Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓV. 1967. I 12 Rætt um bygginga samvinnuf élög og búsnæðismál Þrjár fyrirspurnir - framkvæmd stefnuyfirlýsingar — rekstur lceland Food Centre Einar Ágústsson (F) mælti í gær fyrir frumvarpi, er hann fiytur ásamt Ólafi Jóhannessyni um byggingasamvinnufélög. Ein ar sagði í framsoguræðu sinni í gær, að hann hefði á Aiþingi í fyrra flutt samhljóða frumvarp. f>ví hefði verið vísað til nefndar, en ekki komið þaðan aftur til af- greiðslu. Óskaði Einar eftir því, að slíkt endurtæki sig ekki aft- ur. Ræddi Einar síðan nokkuð um húsnæðismál almennt og sagði, að því væri ekki að neita, að stuðningur hins opinbera við húsnæðismál hefði farið mjög vaxandi á liðnum árum, en eigi að síður vantaði mikið á að þau væru í viðunandi horfi. Nægði þar að taka til sem dæmi, að Hús næðismálastjórn hefði aðeins getað veitt 600 af 1400 gildum umsóknum um lán, loforð fyrir því á næsta ári. Stafaði þetta m.a. af því, hversu mikið af fé Húsnæðismálastjórnar hefði runnið til framkvæmda í Breiðholti. Talað hefði verið um, að 1. sept. sl. hefði stjórnin ver- ið búin að veita þangað 69 millj. kr., og ætla mætti að miklar fjár hæðir hefðu bætzt við síðan. Ræddi síðan Einar um lækk- un byggingakostnaðar og sagði þá m.a., að Húsnæðismálastjórn hefði ekki getað sinnt sem skyldi því hlutverki sínu, að vinna að lækkuðum byggingar- kostnaði. Að lokum rakti Einar svo efni frumvarpsins um byggingasam- vinn/ufélögin og sagði það miða að því, að auka möguleika þeirra og gera þau hæfari til að þjóna hlutverki sínu, en þau hefðu átt mjög erfitt uppdráttar að und- anförnu sökum fjárskorts. Eggert G. Þorsteinsson félags- málaráðherra vék að nokkrum atriðum, sem fram höfðu komið í ræðu Einars. Sagði hann m.a., að aldrei hefðu verið gerðar jafn miklar ráðstafanir til lækkunar byggingakostnaðar og úrbóta í húsnæðismálum og á síðustu 8-10 árum. Veigamikill þáttur í þeirri uppbyggignu væru Breið- holtsframkvæmdirnar. Vara mætti þó við bjartsýni um, að þær framkvæmdir hefðu mikil áhrif á lækkun byggingakostnað ar nú þegar. Slíkt yrði aldre: leyst á örfáum árum, en líta mætti á þetta skref, sem hið fyrsta í þá átt Ráðherra vék síðan að því er fram kpm í ræðu Einars, að Hús næðismálastjórn hefði vanrækt það hlutverk sitt að vinna að lækkuðum byggingakostnaði. Benti ráðherra á í því sambandi teikningar, sem hægt væri að fá hjá stjórninni fyrir mun lægra verð en ella. Þá hefði húsbyggj- endum verið boðin þjónosta tæknideildar stofnunarinnar í sambandi við kostnaðaráætlanir og fl. og sérstak/ur eftirlitsmað- ur hefði verið starfandi hjá stofn uninni. Einar Ágústsson tók aftur til máls og einnig félagsmálaráð- herra. Frumvarpinu var síðan vísað til 2. umræðu og heil- brigðis- og félagsmálanefndar með 13 samhljóða atkvæðum. Mý mál f GÆR var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á framfærslulögum frá júní 1947. Frumvarp þetta er flutt í sam- ræmi við samþykkt borgar- stjórnar Reykjavíkur frá 20. júlí 1967 um nýskipan félagsmála í Reykjavík. Gerir frumvarpið ráð fyrir því, að í Reykjavík komi félagsmálaráð í stað framfærslu- nefndar og annist framkvæmd framfærslumála. Skipan félags- málaráðs, fjöldi ráðsmanna og kjörtímabil, ákvarðast af borg- arstjórn