Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1968 23 fæti fyrir Johnson forseta - en gáfur hans og víðtæk stjórnmálaþekking eru viður- kenndar Lyndon B. Johnson Banda- ríkjaforseti, verður sextugur á þessu ári, fæddur 27. ágúst 1908 á búgarði í grennd við Johnson City í Texas. Hann ólst upp við lítil efni og tók ýmis störf í borginni til að létta undir með foreldrum sín um, jafnframt því sem hann stundaði skólanám af kappi. Úr framhaidsskóia útskrifað ist Johnson 16 ára gamall og fór síðan til Kaliforníu, þar sem hann starfaði um nokk- urrar ára skeið. Ekki festi hann yndi þar, en sneri aft- ur til Johnson City í þeim ásetningi að læra meira og hóf nám við Southwest State kennaraskólann í San Marcos Hann vann jafnan með nám- inu - var um skeið húsvörður síðar sölumaður, en kennara- prófi lauk hann árið 1930. Eftir tvö ár í kennarastarfi bauðst honum staða einkarit- ara republikanaþingmannsins Richard Kleberg. Johnson hafði þá um langt skeið haft mikinn áhuga á stjórnmálum og kynnt sér þau eftir föng- um. Er Johnson hafði verið rit- ari Klebergs í fimm ár, losn- aði þingsæti í Texas og ákvað hann þá að bjóða sig fram. Kosningabaráttan var hörð, en Johnson sigraði glæsilega. Hann sat í fulltrúadeild Band aríkjaþings þar til Bandarík- in sögðu Þýzkalandi og Japan ístríð á hendur 1941, en þá varð hann fyrstur þingmanna til að láta skrá sig í herinn. Hann var sæmdur heiðurs- merki fyrir frammistöðu sína í flugleiðangri yfir Nýju Guin eu. 1942 tók hann aftur sæti á þingi, er Roosevelt forseti skipaði öllum þingmönnum að snúa heim aftur til embætta sinna. í fulltrúadeildinni átti hann sæti til 1948, er hann var kjörinn í Öldungadeild- ina. Stjórnmálahæfileikar Johnsons komu brátt í ljós, árið 1951 var hann einróma 'kjörinn löggjafarráðunautur demokrata og hlaut mikla við urkenningu í starfi fyrir ein- urð og festu. Þegar John F. Kennedy var útnefndur frambjóðandi dem okrata sumarið 1960 kom mjög til greina að Lyndon Johnson yrði valinn. Af 1521 atkv. þurfti frambjóðandi að hljóta 761 atkv. til að ná kostningu en þegar við fyrstu atkvæða- greiðslu hlaut Kennedy til- skilinn meirihluta og vel það, 806 gtkv., en Johnson var næstur með 409 atkv. Þau at- kvæði sem þá voru eftir skipt ust á níu frambjóðendur aðra. Kennedy mat Johnson mik ils og Johnson studdi stefnu forsetans heilshugar. Hin lang a reynsla Johnsons af marg- ra ára starfi í Öldungadeild inni, og sem leiðtoga demo- krata í deildinni, varð hon- um mikils virði í embætti vara forseta. Hann barðist fyrir bættum lífsskilyrðum og aukn um réttindum blökkumanna í Suðurríkjunum, og beitti öll- um áhrifum sínum meðal þing manna til framgangs mann- réttindafrumvarps Kennedys forseta. Þessi afstaða bakaði honum óvinsældir í Suður- ríkjunum. Var jafnvel haft á orði, að hann yrði af þessum sökum að víkja sem varafor- setaefni demokrata við næstu forsetakosningar. Hins vegar var Kennedy því afdráttar- laust fylgjandi, að Johnson yrði varaforseti flokksins. Þegar John F. Kennedy var myrtur í Dallas, 22. nóvember 1963, sór Johnson embættis- eið sem 36. forseti Bandaríkj- ana samdægurs. Fáeinum dög um síðar birti tímaritið „U.S. News and World Report“ við tal við hinn nýja forseta,þar sem hann gerði í megindrátt- um grein fyrir skoðunum sín- um á utanríkis- og innanríkis málum. Þá sagði Johnsonm.a.: „ . . Ég vil vera varkár án þess að vera afturhaldssamur. Ég fellst á að áðrir séu jafn miklir föðurlandsvinir og ég. Ég álít að flestir þeirra hafi reynslu og dómgreind, ann- ars hefðu þeir ekki verið kosnir í þetta starf (þ.e. for- setaembættið). Ég veit að ég get haft á röngu að standa. Ég held að það sem ég geri sé rétt, annars gerði ég það ekki . . . . Ég hef mikla trú á heimspeki spámannsins: „Komið nú, við skulum rök- ræða.