Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NöV. 1967. Sveinn Jónsson Arbæ — Minning Einbúinn, sem nú í náttar næfraskjóli fölur háttar, sinnti lítið sumbli granna, sjaldgæfur í hverri ös. (Guðm. Friðjónsson) I. Sveinn Jónsson hestamáður var fæddur 24. apr. 1894 í Vorsa- bæ á Skeiðum og dó 19. maí 1967 í Sjúkrahúsi Selfoss. Fað- ir hans var Jón Aðalsteini, Stokkseyri, kunnur hestamað- ur, drukknaði 1916 Sveinsson bónda Keldnaholti og víðar, hér- aðskunns hestamanns, d. 1892 Jónssonar bónda Keldnaholti, d. 1869 Ketilssonar b. Gafli Vill- ingaholtshreppi 1818 Guðmunds- sonar b. Geldingaholti Gnúp- verjahreppi 1762, Bjarnasonar b. þar 1729 og 1735, Jónssonar b. þar 1703 Halldórssonar. Móðir Sveins var Anna f. 2. ág. 1855, Hrólfsskála Seltjarnarnesi, ógift, d. 13. sept. 1952 Ásheimum Sel- fossi Guðmundsdóttir b. Hrólfs- skála og Litla-Seli við Reykja- vík Halldórssonar. Móðir Önnu og ráðskona Guðmundar var Elísabet Filippía Jónsdóttir b. Hvammi Kjós Helgasonar í Höfn Jónssonar b. írafelli Brandsson- t Maðurinn minn Benedikt H. Líndal hreppstjóri frá Efra-Núpi, lézt að heimili sínu Bogahlíð 22 aðfaranótt 31. þ. m. Ingibjörg Guðmundsdóttir. t Útför föður okkar Magnúsar Magnússonar, Norðurgötu 17B, Siglufirði, fer fram frá Siglufjarðar- kirkju miðvikudaginn 1. nóv- ember kl. 2 eftir hádegi. Kristín Magnúsdóttir, Vigdís Magnúsdóttir, Jóhann Magnússon. t Móðir okkar Elín Jónsdóttir frá Kálfavík, varður jarðsett frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 2. nóv. kl. 1,30. Erla Ásgeirsdóttir, Maríanna Bjarnadóttir, Mávahlíð 22. t Kveðjuathöfn um Ólaf Ólafsson, óðalsbónda í Skálavík, fer fram í Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. þ. m. kl. 2. Jarðsett verður að Vatns- firði laugardaginn 4. nóvem- ber og hefst athöfnin með hús kveðju áð heimili hans í Skálavík kl. 1. M.s. Fagranes fer frá ísa- firði á laugardagsmorgun til Vatnsfjarðar. Fyrir hönd vandamanna, Kristín Ólafsdóttir. ar b. Irafelli Jónssonar. Kona Brands og móðir Jóns í írafelli var Agatha Helgadóttir b. Tinds stöðum 1703 Eyúlfssonar b. Mel- um Kjalarnesi Isleifssonar í Saur bæ Eyjúlfssonar. Kona ísleifs og móðir Eyúlfs á Melum var Ses- selja Magnúsdóttir prú'ða sýslum. Ögri Jónssonar og Ragnheiðar á rauðum sokkum Pétursdóttur. (Svalbarðsætt, Stóra-Dalsætt). Er héðan greið leið til fornætta og landnámsmanna. Er eigi kyn- legt, þó að þótti nokkur og einþykkni skjóti upp kollinum meðal niðjanna enn þann dag í dag. II. Sveinn Jónsson átti skamma dvöl í Vorsabæ. Foreldrar hans voru ekki gift og bjuggu ekki saman. Fékk faðir hans syni sínum og barnsmóður vist á Sóleyjarbakka hjá Brynúlfi hreppstjóra Einarssyni. Galt Jón fósturlaunin með góðhesti hvítum að lit. Skyldi það vera meðgjöf sveinsins í fjögur ár. Á vinnuhjúaskildaga vorið 1894 fluttu þau mæðginin að Sól- eyjarbakka. Nokkrum árum síð- ar réðist Anna til Guðmundar Lýðssonar b. Fjalli Skeiðum og konu hans Ingibjargar Jóns- dóttur frá Holti. Þar dvaldist hún ásamt syni sínum langa hríð. Frá Fjalli var Sveinn fermdur og þaðan fór hann í Hvanneyrarskóla 1915, enda jafnan síðan kenndur við Fjall. Sveinn var maður trygglyndur og kunni vel að meta