Morgunblaðið - 08.02.1968, Page 15

Morgunblaðið - 08.02.1968, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FBBRÚAR 1968 15 ERLENT YFIRLIT Straumhvörf í Vietnam STÓRSÓKN Viet Cong-skæru- liða og Norður-Vietnama í Suð- ur-Vietnam hefur gert að engu staðhæfingar um, að baráttu- þrek þeirra hafi bilað og upp- lausnarástand ríki í herbúðum þeirra. Þeir hafa sýnt áþreifan- lega hvers þeir eru megnugir, og sigrar þeirra hafa haft mikil sálfræðileg áhrif bæði í Suður- Vietnam og Bandaríkjunum. Hugsanlegt er, að stórsóknin hafi einmitt verið gerð í þess- um tilgangi og í öðru lagi til a'ð neyða Bandaríkjamenn til að setjast að samningaborði í veikri aðstöðu. Skýrslur og skjöl, sem tekin hafa verið herfangi af skæru- liðum Viet Cong, sýna, að þeir hafa verið hvattir til að leggja sig alla fram í þeirri vetrar- og vorsókn, sem nú er hafin með árásunum á 20 borgi og bæi í Suður-Vietnam, þar sem slíkt átak geti orðið til þess áð sam- steypustjórn með þátttöku Viet Cong verði mynduð í Saigon og slík stjórn, sem kommúnistar muni ráða lögum og lofum í að lokum, muni fá því framgengt, að Bandaríkjamenn flytji á brott allt herlið sitt frá Vietnam að nokkrum tímá liðnum. Hæpið er, að Bandaríkjamenn fáist til viðræðna við slíkar áð- stæður, sennilega álíka hæpið og að halda að loftárásirnar á Norð ur-Vietnam muni neyða Hanoi- stjórnina að samningaborði. Möguleikar á samningum hafa aldrei verið minni en nú, og Kortið sýnir nokkrar þær borgir þar sem barizt hefur verið í Suður-Vietnam að undanförnu. greinilegt er, að stórsóknin hafði verið ákveðin þegar Trinh, ut- anríkisrá’ðherra Norður-Viet- nam, sagði skömmu eftir áramót in, að samningaviðræður „mundu“ hefjast ef Bandaríkja- menn hættu loftárásum. Búizt er við, að styrjöldin harðni enn frekar og nýjar árásir eru senni- lega í aðsigi, bæði í borgum og bæjum Suður-Vietnam og ekki sízt sunnan við hlutlausa beltið. Mikilvægasta orrustan verður sennilega háð við Khe Sanh, út- virki Bandaríkjamanna sunnan við hlutlausa beltfð, sem er um- kringt fjölmennu herliði Norð- ur-Vietnama. Samtímis því sera bardagarnir í borgum Suður- Vietnam halda áfram hafa fyrstu stórfelldu árásirnar verið gerð- ar á þetta virki, en þeim hefur verið hrundið. Hér er sennilega um að ræða upphaf langvarandi átaka, og úrslit þeirra munu hafa afdrifaríkar afleiðingar. Ef Bandaríkjamenn halda Khe Sanh og mannfall verður mikið á báða bóga er ekki ólíklegt að samningaviðræ'ður geti hafizt, enda gætu þá báðir aðilar hald- ið því fram að þeir hefðu sigr- að. Khe Sanh er alltaf líkt við orrustuna við Dien Bien Phu, sem Frakkar töpuðu 1954, og margt er sameiginlegt þessum orrustum, en raunar er um að ræða umsátur í báðum tilvik- um. Khe Sanh er í dal eins og Dien Bien Phu, og staðurinn er umkringdur hæðum, sem eru að miklu leyti á valdi kommúnista, eins og vi'ð Dien Bien Phu. Við Khe Sanh er aðeins ein lítil flug braut, sem erfitt er að verja, eins og við Dien Bien Phu. Nú eins og þá eru varnarsveitirnar fjórum sinnum fámennari en árásarliðið, nú eins og þá hefst árásin snemma árs þegar allra veðra er von og erfitt er að halda uppi flugferðum og nú eins og þá er yfirmaður árásar- liðsins Vo Nguyen Giap hers- höfðingi, varnarmálaráðherra Norður-Vietnam. Dien Bien Phu var úrrslita- orrusta Indó-Kína-styrjaldar- innar, en staðurinn hafði litla hernaðarþýðingu í sjálfu sér og mikilvægi orrustunnar fólst fyrst og fremst í því að hún neyddi Frakka til að sóa kröft- um sínum og gerði kommún- istum kleift að gera árangurs- ríkar árásir í öðrum hlutum Viet nam. Eins og Dien Biem Phu er Khe Sanh ekki hernaðarlega mikilvægur staður í sjálfu sér, en frá sjónarmiði kommúnista er hann mikilvægur í þeim