Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1968 „Pearl Harbor bandarískra stjórnmála“ staksteimab f Wiseonsin, einu sferkasfa vígi Mc Carthys, var ytirlýsingu Johnsons, forseta, tekið með fögnuð, segir fréttamaður Morgunblaðsins sem sfaddur er í Madison Madison, 1. apríl — frá Ingva H. Jónssyni. „Þetta er Pearl Harbor í bandarískum stjórnmálum“ Þanmg komst einn fudltrúa- deildarþingmaður að orði í sjónvarpsviðtali í gærkveldi eftir yfirlýsingu Johnsons, for seta, um að hann mundi ekki verða aftur í framboði. Við hjónin sátum hér í stof- unni í gærkvöldi og hlustuð- um á ávarp forsetans, þegar hann gaf þessa óvæntu yfir- lýsingu. Ég held okkur hafi ekki brugðið eins frá því fréttin um morð Kennedys, Bandaríkjaforseta, barst okk ur til eyrna. Parsónulega fannst mér ræða forsetans mjög góð og sjálfsagt hafa fáir efað ein- lægni hans á þessari stundu En hér í Madison, sem er að- alvirki Eugenes McCarthys, hefur forsetinn óspart verið grunaður um græsku, þótt fá- ir hafi frýjað honum vits. Viðbrögð fólksins hér við þessu voru hin sömu og meðal þjóðarinnar í heild — það voru allir agndofa. Þó kann að vera, að Madison hafi nokkra sérstöðu vegna hins mikla stuðnings sem Mc Cartlhiy nýtur meðal 35.000 stúdenta og kennara hér við háskólann. í sambýlishúsinu, sem við búum í, eru fiestir íbúanna stúdentar og nær allir Mc- Carthymenn. Þegar Johnson hafði gefið yfirlýsingu sína, mátti heyra hróp og köll bergmála hér um gangana og voru þau mjög glaðleg, svo ekki sé sterkara til orða tek- ið. Það er ekki á mínu valdi að hugleiða, hver áhrif á- kvörðun Johnsons hefur á úrslit kosninganna hér á morg un en viðhorfin hafa óneit- anlega gjörbreytzt. Ég fór strax í morgun nið- ur á háskólasvæðið og spurði stúdenta, svo og nokkra pró- fessora um viðbrögð þeirra. Því næst heimsótti ég aðal- stöðvar Eugenes McCarthys, Harolds Stassens, Richards Nixons og Johnsons forseta og ræddi við fulltrúa fram- bjóðendanna. Það olli mér nokkrum vonbrigðum sem blaðamanni, að mér tókst ekki að finna nokkurn stúdent eða prófessor, sem lýsti yfir von- brigðum vegna ákvörðun- ar forsetans. Ég ræddi við milli tuttugu og þrjátíu manns, sem lýstu sem einn maður yfir gleði og ánægju yfir þróun málanna. Þessi við brÖgð gefa því ef til vill ekki rétta mynd af viðbrögðum bandarísks almennings. En síga fyrir Robert Kennedy, hvort sem það verður á flokks þinginu eða fyrir þann tíma.“ Prófessor Robert Stecken, þjóðfélagsfræðingur sagði: „Ég trúi ekki, að Johnson sé einlægur í friðarumleitunum sínum og held að það sé eitt- hvað óhreint á bak við þetta. Ég vona þó, að maðurinn standi við þá ákvörðun sína að koma sér í burtu“. Kris Freeman, dýrafræði- stúdent sagði: „Ég er himin- lifandi og veit, að McCarthy sigrar. Það var kominn tími til, að Johnson viðurkenndi galla sína og mistök. Ég trúi þessu varla ennþá“. Stephen Chaffee, prófessor við blaðamannaskólann sagði: „Ég tel, að þessi ákvörðun Johnsons muni hjálpa mínum manni, sem er McCarthy. Sé forsetinn einlægur í þessari ákvörðun sinni, ber honum virðing allra Bandaríkja- manna. Martin Rothebog, viðskipta- fræðinemi: „Ég fagna þessari frétt og held, að ég hafi e.t-v. Eugene McCarthy hér á eftir fara nokkur þess- ara viðtala. Robert Jacobs, 24 ára enskustúdent frá Buffalo í New York sagði: „Ég var að lesa niður á skólabókasafni í gærkveldi, þegar nokkrir stúdentar þustu inn í lestrarsalinn og hrópuðu: „Johnson ætlar ekki í framboð aftur“. Það var sem sprengju hefði verið varpað inn í