Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 67. tbl. 55. árg. ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1968. Prentsmiðja Morgunblaðsins. Áskorun Johnsons vel tekið: Sterk og árvökul leita H * 11 ® JP ® _ Bandarikin trioar sag&i forsetinn — Beðið eftir svari Hanei«st|órnarinnar Forsíðan — Vél 5 Dóri Washington, 1. apr. NTB-AP. LYNDON B. Johnson, for- seti Bandaríkjanna flutti út- varps- og sjónvarpsræðu til bandarísku þjóðarinnar í gærkvöldi, þar sem hann lýsti því yfir, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs og mundi ekki þiggja útnefn- ingu flokks síns, þó að lagt yrði að honum að gera það. Þá sagði forsetinn, að loft- árásir yrðu strax stöðvaðar á Norður-Vietnam, nema á birgðaf hitninga andstæðing- anna í grennd við hlutlausa beltið, og væri von sín að þetta leiddi til tafarlausra samningaviðræðna. Johnson kvaðst hafa skipað AveriII Harriman og Llewellyn Thompson sérlega fulltrúa sína með umboði til að byrja samningaviðræður hvar og hvenær sem væri. Johnson hætti því við, að Bandaríkja- menn myndu aldrei sam- þykkja neina málamynda- lausn á þessu erfiða og við- kvæma deilumáli. Johnson kvaðst biðja og vona að Hanoi-stjórnin tæki ræðu hans eins og hún væri flutt: sem einlægan og ein- arðlegan friðarboðskap. „Ég vona að eitthvert kvöldið snúist fréttirnar ekki um nýja bardaga í því hrjáða landi, Suður-Vietnam, heldur um menn sem seztir eru við samningaborð til að semja um frið í Vietnam,“ sagði Johnson. X7m allan heim urðu menn furðu lostnir við ræðu Banda- ríkjaforseta og meðal almenn- ings í Bandaríkjunum varð hin mesta ringulreið. Víðast hvar er ákvörðun hans fagnað, og stjóm málasérfræðingar virtust á einu máli um, að Hanoi stjórnin gerði sig seka um alvarleg afglöp ef hún sinnti í engu ræðu John- sons. Seint í gærkvöldi hafði ekki heyrzt orð frá stjórnend- um Norður-Vietnam um hvaða augum þeir líta ræðu Johnsons, né hvaða afstöðu þeir munu taka til hennar. Johnson flutti aðra ræðu í Chicago í gær, þar sem hann lagði áherzlu á, að ákvörðun hans um að gefa ekki gost á sér væri óhagganleg. Þá gat hann þess, að hann hefði boðið for- seta S—Vietnam, Nguyen van Thieu að koma til Bandaríkj- anna til viðræðna um málið. For setinn kvaðst og biðja og vona að loftárásahlé það, sem nú hef- ur verið gert yrði skilið sem friðárboðskápur hjá leiðtogum Hanoi-stjórnarinnar Johnson talaði við Humphrey um ræðuna. Áður en Johnson flutti ræð- una á sunnudagskvöld hafði Lyndon B. Johnson flytur ræðu sina á sunnudag, þar sem hann tilkynnti stöðvun loftárása á N-Vietnam og þann ásetning að gefa ekki kost á sér til forsetakjörs. hann hitt Hubert Humphrey að máli og báru þeir saman bækur sínar nokkra stund, en síðan hélt Humphrey til Mexiko. Dag- inn áður hafði varaforsetinn sagt, að hann væri sannfærður um sigur Johnsons í kosning- unum í nóvember. Er blaða- menn spurðu Humphrey í Mexico í gær, hvað hann vildi segja um ræðu forsetans, svaraði hann því til, að hann harmaði ákvörð un hans um að gefa ekki kost á sér, en þetta kæmi ekki á óvart. Stjórnmálafréttaritarar voru þeirrar skoðunar áður en John- son hélt ræðu sína, að hann mundi tilkynna um fjölgun í her Bandaríkjamanna í S-Vietnam um allt að 30-40 þúsund manns. Hald manna var og að forset- inn mundi bera fram einhverja þá tillögu sem leitt gæti til lausn ar á Vietnam styrjöldinni. John son hafði sjálfur sagt, að hann mundi gera grein fyrir stefnu sinni í Vietnam og gefa skýrzlu um viðræður við helztu ráð- gjafa sína. Hann kvaðst einnig mundu fjalla um aukin útgjöld ríkisins vegna styrjaldarinnar. Aðspurður sagðist Johnson ekki ætla að gefa neina yfirlýsingu um það, hvort hann gæfi kost á sér til endurkjörs. Samkvæmt niðurstöðum Gall- up-skoðanakönnunar, sem bÍTt var á sunnudag, voru vinsældir forsetans þá minni en nokkru sinni fyrr og hafði hann aðeins stuðning 36% þeirra, er spurð- i ir voru. Þó má fullyrða að ræða for- | setans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir alla heims- byggðina. Ræðunni var sjónvarp Framhald á bls- 17 Ákvörðun Johnsons vekur athygli um allan heim r i Ostnðfestor fréttir um neihvæðo ofstöðu Honoistjórnor við friðortillögum forsetnns Washington, London, París, Moskvu og víðar, 1. apríl, NTB—AP. HIN áhrifamikla tilkynning Johnsons Bandaríkjaforseta um, að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem forseti í kosningum þeim, sem fram eiga að fara næsta vallan heim og stjórnmála- menn og blöð í mörgum lönd um hafa látið í ljós álit sitt. Ákvörðun forsetans um að draga úr sprengjuárásum var haust, og akvörðun hans um fyrst og fremst tekin . þvf að draga að mestu úr sprengju j skyni að skapa jarðveg fvrir arasum á Norður-Víetnam nýjum og raunhæfum samn. i hafa vakið athygli um gjör- Framhald á bls. 30 Fulbright, Kennedy og McCarthy tagna ákvörðun Johnsons — Forsetinn segist reiðubúinn að hitta Kennedy, sem fór í gær fram á viðræður þeirra Waishington, 1. apríl NTB — AP. • MEÐAL þeirra fyrstu, sem létu álit sitt i ljós á yfir- lýsingu Johnsons, forseta, var öldungadieildarþingmaðurinn, Fulbright, sem verið hefur einhver harðasti gagnrýnandi stefnu hans i Vietnam. Hrós- aði Fulbright forsetanum mjög fyrir ákvörðun hans og sagði hana merki djörfungar og hugprýði. Með henni sýndi forsetinn friðarvilja sinn í Vietnamdeilunni og væri ósk- Framhald á bls. 31 Robert Kennedy Fulbright

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.