Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1968 — Viðbrögð fólks Framhald af bls. 18 ákvörðun hans að minni hyggju vel tímabær. Það hefur verið of mikil spenna í hans forsetatíð, og því gott, að hann skuli ætla að draga sig í hlé og leyfa öðrum manni að spreyta sig. Að mínu áliti er þessi tak- mörkun á loftárásunum rétt og finnst mér nú tími kominn til að Hanoi-stjórnin sýni ein- hvern friðarlit. í sambandi við næsta forseta, held ég svona fljótt á litið, að Robert Kennedy verði sá, sem tekur við. Hefði kosið að Johnson sæti áfram. SÉRA SIGURÐUR Haukdal á Bergþórshvoli hafði þetta að segja um ákvörðun Johnson: Mér er illa við þessa ákvörð- un forsetans, því að ég hefði kosið að hann sæti áfram. Ég tel hann mjög hæfan í þessu embætti. Um þá ákvörðun að láta draga úr lofárásunum á Norð- ur-Vietnam, sagði Sigurður: „Ég tel skynsamlegt, að reyna þetta í von um að það ýti undir friðarsamninga, en er þó van- trúaður á að það beri nokkurn árangur“. Ekki vildi Sigurður neinu spá um hver yrði næsti forseti Bandaríkjanna, þvi að í þeim efnum ættu línurnar eftir að skýrast mjög. Tímabær ákvörðun. PÁLL S. Pálsson, hæstarétt- arlögmaður sagði: Ég tel þessa ákvörðun John- sons mjög tímabæra, og sama er að segja um þá ákvörðun hans að draga úr loftárásum á Norður-V ietnam. Hanoi-stiórn hefur gert það að skilyrði fyrir því að setjast að samningaborði, að Banda- ríkjamenn hætti loftárásum á Norður-Vietnam, og ég á von á, að Norður-Vietnam muni gera svo, þegar þessu skilyrði hefur verið fullnægt. Erfitt er að spá um, hver verði næsti forseti Bandaríkj- anna, en ég bind vonir við að Robert Kennedy nái kosningu. Ég gæti einnig vel sætt mig við Nixon“. Feginn ef það táknar etefnubreytingu. EINAR Gestsson, bóndi á Hæli sagði: „Ef ákvörðun þessi táknar stefnubreytingar í styrj aldar- rekstri Bandaríkjanna er ég feginn henni Manni hefur virzt Vietnam- stríðið algjört þrátefli, sem á- kaflega erfitt hefur verið að leysa. Hefur því verið meira álag á forsetanum en einn mað- ur getur staðizt lengi. Þess vegna finnst þér, þetta að mörgu leyti mjög eðlileg ákvörðun hjá honum. Mér finnst einnig ákvörðun forsetans á um að hætta nær al gjörlega loftárásum á Norður- Vietnam bera vott um heilindi, sem ættu að auðvelda lausn striðsins og erfitt er fyrir Han- oi-stjórn að hundsa 1 En ég vil engu spá um það, hver verður næsta forseti Bandaríkjanna, enda alls ekki tímabært ennþá. Gaman verður þó að fylgjast með þróunþeirra mála. Ætlar ekki að tefla á tvær hættur í tvísýnum kosningum. Guðmundur H. Garðarsson, viðlskiptatfræðingur, sagði: „Ákvörðun Johnsons kom mér á óvart, en að athuguðu máli tel ég, að Jolhnson hatfi tekið þá skynsamlegu afstöðu að tefla ekki á tvær hættur í tvísýnum kosningum við unga og upprennandi stjórnmiála- menn í Bandaríkjunum. Hann ætlar greinilega að hverfa úr sögu bandariskra stjórnmála, sem sá forseti, sem unnið hefur glæsilegastan kosningasigur í forsetakosningunum þar vestra en það var í síðustu kosning- um. Mun hans verða minnzt í sögunni fyrir það, hversu gíf- urlegrar lýðhylli hann naut. Varðandi þá ákvörðun forset ans að hætta loftárásum á N- Vietnám, þá get ég ekki um hana dæmt, þar sem ég hef ekki þá þekkingu á þeim styrj- aldarrekstri, sem hér um ræðir. Um þriðju spurninguna hef ég það að segja, að nú finnst mér að báðir aðilar eigi að setj ast að samningum um þær að- gerðir, er gætu leitt til friðar. Ég spái Nixon sigri í næstu kosningum. Sé ákvörðunin tekið í einlægni ber að fagna henni. Gunnvör Braga