Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1968 - AKVORÐUN Framh. af bls. 1 ingaviðræðum um frið í Ví- efnam. Enn hafa stjórnarvöld í Norður-Víetnam ekkert lát ið í ljós opinberlega um af- stöðu sína gagnvart friðartil- lögum forsetans, en sam- kvæmt óopinberum heimild- nra virðist að svo komnu máli sem þessar tillögur séu alls ekki fullnægjandi til þess að stjórnin í Hanoi vilji hefja samningaviðræður um frið. I ósfaðfestum fréttum frá Peking segir einnig, að af- staða kínverskra valdhafa sé hin sama. Þá hafa sovézk stjórnvöld tekið friðartillög- um Johnsons fálega. Víðast hvar annars staðar hefur ákvörðun Johnsons for seta um að draga úr sprengju árásum í því skyni að reyna að koma á friði verið tekið með fögnuði og fjölmargir stjórnmálamenn í ýmsum löndum beita sér nú fyrir því að koma af stað raunhæfum friðarsamningum. Eining ofar framaferli Hið áhrifamikla blað, The New York Times, segir í leiðara í dag, að hin óvænta yfirlýsing John- sons forseta sé eitt hið áhrifa- mesta, sem gerzt hafi í nútíma- sögu bandarískra stjórnmála. Blaðið segir enn fremur, að ákvörðun forsetans hafi sýnt fram á þá miklu önn, sem öll þjóðin líður vegna sundrungar- innar, sem styrjöldin í Víetnam veldur, ástandsins í kynþátta- málum, sem stöðugt fer versn- andi og vafasamrar efnahags- stefnu jafnt út á við sem innan- lands. Blaðið heldur því hins vegar fram, að hinn 59 ára gamli for- seti kunni að að hafa skipulagt hlutina þannig, að hann komi til með að standa frammi fyrir út- nefningarþingi demokrata í Chicago 26. ágúst n.k. sem sá, er komið hafi á friði, og þannig fengið því áorkað, að hann verði kjörinn forsetaefni til þess að eiga kost á því að vinna að síð- ustu atriðum friðarsamnings, sem komið verði á. Blaðið Washington Post segir í leiðara sínum, að Johnson forseti SVÍAR, Danir og íslendingar voru í sérflokki á unglinga- meistaramóti Norðurlanda, er fram fór í Tönsberg í Noregi. Er þaff samróma álit þeirra er á keppnina horfðu, aff heppni ein hafi ráðið hvaffa sæti lönd- in skipuffu endanlega, og þvi miffur var gæfan ekki hliðhoil fslendingum sem lentu í þriffja sæti, eftir aff hafa tapaff leikj- um gegn Danmörku og Svíþjóff meff eins og tveggja marka mun. Svíar urðu Norffurlandameist- arar. Gerffu þeir jafntefli viff Dani í síffasta leik mótsins 11:11, en höfffu hagstæðara markhlut- fall 71:46 á móti 55:40 hjá Dön- um. , Skýrt hefur veriff frá leikjum fslendinga gegn Norffmönnum og Svíum, en á sunnudag hafi innt af hendi persónulega fórn og valið einingu framar eig- in framferli og stolti. Hann hafi dregið Víetnamstyrjöldina eins langt út úr kosningabaráttunni, eins og unnt var, og baráttan fyrir forsetakosningarnar fram- undan gætu nú farið fram með auðveldari hætti en þjóðin hafði búizt við. Stöffvun sprengjuárásanna víffa fagnaff. Enda þótt ákvörðun Johnsons forseta um að gefa ekki aftur kost á sér til forsetaembættis hafi vakið mikla athygli utan Bandaríkjanna, er það þó fyrst og fremst ákvörðunin um að draga úr sprengjuárásunum á Norður-Víetnam, sem mest hefur verið rætt um og í höfuðborg- um flestra ríkja, hefur henni ver- ið tekið með fögnuði. Utanríkisráðherra Indlands, B. R. Bhagat skýrði frá því,.að Indland hefði tekið ákvörðun Johnsons forseta um að draga úr hernaðaraðgerðum með fögnuði. Sagði hann, að Indland, sem skipar formann alþjóðlegu eftir- litsnefndarinnar myndi láta í té samstarf sitt að fullu og öllu. Frá Tokyo bárust þær fréttir í kvöld, að japanska stjórnin hefði beðið Bretland og Sovétríkin, sem sameiginlega fara með for- mennsku í Genfarráðstefnunni