Morgunblaðið - 08.02.1968, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1968
5
Jeppinn kastaðist til með
700 pund af áburði
sem sett höfðu verið til að þyngja hann
Rœtt v/ð Sigurgeir Tómasson, bónda oð
Mávavatni í Reykhólasveit, en hann
varð að flýja íbúðarhús sitt í
Kortið sýnir bæina þrjá í R eykhólasveit, sem einna verst
urðu úti í ofviSrinu.
ofviðrinu um helgina
MIKLAR skemmdir urðu á
bæjunum í kringum Reyk-
hóla í Reykhólasveit, en þar
varð ofviðrið einna mest um
helgina.
Margvíslegar skemmdir
urðu heima að Reykhólum,
snjóflóð féll á túnið að bæn-
um Grund, og olli miklum
skemmdum á því, þar sem
stórgrýti fylgdi flóðinu. Síðast
en ekki sízt varð heimilisfólk,
að bænum Mávavatni, að
flýja íbúðarhúsið, þegar all-
ar rúður hússins, sem áveðra
voru, brotnuðu og húsið fyllt-
ist af snjó.
Að Mávavatni býr Sigur-
geir Tómasson ásamt konu
sinni Dísu Magnúsdóttur, og
fjórum börnúim þeirra, á aldr
inum 2—11 ára. Morguniblað-
ið átti í gær símtal Við Sig-
urgeir, og sagði hann svo frá
atburðum aðfaranótt miánu-
dagsins.
— Veðrið þessa nótt var
óskaplegt og man ég ekki
eftir öðrum eins ofsa, Grjót-
hnullungar tókust á loft, og
skyndilega, litlu fyrir kl. 5,
brotnuðu allar rúður, sem
áveðra voru vegna grjótflugs-
ins.
Gegnumtrekkurinn var ó-
skaplegur um leið og rúð-
urnar voru farnar, og snjór-
inn átti greiða leið inn í
húsið. Áttum við því einskis
annars úrkostar en að flýja
húsið.
— Við ákváðum að reyna
að komast til Tómasar á Reyk
hólum, en þangað eru aðeins
nokkur hundruð metrar. Við
vorum svo heppin, að bílskúr ’
inn er samfastur við íbúðar-
húsið og gengt þangað úr
húsinu. Þar á ég Landrover-
jeppa, og þurftum við því
ekkert að fara út í veðrið,
þegar við fórum á milli bæj-
anna.
— Ég hafði sett 7 álburðar
poka á jeppann til að þyngja
hann, en hver poki vegur um
100 pund. Þrátt fyrir það
kastaðist jeppinn til í veðr-
inu, og menn geta því ímynd
að sér, hvernig það hefði ver
ið, ef áburðarpokarnir hefðu
ekki verið fyrir hendi. Börn-
in tóku þessu öllu með mik-
il’li ró, og það var tekið vel á
móti okkur að Reyklhólum.
— Miklar skemmdir urðu á
húsinu ,og er ég núna að
vinna að því að lagfæra það.
Miðstöðin sprakk öl'l, innan-
stokksmunir skemmduist af
af snjónum og innveggir
sprungu og málningin á þeim
flagnaði af. Þá skem-mdist
þakið einnig nokkuð. Er ég
núna búinn að byrgja glugg-
ana, sem brotnuðu, og er að
rífa húsið að innan.
Að Reykhólum urðu tals-
verðar skemmdir, sem fyrr
segir, og áttum við sím.tal
við séra Þórarin Þór að
Reykfhólum til að spyrjast
fyrir um þær.
— Hér heima að Reyklhól-
um urðu skemmdirnar einna
tilfinnanlegastar á kirkjunni,
sagði hann. — Hún er til-
tölulega nýbyggð, og er ekki
alveg fullkomlega búið að
ganga frá henni að innan. f
stórviðri þessu brotnuðu all-
ar rúður í henni, sem áveðra
voru, og litlu síðar nokkrar
rúður á suðurhliðinni. Gegn-
um trekkurinn var svo óskap
legur, að hann braut fyrst
niður hurðina í innri dyrum
kirkjunnar, en síðan brotn-
uðu útidyr kirkjunnar upp,
en þær voru úr mjög vönduð-
um harðviði og kostuðu tug
þúsund kónur. Þá fór snjór
inn í kirkjuna, og er t.d.
teppið í kór kirkjunmar á
kafi í snjó. Er enn ekki lokið
við að þrífa kirkjuna að inn-
an að fullu. Þessar skemmdir
• - - - —
á kirkjunni komu sér annars
mjög illa, því við höfðum bar
ist í bökkum fjárhagslega, og
eigum ekki túskilding af-
gangs til þess að kosta lag-
færingu á kirkjunni.
Víðar urðu þó skemmdir
og tjón hér á Reykhólum en
á kirkjunni einni. Kaupfél'ag-
ið hafði t-d. reist hér útihú,
og þar brotnuðu rúður. Fuku
vörur úr verzluninni um allt,
og miklar skemmdir urðu inn
í verzluninni. Er þetta vensta
veður, sem elztu menn muna
að hér hafi komið. Þó var
ofsinn meiri hér í kringum
Reykhóla en annars staðar í
sveitinni, enda skemmdir hér
mestar, sagði Þórarinn að lok
um.
J
Athugasemd frá FIB
Togaraeigendur hafa aldrei stungið upp
á því að hafa ekki loftskeytamenn á
togurunum
f LEIÐARA Morgunblaðsins 6.
