Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1968 . Lr . ísinn séður frá landi og á haf - HAFÍS Framhald af bls. 32 inn á Húnaflóa og víkur á Horn slröndum eru flestar fullar af ís. Austur að Óðinsboða gisnar ísinn Htið eitt, en þéttist aftur vestan við Siglufjörð. Þaðan liggur ís, 4—6/10, fyrir öllu landi, 4—6 sjm. frá ströndinni, unz komið er að Rauðunúpum, en þar þéttist ísinn, til muna og er allt að 7—9/10 undian Sléttu. Þistilfjörðurinn er nær allur þak inn ís 6—9/10, og þéttari þegar innar í hann dregur. Allur þessi ís barst hratt til lands, á aust- anverðu Norðurlandi, með hvassri NNV átt. fs er nú kominn fyrir Langa- nes og in undir Digranes og í í mynni Vopnafjarðar, og nokk- ur rekís allt suður á móts við Glettinganee. Siglingarleið er varasöm frá Látrabjargi, að Straumnesi, eink um þó í fjarðarmynnunum. Frá Straumnesi að Óðinsboða er varla fært, nema mjög öflugum skipum. Siglingarleið fyrir öllu Norðurlandi, er öll mjög ógreið- fær og hættuleg, einkum fyrir Sléttu, en þar mun hætta á að siglingarleið lokist allgjörlega, ef veður helzt óbreytt. Snjókoma hamlaði mjög ísathugun við vestanvert Norðurland og Norð- austurland“. Jónas Pétursson alþingismað- ur, fór með í ísflugið í gær. Mbl. hafði tal af honum og spurði hann um það hvernig honum hefði komið ísinn fyrir sjónir. Jóna sagði: — Eftir að komið var undir Látrabjarg og horft var til hafs- ins virtist vera samfelld isspöng og var alhvítt um að litast. Þetta var kuldalegt flug, en skyggni var sæmilegt austur fyrir Eyja- P út. — Ljósm. Sv. Þorm. fjörð, en er austar dró, byrjaði að snjóa. Úti fyrir Vestfjörð- um var kominn lagís inni á milli jakanna og sást ekki auður sjór. — Ég hef alltaf heyrt það sagt, að er ís komi að landi svo seint, sé mjög hætt við að hann verði fram eftir sumri. Mér fannst aðstæður allar mjög kúlda legar og ekki spá góðu. Fréttaritari Mbl. á Akureyri Sverrir Pálsson símaði eftirfar- andi lýsingu á hafísnum í gær: „Síðdegis í dag fór að sjást til hafíssins héðan frá Akureyri og rak hann hratt inn fjörðinn undan hvassri norðanátt. Fyrstu jakana bar að landi við Odd- eyri í ljósaskiptunum í kvöld, en allmikinn ís var þá að sjá utan við Svalbarðseyri og út fyrir Hjalteyri, eða eins langt og sást. héðan. Akureyrarpollur er lagður þykkum ísi og nær hann skammt út fyrir Oddeyrartanga. I gær var hér 17 til 18 stiga frost og norðan hvassviðri, en í dag er heldur mildara, ekki nema 9 til 10 stiga frost. Heldur hefur dreg ið úr vindhraða með kvöldinu“. Fréttaritari Mbl. Á Húsavík símaði eftirfarandi í gærkvöldi: „Is hefur nú rekið meira inn á Skjálfandaflóa en vorið 1965, þegar hann var hér lónandi fyr- ir utan, en kom merkilega lítið inn. í gær og dag hefur verið stöðugt ísrek inn flóann undan norðaustanátt og er kominn tölu verður ís á fjörur fyrir botni Skjálfandaflóa og með landinu að austanverðu. Framanvið Húsa víkurhöfn er ísbreiða 3 til 4 km að breidd. Engir borgarísjakar eru í þessu ísreki, allt smájak- ar, en mjög þéttir og hætta get- ur verið á að þeir frjósi saman. Vír hefur verið strengdur milli Húsavíkurbryggju og hafnar- garðsins til að reyna að hindra ísrek inn í höfnina, en ef ís- inn kæmi inn í höfnina myndu bátar þar verða í hættu. Mikið af rauðmaga, grásleppu og þorskanetum er þegar komið undir ísinn og búast má við, að af því hljótist töluvert tjón. Kjarnfóður er talið hér nægt fram á sumar og olíubirgðir út þennan mánuð“. Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofunnar er ekki nein átta- breyting sjáanleg í nánustu fram tíð og er útlit fyrir áframhald- andi frost. ísútlitið er því mjög ískyggilegt, en norðvestan hvass viðri er á hafinu norðaustur af landinu. Siglingaleið frá Horni að Mánáreyjum út af Tjörnesi var mjög ógreiðfær í gær og sögð ófær í myrkri. - STERK Framhald af bls. 1 að beint frá skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu. Blaðamenn fengu afrit af ræðunni klukkustund áður, en þar var hvergi vikið að ákvörðun forsetans að sækjast ekki eftir endurkjöri. Loftárásir verði stöðvaðar um- svifalaust. I upphafi ræðunnar sagði Johnson, að hann hefði ákveð- ið að loftárásir skyldu stöðvað- ar umsvifalaust á Norður Viet- nám, nema á birgðalestir and- stæðinganna við hlutlausa beltið. Johnson kvaðst heita á forseta N-Vietnam Ho Chi Mint að bregðast drengilega við því skrefi sem nú hefðá verið stigið í samkomulagsátt. Þá skoraði hann á Bretland og Sovétríkin að gera það, sem í þeirra valdi stæði til að koma á friði í Suð-austur Asíu. Orðrétt sagði forsetinn: „Við erum reiðutoúnir að hefja samstunidis undirtoúning að friðarviðræðum, og í kvöld slíg ég fyrsta skirefið í þeirri von að það leiði til skjótra og já- kvæðra viðtoragða. Ég er hér með að taka fyrsta skrefið til að leiða þessa deilu til lykta.“ í kvöld hef ég gefið flugflota okkar og sjóher fyrirmæli um að gera engar loftárásir á N- Vietnam, nema á svæðinu norður af hlutlausa beltinu, þar sem stöðugir birgðaflutningar óvin- anna og hervæðing ógnar banda mönnum okkar. Svæði það sem við stöðvum nú árásir á er um það bil 90 prósent af öllu landi Norður Vietnam." Þvínæst sagðist Johnson hafa skipað þá dverill Harriman og Llewellyn Thomson. amibassa- dor Bandaríkjanna í Moskvu, til að undirbúa samningaviðræður og gætu þær hafizt í Genf eða á hverjum öðrum stað, sem á- kjósanleg væri. Johnson varar við ágreiningi og togstreitu meðal demókrata. Þegar forsetinn hafði þannig lýst ákvörðun sinni með tilliti til Vietnam kvaðst hann vilja hvetja til einingar innan flokks ins og með landsmönnum öllum. Hann lagði áherzlu á, að láta i ekki sundrung og tortryggni veikja demókrataflokkinn Hann vitnaði í orð John F. Kennedys og sagði: „Þessi kyn- slóð ungra Bandaríkjamanna er reiðuibúin að gjalda hvaða verð, bera hverja byrði, mæta hverj- j um vanda, styðja hvern vin, berjast gegn hverjum andstæð- ingi til þess að tryggja að frels- ið lifi og sigri.“ Éftir að hafa vitnað til orða Kennedys sagði Johnson að hann hefði allan sinn stjórnmálaferil trúað að hann væri frjáls maður, Banda- ríkjamaður, þjónn landis síns. í í þau 37 ár, sem hann hefði unnið í þágu Bandaríkj- anna, sem þingmaður, varafor- seti og forseti hefði hann látið einingu þjóðarinnar sitja í fyr irrúmi. Nú virðist ágreiningur og sundrung ríkjandi og það er innbyrðis sundrung í brjóst- um okkar í kvöld. Við getúm ekki lokað augunum fyrix þeirri hættu, sem blasir við og ógnar vonum okkar um framgang band rísku þjóðarinnar og frið öllum mönnum til handa“. Johnson rifj ' aði upp, að fyrir 52 mánuðum og 10 dögum hefði hann á ör- : lagaríkri sorgarstund tekið á sig skyldur forsétaembættisins. Hann kvaðst þá hafa beðið um I hjálp guðs og þjóðarinnar til að ' fá risið undir þeim vanda, svo í að þjóðin mætti halda áfram | rétta braut. „Við höfum staðið ! saman og við höfum rækt skyld- ur okkar saman, og saman höf- , um við lagt auknar skyldur á I herðar okkar, og ég trúi því að Bandaríkin verði sterkari, traust ari, réttlátari í framtíðinni." „Ég mun ekki leita eftir endur- kjöri sagði Forsetinn Síðan sagði Lyndon B. John- son. ! „Ég hef kQmizt að þeirri nið j urstöðu, að ég geti ekki leyft að 'forsetaembættið dragist inn í flokkadrætti og viðsjár, sem eru að þróast meðal okkar. Á víg- vellinum berjast synir Banda- ríkjanna, hér heima erum við og vonin um frið sameinar okkur. Því tel ég að ekki megi eyða