um Indókína að hefja að nýju aðgerðir í því skyni að koma á friði í Víetnam. Hin nýja frjálslyndari stjórn Tékkóslóvakíu tók ákvörðuninni um að draga úr sprengjuárásun- um með fögnuði, en stjórnin þar telur þetta ekki nægilegt skref sérstaklega með tilliti til ákvörð- unarinnar um að senda fleiri her- menn til Víetnam. Wilson, forsætisráðherra Bret- lands, hélt í dag fund með nokkr- um ráðherra sinna um mögu- leikana á því að koma af stað friðarumleitunum í Víetnam í samvinnu við Sovétríkin, en Bretland og Sovétríkin fóru með formennsku sameiginlega á Genfarráðstefnunni um Indókína 1954. Sendi Wilson Kosygin, for- saetisráðherra Sovétríkjanna, orð sendingu um að taka þátt í enn einni tilraun til þess að koma á friði, en þeir hafa báðir reynt að koma á samningaviðræðum um frið nokkrum sinnum áður en mistekizt. Michael Stewart utanríkisráð- herra átti 45 mínútna viðræður við Mikhail N. Smirnovsky, kepptu þeir tvo leiki gegn Finn- um og Dönum. ÍSLAND — FINNLAND 12:11. Leikurinn gegn Finnum var lélegasti leikur piltanna í för- inni, enda ekki ósennilegt að þeir hafi ekki beitt sér að fullu, þar sem á næstu grösum var erfiður leikur við Dani. Eigi að síður voru íslendingar sterkari aðilinn í leiknum allan tímann og þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka var staðan 12:10 fyrir ísand. Þá var Finnum dæmt vítakast og skoruðu þeir úr því og lau-k því leiknum með sigri íslands 12:11. í hálfleik var staðan 5:5. Beztu menn í Is- lenzka liðinu voru: Vilhjáhnur Sigurgeirsson, Ólafur Jónsson og Jón H. Karlsson, en beztu menn Finnanna voru: Allan sendiherra Sovétríkjanna í Lon- don, um allar hliðar stefnubreyt- ingar Johnsons Bandarikjafor- seta. Lagði Stewart sérstaklega til, að hann og Gromyko, sem formenn Genfarráðstefnunnar skyldu hittast í því skyni að kalla saman aðallöndin, sem undirrituðu samkomulagið um Víetnam 1954. Fyrstu viðbrögð sovézkra vald hafa gangvart þessari málaleit- un voru samt greinilega ekki uppörvandi og komu fram mikl- ar efasemdir af sovézkri hálfu gagnvart framangreindum til- lögum. Franska stjórnin reynir nú að fá vitneskju um viðhorf stjórn- arinnar í Hanoi gangvart ákvörð un Johnsons forseta um að draga úr sprengjuárásunum. Var þetta haft eftir frönskum em- bættismönnum í dag, en þeir sögðu, að enn væri of snemmt að segja nokkuð fyrir um árangur. Vitað er, að franska stjórnin stendur í reglulegu sambandi við fulltrúa Hanoistjórnarinnar í París, Mai Van Bo og menningar- málaráðherra Norður-Víetnams, Hoang Minh Giam, er nú einnig í Frakklandi. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að sendifulltrúum Norður-Víetnams í París hafi verið látinn í té fullkominn texti friðartillagna Johnsons for- seta af frönskum embættismönn- um í því skyni, að þeir sendu hann áfram áleiðis til Hanoi. Var haft eftir þessum heimildum, að Mai Van Bo hafi óskað eftir við franska utanríkisráðuneytið að fá fullkominn texta af ræðu Johnsons, svo að æðstu leiðtogar Norður-Víetnams gætu kynnt sér efni hennar rækilega. Var talið, að það myndu líða að minnsta kosti þó nokkrir dagar, unz stjórnin í Hanoi svaraði frið artillögum Johnsons. Hin áhrifamikla yfirlýsing Johnsons forseta um að draga úr hernaðaraðgerðum í Víetnam kom stjórnmála- og hernaðarleið togum í Suður-Víetnam mjög á óvart. Sagði talsmaður banda- rísku herstjórnarinnar þar í dag, að sprengjuárásum á þéttbyggð svæði í Norður-Víetnam væri hætt samkvæmt skipun frá Washington. Bandarísk herskip hafa einnig hætt að skjóta á Norður-Víetnam að undanteknu svæðinu rétt fyrir norðan hlut- lausa