Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1966 6 Bflskúr og 30 ferm. geymsla til leigu nú þegar. Uppl. gef- ur Friðrik Sigurbjömsson, sími 10100 og 16941. Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. HEMLASTILLING H.F. Súðavogi 14 - Sími 30135. Loftpressur Tökum að okkux allt múr- brot, einnig sprengingar. Vélaleiga Símonar, sími 33544. Hábær Höfum húsnæði fyrir veizl ur og fundi. Sími 21360. Rýmingarsala Gullfallegir nýir svefn- bekkir kr. 2300.00. Nýir svefnsófar 1500 kr. afslátt- ur. Sófaverkst. Grettisg. 69. Sími 20676. Sem nýr 100 lítra Rafha þvottapottur til sölu ódýrt. Sími 16246. Lítið einbýlishús til leigu í sex mánuði. — Uppl í síma 30170. Eldhúsinnrétting Til sölu lítið notuð eldhús innrétting ásamt heimilis- tækjum. Sími 42266. Til sölu er International sendiferða bíll, 51 módel, ökufær. — Selst ódýrt. Til sýnis á Seljavegi 32 í portinu kl. 9—5. Keflavík — Suðurnes Ný Ijósatæki, viðtæki, seg- ulbönd, sjónvörp, sjálfvirk ar þvottavélar. Stapafell, sími 1730. Keflavík — Suðurnes Sænskar barnakerrur, raf- magnsofnar, hrærivélar, handhrærivélar. Stapafell, sími 1730. Keflavík — Suðurnes Tertu- og kökuskraut, bök unarform, leir- og gler- vara í úrvali. Gjafavörur við allra hæfi. Stapafell, sími 1730. Athugið Kona, sem hefur reynslu í ensku, dönsku og vélritun óskar eftir vinnu strax. — Uppl. í síma 40396 eftir hádegi næstu daga. Bólstrun, sími 10255 Klæðum og gerum við bólstruð húsgögn. Úrval áklæða. Barmahlið 14, sími 10255. Dodge Weapon eða svipaður fjófhjóladrifs bíll óskast, má vera ógang fær. Tilb. merkt: „Bíll 8872“ sendist Mbl. feunnn ÓOLCý k að norðaustan kaldinn hefði á hann blásið í morgunsárið þegar hann rak út langa nefið, og hann var helzt að hugsa um að skreið- ast upp í aftur og draga „fald- inn“ upp yfir haus að nýju, þegar hann sá sólina hella sinni geisla- glóð yfir menn og málleysingja og frosið og stífnað landslag. Þá hætti ég við að fara inn aftur, sagði storkur, og ég bar mig borg inmannlega með gráan trefil, þeg ar ég flaug á móti stormi ogkulda niður í miðborg og það var súgur, amsúgur, undir vængjum mín- um. Við Uppsalahomið munaði minnstu að ég ræki mig á Herkast- alann, svo var ferðinn mikil, en' þá kom ég auga á mann, sem blés í kaun við gamla tréð í gamla Bæjarfógetagarðinum, svo að ég magalenti við hlið hans, tók ofan hneigði mig eilítið og sagði: Storkurinn: Og að virða fyrir sér lifið og tilvemna, manni minn? MAðURINN f Bæjarfógetagarð- inum: Já, það er nú víst sá eini munaður sem ekki hefur hækkað á þessum síðustu og verstu dögum, sem menn kalla svo bæði í gamni og alvöru. Ég er að hugsa um allan þennan hraða, sem alls staðar blas- ir við í kringum okkur. Menn setja undir sig hausinn og hlaupa við fót, áhyggjufullir á svip, í einskonar kapphlaupi við tímann. Máski búast þeir við þvi, að við