vinarþel samferðamanna sinna. Batt hann ævitryggð við Guðmund Lýðsson og fjölskyldu hans. I rausnargarði Fjallshjóna og friðsæla menningarreit kvað hann sól hamingju sinnar hafa staðið í hádegisstað. Hér kom t Þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hluttekningu vegna frá- falls og útfarar Sigríðar B. Schram frá Siglufirði. Steinunn B. Schram, Bjöm Dúason og vandafólk. t Alúðarþakkir fvrir auð- sýnda samúð og vináttu við fráfall Guðmundar Knútssonar Jónína B. Ingvarsdóttir, Kristjana, Gyða og Gufffinna Breifffjörff, tengda- og bamaböm. t Þökkum auðsýnda samúð, víð andlát og jarðarför eigin- manns mín’i, föður tengdaföð- ur og afa Bergþórs Bergþórssonar frá Ölvaldsstöffum. Asgerffur Þ. Skjaldberg, Kristinn Bergþórsson, Affalbjörg Asgeisdóttir, Dóra Bergþórsdóttir, Sverrir Erlendsson, Halldís Bergþórsdóttir, Tómas Tómasson, Halla Bergþórsdóttir, Jón Arason, Bergþór Bergþórsson, Björg Kristjánsdóttir og barnabörn. og það til að hestamennska var rik ættarfylgja í föðurætt Sveins og sennilega í ættkvísl Elísabetar Filippíu Jónsdóttur, ömmu hans, er var Borgfirð- ingur að langfeðgatali, eins og áður er lýst. Guðmundur Lýðs- son átti hestakost mikinn. Stunda'ði kynbætur hrossa og reiðhestarækt. Kom brátt í Ijós að Sveinn Jónsson átti ríka hneigð til hestamennsku og þeg- ar í æsku hlutgengur til tamn- inga. Þessir hæfileikar komu sér vel á búi Guðmundar Lýðssonar. Guðmundur dáðist að Sveini og Sveinn naut þar trausts og vin- áttu og efldist að manndómi og framaþrá. I Fjalli hefur Sveinn verið hvattur til að sækja Hvann eyrarskóla og gerast bóndi. Þá má eigi gleyma því að Sveinn átti þeirri hamingju að fagna að njóta frá fæðingu ástríkrar móður sinnar. Gott var veganest fð, sem Sveinn Jónsson hlaut bæði við móðurkné og í garði Guðmundar og Ingibjargar. III. Faðir Sveins hafði komið drengnum til læringar og und- irbúnings fermingar að Stóra- Núpi til síra Valdimars Bríems. Var auðheyrt á Sveini, að þar þótti honum gott að vera. Kvaðst bann hafa nnmið furðu mikið á skömmúm tíma. Áð lokinni kristinfræðikennslu og fermingu varð hlé á bókfræðum að sinni. En í upphafi heimsstyrjaldarinn- ar fyrri tók Sveinn að hyggja á nám í búfræðum. Gekk í bændaskólann á Hvanneyri 1915 og lauk þar námi og prófi 1917 við góðan orðstír. Réðist þá til kennara síns Páls Jónssonar frá Reykhúsum, er jafnframt kennslu rak bú í Einarsnesi. Undi þar vel hag sínum. Vann síðan hjá Páli kennara Zoph- aníassyni. Hvarf að svo búnu heim í Árness-þing. Þá var haf- in vinna við Skeiðaáveituna. Tók Sveinn að sér að stýra skurð- gröfunni miklu, sem notuð var til að grafa aðalskurðinn. Þegar þeim greftri lauk, hófst skurð- gröftur í Flóaáveitunni. Var sama skurðgríður notuð þar og sami vélameistari. Um 1927 var þeirri skurðagerð lokið giftusamlega. Hvorki hlaut Sveinn meiðsl eða mar í viðureigninni vfð þá miklu vélgríði og engir þeirra er með honum störfuðu þar. Svo mikill völundur var Sveinn á vélar og kunni svo vel skapi skurðgríðar að aidrei skarst í odda með þeim. Skildu þau með gagnkvæmri virðingu. Er það með eindæm- um á vélaöld Hitt er algengt að vélameistarinn gangi af hverri vél eyðilagðri af hirðuleysi, hrottaskap