hvorki dagstund né klukkustund til að sinna eigin hagsmunum heldur ber að rækja þær skyld- ur, sem forsetaembættinu fylgja. Ég mun ekki leita eftir endur kjöri og mun ekki taka á móti útnefningu flokks míns fyrir næsta kjörtímabil. En við skul- um láta heiminn vita, að sterk og árvökul eru Bandaríkin reiðubúin að leita ærlegs friðar og er reiðuibúin að verja hvern heiðarlegan málstað og axla hverjar byrðar hvað svo sem það kostar. Johnson hafði tár í augunum er hann kom að niðurlagi ræð- unnar en kona hans sem varhjá honum í skrifstofunni brosti meðan maður hennar flutti ræð- una. Þegar henni var lokið reis Lady Bird úr sæti og hljóp til manns síns og faðmaði hann að sér. Dæturnar Linda og Lucy gengu og til hans og kysstu hann. Skyndifundir með blaða- mönnum Eftir ræðuna var efnt til skyndifundar um. Johnson ánægður og ákvörðun sín útnefningu með blaðamönn- virtist hress og sagði þar, að um að afþakka væri endanleg og ekkert myndi breyta henni. Hann kvaðst mundu nota þá níu mánuði, sem eftir lifðu kjör tímabilsins til að reyna að koma á friði í Vietnam. Forsetinn sagði að þó að fri'ð- arviðleitni hans bæri nokkurn ávöxt gæti hann vart ímyndað sér að það ástand skapaðist, að hann yrði neyddur til að endur skoða afstöðu sína um að gefa kost á sér. Jclhnson lagði átoerzlu á það, a’ð ávörðun hans væri tekin í fyllstu einlægni og stæði að sjálfsögðu i nánu sam- bandi við Vietnamstríðið. Að- spurður viðurkenndi hann, að ákvörðun Rotoerts Kennedys um að ganga á hólm við forsetann í prófkosningunum hefði aukið á sundrungina, sem hann fjall- aði um í ræðunni. En hann vildi hins vegar ekki eyða tím- anum í innantóma flokkspólitík og þras, né heldur hefði hann á Ho Chi Minh, forseti N-Vietnam. þessu stigi málsins neinar ráða- gerðir um að sitja flokksþing demókrata í Chicagó í ágúst. Vonar, að Hanoi meti friðarviðleitni í gær fór forsetinn svo í óvænta heimsókn til Chicago og hélt þar ræðu á ársfundi út- varpsmanna. Þar tilkynnti hann að forseta S-Vietnam Van Thieu hefði verið boðið til Bandaríkj- anna til að ræ'ða um. hvernig binda megi enda á styrjöldina og koma á varanlegum friði. Talið, að Jolinson styðji Hump- hrey til forseta. Johnson forseti hefur ekki enn gefið neina bendingu um það, hvern hann muni styð.ia sem framibjóðanda demókrataflokks- ins, en stjórnmálafréttairitarar eru eindregið þeirrar skoðunar, að hann muni leggja til, að Hu- bert Humphrey verði útnefndur forsetaefni flokksins. Humphrey hefur verið dyggur stuðnings- maður forsetans, síðan hann tók við emtoættl og er liklegur til að fyl'gja að mesfu óbreyttri stefnu Johnsons hljóti hann út- nefningu. Vonir Kennedys að glæðast? Ákvörðun Johnsons hefur að sjálfsögðu vakið gífurlega at- hygli um allan heirn (sjá fleiri fréttir á forsíðu og inni í blað- inu)" ðg stjórnmálaséi-fræð ngar eru samm'ála um, „ð bandarísk- ui almenningur hafi engan veg- inn jafnað si'g eftir undrunina. I röðum frjálslyndari demó- krata hafa vonir g'.æðzt um, að öldungadeildarþingmennirnir Kennediy eða McCa: tihy hljóti út nexningu í nóvember. Áhangend ur forsetans eru þeirrar skoð- unar, að Johnson :.é ákveðiinn í að skipa sér sess í sögunni sem boðberi friðar og sáttfýsi. Sttöðvun loftárásanna þýðir, að nú verður ekki Itnguir varp- að spren,gjum á H-noi né Hai- phong. Þeir sem gaignrýnt hafa stefnu stjórnar.'nnar hafa lengi krafizt þess, að Loftárásum á þess air borgir verði hætt, þar sem þær hafi tilfeölulega litla hern- aðarlega þýðingu og séu ekki til annars en granda óbreyttum borgurum No.ður-Víetnam. Fjög ur ár eru nú umliðin síðan fyrstu loftárásir voru gerðar á Norður Víetnam.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.