Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 196« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. Akvörðun Johnsons og friðarviðleitni Banda- ríkjanna T yndon Johnson, forseti Bandaríkjanna, hefur í einu vetfangi breytt stjórn- málaaðstöðu sinni frá því að vera umdeildur og óvinsæll forseti til þess að verða full- trúi einingar og sátta í banda- rískum stjórnmálum, maður sem á ótvíræðan hátt tekur hagsmuni þjóðar sinnar fram yfir persónulegar veg- semdir. Hann hefur jafn- framt snúið siðferðilegri vörn Bandaríkjamanna í Víetnam í pólitíska sókn, stigið stórt skref af sinni hálfu til friðar í Víetnam og lagt ábyrgðina af áframhaldandi hernaðará- tökum með afdráttarlausum hætti á herðar Ho Chi Minh. Á undanförnum mánuðum hefur gætt vaxandi efasemda í Bandaríkjunum -um siðferði legt réttmæti og hernaðar- legt gildi þeirrar stefnu, sem Bandaríkin hafa markað gagnvart Víetnam. Sú sundr- ung, sem orðið hefur með bandarísku þjóðinni komst á mjög alvarlegt stig, þegar öldungadeildarþingmaðurinn Robert Kennedy tilkynnti framboð sitt til forsetakjörs. Ljóst var, að barátta milli hans og Lyndons Johnsons myndi ekki einungis valda hörðum átökum innan Banda ríkjanna sjálfra heldur hafa alvarlegar afleiðingar fyrir stöðu þeirra á alþjóðavett- vangi almennt og í Vietnam sérstaklega. Lyndon Johnson hefur með hinni sögulegu ákvörðun sinni komið í veg fyrir slík- ar innbyrðis eld á styrjaldar- tímum. Með því að gefa ekki kost á sér á ný hefur hann styrkt mjög aðstöðu sína til þess að vinna að friði í Víet- nam, þar sem enginn getur nú borið honum á brýn, að hann taki tillit til kosning- anna, þegar hann tekur þýð- ingarmiklar ákvarðanir varð andi Víetnam, og Norður-Ví- etnamar, sem vafaiaust hafa viljað valda Johnson eins miklum erfiðleikum og á þeirra valdi var í kosningun- um, eru sviptir þeirri ástæðu til þess að neita samnings- umleitunum. Ákvörðun Bandaríkjafor- seta um að hætta um óákveð inn tíma loftárásum á Norð- ur-Víetnam án þess að binda það nokkrum skilyrðum um gagnráðstafanir af hálfu Norður-Víetnama, er líklega stærsta skref, sem stigið hef- ur verið, í friðarátt í Víet- j nam. Fjölmargir þjóðarleið- j togar hafa haldið því fram, að ef Bandaríkin stigu þetta skref, mundi stjórnin í Hanoi reiðubúin til samningavið- ræðna og andstæðingar for- setans í Bandaríkjunum þeirra á meðal Robert Kenn- edy, hafa einnig lagt til að þessi leið yrði farin. Það er nú algjörlega á valdi Norður-Víetnama, hvort þetta örlagaríka skref af hálfu Bandaríkjanna verður til þess að friðarsamningar hefjist. Fyrir 2 árum komst Johnson Bandaríkjaforseti svo að orði, að aðeins þyrfti eitt borð og tvo stóla, til þess að hefja samningaviðræður. Nú þarf aðeins eitt orð frá ríkisstjórninni í Norður-Víet- nam til þess að samningar : hefjist. Verði slegið á hina útréttu hönd að þessu sinni er hins vegar hætta á að styrj öldin í Víetnam harðni mikið og nýr forseti í Hvíta húsinu á þá tæplega annarra kosta völ en að margfalda að- gerðir Bandaríkjamanna í Ví- etnam. Hinn 21. marz sl. sagði svo m.a. í ritstjórnargrein í Mbl. „Johnson, Bandaríkjaforseti er um margt merkur stjórn- málamaður, og hefur beitt sér fyrir víðtækri umbótalög- gjöf í innanlandsmálum, en framkvæmd hennar hefur því miður koðnað niður vegna styrjaldarinnar í Víet- nam. Ef til vill mundi John- son gera þjóð sinni mestan greiða nú með því að opna leiðina fyrir nýtt forsetaefni úr eigin flokki með því að gefa ekki kost á sér á ný.