og vankunnáttu. Sveinn var ekki vélfræ’ðingur að námi. Óskeikul eðlisgáfa dugði honum svona vel. Þegar þessu verkefni var lokið, réðist Sveinn Jónsson í að kaupa þúfnabana. Var ærið verkefni fyrir höndum að jafna við jörðu þúfur í Flóa. Þessi þúfnaþjarkur reyndist vel en rekstur hans ekki févænlegur. Átti Sveinn fé á skuldastöðum. Var sjálfur væg- ur við innheimtuna og skorti óvægni fjárplógsmanna. Fyrir kom það að greiðslur fóru fram í handsölum einum. Vélaverk- stæði reisti Sveinn við Eyrarveg á Selfossi (Sveinsstaðir, Sveins- skúrar) til viðgerða og rak þar bifvélaviðgerðir um hríð. Ekki reyndist það féþúfa heldur. Um 1940 keypti Sveinn hluta Árbæjar í Ölvesi, spildu, sem liggur upp að þjóðvegi undir Ingólfsfjalli og hóf þar hrossa- kynbætur. Hafði hug á að ná í bújörð og ráðast í búskap. Hóf búskap í Hvammi í Ölvesi og réði til sín bústýru, þýzka að kyni. Fluttu frá Hvammi til Sel- foss og bjuggu í Ásheimum. Þar dó móðir Sveins 1952. Þar kvæntist hann ráðskonu sinni. Þeim vadð eigi barna auðið og skildu þar. Að svo búnu seldi hann Ásheima og leigði sér herbergi hjá Sigurði Þórbjarn- arsyni bifvélavirkja Miðtúnum 13. Sinnti síðan hestum sínum og kynbótastarfsemi og undi vel hag sínum. IV. Sveinn Jónsson á Árbæ erfði í rikum mæli glöggskyggni föð- ur síns og afa á eðliskostum hesta, og þó sér í lagi samúð og falslaust hugarþel til þessara málleysingja. Sveinn skildi það andlegri skilningu að reiðhestur er ekki skepna, heldur „skaparans meistaramynd, mátturinn steyptur í hold og blóð“ og skyni gædd vera, sem hugs- ar á sinn hátt, elskar, þjáist og hatar. Sveinn var vel minnug- ur þess, sem Einar skáld Bene- diktsson kvað um hest og knapa: „Maður og hestur, þeir eru eitt fyrir utan hinn skammsýna markaða baug“ og „Þeir eru bá'ðir með eilífum sálum, þó andann þeir lofi á tveimur málum.‘ Umhyggja Sveins og tamning hesta var í þessum anda. Þetta Svissneskur nómsstyrkur SVISSNESK stjómvöld bjóða fram styrk handa fslendingi til háskólanáms í Sviss húskólaárið 1968—1969. Ætast er til þess, að umsækjendur hafi lokið kandi- datsprófj eða séu komnir langt áleiðis í háskólanámi. Þeír, sem þegar hafa verið mörg ár í starfi eða eru eldri en 36 ára, koma að öðru jöfnu ekki til greina við styrkveitingu. Styrkfjárhæðin nemur 550—600 frönkum á mán- uði fyrir stúdenta, en allt að 700 frönkum fyrir kandidata. Auk þess hlýtur styrkþegi nokkra fjárhæð til bókakaupa og er undanþeginn kennslugjöldum. Þar sem kennsla í svissneskum háskólum fer annað hvort frarn á frönsku eða þýzku, er nauð- synlegt að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á öðru hvoru þeasara tungumála. Styrkþega, sem áfátt kann að reynast í því efni, verður gert að sækja Þriggja mánaða málanámskeið í Sviss, áður en styrktímabilið hefst. