Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 1
28 SÍÐUR 54. árg. 248. tbl. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Wilson vill fækka lávörðum — úr rúmlega 1000 London, 31 október, AP. NTB. ELÍSABET drottning setti í dag brezka þingið á sameiginlegum fundi lávarðardeildarinnar og neðri málstofiunar og flutti þar m.a; þingheimi þann boðskap — IUartin Luther King í fangelsi Birmingb.am, Al. 31. okt. BLÖKKUMANNALEIÐTOG- INN og Nóbelsverðlaunahaf- inn Dr. Martin Luther King og þrír nánustu samstarfs- menn hans voru í gærdag teknir höndum á flugvellinum i Birmingham og ftuttir beint í fangelsið í nágrannabænum Bessemer. King og fylgdarlið hans kom flugleiðis frá aðalstöðv- um samtaka þeirra í Atlanta í Georgíuríki, til þess að af- plána dóm er kveðinn hafði Framhald á bls. 27 « 300 V erkamannaflokksstjórnarinnar að hún hygðist innan skamms leggja fram lagafrumvarp er fæli í sér gagngera breytingu á starfs tilhögun lávarðardeildarinnar og töluverða skerðingu á starfs- sviði hennar og völdum, með það fyrir augum að lávarða- deildin geti í framtiðinni þróazt innan ramma nútíma þingræðis eins og sagði í ræðu drottningar. Þá sagði drottning að stjórn Wilsons myndi bjóða íhalds- flokknum og frjálslyndum að skipa fulltrúa í nefnd, sem ræða myndi nánar tilhögun skipulags- breytinganna. Haft var eftir ótilgreindum heimildarmönnum að Verka- mannaflokkstjórnin væri stað- ráðin í að lögfesta þessar breyt- ingartillögur þótt Þ»r kynnu að mæta andstöðu hinna stjórnmála flokkanna, og er gert ráð fyrir að frumvarpið verði að lögum um mitt næsta ár. Það er helzt talið vaka fyrir Wilson og stjórn hans með frum- varpi þessu að skjóta loku fyrir Framhald á bls. 27 Indónesía og Kína — slíta stjórnmálasambandi Djakarta, 31. október, — NTB FYRRVERANBI starfslið sendi- ráðs Indónesíu í Peking hélt í dag af stað heimleiðis með kín- verslkri þotu af Ilyushin-gerð, sem átti svo að taka í Djakarta þá starfsmenn sendiráðs Kína i borginni sem enn eru þar eftir og flytja heim til Peking. Er þá formlega slitið stjómmálasam- bandi Kína og Indónesíu, sem nú hafa um alllangt skeið eldað saman grátt silfur. Þessi óvenjulegu skipti á er- leixdum sendimönnum eru sögð hafa komizt í kring fyrir tilstilli Rúmena og voru hvorir tveggja fegnir, sendiráðsmennirnir ind- ónesisku, sem beðið höfðu brott fararleyfis frá Peking síðan í ágúst sl. og Kínyerjarnir við sendiráð Kína í Djakarta sem margir hverjir báru enn merki harðhentrar meðferðar indónes- iska stúdenta er réðust að sendi ráðinu fyrir mánuði. Ekki kom til neinna átaka á flugvellinum í Djakarta í dag, enda mann- skipti þessi látin fara fram með stökustu ieynd til þess ein- mitt að fyrirbyggja uppþot. 8-Vietnam: Fréttin um það að sovézkum vísindamönnum hafi tekizt að tengja tvö ómönnuð geimför úti í himingeimnum hefur vakið heimsathygli. Mynd þessi var tekin úr Kosmos 186 og sýnir hvar geimförin tvö, Kosmos 186 og Kosmos 188, nálgast hvort annað óðfluga. — Nú er Kosmos 186 lentur mjúkri lendingu á jörðunni, en Kosmos 188 er áfram úti í geimnum og mun eiga að stunda þar frekari rannsóknir. Kosmos-186 lenti heilu og höldnu Nýr stórsigur fyrir sovézk geimvísindi — segir í Pravda Moskvu, 31. október. NTB-AP. KOSMOS-186, annað hinna tveggja ómönnuðu geimfara, sem í gær voru tengd saman og siðan skilin að, lenti í dag mjúkri lendingu á fyrirfram ákveðnum stað í Sovétríkjunum. — Skýrði TASS-fréttastofan frá þessu í dag. Með því að beita mjúkri lend- ingu