Morgunblaðið - 26.03.1968, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1968
Sigurður Þorsteinsson með Sigurð son sinn á fíl á Ceylon.
- SIGLIR
Framhald af bls. 17
frægt Buddhamusteri, sem á að
geyma tönn úr spámanninum.
Það er að sjálfsögðu óskaplega
íburðarmikið og gullborið. Þetta
musteri skoðuðum við.
— I þessari ferð sigldum við
um Suez—skurð í báðum leið-
um. Egyptar sáu um skurðinn.
Aðeins var athugað hvort við
hefðum komið til Israel áður en
okkur var hleypt í gegn. Ég
hafði látið bólusetja áhöfnina í
Frakklandi við ýmsum sjúkdóm
um, en kólerubólusetninguna
þurfti að endurtaka eftir 6
daga. Við urðum því að bíða í
Port Said og ég bólusetti á-
höfnina. Það gekk ágætlega
nema hvað ég var hræddur við
sprautuna sjálfur og auðvitað
sá strákurinn minn hvernig við
hinir fullorðn-i létum og varð
svo skelkaður að þrír þurftu
að halda honum. Okkur líkaði
ekki sérlega vel við Arabana,
en af ókunnugleika hafði ég
ekki athugað að setja bann á að
nokkur þeirra kæmi um borð í
skipið. Þeir stálu sparifötun
um af einum gegnum opið kýr-
augað og ruddust inn á konu
mína í káetunni og hirtu spari-
bauk stráksins. Þetta var nú
líka okkur sjálfum að kenna,
því við vöruðumst ekki frekj-
una í þessum mönnum. f baka-
leiðinni vorum við varari um
okkur. Þá vorum við að missa
af skipalestinni í gegn, svo ég
sigldi umsvifalaust inn til hinna
skipanna, sem biðu. En mér bar
að bíða fyrir utan þar til mér
væri boðið að sigla inn. Þetta
var ekki vel séð, en ég átti
það á hættu að missa af lest-
inni og verða að bíða þarna
í tvo daga. Flestir hafnsögu-
mennirnir voru Grikkir og Þjóð
verjar. Þó sáum við tvo Egypta.
Skipalestin var löng, 80—100
skip í halarófu. Lestamar tvær
lögðu af stað sín frá hvorum
enda og mættust, í ísmailia. Þeir
sem koma að austan sigla beint
í gegn, hin skipalestin verður
að bíða.
Frúin bakar hinar frægu Froðu
kökur.
— Þarna var alveg yndislegt
að vera, hægt að synda í sjón-
um, skýtur frú Edda inn í, en
vlð höfum sezt að kaffiborði
hjá henni, þar sem m.a. eru
frambornar hinar frægu „Froðu
kökur“ hennar, sem settu hana
í úrslitaflokk í síðustu bökunar
samkeppni hjá Jóhnson og
Kaaber. — Þessi sigling var
mjög skemmtileg. Dolfínarnir
fylgdu okkur bæði þarna og í
Miðjarðarhafinu. Ef við hróp-
uðum á þá, espuðust þeir og
stukku upp úr sjónum.
Annars eru þau hjónin sam-
mála um, að fallegast sé á Sikil-
ey af þeim stöðum, sem þau
hafa komið til. — Þar er hraun
með svo miklum gróðri og hvar-
vetna appelsínutrén. Oll eyjan
er svo gróðurrík og húsin eru
svo falleg, allt svo listilega
jafnvel skretytir. Við fórum
þarna í ferðalag m.a. til Taur, —
skreytt hestarnir sem drógu
vagnana með appelsínuköss-
unum að skipshlið, voru
minu. Við hefðum viljað koma
aftur til Sikileyjar. En nú er
víst víða ljótt um að litast eft-
ir jarðskjálftana.
— Þið hafið ekki farið þang-
að í sumar með fjölskylduna?
— Nei, við fórum til Spán-
ar, þar sem ég átti heimboð hjá
kunningjum á eyjunni Ibiza. Ég
tók mér reglulegt sumarfrí og
við fórum með alla krakkana.