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. eigi síðar en 10. jan. 1968. Sérstök umisóknareyðublöð fást í Menntamálaráðuneytinu. Menntam.ráðuneytið, 28. okt. ’67. er öldungis hið frumstæðasta og ósvikna auðkenni allra sannra hestamanna: Maður og hestur þeir éru eitt. Þessu hugarfari Sveins kynnt- ust þeir menn bezt, sem voru honum samfeiða á ferðalögum. Ferðagleði Sveins var geðfelld. Þar var ekki háreisti, drykkju- raus og ribbaldaháttur, heldur hljóðlátur fögnuður og um- hyggja fyrir reiðskjótunum. Fyr- ir þessar sakir er það ekki tor- skilið að hestar Sveins voru honum huggun og sálubót. Þeir voru vinir hans og félagar. V. Sveinn Jónsson var meðal- maður vexti, herðibreiður, bein- vaxinn og vel limaður. Fríður maður og svipgóður. Alvörugef- inn og hljóðlyndur. Hraust- menni. Hann var einlyndur og ómannblendinn. Sinnti lítið sumbli granna — stundaði eigi ofdrykkju öls. Sjaldgæfur í hverri ös — sótti lítt mannfundi. Hafði megna óbeit á rausi og oflátsmælgi, enda sjálfur fátal- aður löngum. Talinn vinafár. Vinir hans voru æskufélagar, ýmsir hestamenn og nokkrir að- dáendur, sem kunnu að meta mannkosti hans. Var þó um skeið í hestamannafélaginu Sleipni. Greindur maður og minnugur. Las nokkuð og keypti bækur. Ríkast í fari Sveins var drenglyndi, hestavit, verksvit og vélavit. Brautryðjandi á Suður- landi í stjórn stórvirkra véla og vfðgerðum þeirra. Vandvirkur og seinvirkur. Hafinn yfir fé- græðgi, fláttskap og lausung samtíðar sinnar. VI. Guðmundur skáld á Sandi orkti erfiljóð um Kristján ferju- mann og lýsti viðtökum þeim, sem konungurinn heiðum hári veitti Kristjáni: „Setti hann í sínu ríki sólskinsmegin á hvítan hest.“ Sá er þetta ritar þekkir eng- an hestamann maklegri þess að hljóta slíkar viðtökur í öðrum heimi en Svein Jónsson á Ár- bæ. Björn Sigurbjarnarson. Fyrsta sýning leikfélags Patreksfjarðar Patreksfirði, 30. okt. HINN fyrsta nóvember, frum- sýnir Leikfélag Patreksfjarffar leikritiff Snjómanninn eftir Har- old Brooke og Kay Bannerman, leikstjóri er Kristján Jónsson, frá Reykjavík, sem einnig hefur gert leiktjöld. Leikrit þetta er í þrem þáttum og leikendur tíu. Meff aff- alhlutverk fara Gunnar Pétairs- son, Lilja Bergsteinsdóttir og Friffrik Haraldsson. Leikfélag Patreksfjarffar var stofnaff á sL vorj og er þetta því fyrsta leik- ritiff, sem þaff tekur til flutnings. Aff loknum sýningum á Patreks- firffi hyggst félagiff sýna viffar á Vestfjörffum, ef tækifæri gefst. Trausti. N-VSetnamar geffast ekki upp — seg/r Felix Greene, rithofundur Brunswick, 30. okt. — AP BREZKI blaðamaðurinn og rit- höfundurinn Felix Greene sagffi í sjónvarpsvifftali í Brunswick í Maine-fylki í dag, aff Peking- stjórnin telldi, aff styrjöld viff Bandaríkin væri óhjákvæmileg, ef Bandaríkjamenn ráffast inn í N-Vietnam. Greene hefur ferff- ast til Peking og Hanoi undan- farna mánuffi og átt tal við ráffa- menn þar. Greene sagði, að Kínverjar væru fullvissir um að N-Viet- nam gæti ekki tapað styrjöld- inni og þeir væru reiðubúnir að taka þátt í henni, ef Hanoi- stjórnin færi þess á leit. Greene líkti ástandinu í Vietnam við Kóreu á sínum tíma. Hann sagðt, að bezta lausnin á þessu vandamáli væri sú, að Bandaríkjamenn færu frá Viet- nam. Hann kvaðst að ýmsu leyti samþykkur sjónarmiðum Banda- ríkjastjórnar í þessu m.áli, en sagði, að ekki mætti loka aiugun um fyrir þeirri staðreynd, að þrátt fyrir gífurlegt tjón og eyði leggingu í N-Vietnam af völdum loftárása Bandaríkjamanna, hvarflaði ekki að N-Vietnömum að gefast upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.