þ.m., er rætt um hin uggvæn-
legu sjóslys nú undanfarið, en
í þeirn hefir brezk togaraútgerð
og sjómannastétt goldið mikið
og hörmulegt afhroð. Rætt er
um, að ekki séu loftskeytamenn
á öllum brezkum togurum og í
framhaldi af því segir:
„f umræðum um vandamál tog
araútgerðarinnar hér á landi
hefir því verið varpað fram,
hvort hægt væri að létta und-
ir með togaraútgerðinni m.a.
með því að fækka mönnum
um borð, þ.á.m. að hafa enga
loftsk ey tam enn.“ (leturbr.
vor).
í leiðara í dag, 7. febr., vitnar
Þjóðviljinn í þessi ummæli Morg
unblaðsins orðrétt og gerir að
sínum. Hætt. er við að lesendur
láti sér detta í hug, að slíkar
tillögur hafi komið frá togara-
eigendum. Er því hér með harð-
lega mótmælt.
í þessu sambandi skal á það
bent, að á árinu 1963 og aftur á
árinu 1966 störfuðu nefndir á
vegum sjávarútvegsmálaráðu-
neytisins að könnun á hag og
afkomu togaraútgerðarinnar og
gerðu þær tillögur um lausn á
aðsteðjandi vandamálum henn-
ar. Félag ísl. botnvörpuskipa-
eigenda átti fulltrúa í bóðum
þessum nefndum. f þeim var
aldrei stungi'ð upp á að hætta
að hafa loftskeytamenn á togur-
unum. Tillögux nefndanna snér
ust eingöngu um fækkun þeirra
manna, sem á þilfari vinna, og
bera skýrslur nefndanna þessu
glöggt vitni. Félag íslenzkra
botnvörpuskipaeigenda hefir
aldrei gert neinar tillögur í þessa
átt.
Togaraeigendum er ljóst, að
togarasjómenn eiga lífsöryggi
sitt mjög undir því, að skipin
séu búin fullkomnum fjarskipta
og siglingatækjum og að með
þau fari hæfir menn, sem gæti
þess að þau séu ávallt í full-
komnu lagi, en það er einmitt
hlutverk loftskevtamannanna að
gæta þess að svo sé. í þessu sam
bandi má líka benda á, að síð-
an á miðjum 4. áratug þessarar
aldar 'nefir verið öryggisvarzla
alian sólariiringinn á íslenzka
togaraflotanum, þannig að ætíð
er kxftskeytamaður á vakt. við
„morse“ og loftskeytatæki, og
skapar þetta fyrirkomulag mikið
öryg.gi, ekki aðeins fyrir togar-
ana og sjómenn á þeim, heldur
og fyrir öll íslenzk og erlend
skip hér við land.
Athugasemd þessi er í dag
send Morgunblaðinu og Þjóðvilj
anum.
Reykjavík, 7. febrúar 1968.
Félag ísl. botnvörpuskipaeig-
enda.
Aths. Morgunblaðinu er
ánægja að birta þessa athuga-
semd FÍB, en vill benda á að
það hefur aldrei haldið því fram
að togaraeigendur hafi sett
fram kröfu um að hætt yrði að
hafa loftskeytamenn á íslenzk-
um togurum, eins og raunar sést
á ti'lvitnuninni í forustugrein
blaðs'ns.
Ritstj.
BRIDGE
ÖNNUR umfer’ð Reykjavíkur-
meistaramótsins í bridge var
spiluð 4. febrúar sl.
Úrslit urðu þessi:
Meistaraflokkur
Benedikt vann Símon ....... 5:3
Zóphanías vann Ingibjörgu . 8:0
Hjalti vann Hilmar ........ 6:2
Dagbjartur vann Bernharð . 7:1
I. flokkur
Páll vann Andrés .......... 8:0
í Stykkis-
hólms-
höfn
HÉR eru tvær myndir frá
Stykkishólmi, sem sýna bát-
ana sem voru hætt komnir
við bryggju í ofsaveðrinu 4.
og 5. þ.m. en áður hefur verið
sagt frá þessu í fréttum Mbl.
En það var mikil mildi að
ekki fór verr, því á tímabili
leit svo út sem bátarnir
myndu brota allir meira og
minna. Það var þeim tU happs
• að íshroði sá, sem sést á m.ynd
unum, kom seinni hluta
sunnudagsins og myndaði
skjaldborg um bátana, svo þeir
sluppu.
Jón vann Hörð 6:2 2 — Hjalta Elíassonar 13
Gunnar vann Halldór 5:3 3 — Símonar Símonars. 11
Magnús vann Matthías .... 8:0 I. flokkur
II. flokkur 1 Sv. Magn. Eymundss. 13
Halldór vann Gísla 8:0 2 — Jóns Stefánssonar 12
Ármann vann Sigtrygg .... 8:0 II. flokkur
Ari vann Ragnar 8:0 1 Sv. Ara Þórðarsonar 16
STAÐAN EFTIR 2 UMFERÐIR Þriðja umferð verður spiluð
Meistaraflokkur St. 11. febrúar og hefst kl. 14:00 í
1—2 Sv. Benedikts Jóhannss. 13 Domus Medika.
Kalkútta, Indlandi, 6. febr. AP
ÞRJÁTÍU manns munu hafa dáið
úr kulda í Vestur-Bengal, Assam
og Bihar, allra síðustu daga. Ó-
venjulegar frosthörkur hafa ver-
ið á þessum slóðum undanfarna
daga.