Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1968 5 Konurnar í leikritinu, HedduGabler og Teu Elvsted, leika þær Helga Bachman og Guðrún Ásmundsdóttir. sætti ég mig við — í bili. Hún ríkir og lifir lífi sínu gegnum hina. Þessvegna er hún hrædd við allt utan- aðkomandi, birtuna að utan, blómin o.s.frv. Snorre Tindberg er íslenzk- ur í aðra ættina. Móðir hans, Sigríður Sæmundsdóttir frá ísafirði, giftist norskum sjó- manni og fór með honum til Noregs. Hingað hefur hann aldrei komið fyrr, kveðst eiga það Sveini Einarssyni leikhússtjóra að þakka að honum gafst tækifæri til þess. Hann hefur ekki fyrr gert leikmynd að Heddu Gabler, þó hann að sjálf- sögðu þekki leikrit Ibsens vei. Þar sem hans leikhús er Det norske Teatret, verður að þýða leikrit Ibsens á ný- norsku til flutnings þar. — Og alltaf er erfitt að fá að gera það, segir hann. Við höf um þó sýnt Villiöndina og Afturgöngur, Brúðuheimilið, Pétur Gaut en ekki enn Heddu Gabler. Þýðinguna á íslenzku, sem er ný, hefur Árni Guðnason gert og virðist hún snilldar- leg. Þegar leikurinn var sýnd ur hér 1842, var hlutverk Heddu sjálfrar óþýtt. þar sem Gerd Grieg lék það á norsku. Hún var þá líka leikstjóri. Sveinn Einarsson, sem er leikstjóri nú, leiðbeinir leik- endunum á sviðinu. Leikrit Ibsens hafa verið túlkuð á ýmsan hátt. Hann leggur sýni lega áherzlu á fínlegan og dempaðan leik. Forðast melo dramað og ætlað ekki að eiga á hættu rykfallinn leik. Hann lætur rökrétta hugsun í hand riti höfundar ríkja og rytm- Framhald á bls. 31 Leikurinn gerist allur í viðhafnarstofu Tesman-hjónanna. Tea (Guðrún Ásmundsdóttir), Hedda (Helga Bachman), Jörgen Tesman (Guðmundur Pálsson) og Assessor Brack (Jón Sigur- björnsson). Hér rikir Hedda Gabler Á œfingu í Iðnó HVAÐA leikkonu hefur ekki langað til að fá tækifæri til að leika Heddu Gabler, þessa einkennilegu, stoltu konu úr samnefndu leikriti Ibsens? — Allra þjóða listakonur hafa túlkað hana. Sænska leikkon- an Ingrid Bergman spreytir sig á hlutverkinu á frönsku sviði, norska leikkonan Gerd Grieg leikur það á íslenzku sviði og þannig mætti lengi telja. Og nú er Helga Bach- man að gera úr garði sína Heddu á sviðinu í Iðnó. Hún kveðst þó aldrei áður hafa hugsað um að fá að leika hlut verkið, sem er svo stórkost- legt frá höfundarins hendi, að það hellist yfir mann, eins og hún orðar það. Leiksviðið er að taka á sig form, er blaðamaður Mbl. lít- ur inn á æfingu. Málverkið af Gabler hershöfðingja, trón ar fyrir miðjum vegg og hef- ur Steinþór Sigurðsson sett á hann virðulegan strangleika- svip. Það undirstrikar að það er til föðurins sem Hedda sækir styrk sinn, til vit- undarinnar um að hún er dótt ir hershöfðingja. Það er bak- grunnurinn fyrir giftingu hennar, sem er nýafsltaðin, þegar leikurinn hefst. Hún hefur ekki gifzt Jörgen Tes- man (Guðmundi Pálssyni), af því hún ágirnist hann sem mann, heldur sem þann eigin mann er getur veitt henni þá stöðu í þjóðfélaginu, sem hún þegar hefur og gerir kröfu til. Norski leikmyndateiknar- inn, Snorre Tindberg, frá Det norske Teatret í Osló, undir- strikar þetta á sviðinu. — Þegar Ibsen segir fyrir um eitthvað í handrit- inu, þá er meining í því, segir hann. Búnaðurinn er eins og í kirkju. Við sitj- um hér úti í salnum, persón- urnar eru þarna uppi. Og í stað kristmyndarinnar yfir altarinu er málverkið af Gabler hershöfðingja. Og hér ríkir Hedda. Hún var ávallt drottning ballsins. Hér ræður hún og gerir það ljóst frá því hún kemur úr brúðkaups farðinni og gengur með manni sínum í fyrsta skipti inn á heimili sitt. Burt með áklæðin af húsgögnunum!- Svona skal þetta vera. Annað m BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu ■ n Kr. ,u IBÚÐA BYGGJENDUR Smíði á INNIHURÐUM hefur verið sérgrein okkar um árabil Kynnið yður VERÐ GÆÐI AFGREIÐSLU FREST 4.U. SIGURÐUR ELÍASSON% Auðbrekku 52 - 54, Kópavogi, simi 41380 og 41381 Fosskraft Óskum eftir að ráða vaktaverkstjóra á vélaverkstæði, vana viðgerðum og við- haldi á Caterpillar vélum, vörubifreiðum, þrýstiloftsverkfærum og loftþjöppum. Aðeins menn vanir öllum ofangreindum greinum koma til rnála. Upplýsingar á Suðurlandsbraut 32. Ráðningastjórinn. * ' r Utsala — Utsala Brjóstahöld frá kr. 50.00 Dömupeysur frá kr. 50.00 Crepehanzkar frá kr. 95.00. Slaeður frá kr. 25.00 Barnapeysur frá kr. 150.00 Barnahúfur frá kr. 25.00. Dömukápur frá kr. 350.00 o. m. fl. AÐEINS NOKKRA DAGA. FATAMARKAÐURINN Álfhólsvegi 7. SPEGLA SKATT- HOLIIU Nytsöm fermingargjöf Vinsæl fermingargjöf Falleg fermingargjöf » i Simi-22900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.