Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1968 „Menningarsamskipti Færeyja og íslands aukast stöðugt" — Poul P. M. Pedersen ræðir við Peter IMohr Dam, lögmann Færeyja Þórghöfn í janúar — ER erfitt að stjórna Færey- inpum? Stundum höfum við heyrt eitthvað, sem gefur til kynna, að svo sé. Þannig hyrja ég samtalið í glettnistón. Viðtal- ið fer fram síðla dags í skrif- stofu lögmannsins á hinu sögu- fræga Þingnesi. En formaður landsstjórnarinnar, Peter Mohr Dam. lætur sér hvergi bregða, •n svarar brosandi og rólega: — Ekki held ég, að erfiðara sé að stjórna Færeyingum en öðr um. Enginn stjórnmálamaður kemst hjá vonbrigðum og and- streymi, hvar sem hann er í heiminum. En stjórnmálavafstr- ið hefur einnig sínar gleðilegu hliðar, þegar vel gengur. Og oft gengur mjög vel. Það get ég að minnsta kosti sagt hvað snertir flokki minn, færeyska jafnaðarmannaflokkinn og starf hans. — En einhver vandamál hljóta nú að hafa skotið upp kollinum? — Ætli nokkur kæri sig um tilveru, þar sem engin væru vandamálin. Þegar öllu er á botninn hvolft Iheld ég, að okk- ur myndi leiðast afskaplega siíkt líf. Ég hygg, að mað-ur sjái hlutina þ.ví aðeins í réttu ljósi, þegar vandamál eru brotin til mergjar. Þá er auðveldara að komast að farsælli niðurstöðu. Lögmaðurinn verður sjötugur í ágúst á þessu ári, Hann ber ekki aldurinn utan á sér. Augun eru glettin og andlitið þrungið lífi. Hann er þekktur fyrir mælsku. Sem áróðursmaður ákafur og skýtur gneistum af ákefð, þegar svo ber undir. Hann gefur ræðum sínum gjarnan ljóð- rænan biæ, án þess að fara út í öfgar. Síðan hann var ungur að aldri, hefur hann ort ljóð. Þegar William Heinesen sendi á markaðinn litla bók rétt fyrir 1930 með ungum færeyskum ljóðum, var þar og að finna kvæði eftir P. H. Dam. Hann og hinn jarðbundni raunsæis- maður CHR. Djurhuus, sem er varalögmaður, vinna prýðilega saman. Þó að Djuurhus sé sem kunn- ugt er, sambandsmaður en Dam jafnaðarmaður eru þéssir tveir reyndu stjórnmálamenn sam- mála í aðalatriðum um stjórn landsins og sýna hvor öðrum mesta traust. — Hvað viljið þér segja um samibandið við Danmörku? — Það hefur komið í ljós, svo að ekki verður um villzt, að hægt er að stjórna Færeyingum í sátt og samlyndi við dönsku stjórnina. Nú afgreiðum við sjálfir mörg mál, önnur hljóta samiþykki eða breytingar hjá dönsku stjórninni. Samband Dan merkur og Færeyja er nýsköp- un, sem hvergi á sína hliðstæðu í heiminum. Hún er grundvöl’l- uð á almennu frelsi, það er að segja, hún setur skilyrði sem báðir aðilar eru þó ekki bundn- ir af og hafa frjálsar hendur um að setja fram breytingartil lögur. Lagasetning, efnahags- mál og ýmis sameiginleg mál byggjast á því, að báðir aðilar séu á einu mál’i um fyrirkomu- lag samvinnunnar. — Er hugsanlegt að sameig- inlegt mál beggja verði útkljáð af ykkar stjórn? — Sem hægast. Það getur gerzt smám saman. Sú hefur til dæmis orðið reyndin með fær- eyska útvarpið. Lögþingið hef- ur einkarétt á að reka útvarps- stöð. Áætlanir og tillögur. sem varða utanríkismál eru teknar hjá yfirvöldunum, sem um þau mál fjalla. — Og hvað um skólakerfið? —■ Við höfum sjálfir tekið að okkur rekstur stúdentaskólans og sjómannaskólans. Jafnaðar- menn hafa verið sammála sam- bandsflokknum og gamla Sjálf- stjórnarflokknum um allt, sem við höfum tekið að okkur. — Hvenær vaknaði áihugi yð- ar fyrir stjórnmálum? Peter Mohr Dam. — Ég var þá mjög ungur að árum. Faðir minn fórst, þegar ég var átta ára. Móðir mín stóð þá ein uppi. Þá var ekki um að ræða neina hjálp frá því opin- bera. Ekkert efnahagsöryggi var fyrir þá, sem óvinnufærir voru vegna sjúkdóma eða ellihrum- leika, Þetta réði úrslitum um mín pólitísku sjónarmið. Einn þeirra manna, sem hafði mikil áhrif á mig var Abraham Metz, ungur danskur læknir. Þegar ég var 15 ára var ég rúmliggjandi í langan tíma og missti því mik- ið úr skólanum. Metz læknir reyndist mér hið bezta og sýndi mér áhuga og