SiguFðs- dóttir húsfreyja svaraði spurn ingum okkar á þessa leið: „Fyrst þegar hringt var af Morgunblaðinu og þessar fjór- ar spurningar lagðar fyrir mig, hélt ég að um væri að ræða einhverskonar aprílgabb. En fyrstu, þriðju og fjórðu spurn- ingu hlýt ég að svara í léttuin dúr. Sé ákvörðun Johnson forseta tekin í einlægni og ekki til að ná betri baktjaldavígstöðu þá fagna ég þessari ákvörðun hans og þá sérstaklega með styrjöld- ina í Vietnam í huga. Má vera að hér sé komin hvít örk til að afskrifa hana á, og í fram- haldi af því svara ég þriðju spumingu — og leytfi mér að benda háttvirtum Ho Chi Minh á hið góð fordæmi Johnsons, taka sér lútu í hönd og stunda hljómlist í stað herlistar þar til yfir lýkur. Víkjum þá að annari spurn- ingu. Norður-Vietman. Suður- Vietnam. Vietnam. Fyrst reyndi ég að hugsa um spurninguna af einhverju viti og sjá orsak- ir, leiðir og afleiðingar þeirrar styrjaldar, sem nú er háð í Viet nam. Láti maður teyma sig út í þá geðveiki að játa gamla ástæðu fyrir upphafi þessarar styrjaldar ber einnig að játa að ekki er hægt að ljúka henni. Fyrir þrem árum sá ég frétta- mynd frá N-Vietnam tekna á jörðu niðri að afstöðu loftár- ásum. Ég á engan skilning á einnar mínútu lífi í því örviti, sem ég sá þá, hvað þá heldur þriggja ára örviti, sem liðið er síðan. Einstaklingi af íslenzkri þjóð, sem frá upphafi hefur ver ið það inntak lífsbaráttu að að lifa veturinn af og missir hvers mannslífs-katastroffe“, er það grátóskiljanleg og af- sakanleg geðveiki. Næsti forseti Bandaríkjanna? Kennedy-glans og æra kann að ráða miklu í komandi for- setakosningum. Ég hef mikla trú á dyggðum mannanna, en hafi Johnson verið réttlátur þá bið ég guð um að forða Bandaríkjamönnum frá réttlát- um forseta. Ég þekki engan N-Ameríku með nafni, annars jarðræktarmann í N.-Ameríku með nafni, annars myndi ég gefa ykkur það upp. „Ég er himinlifandi.“ Sigurður Jónsson Kennara- skólanemi. — Er ég heyrði frétt þessa í útvarpinu, datt mér ekki ann að í hug en hún væri apríl- gabb. En sem bétur fer reynd- ist hún sönn. Ég er himinlif- andi. Hann hefði betur gert þetta fyrr. — „Það hefur sýnt sig að þrátt fyrír ítreku'ð friðartilboð Johnsons, hafa „höfðingjarnir" í Hanoi ekki verið til viðræðu. Ég er mjög vantrúaður á að það muni bera nokkurn árang- ur.“ — „Hefðu þeir einhverja á- byrgðartilfinningu ættu þeir að taka boði þessu, en því mið- ur held ég að þeir kæri sig lítið um frið. —„Því er fljótsvarað, Nixon.“ “Ákvörðunin gerhugsuð" Pétur Sigurðsson forstjóri Landthelgisgæzlunnar: „Ég álít að ókvörðun John- sons sé gerhugsuð og einhver sú merkasta sem ég hef heyrt um í líðandi stjórnmálum. Hvað af þessu leiðir mun sagan leiða í ljós, en það er enginn efi á því að þarna hef- ur mikill stjórnmálamaður tek ið ákvörðun. Hvað viðvíkur spá um næsta forseta Bandaríkjanna álít ég að engu sé þar hægt að spá um ennþá, að minnsta kosti ekki hér heima á íslandi." „Kennedy er maður nýrrar kyn slóðar og nýrra hugmynda.“ Ármann Eyjólfsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans íVest mannaeyjum. — Fréttin um ákvörðun John son, að gefa ekki kost á sér í haust kom eins og þruma úr heiðskíru lotfti. Ég hélt satt að segja lengi vel að þetta væri djarft aprílgabb fréttastofu út varpsins, svo óhugsandi fannst mér ákvörðun forsetans. Þó að Johnson hafi sætt tals- verðri gagnrýni, er það óum- deilanleggt að hann var kjör- inn til þess að gegna hinu á- byrgðarmikla starfi forseta af mjög sterkum meirihluta Banda rísku þjóðarinnar. Johnson for seti hefur tekið