beltið. Ekki er talið, að Thieu forseti eða Ky varaforseti hafi verið Hildeken og Rebbe Burk. Mörk íslendinganna skoruðu: Jón H. Karlsson og Ólafur Jónsson 5 hvor, Vilhjálmur Sigurgeirsson og Björgvin Björgvinsson 1 hvor. ÍSLAND — DANMÖRK 10:12. Leikur íslending'a og Dana var mjög jafn og skemmtilegur frá uppihaifi til enda. íslendingarnir sboruðu fyrsta mark leiksins, en síðan áttu Danir mjög góðan leikkafla og komust í 4:2; Und- ir lok hálfleiksins náðu íslend- ingar að jafna og komast eitt mark yfir 5:4 og stóð þannig í hiálfleilk. Síðari hálfleikur var mjög spennandi og jafnframt vel leik- inn. Danir komust í 8:5, en þegar fáar mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 11:10 fyrir Dani. Þá var dæmf vítakast sem Vilhjálmur Sigur- geirsson tók, en danski mark- vörðurinn varði mjög fallega, og Framh. á bls. 10 samþykkir ákvörðun Johnsons forseta. Thieu forseti hefur talið, að sprengjuárásirnar á Norður- Víetnam væru einn af horn- steinum styrjaldaraðgerðanna gegn kommúnistum og sömu skoðunar eru flestir herforingjar Suður-Víetnams og Bandaríkj- anna þar. Neikvæff afstaða Hanoi. Aðilar frá Norður-Víetnam í Peking hafa lýst því yfir, að þessar síðusu tilraunir Johnsons forseta í því skyni að koma á friði, komi ekki til mála sem grundvöllur fyrir því að finna lausn á Víetnamstyrjöldinni Skýrði Peking-fréttaritari jap- önsku fréttastofunnar Kyodo frá þessu í dag. Fréttaritarinn skýrði frá því, að af hálfu Norður-Víet- nam í höfuðborg Kina væri bent á það, að bandarískt herlið héldi áfram árásaraðgerðum sínum í Víetnam. Var sagt, að enda þótt þessi sjónarmið yrðu að teljast óformleg, þá kæmi þar fram af- staða Norður-Víetnam. Á það var bent, að forsetinn hefði ekki minnzt á þær fjórar forsendur fyrir friði, sem stjórn- in í Hanoi lagði fram í apríl 1965 en þær eru: 1. Að allt bandarískt herlið verði flutt á brott frá Suður-Víet nam, allar bandarískar herbæki- stöðvar þar verði lagðar niður og að hernaðarbandlaginu við Suð- ur-Víetnam verði rift. 2. Á meðan beðið er eftir því, að báðir hlutar Víetnams sam- einist að nýju á friðsamlegan hátt, verða báðir aðilar að hafna því að taka þátt í hernaðarbanda lögum. 3. Víetnamska þjóðin verði að taka ákvarðanir um innri mál- efni sín án utanaðkomandi af- skipta. 4. Endursameiningin verði að fara fram af hálfu vietnamisku þjóðarinnar án utanaðkomandi afskipta. Almennt er haft eftir kínversk- um heimildum, að möguleikarn- ir á friði í Víetnam séu víðs fjarri eftir sem áður, nema því aðeins að Bandaríkin kalli herlið sitt á brott frá Víetnam, eftir að sprengjuárásum er hætt og frið- arráðstefnu verði komið á. Er því haldið fram, að sú stað- reynd, að Johnson hafi kunngjört þau áform sín að fjölga enn her- liðinu í Víetnam og neyta enn frekari heimilda í fjárlögum um fjárveitingar til styrjaldarinnar sýni, að því fari fjarri, að dregið hafi úr styrjaldaraðgerðunum, heldur hafi þær einungis aukizt. Hvort sem friðarráðstefnu verður komið á eða ekki, þá muni Kína framvegis veita Norð ur-Víetnam alla aðstoð sína, en talið er, að nú sé óttast í Peking, að viðleitni Sovétríkjanna til þess að fá stjórn Norður-Víet- nams til þess að koma á friði muni aukast. Sovézka fréttastofan TASS ásakaði Johnson forseta um að virða enn einu sinni að vettugi kröfur stjórnar Norður-Víetnams með því að lýsa aðeins yfir tak- markaðri stöðvun á sprengju- árásunum á Norður-Víetnam. í fyrstu fréttatilkynningu frétta- stofunnar, þar sem tekin var fram afstaða til yfirlýsingar Johnsons forseta, þar sem hann ságði, að sprengjuárásum yrði hætt á 9/10 