til- gangi að dreifa athygli Banda- ríkjamanna, sem nú þegar hafa sent þangað fjölmennt lið frá öðrum hlutum Suður-Vietnam til að treysta varnirnar á þess- um slóðum. Þetta fær'ði Viet Cong sér í nyt í síðustu viku til að ráðast á borgirnar. Umsátrið um Khe Sanh dreif ir athygli Bandaríkjamanna og Suður-Vietnama og þótt árásirn ar á borgirnar séu Viet Cong dýrkeyptar neyða þær Banda- ríkjamenn og Suður-Vietnama til að draga saman talsvert mik- ið lið í bæjunum og þannig dreifa þeir kröftum sínum. Víg- sta'ða Norður-Vietnama við Khe Sanh er eins og bezt verður á kosið, rétt hjá landamærum Laos og 22 km frá landamær- um Norður-Vietnam, birgðaleið- ir styttri en við Dien Bien Phu og öruggt athvarf á næsta leiti ef á þarf að halda sem er ólík- legt. Það sem ráða mun úrslit- um er hvort Bandaríkjamönn- um tekst að halda uppi loft- brú til Khe Sanh, en það var Frrökkum um megn við Dien Bien Phu. Sú orrusta stóð í 56 daga, en orrustan við Khe Sanh getur’sta'ðið lengur. IMixon gefur kost á sér RICHARD Nixon fyrrum vara- forseti hefur gefið kost á sér sem forsetaframbjóðandi repú- blikana og stendur nær því en keppinautar hans að hljóta til- nefninguna eins og sakir standa. Þetta hefði þótt ótrúlegt fyrir nokkrum árum, því að almennt var álitið að stjórnmálaferli hans væri lokið þegar hann beið ósigur fyrir Edmund G. Brown í ríkisstjórakosningunum í Kali- forníu 1962. Það versta sem hendir bandaríska stjórnmála- menn er að tapa kosningum og þar sem þessi ósigur bættist við ósigur Nixons fyrir John F. Kennedy í forsetakosningunum 1960 var engin furða þótt menn gæfu hann upp á bátinn. Það sem helzt mælir gegn því að Nixon hljóti tilnefninguna er að vafi hlýtur a'ð leika á því hvort hann hafi til að bera þann hæfileika að sigra í kosningum. Nixon mun því leggja á það Nixon megináherzlu á næstu mánuð- um að sanna það, að hann njóti hylli meðal almennra kjósenda með því að vinna glæsilega sigra í prófkosningunum í New Hampshire, Wisconsin, Indiana, Oregon og South Dak- ota. Ef hann dettur ekki um einhverja þessa hindrun, má telja öruggt að hann hljóti til- nefninguna sem forsetafram- bjóðandi repúblikana á lands- fundi flokksins í Miami 6. ágúst. Ef Nixon fer með sigur af hólmi í viðureigninni við Rom- ney, Percy, Rockefeller og Reag- an, þá vertia ástæðurnar svipað- ar og fyrir sigri Goldwaters á flokksþinginu í San Francisco 1964. Nixon hefur lagt höfuð- kapp á að tryggja sér traust fylgi innan flokksins. Hann hef- ur starfað í þágu flokksins síð- an hann lauk námi, en keppi- nautar hans komu allir úr at- vinnulífinu inn í stjórnmálin. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun nýtur enginn leiðtogi repúblikana jafnmikilla vin- sælda innan flokksins og Nix- on. Staða hans innan flokksins er svo traust, að um 500 þeirra 667 fulltrúa, sem sækja flokks- þingið í Miami, munu þegar hafa lýst yfir stuðningi við hann. Sennilega verður Nelson Rockefeller, ríkisstjóri í New York, skæðasti keppinautur Nixons á flokksþinginu, bæði vegna þess að hann er almennt talinn hæfasti maðurinn sem repúblikanar geti bo'ðið fram og einnig vegna þess að hann hefur sannað og sýnt að hann nýtur mikillar almenningshylli. En margir repúblikanar hafa aldrei getað fyrirgefið Rocke- feller fyrir að ráðast á Gold- water eftir að hann var valinn forsetaefni og litu á það sem svik. Nixon hefur af kænsku fært sér í nyt það ástand sem ríkt hefur í flokknum eftir ósig- ur Goldwaters og getur bent á að hann sé hvorki Goldwater- sinni né „svikari" við flokk- inn eins og Rockefeller hefur verið kallaður. En enginn vafi er á því að Rockefeller er sá leiðtogi repúblikana, sem ætti aúðveldast með að sigra John- son forseta. Nýjar