salinn. Allir ráku upp gleðióp og hlupu fram á gangana, — og það- an út á götu. Sjálfur trúði ég þessu varla og er enn í vafa. Johnson er slunginn stjórnmálamaður og ég er hræddur um, að hann hafi eitthvað óhreint í bakhönd- inni. Ég tel, að þessi ákvörð- un forsetans, standi hann við hana, muni verða þjóðinni til heilla. Þó að ég sé stuðnings- maður McCarthys, held ég, eins og málum er háttað nú, að hann verði að láta undan Richard Nixon * að einhverju leyti dæmt John son ranglega. Virðing mín fyr ir honum hefur aukizt við þetta og ég veit, að hann er að mörgu leyti ágætur mað- ur. Og þannig eða svipuð voru viðbrögð allra hinna, sem ég ræddi við. Þetta er líka í fullu samræmi við þann anda, sem ríkt hefur í garð forset- ans hér í vetur og það er nær eingöngu vegna Vietnam- stríðsins. Næst lagði ég íeið mína í aðalstöðvar Stassens, sem eru við „Austurstrætið" okkar hér í Madison. Það var hálf ótrúlegt, að hér væri kosn- ingamiðstöð og það degi fyrir kosningar. Einn maður stóð þar bak við heljarmikið af- greiðsluborð og virtist lítið hafast að. Ég kynnti mig og spurði frétta. . Maðurinn kvaðst heita Michael Cargal og vera yfirmaður kosninga- skrifstofúnnar. Ég hafði orð á því, að það virtist lítið vera að gera, en hann sagði, að starfsliðið væri út um hvippinn og hvappinn. „Haldið þér, að ákvörðun Bandaríkjaforseta muni hafa í för með sér einhverja fylg- Isbreytingu fyrir frambjóð- enda yðar?“ spurði ég. Hann svaraði: „Já, ég held þetta muni hafa sigur í för með sér fyrir okkar mann. For- setinn hefur fyrirskipað hlé á loftárásum og þar með kippt allri undirstöðu undan Nixon og hans stefnu. Stassen berst fyrir friði og það er það, sem fólkið vill.“ Aðalstöðvar Nixons líktust meira kosningamiðstöð í full- um gangi. Stöðugur straumur fólks var inn og út um dyrn- ar og símar hringdu í sífellu. Ég hitti yfirmann skrifstof- unnar, Dave Lewis, og spurði hann hvernig gengi. „Við er- um varla búin að jafna okkur eftir sprenginguna í gær- kveldi. Það er erfitt að gera sér grein fyrir þeim áhrifum, sem hún mun hafa. Við erum mjög sigurviss hér í Wiscon- sin og starfið gengur vel. Við höfum á engan hátt breytt starfstilhögun okkar enda eng inn tími til slíks. Ég átti sím tal við Nixon í morgun, þar sem hann dvelst nú í New York— og spurði hann, hvort hann hefði eitthvað sérstakt í huga en hann sagði svo ekki vera: það væri mikið um að hugsa næstu daga og marg ar ákvarðanir, sem þyrfti að yfirvega gaumgæfilega“. Það var hljótt í aðalstöðv um demókrataflokksins, sem jafnframt hafa verið aðal- stöðvar stuðningsmanna John sons. Fólkið virtist sem lam- að, ög sat bara og horfði út í loftið. Ég hitti formann ungra demokrata, sem berjast fyrir Johnson, Russel Dewitt, og spurði hvernig honum væri innan brjósts. „Það er erfitt að lýsa því, sagði hann, allt okkar starf virðist unnið fyrir gýg. Ég trúi þessu varla enn- þá og þannig er flestum stuðn ingsmönnum forsetans innan- Framihald á bls. 31 rt&MS FERÐA§KRIF$TOFA Cf/ RÍKISIIVS HANNGVER IÐNSÝN/NGIN 29. APRÍL - 7. MAÍ Á Hannover-iðnsýningunni sýna yfir 5 þús. fyrirtæki frá 30 landum allar helztu nýj- ungar i iðnaði og tækni. Þeim sem hafa í hyggju að heimsækja þessa merku kaup- stefnu viljum við vinsamlega benda á að hafa samband við oss sem fyrst varðandi nánari upplýsingar, flugfarseðia, aðgöngukort og aðra fyrirgreiðsla. Enkaumboð Hannover Messe á íslandi: FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS, Gimli-Lækjargötu, sími: 11540. HBLZTU VÖRUTBG*UNDIR: Já rn, stál og aðrir málmar, mynd avélar og ljósmyndatæki, lækn- ingatæki, alls konar verkfæri, r afmagnsvörur, raflagnaefni, heimilistæki, sjónvarps- og útvarps- taeki, electronisk tæki, raflampa r, lampaskermar, raftæki, tæki fyrir byggingariðnað, byggingar- ©fni, dælur, skrifstofuvélar, glervörur, gjafavörur, skartgripir, úr, klukkur, borðbúnaður, plastvör- ur, þungavinnuvélar. LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SÍMI 11540 Atvinnuleysi og iðnaðux Otto Schopka, framkvæmda- stjóri Landsambands Iðnaðar- manna skrifaði athyglisverða grein í dagblaðið Vísi hinn 1. marz s.l., þar sem hann ræðir um verzlunarfrelsið atvinnuleysið og iðnaðinn og segir m.a.: „Frjálsir menn í frjálsu landi vilja hafa rétt til að velja og hafna. fs- lenzkir neytendur hafa því tek- ið tveim höndum síauknu verzl- unarfrelsi á undanförnum árum og hið fjölbreytilega neyzlu- vöruúrval er nú orðið að ómiss- andi þætti í lífskjörum þjóðar- innar ...Vaxandi atvinnuleysi og samdráttur í ýmsum greinum neyzluvöruiðnaðar vekja menn til umhugsunar, hverju verði all ur þessi innflutningur er keypt- ur. Hann hefur ekki aðeins kostað beinharðan gjaldeyri held ur líka í sumum tilvikum lokað- ar verksmiðjur gjaldþrota fyrir- tæki og atvinnulaust fólk. En er þá lausnin sú að setja hömlur á innflutning og taka upp leyf- isveitingar og skömmtun? Sú leið er flestum ógeðfelld og von- andi koma þeir tímar aldrei aft- ur að grípa verði til þeirra úr- ræða.“ Skilningur neytandans Og Otto Schopka heldur áfram og segir: „Það sem hér þarf að koma til er skilningur sérhvers neytanda á þeirri aðstöðu, sem hann hefur til þess að hafa áhrif á atvinnu og tekjumyndun sam- borgara sinna. Það kann að hljóma ótrúlega, en það er samt satt, að ef sérhver íslendingur keypti sér innlendan fatnað fyr- ir kr. 1000 í stað þess að kaupa innfluttan fatnað, þá mundi skap ast atvinnumöguleikar fyrir ca. 500 manns í fataiðnaðinum. Ef allir íslenzkir útgerðarmenn hefðu látið skipaviðgerðastöðvar og vélsmiðjur annast þær við- gerðir og viðhald á fiskiskipa- flotanum, sem framkvæmt var erlendis á síðasta ári, hefði það aukið vinnulaunagreiðslur til innlendra járniðnaðarmanna lík lega um 30 milljónir króna, eða sem svarar til árslauna 150 járn smiða. Hvað þá um öll fiskiskip- in, sem byggð hafa verið erlend is fyrir íslendinga að undan- förnu, hvað hefðu ekki margir getað unnið að smíði þeirra hér heima? Hafnarverkamanninum kann að þykja gott að kaupa sér pólsk spariföt, en ætli hon- um bregði ekki í brún við að missa alla eftirvinnu vegna þess að fjöldi manna í fataiðnaði er atvinnulaus, (af því að hafnar- verkamenn kaupa pólsk föt en ekki íslenzk) og hafa þar af leiðandi ekki lengur ráð á að kaupa niðursoðna ávexti (og reyndar fjölmargar aðrar vörur) sem hafnarverkamaðurinn hefur unnið við að skipa á Iand“ Kaupum íslenzkt Og í lok hinnar athyglisverðu greinar segir Otto Schopka: Menn verða að hafa í huga, að það sem einn eyðir eru tekjur annars, með því að verja fé sínu til kaupa á innlendum vörum, stuðla menn að innlendri tekjumyndun, vinna gegn atvinnuleysi og efla þjóð- arhag. Sérhver króna, sem varið er til kaupa á erlendri vöru, sem hér er seld í samkeppni við innlenda framleiðslu, táknar glat aðar tekjur fyrir einhvern lands manna. Þess vegna ættu allir að leggjast á eitt um að gera þær krónur, sem fæstar, sem flvtja atvinnuna burt úr landi. Það verður drýgsta meðalið gegn at- vinnuleysi'*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.