svo afdrifarík- ar ákvarðanir um stefnu Banda ríkjanna í Vietnam að flokks- menn hans, þar með fulltrúar mikils hluta þjóðarinnar áttu kröfu á að segja Johnson sitt álit á gerðum hans með vali á forsetaefni Demókrátaflokks ins í haust. Með þessari ákvörð un sinni hopar Johnson því áð ur en á hólminn er komið. Hann hefði átt að standa eða falla með verkum sínum, — í sambandi við 2. spurn- ingu álít ég að allir friðelsk- andi menn hljóti að fagna því af heilum hug að þessum skelfi legu loftárásum linni. Manni skildist í fyrstu að þær yrðu stundarfyrirbæri, sem stæðu að eins í nokkra daga, en nú hafa þær staðið látlaust um árabil. Oft verða almennir borgarar, al saklausir, börn og gamalmenni harðast úti í slíkum árásum. Gangur þessa endalausa stríðs austur þar hefur líka sýnt og sannað að hernaðarlegur árang ur af sprengjukastinu hefur orðið minni, en ætlunin var. Friður í Vietnam skiptir öllu máli. Þriðju spurningunni vildi ég svara á þessa leið. — Ef eitthváð er að marka þessa menn, þá hljóta þeir að taka upp viðræður við Banda- ríkjamenn um frið bg endan- lega lausn styrjaldarinnar jafn skjótt og loftárásunum er hætt. Á því hafa þeir sjálfir þrá- stagast. Vietnam þjóðin hefur átt í styrjöldum um árabil og fólkið er orðið þrúgað af þess ari styrjaldarplágu. Ef nefnd- ur Ho Chi Minh vinnur fyrir Vietnam þjóðina, en um það stendur víst að nokkru styrr- inn, hlýtur hann að sanna þann vilja sinn með því að taka í útrétta hönd sátta og friðar. — Ég spái Robert Kennedy sigri, ef hann verður í kjöri fyrir Demókrata. Mér finnst hann, ef svo má segja minn maður, Hann er maður nýrrar kynslóðar og nýrra hugmynda í heiminum. Mér virðist Robert Kennedy fyrst og fremst líta á staðreyndir, en ekki hleypi- dóma. Á sama hátt og Banda- ríkin munu ekki lifa, sem ríki og þjóð, skipt í hvítt og svart eftir kynþáttum, er eigi að held ur unnt að skipta heiminum í rautt og hvítt eftir stjórnmál- um. Mér virðist Robert Kenn- edy starfa í anda þessa og vera málsvari lýðræðis og jafnrétt is manna á meðal. f forseta- stóli myndi hann óefað fylgja frjálslyndri, en þó ákveðinni umbótastefnu, hins látna bróð- ur síns, John F. Kennedy, og eins og hann standa með ein- urð vörð um frelsi Vesturlanda ef í harðbakka slær. Þessir kostir Roberts Kennedys af- saka samt ekki ákvörðun John- sons, en ef til vill eru þeir veigamesta orsök þessarar ó- væntu fréttar frá Hvíta húsinu „Uppgefinn á þessu brambotli." Ási í Bæ rithöfundur svar- aði spurningunum 4 á þessa leið. — Ætli að karlinn sé ekki orðinn uppgefinn á þessu bram bolti.“ — „Ef hugur fylgir máli, þá stend ég eindregið með honum.‘ —„ Ef það er staðreynd að Bandaríkjamenn dragi úr loft árásum eða hætta þeim að mest er full ástæða fyrir Ho Chi Minh að athuga sinn gang vel.“ — „Eins og nú er ástatt í Bandaríkjunum tel ég miklar líkur á því að unga fólkið flykki sér um Robert Kennedy og geri hann að næsta forseta.“ í hrnkningum í Oddskarði TVEIR Reyðlfirðingar, sem stund að hafa nám 1 Iðnskólanum á Neskaupstað ætluðu gangandi fyrir Oddsskarð í fyrrakvöld. Lentu þeir í vonzikuveðri, kom- ust í kofa, er Landssíminin á og gátu hrjngt þaðan á hj'álp og fór björgunarsveitin á E-kifirði þi.m til aðstoðar á ýtu og tveimur jeppum. Mönnumum var'ð ekkert meint atf, en þeir vor.u þó fremur illa klæddir og sízt ti'l gönguferða á öðrum hæsta fjallavegi landsins. Björgunarsveitin mun hatfa orðið að skilja ýtuna etftir og komust mennirnir til byggða stórslysa- laust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.