Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.11.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓV. 1967. taúttillHftfrUr Útgefandi: Hf. Áryakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhanhsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. I lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN IVTýlokið er þingi ungra Sjálfstæðismanna, þar sem samþykktar voru mjög athyglisverðar ályktanir, í þjóðmálum, sem sýna að ung- ir Sjálfstæðismenn eru enn sem fyrr það afl í íslenzku þjóðlífi, sem mest leggur fram til að glæða hugsjónir einstaklingsfrelsis og þjóð- frelsis, og innan raða ungra Sjálfstæðismanna fæðast nýj- ar hugsjónir, sem síðar eiga eftir að hafa víðtæk áhrif á íslenzkt þjóðlíf. í upphafi stjórnmálaálykt- unar ungra Sjálfstæðismanna segir: „Ungir Sjálfstæðismenn telja að nú sem fyrr sé það grundvallaratriði í íslenzk- um stjórnmálum, að einstakl- ingarnir og samtök þeirra hafi eðlilegt svigrúm til at- hafna, svo, að framtak og þróttur borgaranna fái sem bezt notið sín, heildinni til heilla. Þjóðinni hefur jafnan vegnað bezt og atvinnulíf hennar, menning og fram- kvæmdir allar verið með mestum blóma, þegar borg- ararnir sjálfir hafa haft sem mest frelsi til orða og at- hafna. Þessa grundvallarstefnu verður jafnan að hafa að leiðarljósi, þegar glímt er við vandamál líðandi stundar“. Þarna er í fáum orðum gerð skil þeim megingrund- velli, sem skilur að Sjálfstæð- isstefnuna og kenningar vinstri manna. Sjálfstæðis- stefnan byggir á því, að frelsi til orðs og æðis sé undirstaða velfarnaðar og lífshamingju. Þess vegna verði að tak- marka áhrif ríkisvaldsins og leitast við að dreifa valdinu á meðal hinna ýmsu stofn- ana, fyrirtækja og einstakl- inga, þannig að sem allra flestir fái notið hæfileika sinna, án þess að vera hlekkj- aðir af ofurvaldi ríkisins. Sósíalistar aftur á móti telja að keppa eigi að því, að for- sjón ríkisvaldsins sé sem mest á öllum sviðum, því að ein- staklingarnir hafi ekki vit eða yfirsýn til að sjá sjálfum sér farborða. Föðurleg for- sjón alvitra stjórnarherra þurfi til að koma á sem flest- um sviðum. Andstæðingar Sjálfstæðisstefnunnar telja þess vegna beinlínis eftir- sóknarvert, að sem mest fjár- magn — og völd þau, sem yfirstjórn þess fylgir — safn- ist á hendur ríkisvaldsins, en Sjálfstæðismenn leggja meg- ináherzlu á fjárhagslegt sjálf- stæði fjöldans. Hitt meginatriði málsins er svo, að Sjálfstæðismenn trúa því, að það þjóðfélag, sem eftirlætur einstaklingunum nægileg yfirráð yfir fjár- magni til að unnt verði að stunda heilbrigðan einka- rekstur, muni færa þjóðinni meiri hagsæld og sköpun auð- legðar en hitt, þar sem póli- tískar nefndir og ráð eiga að hafa yfirstjóm atvinnurekst- ursins. Naumast þarf lengur um það að deila, að það þjóðfé- lag, sem byggir á hugsjón Sjálfstæðisstefnu, hefur sann- að yfirburði sína yfir þjóð- félagi sósíalismans, og hálfr- ar aldar framkvæmd hans í Rússlandi er þar gleggsti vitnisburðurinn. Á hinn bóg- inn verður um það deilt, og er um það deilt, hversu mik- il völd ríkisins megi vera og hve mikið frjálsræði sé eftir- látið einstaklingunum. í þeirri deilu — í hinni daglegu pólitísku baráttu — hafa þeir, sem Sjálfstæðisstefnuna að- hyllast það að leiðarljósi, að ríkisvaldið megi aldrei seil- ast svo langt, að hætt sé frelsi einstaklinganna og skatt- heimta verði að miðast við það, að fjárhagslegt sjálf- stæði þegnanna eflist ár frá ári. En vinstri menn telja beinlínis eftirsóknarvert, að fjármálayfirráð ríkisins auk- ist jafnt og þétt og fjármagn það, sem borgurunum er eftir látið til að styrkja hag sinn, sé skert að sama skapi. Það er þarna, sem á milli skilur. Og þar er um að ræða djúpstæðan skoðanaágrein- ing, sem ungir Sjálfstæðis- ménn benda á í upphafi stjórnmálaályktunar sinnar, og þeir gera sér grein fyrir því geysimikilvæga hlutverki, sem þeir hafa að gegna í ís- lenzku þjóðfélagi, því hlut- verki að tryggja einstaklings- frelsi og þjóðfrelsi, enda vænta þeir, sem eldri eru, sér mikils af öflugu starfi ungra Sjálfstæðismanna, sem oft hefur verið mikið, en lík- lega aldrei meira en einmitt nú. Og er það von Morgun- blaðsins, að það muni enn eflast og skila þeim árangri, sem nauðsynlegur er, ef ís- lenzku þjóðinni á vel að farn- ast. MENNTAMÁLIN Á ÞINGI