deilur um IVIakedóníu HINAR fornu deilur Júgóslava og Búlgara um Makedoníu hafa blossað upp að nýju. Júgóslav- neska fréttastofan Tanjug hefur vísað á bug „landakröfum Búlg- ara á Balkanskaga, einkum á hendur Júgóslövum", og mót- mælt áróðursherferð sem hafin sé fyrir því í Búlgaríu að sá hluti Makedoníu, sem er í Júgóslavíu, og suðurhluti Serbíu verði sameinaðir Búlgaríu. Júgóslavar segja, að Búlgar- ar haldi því fram að Makedoníu menn séu af búlgörskum upp- runa, en sjálfir segjast Júgó- slavar játa, að Makedóníumenn hafi þjóðleg séreinkenni og við- urkennt þa'ð í lok heimsstyrjald- arinnar þegar stofnað var sér- stakt Makedóníulýðveldi innan júgóslavneska sambandsríkisins. Núverandi skipting Makedóníu er frá því í Balkanstyrjöldun- um 1912—13, en þá töldu Búlg- arar sig hafa borið skarðan hlut frá borði. Á dögum yfir- ráða Tyrkja áttu Búlgarar, Grikkir og Serbar í hörðrum deilum sín í milli um Make- dóníu. Júgóslavneska blaðið „Poli- tika“ hefur harðlega gagnrýnt búlgárska kommúnistaflokkinn fyrir að leyfa herferð þá, sem hafin sé í Búlgaríú fýrir innlim- un Makedóniu. Þyngst fellur Júgóslövum, að Búlgarar neita að viðurkenna opinberlega áð Makedónía sé til og halda því fram að hér sé um búlgarskt land að ræða. Blaðið „Borba“ sakar Búlgara um þjóðernis- hroka, sem það segir hafa kom- ið berlega í ljós þegar þess var minnzt nýlega að 90 ár voru lið— in frá undirritun San Stefano- samnings Rússa og Tyrkja. Sam kvæmt þeim samningi áttu Búlg arar að fá alla Makedóníu. — ,,Borba“ segir, að þessi áróðurs- herferð Búlgara lýsi nánast móðursýki. Búlgarar hertóku hinn júgó- slavneska hluta Makedóníu 1941, en 1947 var landamærun- um breytt aftur. Þessa staðreynd virðast búlgarskir kommúnistar neita að viðurkenna, þrátt fyr- ír öll slagorð um alþjóðlega ein- ingu kommúnista. I síðustu skýrslum um fólksfjölda í Búlg- aríu er ekki minnzt á make- dónska minnihlutann í landinu. Reiðastir eru þó Júgóslavar vegna þess, að Búlgarar hafa gef ið höfuðstað Makedóníu, Gorna Dzhumaya, búlgarska nafnið Blagoevgrad. íbúar óttast fjöldamorð ÁÐUR en borgarastyrjöldin brauzt út í Nígeríu, bjuggu sjö milljónir íbóa og fimrn milljón- ir manna af öðrum þjóðflokk- um í Biafra, austurhéraðinu, sem sag'ði sig úr lögum við sam bandsstjórnina í Lagos. Nú hef- ur helmingur íbóanna flúið inn í fr-umskógana, en hinn helming urinn berst fyrir lífi sínu. Árið 1966 myrtu Hausamenn í norð- urhluta landsins 30.000 íbóa, og í bæjum sem hersveitir sam- bandsstjórnarinnar hafa náð á sitt vald hafa verið framin Kortið sýnir Biafra og mið- vesturhéraðið Benin sem var um skeið á valdi Biafra- manna. fjöldamorð á íbóum. Ótti Ibó- anna er því ekki ástæðulaus. Ægileg eymd ríkir í Biafra, og er talið að 200.000 íbóar, sem búa nyrzt í héraðinu umhverf- is háskólabæinn Nsukka, séu á barmi hungursneyðar. Stjórnar- hersveitum hefur orðið mikið ágengt upp á síðkastið, og er nú eingöngu barizt í Biafra. Upp reisnarmenn hafa verfð hraktir yfir Nigerfljót og eru aðfram komnir. Á norðurvígstöðvunum hafa stjórrnarhersveitirnar höf- uðborgina Enugu og Nsukku á sínu valdi, og á suðurvígstöðv- unum hafa þeir náð hafnarbæj- unum Calabar og Bonny. Á vesturvígstöðvunum er búizt við að bærinn Oninthsa falli bráð- lega í hendur stjórrnarhermönn um. Mikilvægasti sigur stjórnar- hermanna hefur sennilega verið taka Bonny, því að sá bær stendur við innsiglinguna til hafnarborgarinnar Port Hart- court, sem er nokkurs konar tákn um þjáóðernisbaráttu íbó- anna og mikilvægasta borgin í þeirra augum. Ef stjórnarher- menn ná þessari borg á sitt vald, mun mótspyrna íbóanna Framhald á bls. 16 Frá bardögunum í Saigon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.