Reykjavíkur. Þingmál ■ gær f NEÐRI DEILD Alþingis mælti Guðlaugur Gíslason fyrir frum- varpi um heimild fyrir ríkis- stjórnina að selja eyðijörðina Hól í Ölfusi í Árnessýslu. Frum- varpinu var að lokinni fram- söguræðu vísað til 2. umræðu og landbúnaðarnefndar deildar- innar. Framhald af bls. 14 Hanoi boðaði árið 1959 — átti ég persónulega þátt í þessari ákvörðun. Það sem við sáum, ógnanir gegn Diem-stjórninni og öryggi iandsins ,hafði mikil áhrif á okkur. Og í framhaldi af þeim atburðum, sem við höfðum orðið vitni að, bætt- um við eftirfarandi grein í skýrslu okkar til forsetans: „Þótt við teljum að sú stefna sem við hér mælum með feli í sér þær leiðir, sem við álitum með tilliti til vitn- eskju okkur um Suðaustur- Así uað fara ben, segjum við ekki að þetta séu okkar síð- ustu orð í málinu. Framtíðar- í GÆR xoru lagðar fram á Al- þingi þrjár fyrirspúrnir frá al- þingismönnum til ráðherra. Er þar í fyrsta lagi fyrirspurn frá Matthíasi Á .Mathiesen um skólarannsóknir. Er hennar getið annarsstaðar í blaðinu í dag. í öðru lagi er eftirfarandi fyr- irspurn frá Magnúsi Kjartans- syni til forsætisráðherra: Hvernig hyggst ríkisstjórnin framkvæma eftirfarandi atriði í nýjustu stefnuyfirlýsingu sinni: „Efnt verði til sérfræðilegrar könnunar af íslands hálfu á því, hvernig vörnum landsins verði til frambúðar bezt háttað“? þarfirnar fara ftir því hvaða lausn við náum í Laos og hinu hvaða afstöðu Hanoi- stjórnin tekur til þeirrar lausnar. Ef það er tilgangur Hanoi-stjórnarinnar að halda áfram skæruhernaði gegn Suður-Vietnam og styðja þær sveitir séu sendar yfir landa- á landi baí:damanna okkar, verðum við að taka ákvörð- un um það hvort við getum sætt okkur við að skæruliða- sveitir séu sendár yfir landa mæri, en aðilinn sem verður fyrir árásinni geti einungis snúizt til varnar á eigin land- svæði. Getum við samþykkt að komið verði á þannig ástandi, að þeim, sem ráðizt er á og bandamönnum hans sé meinað að snúast gegn undirrót árásarinnar, þegar sú staðreynd er augljós að um utanaðkomandi árás er að ræða? Það er álit okkar að ríkisstjórnin eigi í sam- vinnu við stjórn Suður-Viet- nam að fara þær leiðir, sem bent er á í þessari skýrsiu, en jafnframt að taka til at- hugunar það mikla vanda- mál hvað stendur á bak við árásina." Enginn okkar mælti með því að hefja loftárásir á „undirrót árásarinnar“, en margir okkar íhuguðu þann möguleika á næstu árum. Ég kom sem ambassador til Saingon í júlí 1964, og tók í arf pólitíska erfiðleika, sem stöfuðu af falii Diem-stjórn- arinnar árið áður. Hvernig sagnfræðingar framtíðarinn- ar meta þýðingu falls Diems veit ég ekki, en bein afleið- ing þess var mikil ringulreið í stjórnmálum, þar sem hver stjórnarbyltingin rak aðra, og valdafíknir minnihluta- flokkar, sem enginn streittist gegn, steyptu hverri stjórn- inn: af annarri. Fall erkióvinarins Diems gaf Viet Cong og stjórninni í Hanoi kærkomið tækifæri, sem þeir ekki hikuðu við að nota sér. Allt árið 1964 var þeim það tímabil, þegar þeir reyndu að notfæra sér fall Diems til að vinna þann sig- ur, er þeir nú töldu sig hafa möguleika á. Af okkar hálfu var unnið kappsamlega að því að styðja stjórnirnar í Saigon, og styrkja vonir Suður-Vietnam um að enn gæti tekizt að verjast vax- andi skæruhernaði. Við