“ Krúseff þarf ekki að rökræða við menn: hann get- ur skotið þá. En okkar stjórn skipulag er ríkisstjórn sann- girninnar, eða dómgreindar, þar sem mannréttindi eru virt og sérhver getur látið álit sitt í ljós .... Við ætlumst til fullkomnunar af forsetanum og þegar einhverrar ófull- komnunar gætir, eins og ger- ast hlýtur njá sérhverjum ein- staklingi, þá komum við fram við hann með hörku. Þegar ég fer flugleiðis yfir borgir og hugsa um alla þá, sem sitja heima hjá sér og reiða sig á að forsetinn taki ákvarðanir, sem eru viturlegar og réttlátar, þegar ég hugsa um hvort ljós in munu loga þar annað kvöld eða hvort kjarnorkuspreng- ing afmái þau öll, þá er til- hugsunin ógnvekjandi." í forsetakosningunum í nóv ember 1964 sigraði Johnson með meiri glæsibrag en nokk- ur annar forseti í sögu Banda ríkjanna. Hlaut hann tæplega 42 milljónir atkvæða, en and- stæðingur hans Öldungadeild- arþingmaðurinn Barry Gold- water hlaut um 26 millj. atkv. Johnson bar sigur úr býtum í 44 fylkjum Bandaríkjanna 'og hlaut 486 kjörmenn af 538, en Goldwater hlaut að- eins 52 kjörmenn. Framan af kjörtímabili sínu átti Johnson að fagna vin- sældum almennings í landinu, Hann beitti sér fyrir ýmsum umbótum, m.a. sjúkrahjálp til handa gömlu fólki, þrátt fyr- ir andstöðu í þingi, en þegar í byrjun ársins 1965, fór að halla undan fæti fyrir for- setanum. Skoðanakannanir, sem gerðar voru í Bandaríkj- Johnson forseti kom hingað til mánuðum áður en John F. er tekin í lok ræðu, er Johnson unum með reglubundnu milli bili sýndu, að fylgi hrundi af Johnson vegna stefnu stjórn- arinnar í Vietnam, dýrtíðar heima fyrir og síðast en ekki sízt kynþáttaóeirðanna, sem náðu hámarki sl. sumar. Það sem gerðist varðandi almenn ingshylli Johnsons á sér nán- ast enga hliðstæðu í banda- rískri sögu. Á tveimur mánuð um eftir Glassboro-fundinn í júlí í fyrra stórminnkuðu vin- sældir hans og skoðanakann- anirnar sýndu, að einn af hverjum fimm Bandaríkja— mönnum hafði snúizt á móti honum. f september sama ár voru einungls 39% þjó'ðarinn- ar samþykk gerðum Johnsons. Hann varð fyrsti forseti Band aríkjanna, sem við átti að etja meiriháttar styrjöld erlendis og samtímis meiriháttar upp- reisn heima fyrir. Að sögn bandaríska tíma- ritsins Newsweek fór Johnson þess á leit við ráðgjafa sína síðla á síðasta ári, að þeir íslands 16. sept. 1963, tveimur Kennedy var myrtur. Myndin hélt í Háskólabíói. semdu skýrslu um stöðu hans meðal bandarísks almennings. Niðurstaðan var í meginatrið um þessi: 1. Ótrúlegur fjöldi Banda- ríkjamanna hafa þungar á- hyggjur af stefnu stjórnarinn ur í Vietnam og óttast að Bandaríkin gætu aldrei með góðu móti farið þaðan aftur. En þeir höfðu þó meiri á- hyggjur af verðbólgunni heim fyTÍr, launum, sköttum og at- vinnu. 2. Þeir álíta, að forsetinn segi þeim ekki beinlínis ósatt, en hann segi þeim aflur á móti ekki allan sannleikann, einkanlega varðandi Vietnam. 3. Bandaríkjamenn dást að persónustyrk forsetans, orku hans, reynslu og gáfum, þeg- ar um það er að ræða að leysa vandamál heima fyrir, en ein- hvern veginn treysta þeir ekki Lyndon Johnson og álíta, að hann sé pólitískur bragðaref- ur, sem sjálfur vill standa í miðju sviðsljóssins. 12 lögregluþjónar áttu í gær 25 ára starfsafmæli og gerðu þeir sér glaðan dag af því tilefni. Mynd þessa tók Sveinn Þormóðsson af þeim félögum, er þeir hittust i gær, en þeir eru taldir frá v.: Fremsta röð: Jóhannes Björgvinsson, Páll Eiríksson og Óskar Óla- son. Önnur röð: Ásmundur Matthíasson, Davíð Hálfdánarson, Kristinn Óskarsson og Tryggvi Friðiaugsson. Þriðja röð: Leifur Jónsson, Kjartan Jónsson, Ingibergur Sæmundsson og Skarphéð- inn Loftsson. Á myndina vantar Þorleif P. Jónsson. Fundur um H-umferð á Hellu VERZLUNIN Hamborg, sem verzlar m>eð flestar gerðir bús- áhalda er nú flutt úr Vestur- veri að Hafnarstræti eitt. Mikið úrval af postulini og stehvt»ui er fáanlegt þarna bæði dýrt og ódýrt, við flestra hæfi. Fyrirtækið hefur komizt að hag- kvæmum innkaupsskilmálum, og getur því boðið viðskiptavin- um þessi kjör á þessum varn- ingi og ýmsu öðru, Húsakynni þessi eru bjartari og rýmri, en hin fyrri, og allur varningur því fljótfundnari en áður. Úr verzluninni Hamborg í Hafn arstræti. Verzlunin Homborg flytur Hellu, 1. apríl. FUNDUR umferðairöryggisnafnd ar í Rangárvallasýslu var hald- inn að Hvoli síðastliðinn sunnu- dag. Hannes Hafstein fulltrúi Slysavarnarfélags íslands ann- aðist undirbúning fu'ndaifins. Hann flufcti ræðu og sýndi kvik- myndir um umferðarmál. Einnlg mættu á fundinum Kári Jónas- son, fulltrúi H-nefndarinnar og Hafsteinn Þorvaldsson, Selfossi, en hann hefur tekið að sér er- indrekstur um umf'erðarmál í Rangárvallasýslu: Margir fund- armanna töluðu á fundinum og kom fram mikill álhugi á því, að umfe'ðarbreytingin 26. maá n.k. maetti fara sem bezt úr hendi. — JÞ. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.