Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓV. 1967. Yfirlýsing frá stjórn Stýrimannafél. Islands ÞANN 28. okt. s.1. birtir Þjóð- viljirm á forsíðu blaðsins grein með fyrirsögninni „Ólögleg stjórn í Stýrimannafélags ís- lands?“ í umræddri grein er þess getið í upphafi, að nokkrir stýrimenn á farskipaflotanum hafi sent stjórn F.F.S.Í. bréf, þar sem krafizt var rannsóknar á því, með hvaða hætti Sverrir Guðvarðsson gæti kallað sig lög- legan formann stjórnar Stýri- mannafélags ísiands, og hvernig aðrir stjórnarmeðlimir gætu setið löglega í stjórnínni, þar sem aðalfundur í félaginu hafi ekki verið haldir.n enn á árinu. Af þessu tilefni vill stjórn Stýrimannafélags íslands taka fram eftirfarandi: Á fundi, sem haldinn var í Stýrimannafélagi íslands 14. júní s.l., voru mættir 55 félags- menn. Á þeim fundi skýrði for- maðu félagsíns frá því, að vegna ófyirsjáanlega orsaka hefði orðið að fresta aðalfundi félags- ins, en að hann yrði haldinn eins fljótt og unnt væri og í síðasta lagi á haustmánuðum. Fundamenn hreyfðu engum mót mælum við þessari yfirlýsingu formanns, og þótti skýring sú, er hann gaf á frestun fundar- ins, ekki óeðliieg. Þriðjudaginn 24. október var haldinn stjórnarfundur í F.F.S.Í„ og átti þar að ræða yfirlýsingu þá, er stjórn F.F.S.Í. lét frá sér fara og nú hefur birzt í flestum dagblaðanna. I fundarbyrjun barst forseta sambandsins bréf, undirskrifað af 13 stýrimönnum, en í Stýrimannafélagi íslands eru nú 135 félagsmenu. Efni bréfsihs var á þá leið, að þessir 13 stýrimenn óskuðu eftir því, að stjórn F.F.S.Í. hlutaðist tií um að löguin Stýrimannafélags íslands væri framfylgt, og töldu, að þau hefðu verið brot- in, þar sem aðalfundur hafði ekki verið haldinn. Það skal tekið fram varðandi bréf þetta, að Stýrimannafélagi íslands hefur ekki borizt í hend- ur neitt bréf frá félagsmönnum, þar sem óskað hefur verið eftir skýringum á því, hvað tetfði aðal fund félagsins, og sýnir það bezt, að félagsmenn hafa tekið skýringu formanns, er hann gaf á fundinum 14. júní s.l. varð- andi frestun fundarins, fyllilega til greina. í lögum félagsins, 14. gr., segir svo: Til fundar skal stjórninni skylt að boða, ef áríðandi mál- efni eru fyrir hendf eða ef minnst 10 félagsmenn æskja þess. Eins og gefur að skilja á um- ræddri lagagrein, geta félags- menn hvenær sem er, 10 eða fleiri, krafizt fundar, telji þeir UMRÆÐUKVÖLD í Himinbjörgum, félagsheimiii Heimdallar fimmtudagskvöld 2. okt. kl. 20.30. Guðmundur H. Garðarsson formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur ræðir um og stýrir umræðum um Aðsteðjandi vandamál í íslenzku atvinnulífi. STJÓRNIN. Guðmundur H. Garðarsson. s IMýtl frá Ítalíu kjólar peysur blússur GLUGGIIMN Laugavegi 49. ástæðu til eða brýna þörf fyrir. Þess hefur ekki verið óskað í sambandi við mál þetta. Þá er og rétt að geta þess, að er um- rætt bréf barst stjórn F.F.S.Í., hafði aðalfundur félagsins þegar verið ákveðinn 15. nóv. n.k. Varðandi það, sem sagt er í Þjóð'viljanum sunnudaginn 29. okt., þar sem þess er getið, að engin verkfailsboðun hafi komið frá félögum yfirmanna á kaup- skipum, er rétt að geta þess, að þriðjudaginn 24. okt. s.l. ákvað stjórn Stýrimannafélags íslands að bíða með verkfalls- boðun, þar sem væntanlegur væri gerðardómur um kaup og kjör yfirmanna, en hann á að hafa iokið störfum fyrir 1. nóv. 1967. Að lokum er rétt að taka eftirfarandi fram: Skrifstofa