Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 2
2 MORG-UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓV. 1967. Erhard * í Israel Nokkrir fundarmanna á aðalfundi Dómarafélags Islands. Sitjandi frá vinstri: Björn Fr. Bjömsson, sýslumaður Rangæinga; Jóhann Gunnar Ölafsson, sýslumaður Isfirð- inga; Torfi Hjartarson, tollstjóri; Jón Isberg, sýslumaður Húnvetninga, Hákon Guðmundsson, yfirborgardómari; Þórður Bjömsson, yfirsakadómari; Halldór Þorbjörnsson, sakadómari; Ásberg Sigurðsson, sýslumaður Barðstrend- inga og Páll Hallgrímsson, sýsiumaður Amesinga. Standandi frá vinstri: Friðjón Skarphéðinsson, yfirborg- arfógeti; Hafsteinn Hafsteinsson, lögreglustjóri Bolungar- vík; Ásgeir Pétursson, sýslumaður Mýramanna og Borg- firðinga; Sigurður Guðjónsson, bæjarfógeti Olafsfirðinga; Erlendur Bjömsson, sýslumaður Norðmýlinga; Bjami K. Bjarnason, borgardómari; Valgarður Kristjánsson, borgar- dómari, Ólafur A. Pálsson, borgarfógeti; Jónas Thoroddsen, bæjarfógeti Akurnesinga, Sigurgeir Jónsson, bæjarfógeti Kópavogsbúa; Ölafur Þorláksson, sakadómari, Magnús Thoroddsen, borgardómari, Emil Agústsson, borgardómari, Einar Oddsson, sýslumaður Skaftfellinga og Björn Ingvars- son, lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli. (Ljósm. Mbl. Ól. K. Magn.) Aðalfundur Dóm- arafélags Islands AÐALFUNDUR Dómarafélags fslands var haldinn í Reykjavík dagana 25.—27. október s. 1. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, þar sem rædd voru ýmis félagsmál og málefni, er varða dómara- stéttina og dómstólaskipan lands ins, kom á fundinn framkvæmda nefnd hægri umferðar undir for- ystu formanns hennar, Valgarðs Briems hdl. og gerði þar grein fyrir þeim ráðstöfunum, sem fyr- irhugaðar eru vegna væntan- legrar hægri umferðar, er upp verður tekin á næsta ári. Þá fluttu einnig erindi á aðal- fundinum ráðuneytisstjórarnir Hjálmar Vilhjálmsson og Jón Sigui'ðsson og ræddu við fundar- men um ýmis málefni, er und- ir ráðuneyti þeirra heyra. Sverr- ir Þorbjörnsson forstjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins ræddi um ýmis mál, er hana varða, en bæjarfógetar og sýslumenn úti um land eru umboðsmenn trygg- ingastofnunarinnar. Formaður félagsins var end- urkjörinn Hákon Guðmundsson yfirborgardómari, en aðrir í stjóm eru Benedikt Sigurjónsson hæstaréttardómari, Bjarni K. Bjamason borgardómari, Jón Is- berg sýslumaður og Torfi Hjart- arson tollstjóri. Dómarafélag íslands starfar í tveim deildum, þ. e. Dómarafé- lag Keykjavíkur og Sýslumanna félagið. Bjarni K. Bjarnason borgardómari tók nú við for- mennsku í Dómarafélagi Reykja- víkur af Þórði Björnssyni yfir- sakadómara, er baðst undan end- urkjöri, en formaður Sýslu- mannafélagsins er Jón ísberg sýslumaður á Blönduósi. Jerúsalem, 31. okt., NTB. LUDWIG Erhard, fyrrum kanzl- ari Vestur-Þýzkalands, kom í dag til ísraels í ellefu daga heim sókn ásamt konu sinni. Þau komu í morgun að graf- hýsi því, sem reist hefur verið í minningarskyni um þær sex milljónir Gyðinga, sem ráðið var bana í Þýzkalandi á dögum Hitl- ers og voru mjög hrærð bæði. Seinna heimsótti Erhard ráð- húsið í Jerúsalem og ræddi við Teddy Kollek, borgarstjóra. Er