnar tvær, og hugði gott til þess að halda vest- ur um haf um helgina. Vestur um haf til hugðarefnanna. M. T. Laust starf Samband sveitarfélaga í Austurlar.dskjördæmi óskar að ráða sér framkvæmdastjóra frá næstu áramótum, eða síðar. Umsóknir um starfið, ásamt launakröfum og upplýsingum um fyrri störf, sendist formanni sam- bandsins, Sveini Jónssyni, Egilsstöðum, fyrir 1. des 1967. STJÓRNIN. BÍLAÁKLÆÐI - BÍLATEPPI í CAMLA BÍLINN í NÝJA BÍLINN JÓLIN NÁLCA5T - PANTID TÍMANLECA FLJÓT AFGREIÐSLA ALTÍKABÚDIN Hverfisgötu 64, sími 22677 TIL SÖLU Stórglæsilegt einbýlishús á förgum stað í borginni. Tvær hæðir, 130 ferm. hvor hæð. Innbyggður bílskúr. Næstum fullbyggt, (vantar nokkuð af innrétt- ingum). Skipti á minna ein býlishúsi eða stórri sérhæð koma til greina. Sérhæð 150 ferm. nýleg og mjög glæsileg efri hæð á einum fegursta stað á Seltjarnar- nesi. Allt sér á hæðinni. — Skipti á 3ja—4ra herb. íbúð á 1. eða 2. hæð í borginni koma til greina. Ný 4ra herb. stórglæsileg íbúð á 2. hæð á fögrum stað í Vest- urborginni. Bílskúrsréttur. Ódýrar íbúðir útboragnir frá 150—400 þús. 2ja herb. við Skipasund. Sér- hitaveita. Rúmgóð í kjall- ara. Útb. aðeins kr. 250 þús. 2ja herb. rúmgóð og sólrík jarðhæð í Kópavogi. Útb. aðeins kr. 200 þús. 3ja herb. rishæð með sérhita í gamla Austurbænum. 4ra herb. rishæð, 120 ferm. í Hlíðunum. 4ra herb. íbúðarhæð við Lang holtsveg. 4ra herb. góð hæð í Kópavogi. Verð kr. 850 þús. AIMENNA FASTEI6NASAHN LINDARGATA 9 SlMI 21150 Til sölu Útb. 400-500 þús. 3ja herb. íbúð á 2. hæð í Hlíð arhverfi. íbúðin er nýsand- sett og laus nú þegar. 3ja herb. íbúð við Stóragerði. Teppi á allri íbúðinni. ís- skápur fylgir. 4ra herb. 2. hæð í steinhúsi í gamla bænum. íbúðin er öll nýstandsett. Sérhitav. Útb. 500-600 þús. 3ja herb. 1. hæð á<samt herb. í kjallara í Hlíðarhverfi. 3ja herb. 2. hæð í tvíbýlishúsi við Laugarnesveg. Sérinng. og hiti. 4ra herb. íbúð við Hátún. Ibúð in er laus nú þegar. Sérhiti. Útb. 600-700 þús. 3ja herb. ný íbúð við Klepps- veg. Falleg íbúð. Laus 15. jan. 5 herb. efri hæð í tvíbýlis- húsi við Reynihvamm. Nokkrar 4ra herb. íbúðir við Ljósheima. Útb. 700-900 þús. 4ra herb. íbúð í háhýsi við Hátún. Sérhiti, fallegt út- sýni. Suðursvalir. 5 herb. 130 ferm. íbúð á 2. hæð ásamt herb. og eldun- arplássi í kjallara í Hlíðahv. 5—6 herb. endaíbúð við Fells- múla. Þvottahús er á hæð- inni. Fasteignasala SIGURÐAR PÁLSSONAR, byggingameistara og GUNNARS JÓNSSONAR, lögmanns. Kambsvegi 32. Símar 34472 og 38414. Til sölu 2ja herb. íbúð, um 72 ferm. á 1. hæð við Laugarnesveg. Góð íbúð. 2ja herb. íbúð í háhýsi við Austurbrún. 3ja herb. íbúð á 4. hæð við Birkimel. 3ja herb. jarðhæð við Nýbýla veg, um 90 ferm., sérhiti, sérinngangur. Harðviðarinn réttingar. Mjög góð íbúð. 3ja herb. ris, lítið undir súð, irm 80 ferm. við Sigluvog, ásamt 30 ferm. bílskúr. — Ræktuð lóð. 3ja herb. jarðhæð, um 94 ferm. með sérhita og sérinn- gangi við Rauðalæk. 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Ljósheima. íbúðin er með harðviðarinnréttingum, teppalögð. Mjög falleg íbúð. 4ra herb. hæð við Bergstaða- stræti. Harðviðarhurðir og ný eldhúsinnrétting. Teppa- lagt, um 90 ferm. 4ra herb. risíbúð við Eskihlíð. Lítur vel út. 5 herb. nýlegar íbúðir við Laugarnesveg, Háaleitis- braut. Fellsmúla, Reyni- hvamm, Bólstaðarhlíð, Glað heima og víðar. 5 herb. 1. hæð við Holtagerði í Kópavogi, um 130 ferm. Allt sér, harðviðarinnrétt- ingar, teppalagt, ræktuð lóð, bílskúr. Útb. aðeins kr. 600 þús. sem má skiptast. 120 ferm. einbýlishús, full- klárað við Lyngbrekku í Kópavogi með harðviðar- innréttingum, teppalagt, ræktuð lóð. I smíðum 2ja, 3ja, 4ra herb. íbúðir tilb. un-dir tréverk og málningu við Eyjabakka í Breiðholts- hverfi. Geta einnig fengist fokheldar með tvöföldu gleri og miðstöðvarlögn og sameign kláruð. Fokhelt raðhús við Vogatungu í Kópavogi. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Fokhelt endaraðhús á Seltjarn arnesi, á tveimur hæðum. 5—6 herb. og eldhús. Vill skipta á 3ja eða 4ra herb. íbúð í Reykjavík. 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. fok- heldar hæðir í Kópavogi með og án bílskúrs með hag stæðum greiðsluskilmálum og hagstætt verð. Raðhús við Sæviðarsund. Til- búið undir tréverk og máln- ingu með bílskúr. Vill skipta á 2ja eða 3ja herb. íbúð.. Góð lán áhvílandi. nfÍGÍHBáSljk FASTEieWIgf^ Austurstræti 16 A, 5. hæð. Simi 24850. Kvöldsími 37272. Kaupmenn Sölumenn Hef gott magn af II. fl. góðum nylon og crepe kvensokkum: Netnylon 8,00. Sléttl. 30 den 10,00—12,00. Crepe 40 den 18,00. Svartir net I. fl. 11,00. Sokkab., sokkal. I. fl. 100,00. Sími 14-516.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.