Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓV. 1967. 5 Kristneshæii 40 ára í dag Akureyri 31. október. Á. MORGUN, fyrsta nóvember eru liðin 40 ár frá vígslu Krlst- neshælis. Hælisstofnunin var á sínum tíma mikið afrek sem hrundið var í framkvæmd með almennu átaki í erfiðu árferði á ótrúlega skömmium tima. Hugmyndin um hælisstofnun kom fyrst fram á fundi í kaup- félaginu Hjálpinni í Saurbæjar- hreppi vorið 1918. Gerð var sam- þykkt í málinu sem frú Sigur- lína Sigtryggsdóttir á Æsustöð- um bar fram á fundi í Sambandi norðlenzkra kvenna siðar um vor ið. Þar var kosin nefnd til að undirbúa framkvæmdir. skipuð þremur konum: önnu Magnús- dóttur, Akureyri (form. kvenfél. Hlífar) Védísi Jónsdóttur frá Litluströnd í Mývatnssveit og Sigurlínu Sigtryggsdóttur á Æsu söðkim. Slátrun lokið í Breiðdalsvík Breiðdalsvík, 28. október. SAUÐFJÁRSLÁTRUN er ný- lokið hér á Breiðdalsvík og var alls slátrað 8984 kindum, þar af voru dilkar 8249. Sl. ár og í haust fór engin slátrun fram í Stöðvarfirði og var því slátrað hér fé bæði úr Breiðdal og Stöðvarfirði auk þess, sem einn- ig var slátrað hér frá nokkrum bæjum í Fáskrúðsfiarðar- og Berunesshreppi. Upplýsingar um fallþunga dilka liggja ekki fyrir, en allt bendir til, að hann hafi verið svipaður og í fyrra. bá var einnig slátrað hér um 80 nautgripum og fækka bænd- ur mjólkurkúm nokkuð, miðað við þá búgrein hér um slóðir. — Fréttaritari. Á ótrúlega skömmum tíma söfnuðust um 100 þúsund krónur í heilsuhælissjóðinn, stærsta gjöf in var frá Magnúsi Sigurðssyni á Grund, 20 þúsund rónur. í>á var berlaveiki mjög útbreidd í Eyjafirði sérstaklega í sumum sveitum svo að það fundust varla heimili sem höfðu ekki orðið fyr- ir barðinu á berklunum, jafnvel höfðu sum verið leyst upp og þeim tvístrað vegna veikinnar. 22 febrúar 192i5 var svo stofn- að Heilsuhælisfélag Norðurlands mest fyrir forgöngu Jónasar Þor- bergssonar. Stjórn þess skipuðu: Ragnar Ólafsson (form.) Böðvar Bjarkan (féhirðir) og Kristbjörg Jónatansdóttir (ritari). Jafn- framt var kosin framkvæmda- nefnd og var Vilhjálmur Þór, formaður hennar en með honum voru Anna Magnúsdóttir, Hall- grímur Davíðsson, Jónas Rafnar, Jónas Þorbergsson, Kristján Karlsson og Sveinbjörn Jónsson. Með mjög almennri þátttbku einstaklinga og félagsamtaka norðanlands lánaðist að safna nægilega miklu fé til að hægt væri að hefja framkvæmdir, en einnig veitti alþingi fé til hælis- ins ekki sízt fyrir tilstilli Jón- asar Jónssonar frá Hriflu. Hælið var ekki nema rúmt ár í bygg ingu og byggingarkostnaður varð um hálf milljón króna. 1/11 1927, afhenti Ragnar ólafsson ríkinu hælið fullbúið og veitti Jónas Jónsson, frá Hrifllu, ráðherra, því viðtöku við vígsluathöfnina. Sjúkrarúm vO'ru þá fyrir sex- tíu sjúlinga. Jónas Rafnar var ráðinn yfirlæknir og gegndi því starfi til 1955 en þá tók Snorri Ólafsson við og hefur verið yfir- læknir síðan. Hælið fylltist stra'x af sjúkling um því að þörfin var mikil. Fyrstu sjö til átta árin var að- sókn gífurlega mikil. Yfirleitt Kristneshæli komu þá eingöngu fárveikir berklasjúklingar og dánartalan var geysihá. 1935 fer að rofa til og eftir það fer dánartala jafnt og þétt lækkandi. Hinsv.egar hélst mikil aðsókn berklasjúkl- inga fram yfir 1950. Úr því fer þeim mjög að fækka og 1956 til 1957 er legudagafjöldi kominn ofan í 20 þúsund á ári. Næstu ár þar á eftir var hælið alls ekki fullskipað. 1960 gerðist sú breyting til að nýta sjúkrarými að fullu að hæl- inu er skipt í tvær deildir, berkladeild og hjúkrunardeild, einkurn fyrir langlegusjúklinga. Síðan hefur það verið rekið í því formi. Aðsókn að hælinu hefur aldrei verið eins mikil og síðustu árin og sjúklingafjöldi hefur al- drei verið meiri. Nú eru þar t.d. 85 sjúklingar og mjög langur bið listi — 1933 var byggt sérstakt hús fyrir yfirlækni og starfsfólk og þá jókst sjúkrarýmið þannig að síðan eru skráð sjúkrarúm 72 þó að sjúklingafjöldi sé raunveru lega meiri. Síðan hafa verið reist ar ýmsar aðrar byggingar, sam- komusalur, leguskálar, verkstæði og starfsmannabústaðir. Yfirlæknir hælisins er sem fyrr segir Snorri Ólafsson, og deildarlæknir Brynjar Valdimars son. Yfirhjúkrunarkona er Gyða Thoroddsen en alls vinna fimm hjúkrunarkonur við hælið. Mikið kapp hefuT verið lagt á að hafa umhverfi hælisins sem vistlegast, og mikið starf unnið við skógrækt og fegrun úti við. Fjarri er að berklum hafi ver- ið úrýmt Norðanlands og árlega koma fleiri eða færri sjúklingar á hælið. Lækning tekst nærri undantekningarlaust á nýsmituð- Blönduósi, 31. október. SAUÐFJÁRSLÁTRUN hófst á Blönduósi 11. september og stóð til 26. október. Alls var slátrað 44.906 kindum en í fyrra 44.- 350, eða 556 kindum færra en í fyrra. Meðalþungi dilka var 14,42 kg. og er það 0,72 kg meira en í fyrra. Þyngsti dilkurinn vóg 34 kg. og eigandi hans var Skafti um sjúklingum og yfirleitt braut skrást þeir eftir sex mánuði, þótt þeir þurfi lyfjameðferð lengur. etta er fyrst og fremst að þakka nýjum lyfjum en notkun þeirra í núverandi formi hófst 1952. Segja má að sjúkdómum sé nú haldið í eins fullkomnum skefj- um og hugsanlegt er með al- mennri heilsugæzlu og læknis- meðferð sjúklinga. — Sverrir Pálsson. Kristófersson í Hnjúkahlíð. — Undan sömu á fékk hann 32 kg. dilk í fyrra. Ærin er heimagang- ur og gengur í túni allt sumarið. Kjötið flokkaðist mjög vel. — Nautgripaslátrun stendur nú yf- ir og verður slátrað um 300 naut gripum. Að því loknu hefst hrossaslátrun, og er búizt við að henni verði lokið um 15. nóvem- ber. Alls mun verða slátrað um þúsund. Souðfjdrslótrun lokið ú Blönduósi — Þyngsti dilkurinn 34 kíló * 4 GERÐIR *ALLIR m LITIR ITALSKA PEYSAN WAuvns Laugavegi 48 Simi 10660

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.