Stýrimannafélags íslands er opin þrjá daga í viku, mánudaga, mrðvikudaga og föstudaga. Á þessum dögum er aðeins opið frá kl. 17.00—19.00. Vegna þess hve stuttan tíma skrifstofan er opin, og félags- menn Stýrimannafélagsins eru starfandi á sjó og hafg oft stutta viðdvöl hér í Reykjavík, getur það komið fyrir, að þeir eigi enfitt með að ná sambandi við skrifstofuna eða formann fé- lagsins, sérstaklega þá daga sem skrifstofan er lokuð, og einnig þegar litið er á það, að þetta eru menn sem hafa í mörgu að snúast þann stutta tíma sem þeir eru í landl Reynt hefur verið að bæta úr þessu, og geta félagsmenn t. d. snúið sér til stjórnarmanna og haft samband við þá í þeirra heimasímum í hádegi og á kvöldin og komið þannig sínum málum á fram- færi. Teljum við, að með því móti ættu féiagsmenn undir flestum kringumstæðum að geta náð sambandi við einhvern af stjórnarmönnum félagsins. Þá leyfir stjórn Stýrimannafé- lags íslands sér að mótmæla harðlega þe'm aðdróttunum, sem fram koma í Þjóðviljanum sama dag þess efnis, að í stjómum félaga yfirmanna á kaupskip- um séu allskonar sjálfskipaðir forystumenn, sem haldi niðri kjörum yfirmanna með hvers- konar ráðum. Þvert á móti hafa forystumenn þessara stéttarfé- laga unnið með dugnaði og framsýni að bættum hag yfir- manna og munu halda þeirri- baráttu áfram Reykjavík, 30. okt. 1967. Stjórn Stýrimannafélags lslands. , Mótmælo einnhagsaðgerðum MBL, hafa borizt frétttilkynn- ing frá þrrm verkalýðssam- tökum vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar og fara þær hér á eftir styttar: Stjórn Alþýðusambands Vest- fjarða hefir gert eftirfarandi samþyk'kt: „Á 19. þingd Alþýðusambands Vesitfjarða, sem haldið var dag- ana 21. og 22. sept. s.l. var sam- þykkt, í sambandi við erfiðleik- ana í efnahagsmáluim þjóðar- innar, að vestfirzka verkalýðs- hreyfingin J.iti svo á, að leggja beri áherzlu á að mæta minnk- andi þjóðartekjum með aukinni ráðdeild og meiri hagsýni í rekstri fyrirtækja og varfærni og fyrirhyggju í meðferð fjár- muna í opinbeium rekstri. Ennfremur að nauðsynlegt sé að draga úr margvíslegum óþ arf sútgj öldum r íkis valdsins, samfara því af. tryggja atvinnu öryggi um land allt, og afstýra kaupmætti launa. J'af'ntframt lýsir stjórn A.S.V. yfir f ulium stuðningi við þá þýðingarmiklu ákvörðun mið- stjórnar Aiþýðusambands ís- lands að hefja viðræður við rík- isstjórnina um lausn vandamáls- ins, og reyna þannig á raun- hæfan hátt að afstýra kjara- skerðingu, sem vofir yfir lág- launastéttunum. Stjórn A.S.V. vill í þessu sam- bandi m.a. benda á þá stað- reynd, að á þessum vettvangi, — þ. e. með samningum við ríkisvaldið —, er un.nt að vaka yfir og bæta nag þeirra þegna þjóðfélagsins, ellilífeyrisþega og annarra helztu bótaþega trygg- inganna — sem verkalýSshreyf ingin hefir engin tök á að vemda í samningum sínum við atvinnurekendur um kaup og kjör. Fari svo að verkalýðshreyf- ingin nái ekki æskilegum ár- angri í samningum sínum við ríkisstjórnina telur stjórn A.S.V. alls ekki hjé. því komizt að beita samtakamætti verkalýðlsfélag- ann af fyllsiu einbeitni og-verja Framhald á bls. 17 THRBGE - TITAN Laugavegi 15, símí 1-33-33. RAFMAGNSTALIUR 200 - 300 - 400 kg. lyftiþupgi Fólk óskast til blaidreifingar í Kópavog í eftirtalin hverfi: Víghóiastígshverfi — Álfhólsvegshverfi II Talið við afgreiðsluna í síma 40748.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.