Morgunblaðið - 27.01.1968, Side 3

Morgunblaðið - 27.01.1968, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1968 3 N.K. miðvikudag frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið ís- landsklukkuna eftir Halldór Laxness. Það væri sennilega að reisa sér hurðarás um öxl, að ætla að kynna það verk, ekki sízt þegar tillit er tekið til þess, að um fjórði hver íslendingur hefur þegar séð það á fjölum Þjóðleikhúss- ins, auk þeirra sem ýmist hafa lesið leikritið, eða skáld söguna, sem það er samið úr. Maður seim fylgist vel með í ísl'enzku leikhúslífi sagði við undirritaðan í gær, að jafnframt því sem hann hlakkaði til þess að sjá ís- landisklukkuna í þriðja^ skipt — kviði hann fyrir. Ástæð- una sagði hann vera, að túlk un leikaranna hefði þá verið Baldvin Halldórsson leikstjóri, Guðlaugur Rósinkranz Þjóðleikhússtjóri ög Halldór Laxnes. íslandsklukkan í Þjóðleikhúsinu Laxnes vinnur að nýju leikriti ógleymanleg og ósjálfrátt kæmi til samanburðar. Ekki þar fyrir að hann krvaðsf viss um, að nýju leikararnir stæðu fyllilega fyrir sínu. Víst er um það, að margir munu nú sjá íslandskukkuna í annað eða þriðja sk'pti. Og alltaf verður eitthvað nýtt að sjá og nýtt að heyra og skilja. í tileifni frumsýningarinn- ar á miðvikudaginn boðaði Þj'óðleikhússfjóri, Guðiaugur Rósinkransi, fréttamenn til fundar í gær. Viðstaddir voru einnig höfundur leikrits in.s, Halldiór Laxness, og leik stjórinn, Baldvin Halldórs- son. Verður þestsi sýning á íslandsklukkunni bezt skýrð með þeirra orðum og þeim spurningum er fyrir þá voru lagðar af blaðamönnum. Þjóðleikhússtjóri sagði: ís- landsklukkan var fyrsta nýja íslenzka lelkri'tið sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu eft ir að það var stofnað. Áður hafði ég rætt við höfundinn um mögulel'ka þess að hann semdi leiklhúsverk upp úr skáldsögunni. Tók hann vel í það og hófst handa. Leik- ri'tið var svo frumsýn't í april 1950 og var þá Lárus Páls- son leikstjóri. Strax kom 1 ljós hversu miklum vimsæld- um leikritið átti að fagna. Það var aftur tekið til sýn- inga á árinu 1951 og 1952. Alls urðu sýningarnar 56 og leikhúsgestir 31—32 þúsund. Slík aðsiókn er einsdæmi í sögu leikhússins og hefur ekkert leikrit enn slegið þetta met. Þegar svo Laxnes fékk bókmenntaverðlaun Nó- bels 1956 var ákveðið að halda nokkrar sýningar á le krifinu, honurn til heiðurs. Við reiknuðum með 4—5 sýn ingum, en aðsóknin varð slík, að þær urðu 25. Það hafa því verið yfir 80 sýningar á Íslandsklukkunni í Þjóðleik- húsinu og sýningangestir eru samtals yfir 50 þúsund manns. Tölurnar eimar sýna þann áhuga sem íslendingar hafa sýnt þessu leikhúsverki. Það, er trú mín, að íslands- klukkan hafi enn mikinn hljómgrunn meðal íslend- inga, enda er það svo að ef mokkurt. íslenzkt lei'krit höfð ar til manna, þá er það ís- landsklukkan. Blaðam.: Nú er lei'karaskip un önnur en var? Þjóðleikhússtj.: Leikarar eldast eins og annað fól-k, og nú var ekki um anmað að ræða en að breyta til. Bald- vin Hal'ldórsson er nú leik- stjóri í stað Lárusar Pálsson- ar áður. S'kipun aðalleikara er sú, að Jón Hreggviðsson