hann kom þangað var þar fyrir fjöldi manna og fagnaði honum innilega, minnugur þess, að það var Erhard sem fyrir tveimur árum, er hann var kanzlari í V- Þýzkalandi, ékvað að taka upp stjórnmálasamband við ísrael, þrátt fyrir mjög harða gagnrýni Arabalandanna á því tiltæki. Flugfélagið staðsetur DC-3 flugvél á Akureyrí 50 innlandsflugferðir farnar frá Reykjavík vikulega Ólafur ■ Skálavík látinn ÓLAFUR Ólafsson, fyrrum bóndi 1 Skálavík við ísafjarðardjúp lézt í Landspítalanum s.l. mfánu- dag eftir skamma sjúkdómslegu. Hann var fæddur 13. júní 1879 í Langadal í Nauteyrarhreppi, var hann því 88 ára að aldri er hann Iézt. Voru foreldrar hans Ólafur Jónsson bóndi þar og kona hans Salvör Kristjánsdótt- ir. Á yngri árum stundaði Ólaf- ur Ólafsson jöfnum höndum sjó- mennskiu og landbúnaðarstörf. En árið 1912 hóf hann búskap í Skálavík í Mjóafirði og bjó þar síðan myndarbúskap í rúm 40 ár. Mótaðist allur búskapur hans af hinni mestu snyrti- mennsku, dugnaði og fyrir- hyggju. Hann gegndi mörgum trúnaðarstöðum fyrir Reykja- fjarðarhrepp og hérað sitt. Var hann heiðursfélagi búnaðarfélags sveitar sinnar. Ólafur í Skálavík var í röð fremstu og merkustu bænda við ísafjarðardj úp. NOKKRAR breytingar verða á tilhögun í innan- og utanlands- flugi hjá Flugfélagi íslands í vetur, og meðal annars verður staðsett Douglas DC-3 flugvél á Akureyri, sem á að halda uppi flugferðum til staða á Norðaust- urlandi og til Egilsstaða í sam- bandi við flugferðir til Akur- eyrar. Fimmtíu innanlandsferðir verða farnar í viku hverri og þar af 47 með Fokker Friend- ship skrúfuþotum. Fréttatilkynn ing Flugfélags íslands um vetr- aráætlunina fer hér á eftir: Með tilkomu vetraráætlunar- innar, sem tók gildi 1. nóvember, breytast brottfarar- og komu- tímar nokkuð og í fyrsta sinn í sögu Flugfélags fslands verður nú millilandaflug félagsins nær eingöngu flogið með þotu, það er að segja til Glasgow, Lund- úna, Ósló og Kaupmannahafnar. Að sjálfsögðu munu þó flugferð- ir um Færeyjar til Bergen og Kaupmannahafnar áfram flogn- ar með Fokker Frienship skrúfu- þotu. í innanlandsflugi verður sú nýbreytni tekin upp að flugvél verður staðsett á Akureyri og heldur uppi flugferðum til staða á Norðausturlandi og til Egils- staða í sambandi við flugferðir til Akureyrar. MILLILANDAFLUG Millilandaáætlun félagsins á vetri komandi er í höfuðatriðum þannig: Til Kaupmannahafnar verður þotuflug á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum og ennfremur verða ferðir með Fokker Friendship skrúfuþotum á þriðjudögum og laugardögum. Til Glasgow verða ferðir fjóra daga í viku, á mánudögum, mið- vikudögum, fimmtudögum og sunnudögum. Til London verður flogið á þriðjudögum og föstu- dögum og til Ósló á laugardög- um. Til Færeyja verða ferðir á þriðjudögum og laugardögum og til Bergen á þriðjudögum. í þotuflugi til Kaupmannahafnar og Glasgow verður brottfarar- tíminn 9:30, til Lundúna og Ósló kl. 10:00 og flugvélar til Fær. eyja, Bergen og Kaupmanna- hafnar leggja af stað kl. 11:30. Svo sem fram hefur komið í fréttum er nú þotan Gullfaxi nýtt til vöruflutninga að hluta, og þar sem nýjustu tækni við hleðslu og afhleðslu er beitt, hafa