hinir, sem látum okkur nægja að ganga rólega, fáum þetta ógnarálit á þessum duglegu og hraðgengu mönnum? En það höfum við ekki, því að sá grunur læðist að okkur, að allt þetta óðagot þeirra og hraði, sé meira i orði en á borði, og að þeir mættu temja sér betur latneska málsháttinn: FESTINA LENTE, sem útleggst: Flýttu þér hægt. Mér þykir þú vera spakur, manni minn, en sjálfsagt hefur þú lög að mæla, og máski að kransæðastíflur og magasár minnkuðu eitthvað, ef menn færu sér hægar og hættu að gera sér óþarfa áhyggjur út af smámunum? Og með það flaug storkur í háa- loft í sólarátt og söng við raust: „Hver á sér fegra föðurland með fjöll og dal og bláan sand.“ IViunið efftir smáfuglunum FRETTIR Geðverndarfélag íslands Aðalfundur félagsins verður hald inn í Tjarnarbúð, Oddfellow-hús- inu, niðri, miðvikudaginn 3. apríl 1968 kl. 20.30 — Borgarlæknir, dr. Jón Sigurðsson, flytur erindi. Kaffi veitingar fáanlegar. Spilakvöld Templara í Hafnarflrði Félagsvistin í Góðtemplarabúsinu miðvikudaginn 3. apríl Frá Barðstrendingafélaginu. Málfundur að Aðalstræti 12 fimmtudaginn 4. april kl. 8.80 Framsöguerindi, upplestur ogfleira til skemmtunar. Kvenfélagskonur Njarðvíkum. Fundur verður haldinn fimmtu- daginn 4. april kl. 9 Rætt um bygg- ingu dagheimilis. Skemmtiatriði og kaffi. KFTJK— AD í Reykjavík. Kristniboðsflokkur KFUK sér um fundinn í kvöld sem hefst kl. 8.30 Fíladelfía Reykjavík. John Andersson trúboði frá Glas gow er brennheitur predikari sem hefur mikla reynslu. Hann talar í Fíladelfíu þriðjudag og miðviku- dag, 1. og 2. aprxl. kl. 8.30 Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur aðalfund sinn, er frestað var í fyrri viku, föstudaginn 5. apríl kl. 8.30 í Félagsheimili Hall- grímssafnaðar (norðurálmu) Áríð- andi mál á dagskrá. Kaffú En því kallið þér mig Drottin, Drottin, og gjörið ekki það sem ég segi? (K Lúk., 6.46) f DAG ER ÞRIðJUDAGUR 2. aprU og er það 93. dagur ársins 1968 Eft ir lifa 273 dagar. 19. vika vetrar byrjar. Árdegisháflæði kl. 7.42 Upplýsingar um læknaþjðnustu i borginni eru gefnar í síma 18888, simsvara Læknafélags Reykjavík- ur. Slysavarðstofan í Heilsuverndar- ctöðinni. Opin allan sólarhringinn — aðeins móttaka slasaðra — «ími: 2-12-30. Læknavarðstofan. Opin frá kl. 5 síðdegis til 8 að morgni. Auk þessa nlla helgidaga. — Simi 2-12-30. Neyðarvaktin í*varar aðeins á virkum dögum frá kl. 8 til kl. 5, sími 1-15-10 og laugard. kl. 8—1. Ráðleggingastöð Þjóðkirkjunnar am hjúskaparmál er að Lindar- götu 9, 2. hæð. Viðtalstími læknis miðvd. 4—5, viðtalstími prests, þriðjud. og föstud. 