velvilja, hann léði mér bækur, meðal annars um Karl Marx. Þegar ég hafði lesið bækurnar, fórum við sam- an yfir efni þeirra. Hann kenndi mér líka reikning. Metz varð síðan læknir í Esbjerg, eftir dvölina í Færeyjum. — Þér höfðuð áhuga á að verða kennari — Já, mig fýstí mjög að læra, lesa og lœra — og síðan vakn- aði einnig áhugi hjá mér að kenna — miðla öðrum. — Og löngunin til stjórnmála afskipta? — Já, þetta kom svona hvað af öðru. Árið 1920 kom ég heim til Suníbö, sem er syðsta byggð á Suðurey. Þar varð ég formað- ur sveitastjórnarinnar. Þá var ég 22 ára, Áið 1925 flutti ég til Tver og þar varð ég einnig með- limur sveitarstjórnarinnar og hef verið síðan. Árið 1928 varð ég fulltrúi á lögþingi Færeyinga og hef verið það síðan. Tvívegis hef ég verið lögmaður. Ég hef verið fulltrúi Færeyinga á danska þinginu. Auk þess er ég formaður færeyska jafnaðar- mannaflokksins. — Hver eru skipti flokksins við umiheiminn, — Við eigum góð og þörf skipti við danska jafnaðarmanna flokkinn og hina norrænu jafn- aðarmannafl'okka alla. — Hefur fulltrúi Færeyja að gang að Norðurlandaráði. — Já. Ég lagði málið fram fyr ir nokkrum árum. Einn af lærð ustu lögfræðingum Noregs var mjög hrifinn af þeim rökum, sem við lögðum fram. — Og mun samstaða sú sem Færeyingar og Álandseyjar hafa, ekki verða þrándur í götu fyrir upptöku Færeyinga í Norð urlandaráð? — Þessu er ekki hægt að líkja saman. Álandseyjar eru bundnar af fyrri samningum. Sjálfstjórn okkar er ákveðin af þjóðarrétti og það er Danmörku til sóma, að þeir viðurkenna þetta sjónarmið. Við höfum ekki nóg í sjálfum okkur — við þurf um samvinnu. Reyndar hef ég heimsótt Álandseyjar og mætti þar einstakri gestrisni og vinar- hug, það var gleðilegt og gagn- legt. —Færeyjar og EFTA? —Sameiningaróskin er sterk- ari en óskin um aðskilnað. Sam vinna er Færeyjum sérstaklega nauðsynleg. í færeyska jafnað- armannaflokknum höfum við myndað orðið lífsfrelsi, Það þýð- ir, að takmark okkar eru ákveð in réttindi, en að við verðum sjálfir að gefa nok'kuð á móti. Frelsið mun einmitt leiða til betri samvinnu milli hinna nor rænu þjóða. — Haldið þér að Færeyjar muni slíta sig úr tengslum við Danmörku í náinni framtíð? Svar lögmannsins kemur um hæl. — Aðskilnaður liggur ekki í loftinu nú, 'heldur samvinna á jafnréttisgrundvelli. Eyjaskeggi er öðru vísi en meginlandsbúi, en þeir þarfnast hvor annars. Norski dalabúinn þarfnast hins glaða og síkáta Dana. Og leyfið mér að bæta við, án þess að það hljómi sem gort, að hin málefna lega afstaða jafnaðarmanna- flokksins hefur smám saman haft á.hrif á hina flokkana. — Þér hljótið að þekkja marga danska stjórnmálamenn? — Já, það tilheyrir hinum góðu hliðum í starfi mínu. í danska þinginu skortir ekki á jákvæða afstöðu og vinarhug til Færeyinganna — og eiga allir þingmenn danskir hér hlut að, ég tel það sé bergmál af hug FÉLAG íslenzkra leikara hélt Brynjólfi Jóhannessyni, leikara, og konu hans, frú Guðnýju Heigadóttur, samsæti í Þjóðleik- hússkjallaranum á mánudags- kvöld í tilefni sjötugsafmælis hans, sem að vísu er liðið fyrir nokkru. Mikill fjöldi gesta sat hófið. Veizlustjóri var Guð- björg Þorbjarnardóttir, leik- kona. Undir borðum voru fjölmarg- ar ræður haldnar fyrir minni heiðursgestsins og konu hans. Meðal ræðumanna voru Valur Dana til Færeyinga. Það er oft ekki fyrr en eftir á, að maður getur metið málefnin og séð þau í réttu ljósi, Ég vona að ræðan sem ég hélt í Norður- landaráði hafi vakið athygli í Danmörku. Fyrsti Daninn sem kom og þakkaði mér fyrir, var Poul Möller. — Og þér hljótið að hafa haft náin kynni af ýmsum fyrrver- andi forsætisráðherrum okkar? —■ Já, og ég vil taka fram að Viggo Kampmann var mjög á- fram um að veita okkur sem raunhæfastan stuðning, og stóð ek'ki að baki neinum Færeying í vinarhug sínum til þjóðarinn- ar. Maður verður að viðurkenna, að það er meiri styrkur í að standa saman en vera sundrað- ur. Einnig var