átt- um hættulegar stundir um þetta leyti, aldrei vissir um það hvort ríkisstjórnin héldi völdum til næsta dags, né hvort við misstum enn eitt þorp eða herstöð. f árslok 1964 urðu banda- rískar herstöðvar og vista- geymslur uppáhalds skot- mörk óvinanna. Sprengjuár- ásirnar á Ben Hoa-herstöðina í nóvember, á Brínk Hotel í Saigon á aðfangadagiskvöld og á Pleiku í febrúar 1965 urðu okkur dýrar. Við stóð- Þriðja fyrirspurnin er frá Gils Guðmundssyni til landbúnaðar- ráðherra um rekstur Iceland Food Centre í London. Er fyrir- spurnin svohljóðandi: 1. Hversu miklu ríkisfé hef- ur verið varið til stofnunar og rekstrar fyrirtækisins Iceland Food Centre í London? 2. Hvernig er háttað fjár- skuldbindingum ríkisins gagn- vart fyrirtækinu? 3. Hvernig hefur reksturinn gengið? 4. Hverjar áætlanir eru á döfinni um framtíð Iceland Food Centre? um andspænis síversnandi ástandi, sem einkenndist af áframhaldandi ringulreið í stjórnmálum, árekstrum minnihlutahópa meðal þjóð- arinnar og í hernum, aukn- um ofsóknum gagnvart bandarískuro hermönnum og varxandi kjarkleysi þjóðar- innar í Suður-Vietnam. Það var þessi þróun mála, sem í árslok 1964 sannfærði mig um að nú — fjórum árum eftir að við fyrst höfðum leitt hugann að því — væri kominn tími til að beita yfir- burða flugher okkar og ráð- ast á staðina þar sem árásirn- ar áttu upptök sín. Þegar ákvörðunin var tek- in um að hefja lofthernað- inn— eftir árásina á Pleiku — var það gert með þrjú markmið í huga, sem, eftir því sem ég fæ bezt séð rétt- læta sprengiuérásirnar. f fyrsta lagi áttu lotftárás- irnar að hughreysta íbúana í Suður-Vietnam. Loks áttu íbúarnir að fá að heyra að árás væri hafin á land fjand- mannanna í hefndarskyni vegna þess gífurlega tjóns, sem margra áv skæruhernað- ur hafði valdið í Suður-Viet- nam. Annað markmiðið var að beita flughernum til að tak- marka og erfiða flutninga hermanna og vista frá Norð- ur- ti! Suður-Vietnam. En ég vil leggja áherzlu á að engum þeirra, sem þáti áttu í ákvörð uninni um að befja loftár- ásir, datt í hug þá, né álíta í dag, að flugherinn einn gæti stoðvað herflutninga frá norðri, Rpynsia okkar bæði frá síðar: heimsstyrjöldinni og Kóreustyrjöldinni hafði sýnt okkur að það er tak- markað að hve mi'klu leyti loftárásir geta tafið herflutn- inga þrjozkra fjandmanna. Hinsvegar hafði sama reynsla sýnt að með loftárásum væri í rauninni unnt að takmarka fjölda þeirra hermanna, sem óvinurinn getur beitt til bar- daga, og dregið úr hreyfan- leika óvinahersveitanna, ef samgönguleiðii þeirra eru undir stöðugum loftárásum. Þriðja maikmiðið var bæði stjórnmáia- og sálfræðilegs eðlis.: Þörfin á að minna stjórnina í Hanoi á að í fram- tíðinni sæti húr ekki á frið- helgu landsvæði, og að Norð- ur-Vietnam yrði krafið sí- hækkandi gjalds fyrir árás- irnar, meðar. þeim væri hald- ið áfram gegn Suður-Viet- nam. JHi AIIGI SÍMI LYSI 22 INGAR 1*4*80 Gullverðlaunalampi PAUL HENNINGSEN KOMINN ÁSAMT LÖMPTJM TEIKNUÐ- UM AF FINNSKA ARKITEKTINUM ALVAR AALTO. Nýtt lampetit HEFUR STRAUMSTILLI GETUR STAÐIÐ Á BORÐI EÐA HANGIÐ Á VEGG. 117 MÖGULEIKAR Á STILLINGU LAMPANS. HÖFUM EINNIG ÓVENJU FJÖLBREYTT ÚRVAL ALLSKONAR LAMPA í ALLA ÍBÚÐINA. «9 RAFBtÐ DOMUS MEDICA SÍMI 18022.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.