Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 28
 RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA-SKRIFSTOFA SÍMI 10.100 FIMMTUDAGUR 8. FEBRUAR 1968 Eddom var vel klæddur hinir ekki MBL. hafði samband vi'ð sjúkra- húslækninn á ísafirði, Úlf Gunnarsson, í gær, til að leita frétta af líðan skipbrotsmann- anna þriggja, sem þar liggja enn. En 16 skipbrotsmenn af Notts County fóru utan í gærmorgun með Flugfélagi íslands. Sagði læknirinn, að skipstjórinn á Notts County, George Burkes, væri allþungt haldinn, bæði af völdum taugalostsins og eins væri búizt við að taka þyrfti fingur af hægri hendi. Stýri- Neyðarl jós sást NNVafGarðskaga Leitað í gær án árangurs — Skips ekki saknað á þessum slóðum SKIPVERJAR á v.b. Gróttu sáu snemma í gærmorgun, neyðarljós norðnorðvestur af Garðskaga, en báturinn var þá staddur þar fyr- ir utan. ,,Ég tel útilokað, að þessi ljós, sem við sáum, hafi verið flug- vélaljós, sagði Guðmundur Ólafs son, skipstjóri á Gróttu, þegar Mbl. ræddi við hann í gær. — Ljós flugvéla stíga ekki svona frá sjávarfletinum og svífa aftur niður. Mér finnst að taka þurfi strangt á svona löguðu, ef ein- hverjir hafa verið að leika sér þarna“. Guðmundur kvað Gróttu hafa verið út af Garðskaga þegar Ijósin sáust. StýrimaðiVinn var þá uppi ásamt öðrum skipverja, og segjast þeir hafa séð rauða ljóskúlu, sem sveif hægt niður til sjávar, líkt og í falihlíf. Á eft- ir fylgdu svo greinilega tvær rakettur en að lokum kom svo rauð ljóskúla aftur. „Ljósin sáust kl. 5,20“, sagði Guðmundur, „og voru þau mjög langt í burtu, þannig að erfitt er að átta sig hvar þau voru ná- kvæmlega. Við sigldum í áttina í u.þ.b. tvo tíma, en þá höfðum við sam'band við Hfnry Hálfdán- arson hjá Slysavarnafélaginu, og sögðum honum frá þessu. Bað hann ok.kur að halda leitinni áfram, og leituðum við allt til kl. 11 í morgun en árangurs- laust“. Henry sagði í samtali við Mbl. í gær, að hjá Slysavarnafélag- inu væru menn furðulostnir yfir þessum Ijósum, en lýsing skip- verja á ljósum þessum kæmi heim við neyðarljós. Slysavarna- félagið bað skipverja á Gróttu að halda áfram leitinni, og JVfn- framt tilkynna öðrum skipum á svipuðum slóðum um ljósin. Kom í ljós að ekkert annað skip hafði séð neyðarljós þessi. í>á leituðu varðskip og flugvél Landhelgisgæzlunnar á þessu svæði í gær við ágæt skilyrði, en án árangurs. Framihald á bls. 27 Ver AK 97 frá Akranesi ELDURIVELBATI Á FAXAFLÓA ELDUR kom upp í vélarrúmi vélbátsins Ver AK 97 um mið- nætti í nótt út af Akranesi. Skip verjar urðu að yfirgefa bátinn og fóru í gúmbát. Skutu þeir upp neyðarfiugeldum, sem fjöldi báta á Faxaflóa sá. Báta dreif að og varð fyrstur Keilir AK 92. Tóku skipverjar á Keili skipsbrotsmenn af Ver um borð, og er Mbl. frétti síðast var ætlunin að freista þess að draga Ver inn til Akraness. Vélbáturinn Ver er 58 vergar lestir, eikarbátur smíðaður í Svíþjóð árið 1955. Báturinn er eign Haralds Böðvarssonar & Co, Akranesi. maður hans, Stokes, er hress, svo og Harry Eddom, stýrimaður á Ross Cleveland. Hann var á ferli í gærmorgun í hjólastól, en læknirinn sagði, að ef til vill þyrfti að taka framan af einni eða tveimur tám. Hann var nokkúð kalinn á báðum fótum, og svolítið á höndum, en and- litið óskaddað. Þrek þessa eina skipverja, sem lifði af sjóslysið, er Ross Cleveland sökk, hefur vakið furðu og aðdáun. Því spurðum við lækninn hvort hann hefði verið eitthvað sérstaklega vel klæddur. Hann svaraði: „Ja, hann var bara klæddur, þar sem hinir