Það verða líklega ekki fleiri
tækifæri til að fara öll saman í
frí. Þar sem búast má við að
elztu börnin verði föst í vinnu
á sumrin hér eftir. En þetta er
dýrt. Við fórum með bíl á Gull-
fossi til Englands og keyptum
hjólhýsi, svo við gistum aldrei
annars staðar en í því. Við ók-
um svo gegnum Frakkland og
Spán og fórum út í eyjuna
Ibiza. Þar var hægt að sulla í
sjónum og krakkarnir voru al-
sælir.
Fundu fallbyssu úr 15 aldar
galeiðu.
— Ég hafði komið þarna áður
á Hvítanesinu að lesta salt. Þá
lágum við í vík fyrir opnu hafi
og þar lentum við í æfintýri.
Strákarnir voru að synda þarna,
enda voru á skipinu góðir sund
menn. Þá fundu þeir á botn-
inum fallbyssu úr hreinum kop-
ar sem þeir drösluðu á land.
Fornleifafræðingur úr bænum
mun hafa litið á hana og var
hún talin vera úr galeiðu, sem
hafði farizt þarna á 15. öld.
Strákarnir vildu gjarnan hafa
byssuna með heim, datt í hug
að gefa hana DAS, svo hægt
væri að setja hana upp fyrir
framan Dvalarheimilið. Þegar
þeir spurðu mig, sagði ég að
mín vegna gætu þeir haft hana
með á skipinu, ef þeir mættu
taka hana. Við vorum svo að
létta akkerum, þegar lögregla
Francos kom um borð alvopn-
uð. Sögðu hermennirnir okkur
vera að stela fallbyssunni.
Þýzkur vinur minn túlkaði, en
þeir stóðu yfir mér með byss-
urnar. Ég sagði þeim að fara
í land, og lét henda fallbyss-
unni útbyrðis þar sem við vor-
um. Þar með var það búið. Fall-
byssan hefur víst ekki fundizt
síðan. í sumar, þegar við vorum
þarna, kom lögreglan til vinar
míns og spurði hvort það væri
satt að vitlausi skipstjórinn,
sem ætlaði að stela fallbyss-
unni, væri kominn aftur. Þeir
ætluðu víst bara að vita hvort
það væri rétt.
Skipshöfnin leikur og skemmtir.
— Hefurðu sömu áhöfn þó þú
skiptir um skip?
— Já, flestir hafa verið lengi
með mér, sumir líka á öðrum
skipum sem ég hafði eins og t.d.
báðir stýrimennirnir og brytinn.
Það hafa engin mannaskipti orð-
ið hjá mér síðan ég tók við Haf-
erninum, Þetta eru allt afbragðs
menn og það er góður félagsandi
um borð. Skipshöfnin gæti ekki
verið samhentari, hvort sem er
í starfi eða gleði. Áhöfnin er
reglusöm sumir algerir reglu-
menn.
— Hefur þú kannski valið þá
þannig, þar sem þú ert sjálfur
alger reglumaður?
— Þeir hafa bara valizt þann-
ig. Mér ey sama hvað menn gera
í frístundum sínum, en ég líð
ekki að þeir ræki ekki sín störf.
Um borð er góður andi og við
gerum okkur ýmislegt til dægra
styttingar þó það sé gert við
frumstæð skilyrði. Við leikum
frumsamin leikrit, kveðum dráp-
ur og nú höfum við breytt dag-
stofu undirmanna í bíó. Við bú-
umst við að hafa mikla útivist
í sumar og þá Verðum við að
vera sjálfum dkkur nógir með'
frístundagaman.
— Og semjið og flytjið sjálfir?
— Já, enginn fær að skerast
úr leik. Annar stýrimaðurinn,
Guðmundur Agnarsson er góður
félagi um borð. Það @r hann sem
semur fyrir okkur leikritin og
vísurnar. Og brytinn, Sverrir
Torfason, er ómissandi skemmti-
kuaftur. Sverrir var sem kunn-
ugt er á Fróða, þegar árásin var
gerð á hann, og þar sem yfir-
mennirnir fóru allir, var það
hann sem setti stefnuna á Eyjar.