er leikinn af Róbert Arn- finmssyni, Amas Arneus er leikinn af Rúr.k Haraldssyni Snaefríður íslandssól er leik- in af Sigríði Þorvaldsdóttur, Jón Grindvíkingur af ungum og efnilegum leikara Jóni Júlíussyni. í þassum hlut- verkum voru áður Brynjólf- ur Jóhanesson, Þorsteinn Ö. Stephemsen, Herdís Þorvalds- dóttir og Lárus Pálsson. í nokkrum tilfellum eru leik- endux þeir sömu og í fyrri sýningum, Eydalín lögmaður er leikinn af Val Gíslasyni, sem áður; Valdimar Helga- son -leikur aftur manninn úr Kjósinni og Lárus Ingólfsson leikur Jón Þeófíluisson — manninn sem reyndi að galdra t;l sin stúlku með vindgapa, og var e'kki hægt að brenna fyriir vestan sök- uim þess að Þorskfirðingar synjuðu um hrísið. Gunnar Bjarnason gerði leiktjöld að sýningunni, en búninga gerði Láruis Igólfs- mms Róbert og Sigríður í hlutverkum sínum. Rúrik Haraldsson, í gerfi Arnas Arneus. son, en þeir eru flestir hinir sömu og við fyrri sýmingar. Blaðam.: Er leikritið flutt óstytt? Laxnes: Það er flutt óbreytt frá þeim texta sem var prent- aður fyrir 18 árum. Þá strax varð að fella ni'ður nokkur atriði úr upphaflegum texta, tímans vegna. Það sem helzt er frábrugðið við þessa sýn- ingu er að tíminn er notað- ur bet-ur. Blaðam.: Hefur ekki komið til greina að semja leikrit upp úr fleiri skál'dsögum yð- ar, t.d. Gerplu? Laxnes: Gerpla er ekki eins hæf til að gera úr leik- rit eins og íslandsklukkuna, því að í þeirri bók eru stór- ir kaflar í leikritsformi. Það er töluvert mikill munur á hvernig leiksv ðspersónur og persónur í skáldsögum eru búnar til. ÞjólVleikhússti.: Höfundur tengir atriði leikritsinis sam- ,an með stuttum skýringum. Blaðam.: Að hvaða leyti er uppsetning leikritsins frá- brugðin að þessu sinni. Leikstjóri: Uppsetning hef- ur verið gerð einfaldari og lögð áherzla á að draga fram það sem máli skiptir í upp- færslunni. Leikritinu er skipt í 20 atriði og áherzla er lögð á að nýta mögulei'ka hring- sviðsin.s. Áður var tjaldið fel'lt á milli atriða, en nú fer skiptingin fram fyrir opnum tjöluim. Þá er náttúrumáln- ing tekin út, en þess í stað notaðar svart-hvftar skugga myndir sem eru unnar eftir gömlum koparstungum. Blaðam.: Hvað tekur sýn- ingin langan tíma? Þjóðleikhússtj.* Um þrjár klukkustundir fyrir utan hlé. Laxnes: Sýningin tók áður um fjórar klukkustimdir. Það má ekki reyna um of á þolinmæði fólks. Mér skilst að það fari að iða í sætum sínum um kl. 11. Blaðam.: Er skálidið að vinna að nýju leikriti? Laxnes: Já, ég hef verið að því, en lagði það á hilluna STAKSTEIMR Sigríður Þorvaldsdóttir leikur Snæfríði íslandssól. í biii. Ég vann að þessu verki. i fyrra vetur og sumar. Ann- ars er það á því stigi að lít- ið er hægt að skýra frá því. Þet'ta er langt og mikið verk, og ég hef jafnframt skrifað það í formi skiáldsögu, að vísu ekki sama, en mjög skylt að efnd. Blaðam.: Er efni leikritsins sótt í sam'tímann? Laxnes: Það er sótt í þann liistræna tíma sem verður að vera í hverju skáldverki, tírna sem ekki er í tengslum við alm.anak, eða annál árs- ins. Blaðam.: Hver verða næstu verkefni Þjóðleikhússins? Þjóðleikhússtj.: Næsta lei'k rit verður eftir Bandaríska leikritaskáldið Simon og nefn ist Makalaus sambúð. Laxness: Er það eitthvað í líkingu við Ástir samlyndra hjóna? Þjóðleikhússtj.: Þessu leik- rifi leikstýrir Erlingur Gísla- son. Næsta leikrit verður svo Vér morðingjar eftir Guð- mund Kamban undir leik- stjórn Benedikts Árnasonar og í vor verður sýnd óperan Brosandi land. Félagsmál í brennidepli Á síðustu árum hafa félagsleg vandamál verið meir í sviðsljós- inu en áður var, og er það eðli- leg þróun í því velferðarþjóð- félagi, sem hér er að byggjast upp. Ein vísbending um, að vax andi skilningur er fyrir hendi á þýðingu félagslegs starfs, er sú endurskipulagning sem Sjálf- stæðismenn í borgarstjóm Reykjavíkur, undir forustu Þóris Kr. Þórðarsonar, borgarfulltrúa, beittu sér fyrir á síðastliðnum vetri á félagsmálastarfi Reykja víkurborgar. f grófum dráttum má skipta þeim verkefnum i tvennt, sem heyra undir félags- mál. Það er annars vegar um að ræða nauðsyn þess, að veita ýmsu fólki aðstoð, sem með ein- hverjum hætti hefur lemt í erf- iðleikum í lífinu, og jafnframt með fyrirbyggjandi aðgerðnm að koma í veg fyrir slíkt. Hins vegar er um að ræða ýmis kon- ar þjónustustarfsemi við almenn ing, svo sem með byggingu barnaheimila, bæði leikskóla og dagheimiia, gæzluvalla og ann- arra svipaðra þjónustustofnana. Annar heimur f rauninni gera fæstir sér grein fyrir þvi, að í Reykjavik er til annar heimur, sem ekki kemur fram í hinu daglega lífi borgar- búa, þar er um að ræða fólk sem af ýmsum ástæðum hefur annað hvort lent á villigötum í lifinu eða orðið fyrir barðinu á örlögunum með öðrum hætti. Hið alvarlegasta er þó e.t.v. að margvísleg vandamál virðast leggjast i ættir. Þannig að tvær og jafnvel þrjár kynslóðir sömu f jölskyldu eiga við félagsleg vandamál að stríða. Þessi heim- ur er flestum Reykvíkingum ó- kunnur, en hann er samt sem áður staðreynd, og sívaxandi áherzla er á það lögð af hálfu Reykjavíkurborgar að vinna að lausin á vandamálum þessa fólks, en það kostar stöðugt aukna fjármuni og sífellt stærri mannafla. Sú er líka reynslan annars staðar. Aðstoð við heimilin Hitt verkefnið á sviði félags- mála er að því leyti geðþekk- ara, að þar er ekki um að ræða vandamál fólks, sem margs kon ar óhamingja hefur dunið yf- ir, heldur fyrst og fremst að- stoð við heimilin í borginni með byggingu dagheimila, leikskóla, gæzluvalla og annarra þeirra stofnana sem snerta málefni barna og unglinga. Að vísu eru skiptar skoðanir um hversu langt eigi að ganga í þessum efnum, en það er engum vafa bundið, að á næstu árum verð- ur að leggja sívaxandi áherzlu á þessa þjónustustarfsemi við borgarana í bænum, enda má segja, að forsendur hafi skapazt fyrir því, nú, þegar önnur að- kallandi verkefni borgarinnar eru svo vel á veg kominn, svo sem skipulagsmál, gatnagerð og hitaveituframkvæmdir. Þess vegna mú búast við því, að fé- lagsmálin færist æ meir í sviðs- ljósið á næstunni og borgarfé- lagið muni í vaxandi mæli og með aunknm fjárveitingum snúa sér að stóreflingu hins félags- lega starfs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.