til þess að ljúka þessari sögulegu geimferð virtist vera staðfest fyrra hugboð manna um, að tengingin hafi verið æfing fyrir mannaða geimferð og smíði stórrar geimferðastöðvar, sem snúast eigi umhverfis jörðu. í tilkynningu TASS-fréttastof- unnar segir, að „öll tæki um borð í Kosmos-186 hafi reynzt mjög örugg við lausn verkefna, sem séu algjörlega ný fyrir geim vísindamönnum, þ.e.a.s. á öllum stigum þess að leita að, nálgast, komast að og tengjast Kosmos- 188 jafnt sem við aðskilnað geim faranna síðar og við förina og lendinguna síðan á jörðinni. Aðalefni Moskvublaðanna Dagblöðin í Moskvu skrifuðu meira um fréttina um tengingu geimfaranna en nokkurt annað efni í dag. Þannig birti Pravda fréttina með sjö dálka rauðri fyrirsögn á forsíðu og segir þar, að með þessari tilraun hafi unn- izt nýr sigur á heimsmælikvarða rétt á undan hinum mikla há- tíðardegi 7. nóv. nk. Leonid Sedov, varaforseti al- þjóðasambands geimvísinda- manna, segir í viðtali við Pravda, að tengingin sé „afrek“, nýr stórsigur fyrir hin sovézku geimvísindi. Lagði Sedov á- herzlu á, að tengingin hefði krafizt einstakrar nákvæmni á því augnabliki, sem geimförun- um hefði verið skotið á loft, en einnig við mælingar á löngum fjarlægðum og hraða og mjög þróaðra aðferða við að stjórna geimförunum. Hann sagði, að tilraunin opnaði nýja möguleika á að koma upp geimstöðvum um- hverfis jörðu og koma upp til- raunastöðvum þar, þaðan sem unnt yrði að fara í frekari leið- angra til annarra reikistjarna. Hann bætti því við, að tilraunin hefði það í för með sér, að nú yrði unnt að senda hjálp til Framhald á bls. 27 Nguyen Van Thieu tekur viö forsetaembættinu Vill taka upp beinar samningaviðrœður við N-Vietnamstjórn Hermdarverkamenn vörpuðu sprengjum að forsetahöllinni, en engan sakaði Saigon, 31. okt. NTB, AP. NGUYEN Van Thieu, hers- höfðingi var í dag settur inn í embætti forseta Suður-Viet nam við hátíðlega athöfn í miðborg Saigon. Miklar var- úðarráðstafanir höfðu verið gerðar, því búizt var við því, að hermdarverkamenn Viet Cong myndu ekki láta athöfn ina afskiptalausa. Ekkert bar þó til tíðinda við athöfnina í miðborginni og sór hinn nýkjörni forseti embætiseið sin frammi fyrir þúsundum landa sinna og fjölda erlendra gesta frá ýmsum löndum með Hum- bert Humphrey, varaforseta Bandaríkjanna, í broddi fylk ingar. Eftir athöfninri var gestum boðið til veizlu í forsetahöllinni og þá létu hermdarverkamenn til skarar skríða, rétt í þann mund er setjast átti að borðum. Gerðu þeir sprengjuvörpuárás á forsetahöilma, en hæfðu ek'ki og hlauzt af mmna tjón en ætla hefði mátt. Gestirnir létu flest- ir þessa trutluu lönd og leið og gerðu margir þeirra sér ekki Framhald á bls. 27 Grát sig í svefn þegar Kennedy var myrtur — vaknaði ekki fyrr en í gær Buenos Aires, 31. okt. NTB. ÁTJÁN ára gömul brasilísk stúlka, Maria Elena Tello, vaknaði í dag á sjúkrahúsi í Buenos Aires eftir þriggja ára, ellefu mánaða og átta daga svefn. Stúlkan grét sig í svefn 22. nóvember 1963 þegar hún heyrði það í útvarpinu að John F. Kennedy, Bandaríkja- forseti, hefði verið myrtur, og hefur ekki lokið upp augun- um síðan. utan einu sinni, á föstudaginn langa 1964 og hvíslaði þá „mamma“. Stúlkan var í fyrri viku flutt flugleiðis frá San Juan fylki 1200 kilómetra leið til Buenos Aires, þar sem lækn- ar tóku á móti henni. Tals- maður sjúkrahússins, sem hún dvelst nú á, telur allar horf- ur á að hún nái fullum bata.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.