Sverrir er stórskemmtilegur hvar
sem hann er. Ég man. t.d. eftir
því þegar við vorum einu sinni
að losa saltfisk í Bilbaó á Spani.
| Þá fórum við í skemmtiferð til
I San Sebastian og stönzuðum á
baðstað á ströndinni. Það var
| mjög heitt og galsi í brytanum.
| Hann varpaði af sér utanyfirföt-
| unum og hljóp í nærfötunum og
| sokkunum fram að sjó og stakk
sér í svalan sæinn. En þarna var
grunnt og hann stakkst á haus-
inn í leðjuna, svo lappirnar
stóðu beint upp í loftið og þurfti
að draga hann upp úr. Hann
sprellaði svo þarna á ströndinni
og allir veltust um af hlátri.
Verðirnir ætluðu að taka hann
úr umferð, því bannað er að
vera þarna á nærfötunum einum
en þegar beir nálguðust hlógu
þeir svo mikið að þeir urðu mátt
lausir í hnjáliðunum. Þegar við
tókum svo við Haferninum mörg-
um árum seinna, hitti ég Norð-
mann, sem ég sat og spjallaði
við. Hann sagði mér að hann
hefði verið eftirlitsmaður með
norsku skipi, og kom úpp úr. kaf
inu að hann hafði einmitt verið
staddur í þessum litla baðstað
á Spáni um sama leyti og við.
Þegar hann frétti að það hefði
verið brytinn okkar, sem sprell-
aði svona á baðströndinni, þá
hljóp hann út, Og er hann kom
aftur kvaðst hann hafa farið til
að hringja til konu sinnar í Nor-
egi og segja henni að hann hefði
fundið bráðskemmtilega mann-
inn, sem þau sáu á baðströnd-
inni og höfðu þá haldið vera
Norðmann. Höfðu þau aldrei séð
annan eins skopleikara. Þetta er
óbeislaður náttúrukraftur í hon-
um Sverri. Og ef hægt væri að
beizla hann værum við ekki í
vandræðum með skemmtikraft á
fslandi. Fyrir nú utan það, að
þetta er á allan hátt fyrsta
flokks maður. Nei, við sýnum
skemmtiþætti okkar bara um
borð. Einu sinni eða tvisvar höf-
um við endurtekið eitthvað af
því á skemmtunum hjá okkur í
landi. T.d. lék einn skipverja
kvenmann, dansaði í strápilsi og
makaður sósulit á skemmtun á
Siglufirði nýlega.
Engin verkefni.
— Haförninn er aðallega í
síldarflutningum er það ekki?
En hvað gerir skipið núna?
— Já, við vorum með síld-
veiðiflotanum í sumar, og veitt-
um honum ýmsa þjónustu eins
og nau’ðsynlegt er þegar svo
langt er á miðin. Við seldum t.d.
fyrir á 3ju milljón af matvælum
til skipanna og yfir 2 millj. lítra
af olíu. Um daginn fórum við
tvær ferðir til Belgíu og eina til
Englands, til að sækja olíu fyrir
olíufélögin. Þegar Rússarnir
hafa ekki laus skip, þá verðum
við bara að bjarga okkur sjálf-
ir með olíuflutninga. En þess á
milli fáum við ekki að flytja olí-
una. Nú veit ég ekki hvað verð-
ur. Það er engift vinna fyrir skip
ið, ekki fyrr en við förum að
flytja lýsið. Reyndar er víst
dökkt í álinn með að selja það
fyrir viðunandi verð. Það er
hart að hafa ekki verkefni fyrir
svona stórt skip. Haförninn er
3800 tonn. Þó fáum við kannski
eina og eina ferð.
Og fáum dögum eftir viðtalið
hélt Sigurður aftur norður.
E.Pá.
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIOSLA*SKRIFSTOFA
SÍIVII 10-100
Frá hinum heimsþekktu tóbaksekrum
Kentucky í Ameríku kemur þessi
úrvals tóbaksblanda
Sir Walter Raleigh...
ilmar ffnt... pakkast rétt...
bragðast bezt. Geymist 44%
lengur ferkst í handhægu
loftþéttu pokunum.
SIRWALTER
RALEIGH