S.U.S. t ályktunum 19. þings Sam- ■*- bands ungra Sjálfstæðis- manna um menntamál er Markmið loftárásanna á Norður - Vietnam Eftir Maxwell Taylor Maxwell D. Taylor er talinn meðal „haukanna“ í Was- hington, og er einn af helztu ráðgjöfum Johnsons forseta varðandi stríðið í Vietnam. Á árunum 1955—1959 var hann forseti herráðs Banda- ríkjanna, og þremur árum seinna skipaði Kennedy for- seti hann yfirmann sameigin legrar stjórnai hers, flughers og flota. Árin 1964 og 1965 var hann svo sendiherra í Saigon, en er nú starfandi í Washington. Hann hefur ritað greinaflokk um styrjöld ina í Vietnam, og birtist hér ein greinanna, lauslega þýdd úr danska blaðinu „Informa- tion“. FORSENDA loftárásanna á Norður-Vietnam er nauðsyn þess að gera allt og beita öll- um tiltækum ráðum til að Skapa leiðtog unum í Hanoi þá aðstöðu að þeir telji það í Maxwell Davenport Taylor eigin hag að skipta um skoð- un og hætta árásum á Suður- Vietnam. Þar sem loftherinn er öflugasta tækið okkar (eins og skæruliðamir eru þeirra), er það ekki nema eðlilegt að við beitum þesrsu tæki til hins ítrasta innan þess ramma sem hin óvenju- lega viðureign í Vietnam setur sér. Ég vil gjarnan leggja áherziu á óvenjuleg sérkenni viðureignarinnar til að skýra það hvers vegna Bandaríkin neita að beita flugher sínum á venjulegan hátt. Ákvörðunín um að giera loftárásir á hernaðarlega mikilvægar stöðvar í Norðux- Vietnam var tekin í febrúar 1965 eftir margra ára umræð- ur og kannanir innan her- stjórnar okkar Sem fulltrúi í nefnd þeirri sem Kennedy forseti sendi til Vietnam í október 1961 tii að kynna sér sí-versnandi ástand þar í landi — sem stafaði af svo- nefndu ,,frelsisstríði“, sem Framhald á bls. 12 Bandarísk flugvél yfir Vietnam. tekin ótvíræð afstaða til tveggja höfuðmála, sem taka verður ákvörðun um, við endurskoðun fræðslukerfis- ins, sem nú stendur yfir. Hér er annars vegar um að ræða skólagöngu sex ára barna og hins vegar landsprófið. Ungir Sjálfstæðismenn leggja til að skólaskylda hefj- ist við sex ára aldur. Þessi tillaga er í samræmi við þá stefnu, sem nú virðist ríkja á hinum Norðurlöndunum, en einnig er tekin afstaða til vandamáls, sem fæstir hafa ef til vill gert sér grein fyrir. Þau börn, sem á þessum aldri eru, njóta nú ekki skólavistar og aðeins að mjög takmörk- uðu leyti leikskóladvalar. Þörfin fyrir leikskóla fyrir yngri aldursflokka hefur ver- ið brýnni og að vissu leyti hafa vngri aldursflokkarn- ir þrengt sex ára börnunum út úr leikskólunum. Innan skamms tekur til starfa nýr leikskóli í Safamýri og er þá ætlunin að kanna, hve mik- il þörf er fyrir leikskólavist sex ára barna. Hins vegar er það vafalaust framtíðarlausn- in að lækka skólaskyldu í sex ára aldur, en það þýðir einnig töluverða breytingu á skóla- kerfinu og skapar þörf fyrir sérmenntaða kennara til þess að kenna svo ungum börnum. Gleðilegt er, að nú hefur í fyrsta skipti af stjórnmála- samtökum verið tekin ótví- ræð og afdráttarlaus afstaða til þessa máls. Ungir Sjálfstæðismenn leggja óhikað til, að lands- prófið verði afnumið. Sú sam- þykkt hefur höfuðþýðingu og skiptir miklu máli við endur- skoðun fræðslukerfisins. Óyggjandi rök hafa verið færð fyrir því, að landsprófið sé alvarlegur hemill á mennt- un íslenzks æskufólks og hafi valdið því að alltof lág hlut- fallstala hvers aldursflokks lýkur stúdentsprófi og legg- ur fyrir sig háskólanám. Það er svo spurning, sem verður að taka afstöðu til, hvort menn vilja opna algjörlega leiðina til stúdentsprófs eins og Svíar virðast vera að gera eða t. d. taka ákvörðun um það síðar á menntaleiðinni, hverjir skuli teljast hæfir til háskólanáms. Eins og nú standa sakir er það gert á þeim aldri, að það gefur afar takmarkað vísbendingu um, hverjir eru hæfir til háskóla- náms. í samþykktum ungra Sjálf- stæðismanna um menntamál er bryddað upp á mörgum öðrum nýmælum, svo sem valfrelsi í tungumálanámi, þegar á 12 ára aldri og val- greinar á gagnfræðastigi. Ujóst er, að ungir Sjálfstæðis menn hafa unnið þarft verk á sviði menntamála og markað ótvíræða og glögga stefnu til nokkurra meginspurninga í sambandi við endurskoðun fræðslukerfisins, sem óhjá- kvæmilega munu hafa mikil áhrif á það starf, sem nú er að unnið í sambandi við skólarannsóknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.