5—6. Næturlæknir í Hafnarfirði aðfara nótt 3. april er Jósef Ólafsson sími 51820 Næturlæknir í Keflavík 29.3 Guð- jón Klemenzson, 30.3 os 31.3 Kiart an Ólafsson 1.4 og 2.4 Arnbjörn Ólafsson, 3.4 og 4.4 Guðjón Klem- enzson. í lyfjabúðum i Reykjavik vikuna 30. marz til 6. apríj er í Ingólfs apóteki og Laugarne? apóteki. Keflavikurapótek er opið virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—2 og sunnudaga frá kl. 1—3. Framvegis verður tekið á móti þeim, sem gefa vilja blóð i Blóð- bankann, sem hér segir: mánud., þriðjud., fimmtud. og föstud. frá kl. 9—11 f.h. og 2—4 e.h. Miðviku- daga frá kl. 2—8 e.h. og laugardaga frá kl. 9—11 f.h. Sérgtök athygli skal vakin á miðvikudögum vegna kvöldtímans. Bilanasími Rafmagnsveitu Rvík- ur á skrifstofutíma er 18-222. Næt- i’.r- og helgidagavarzla, 18-230. Skolphreinsun hjá borginni. — Kvöld- og næturvakt, símar R-16-17 A.A.-samtökin Fundir eru sem hér segir: I fé- lagsheimilinu Tjarnargötu 3c: Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21. Langholtsdeild, f Safnaðarheimili Langholtskirkju, laugardaga k1. 14. Orð lífsins svarar í síma 10-000. ■ Edda 596827 = 7 RMR—3—4—20—V S—MT—A—HT I.O.O.F. 8 = 14943814 = ■ „HAMAR" 5968428 — 1 I.O.O.F. Rb 4 = 117428H — 9. 0. Kiwanis Hekla, Tjarnarbúð. Alm. kl. 7,15. Félag Borgfirðinga eystra. Munið aðalfundinn í kvöld kl. 8.30 að Hverfisgötu 21 Að loknum aðalfundarstörfum verða sýndar litskuggamyndir. Kvenfélagið Bylgjan Fundur fimmtudag 4. april kl. 8.30 að Bárugötu 11. Skemmtiat- riði. Kvenstúdentafélag íslands. Árshátíð félagsins verður hald- fimmtudaginn 4. apríl og hefst með borðhaldi kl. 7.30 Kvenfélagið Hrönn heldur fund miðvikudaginn 3. april kl. 8.30 að Bárugötu 11. Hár- toppasýning. Nemendasamband Húsmæðraskóla íslands. Aðalfundur verður haldinn í veit ingahúsinu Hábæ, Skólavörðustíg 45, þriðjudaginn 2. apríl kl. 8.30 stundvlslenga Erindi: Vignir Andr ésson, íþróttakennari Veitingar - kinverskir smáréttir. Kvenfélagskonur, Garðahreppi Munið félagsfundinn þriðjudaginn 2. april, kl. 8.30. Sýning á hár- greiðslu. Spilað Bingó. Kvenfélagið Hringurinn. Hafnar- firði. Fundur verður haldinn i Al- þýðuhúsinu þriðjudaginn 2. apríl kl. 8.30. Aðalfundur. Slysavarnafélagskonur, Sunnukonur, Hafnarfirði: Munið Rabb— og handavinnukvöldið þriðjudaginn 2. april kl. 8.30 * Góðtemplarahúsinu. Stjórnin býður upp á kaffi. Kvenfélag Keflavíkur heldur fund þriðjudaginn 2. april kl. 3.30 i Tjarnarlundi. Sýning á smurðu brauði og leiðbeiningar um það. Eftir fund spilað Bineó. sá HÆST bezti Tveir bræður, sem þótti gott í staupinu, voru þekktir fyrir sóðaskap. Gekk þó sóðaskapurinn fraim úr öllu hófi er þeir braeð- ur voru við skál, snýttu þeir sér í hvað sem var, og spýttu í allar áttir. Félagi þeirra bræðra spurði hvort Dóri vinur þeÍTra hefðti ekkert látið sjá sig nýlega. Svöruðu þá bræður tveir í kór :,,Nei. sem betur fer, því að hann var farinn að venja sig á að láta sí'garettuöskuna á gólfið". -S/°6/"7Wffl7'- NÚ HEYRIR ENGINN, ÞÓTT ÞÉR ÖSKRIÐ, MEÐAN ÉG DREG ÚR YÐUR, HERRA ! ! ! !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.