vöruflutningarnir gengið mjög vel þótt um allmikið magn hafi verið að ræða. INNANLAND SFLUG í fyrsta sinn í sögu innanlands flugs Flugfélags fslands er nú mestu leyti flogin með skrúfu- þotum .Af 50 ferðum í viku frá Reykjavík eru 47 flognar með Fokker Friendship og aðeins þrjár með DC-3. Það sem háð hefur innanlands flugi á vetrum hin síðari ár er, hve margir flugvellir á landinu eru án flugbrautarljósa. Flug- málastjórnin hefur sýnt mikinn skilning á þessu máli og standa vonir til að í náinni framtíð verði fleiri flugvellir búnir flug- brautarljósum, þannig að þang- að sé unnt að fljúga í dimmu. f vetraráætlun innanlands- flugs sem nú tekur gildi, er gert ráð fyrir flugferðum sem hér segir: Til Akureyrar verður flogið alla daga, tvær ferðir á virkum dögum og ein ferð á sunnudögum. Til Vestmanna- eyja verða sömuleiðis tvær ferð- Framhald á bls. 27 Aka syðri leiðina til Hornafjarðar Hornafirði, 31. október. HEIÐAR Pétursson of Gisli Sigurbergisson, sem stundað hafa vöruflutninga með bifreið- um frá Reykjavík tii Horna- fjarðar hyggjast nú halda þeim áfram sunnaniands í vetur og er þé ætlunin að flytja vörur fná Reykjavík til Hornafjarðar, Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Komu þeir úr fyrstu ferðinni í gær og tókst hún ágæflega. Skeiðará var hnédjúp, önnur vötn vatnslítil. Þessi fyrsta ferð tók um 15 klukkustundir. Er hér um mikmn mismun að ræða hjá því að þurfa að keyra norður um land. — Gunnar. Yfir 50 millj. gesta á Heimssýningunni Norðurlandaskálinn hlaut mjög góða aðsókn IIEIMSSÝNINGUNNI Expo 67 lauk í Montreal í Kanada sl. sunnudag. Yfir 50 milljónir gesta heimsóttu sýninguna þá sex mánuði, sem hún stóð yfir, þar af komu um 7 milljónir í Norður- lanðaskálann. íslenzka sýningar- deildin verður nú flutt til Denver í Colorado, en þar verður haldin Norðurlandakynning á næsta hausti. Heimssýningunni var slitið á sunnudagsmorgun með hátíðlegri athöfn á Þjóðartorginu. Hleypt var af 67 fallbyssuskotum og um leið voru þjóðfánarnir dregnir niður. Öllum framkvæmdastjór- um hinna ýmsu sýningardeilda var afhenur gullpeningur og tó’k Elín Pálmadóttir við peningnium fyrir hönd Gunnars J. Friðriks- sonar, sem var framkvæmda- stjóri ísl. sýningardeildarinnar. Michener, landsstjóri Kanada, afhenti gullpeningana. Viðstadd- ir voru allir æðstu menn Kanada, Yfir 50 milljón gestir komu á Heimssýninguna og er það 15 milljónum fleira, en búizt var við. Norðurlandaskálinn fékk aðsókn á borð við það, sem bezt gerðizt, en alls komu í skálann rúmlega 7 millj. gestir. Yfir 5000 manns borðuðu í aðalveitinga- húsi skáíans, auk þess sem þús- undir gesta fengu sér hressingu í kaffiteríuni og á barnum, Mikil ánægja ríkir meðal fulltrúa Norðurlandanna yfir þeim mikla árangri, sem náðzt hefur til kynningar á löndunum fimm. fslenzka sýningardeildin, að undanskildum listmununum, verður flutt til Denvex í Colo- radofylki, þar sem hún verður notuð sem bakgrunnur að N^vrð- urlandakynningu, sem haldin verður í tveim stærstu vöruhús- um borgarinnar á næsta hausti. Alls unnu níu íslendingar á Heimssýningunni allan tímann, sem hún stóð yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.