“ Lyndon Johnson hefur nú tekið þá ákvörðun af mikilli óeigingirni að láta af for- setaembætti í byrjun næsta árs. Slíkt er fátítt. Með þess- ari örlagaríku ákvörðun hef- ur Lyndon Johnson hafið sig upp yfir deilur og sundrung, tekið forustu um að skapa á ný einingu með mestu lýð- ræðisþjóð heims og tryggt sér veglegan sess í sögu Banda- ríkjanna. Nú verður þess beð- ið með eftrivæntingu, hver Valentína ekkja Gagarins krýpur við mynd af manni sínum, undir málmplötunni, sem sýnir, hvar aska Gagarins er í Kreinlmúrnum. an herhljómsveit, er lék sorg- arlög. Þá gengu þeir, er báru flekann og á eftir nánustu ætt ingjar og vinir. Síðastir gengu sovézku geimfararnir og nokkrir af helztu vísinda- mönnum Sovétríkjanna. Að loknum minningarræð- um var einnar mínútu þögn á Rauða torginu en síðast var skotið þremur fallbyssuskot- um. Á sunnudag komu þúsundir manna á Rauða torgið til þess að sjá legstað Gagarins og Seryogins. látlaus málmplata með nöfn- um þeirra eini sjáanlegi minnisvarði þeirra þarna í framtíðinni, eins og þeirra mörgu manna annarra, er þar hafa hlotið legstað. Meðan á útförinni stóð leið tvisvar yfir Valentínu, ekkju Gagarins og varð að kalla til hennar lækni. Líkfylgdin, sem fór frá aðal stöð, hersins til togsins, rúm- lega fjögurra kílómetra leið, var mjög fjölmenn. Fyrir henni gengu fjögur hundruð menn, hermenn og óbreyttir, og báru blómakransa og síð- SVO sem frá var skýrt í Morg unblaðinu á sunnudag, fór út- för sovézka geimfarans, Yuris Gagarins, fram sl. laugardag og voru þá meðfylgjandi myndir teknar. Gífurlegur mannfjöldi var við útförina. Meðal viðstaddra voru stjórn- ar- og fiokksleiðtogarnir sov- ézku og báru þeir fánum skrýddan flekann, þar sem fyrir var komið blómaskreyt- ingum og krukkum úr steypu járni með ösku hinna látnu. Krukkunum var síðan komið fyrir í Kremlmúrnum skammt frá grafhýsi Lenins. Verður Mynd þessi var tekin á laugardagsmorgun í aðalstöðvum hersins í Moskvu, þar sem borgar búar komu síðustu tvo dagana fyrir útförina til að kveðja hina látnu. Ilelztu leiðtogar Sovét- ríkjanna standa reiðubúnir til að fylgja hinum látnu til grafar, þeir Leonid Brezhnev, aðal ritari kommúnistaflokksins, Nikolai Podgorny, forseti, Alexei Kosygin, forsætisráðherra og Andrei Kirilenko einn af riturum flokkins. viðbrögð kommúnista verða, en í gær olli það nokkrum ugg og kvíða, að fyrstu við- brögð í Moskvu voru fremur neikvæð og ekkert hafði heyrzt frá Hanoi. Það mun hins vegar koma í ljós næstu daga, hver hugur fylgir máli hjá kommúnistum, þegar þeir tala um frið í Vietnam. Þeir eiga næsta leik — og veröldin bíður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.