voru óklæddir". Og bætti því við, að Harry Eddom hefði verið í síðum nærbuxum, þó ekki úr ull, ullarsokkum en ekki sokkum úr gerviefnum, eins og oft vill brenna við, prjónapeysu og úlpu. Og á það má benda í þessu sambandi, að þar sem hann var uppi á stýris- húsinu að berja klaka af rat- sjánni, þegar skipið fórst, hefur hann verið kominn í hlífðarföt. Þá leituðum við upplýsinga um frostið og kuldastigið í sjón- um hjá Veðurstofunni. í landi var þessa nótt 7—8 stiga frost, blindhríð og veðurhæðin upp í 12 vindstig. Hitastig sjávarins hefur líklega verið rétt yfir frost marki, sennilega 2—3 stig. Úti fyrir er 4 stiga hiti í sjónum, en það hefur farið eitthvað nið- ur inni á ísafjarðardjúpi með veðrinu. . Þessi mynd var tekin í gær af enska skipbrotsmanninum áf Ross Cleveland, Harry Eddom, í sjúkrahúsinu á ísafirði. Myndina tók Geoff Thomas. Skeytasendingar Wilsons og Bjarna Benediktssonar: Wilson þakkar íslendingum — sendir samúðarkveðjur vegna Heiðrúnar í FYRRADAG sendi Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, Harold Wilson, for- sætisráðherra Breta, svohljóð andi símskeyti vegna hinna miklu sjóslysa á brezka tog- araflotanum að undanförnu: „Fyrir mína hönd og ríkis- stjórnar íslands tjái ég yður, brezku þjóðinni og þá eink- um viðkomandi fjölskyldum dýpstu samúð vegna hins á- takanlega manntjóns, sem orðið hefur á brezka togara- flotanum í sjóslysunum miklu á norðurhöfum að undanförnu. Bjarni Benediktsson“. í gær barst svohljóðandi svarskeyti frá Wilson for- sætisráðherra: „Ég er mjög þakklátur fyr- ir vinsamlega samúðarkveðju yðar í tilefni af hinu hörmu- lega manntjóni, sem sjó- mannastétt okkar hefur beð- ið að undanförnu. Ég mun bera vandamönnum hinna látnu kveðju yðar, og ég er þess fullviss, að samúðar- kveðjur yðar munu verða hinum harmslegnu fjölskyld- um til huggunar, sérstaklega vegna þess, að þær berast frá þjóð, sem þekkir til hlít- ar hættur og ógnir norður- hafa. Ég leyfi mér að þakka yður og íslenzku þjóðinni fyrir aðstoð, sem veitt hefur verið svo fúslega við sérlega erfiðar og lífshættulegar að- stæður. Ilarold Wilson. Sérstakar þakkir vil ég færa íslenzku landhelgis- gæzlunni og yfirmönnum og skipshöfn allri á varðskipinu Óðni fyrir ósérhlífna fram- göngu, sem bar svo mikil- vægan árangur. Það hefur hryggt mig mjög, að frétta að líkur séu til, að íslenzkt fiskiskip hafi einnig farizt í sama óveðri. Gerið svo vel að tjá vanda- mönnum sjómannanna, sem saknað er dýpstu samúð mína og landa minna. Harold Wilson“. (Frétt frá forsætisráðuneytinu) Skipbrots- mennirnir komnir heim Glasgow, 7. febrúar. Einkaskeyti frá AP. SEXTÁN manns aí áhöfn brezka togarans Notts County, sem strandaði við Snæfjallaströnd aðfaranótt mánudags komu til Skotlands í dag. Lögreglan bægði fréttamönnum frá skips- höfninni og tjáði þeim, að hún hefði ekkert að segja þeim. Áhöfn togarans var síðan flutt í áætlunarbifreið til Grimsby. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson og bi'skup- inn í Hu'll, Hall Higgs, skiptust á samúðarkveðjum í dag. í skeyti íslenzka biskupsins sagði m.a., að íslenzka þjóðin sam- hryggðist þeirri brezku vegna hinna hörmulegu sjóslysa und- anfarna daga. Lögregluvörður gætir nú frú Lilian Bilocca, sem orð hefur haft fyrir eiginkonum sjómanna í Hull í viðræðum við brezka ráðherra um aukið öryggi á brezkum togurum. Hafði Bilocca fengið allmörg hótunarbréf vegna „afskipta" sinna af þess- um málum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.