hluta Norður-Víet- nams, ítrekaði fréttaritari TASS í Washington, að krafa Norður- Víetnams væri „algjör og skil- yrðislaus stöðvun á sprengjuárás um og öllum styrjaldaraðgerð- um“ gegn víetnamisku þjóðinni. TASS segir enn fremur, að það sé enn erfitt að dæma um, hvort ákvörðun forsetans um að gefa ekki kost á sér aftur í forsetaem- bætti, sé opinber viðurkenning á því, að stefna Bandaríkjanna í Víetnam hafi mistekizt, eða hvort þetta sé bragð fyrir kosningarn- ar. Það hafi komið fyrir oftar en einu sinni, að í stjórnmálabar- áttu í Bandaríkjunum hafi for- setinn neitað að gefa kost á sér til endurkjörs en síðan lagt út í kosningabaráttuna með enn meiri krafti en áður. Þá segir TASS enn fremur, að á^vörðun Johnsons forseta um að draga úr sprengjuárásunum hafi komið í kjölfar nýrra að- gerða um að auka á árásaraðgerð irnar. Bendir fréttastofan í þessu sambandi á fréttir um, að her Suður-Víetnams verði útbúinn nýjum vopnum og að 13.500 manna herlið til viðbótar verði sent til Víetnams. Einnig er bent á það, að á þessu fjárhagsári sé veitt 2.500 millj. dollara til við- bótar við það, sem áður var, til styrjaldarinnar og 2.600 millj. dollurum á næsta fjárhagsári. Þetta bendi tid þess, að Banda- ríkin hyggist auka á hernaðarað- gerðir sínar, segir fréttaritari TASS. Viffbrögff á Norffurlöndum — Ég vil skilyrðislaust kalla ákvörðun Johnsons mjög ánægju lega, sagði Per Borten, forsætis- ráðherra Noregs, í viðtali við NTB-fréttastofuna í dag. Hann beitir áhrifum sínum í því skyni að koma á friðarsamningum til þess að binda enda á styrjöld- ina í Víetnam. Ég lít á ákvörðun hans sem ráðstöfun, sem miðar að þessu takmarki, en það ver'ð- ur að vona, að hinn styrjaldar- aðilinn sýni nú sama vilja til þess að ganga til samningavið- ræðna, sagði Borten. Tage Erlander, forsætisráðherra Sviþjóðar, sagði í dag, að Sví- þjóð líti á stöðvun sprengju- árásanna á Norður-Víetnam sem skref í rétta átt. Sænska stjórn- in hefði reynt að hafa áhrif á almenningsálitið í því skyni, að dregið yrði úr hernaðaraðgerð- um í styrjöldínni. — Hvort þessi ákvörðun, sem tekin hefur verið sé nægileg, er ekki á mínu færi að dæma um. Það verður verk- efni stjómarinnar í Hanoi og Sameinuðu þjóðanna, sagði Erl- ander. Hann vildi ekkert segja um ákvörðun Johnsons forseta um a'ð bjóða sig ekki fram til forseta að nýju. Baunsgaard, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að ákvörðun Jobnsons bæri á sér jrfirbragð viss persónulegs harmleiks. Varð andi stöðvun sprengjuárásanna sagði hann, að vonandi næði hún tilætluðum árangri. Poul Hartling utanríkisráðherra sagði, að fagna bæri hverju skrefi, sem kynni að leiöa til friðar samn- inga. Hann vildi ekkert segja um ákvörðun Johnsons um að verða ekki aftur í kjöri. — Það hlýtur að vera ákvörðun, sem tekin er af persónulegum og flokkslegum ástæðum, en það er ef tii vill unnt að skilja hana á þann veg, að með henni sé verið að leggja áherslu á, að Bandaríkin meini það af fullri einuúð, er þau segjast vera reiðu- búin til friðarsamninga. t NÝR MAÐ'UR, Mieczyslaw Krok er, hefur nú tekið við forstöðu pólska sendiráðsins hér eftir hið skyndilega fráfall Wiktors Jabccynskis. Kroker hefur áður d'valið hér á larvdi sem starfsmaður sendi- ráðsins og þekkir vel til ís- lenzkra málefna. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIOSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 10»100 Heppni réði mestu hvaða land hlaut Norðurlandameistaratitilinn * — Svíþjóð, Danmörk og Island með mjög jafnsterk lið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.