H. C. Hansen frá bær í skilningi sínum og góð- vilja, þegar Færeyingar voru annars vegar. Um Jens Otto Krag vil ég segja, að hann hef- ur alltaf verið fljótur að mynda sér skoðanir og hefur alltaf ver ið mjög velviljaður. Af öðrum fl'okksleiðtogum m.innist . ég Eriks Eriks.sen. Ég hef alltaf haft fulla ástæðu til að telja hann okkur í fyllsta máta hlið- hollan. — Hvernig voru veiðarnar á sl. sumri? — Saltfiskiríið gekk betur en nokkru sinni fyrr. Útflutningur inn var yfir 30 málljónir meiri en áður. En við þurfum líka á fé að halda. Við erum að byggja allmörg nýtízku veiðiskip. Fær BYGGINGARFULLTRÚI hefur lagt til við bygginganefnd eftir- farandi götunöfn á ónefndum götum á Eiðsgranda og við Rauðalæk og breytingar á götu- nöfnunum í Skjólum og Skild- inganesi. Þó ekki hafi verið tek- in nein ákvörðun í málinu, birt- um við tillöguna til gamans og fróðleikis. heiti: Skildinganesvegur — Skild- inganes Baugsvegur — Bauganes Þvervegur — Einarsnes She'llvegUT — Skeljanes Botnlangi vestur úr Gíslason, leikari, Gylfi Þ. Gísla- son, ráðherra, Arndís Björns- dóttir, leikkona, Vilhjálmur Þ. Gislason, fyrrv. útvarpsstjóri, Guðlaugur Rósinkranz, er færði Brynjólfi fagra blómakörfu sem þakklætisvott frá Þjóðleikhús- inu. Klemenz Jónsson sæmdi Brynýólf hei'ðursmerki leikarafé- lagsins, Jökull Jakobsson talaði fyrir hönd Félags ísl. leikrita- höfunda, og Oddur Björnsson af henti Brynjólfi fagran pening frá félaginu. Leiknar voru af seg ulbandi kveðjur frá mörgum eyski fiskimaðurinn er traustur. Þrátt fyrir allar framfarirnar er það nú all’taf manneskjan, sem gildir. Það sjáum við í Dan mörku. Með dugnaði hefur ver- ið skapað þar velferðarríki, sem ekki á sinn líka í heiminum. — Er gott samtoand milli Fær eyja og Islands? —■ Menningarsamskipti fs- lands og Færeyja aukast stöð- ugt á síðustu árum, Við viljum læra af íslendingum. Við erum aðeins 40 þúsund hér. fslfending ar eru ca fimm sinnum fjölmenn ari. Fyrir ókkur hér ríður á miklu að halda gluggunum opn- um — auðvitað til Danmerkur og Skandinavíu — en einnig til íslands. — Færeyingar tala enn dönsku mjög vel. — Já, öll færeys’k börn skil’ja dönsku. Og allmargir Færeying ar skilja nýnorsku be.tur en margur Norðmaður. Margir sjó menn okkar skilja auk þess ís- lenzku. — Færeysku kennaramir hljóta að vera duglegir að geta kennt börnunum dönsku. — Það lítur út fyrir það. Því fyrr sem þyrjað er að kenna það því betur gengur það. Ef börnin leika sér svo við dönsku mælandi börn, kemur það nokk urn veginn af sjálfu sér. Ég tel mikils um vert, að kennslan í dönsku byrji nógu snemma í barnaskólunum. Sem norræn þjóð miðsvæðis, verðum við að setja okkur inn í aðstæður og viðhorf hinna norrænu þjóð- anna. Og við verðum að horfa opnum augum á heiminn. Þekk ing og innlifun er lykillinn að skilningi. (Viðtalið er þýtt og endursagt úr Kristilegt dagblad). Skeljanesi — Skeljatangi Botnlangi út úr , Skildinganesi — Skildinga- tangi Gnitavegur — Gnitanes Fáfnisvegur — Páfnisnes Gata frá Laugallæk sunnan Rauðalækjar — Leiru- lækur Götur út úr Eiðsgrnda taldar norðan frá heiti: Flyðrugrandi Keilugraindi Loðnugrandi Síldargrandi Ufsagrndi og Ýsugrandi, þekktum dönskum leikurum og vinum Brynjólfs í Danmörku. Margir aðrir en hér eru taldir tóku til máls og hylltu heiðurs- gestinn. Óperusöngvararnir Guðrún Á. Símonar, Jón Sigurbjörnsson og Magnús Jónsson sungu og Ævar Kvaran stjórnaði fjöldasöng. Að lokum þakkaði Brynjólf- ur með snjallri ræðu þann heið- ur sem sér og konu sinni hefði verið sýndur. Þvínæst voru borð upp tekin og stiginn dans fram eftir nóttu. Talið frá vinstri: Klemenz Jónsson, Guðný Helgadóttir, Gylfi Þ. Gíslason, Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir, heiðursgesturinn Brynjólfur Jóhannesson, Guðrún Vilmundardóttir, Valur Gíslason og Guðrún Guðmundsdóttir. Leikarar halda Brynjólfi hóf Tillaga að götunöfnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.