Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 196® 31 - FULBRIGHT Framhald af bls. 1 andi ,að ákvörðun hans hæri tilætlaðan árangur. • Frá Robert Kennedy heyrðist fyrst síðdegis í dag er hann hélt fund með frétta- mönnum í New York og hyllti forsetann fyrir hug- riekki og örlæti, er hann sýndi með ákvörðun sinni. Hann sagðist hafa sent for- setanum símskeyti þar sem hann léti í ljós þá ósk að fá að hitta hann sem fyrst að máli um það m.a., hvernig og hvort þeir gætu í sameiningu unnið að því að efla þjóðlega einingu heima fyrir og koma á friðarviðræðum um Viet- namdeiluna. Kennedy kvaðst einnig hafa sagt í símskeyti sínu, að ákvörðun Johnsons um að vera ekki í framboði sýndi, svo ekki yrði um villzt, að hann setti hagsmuni lands og þjóðar ofar eigin hag. • Síðar í dag svaraði John- son forseti tilboði Kennedys og kvaðst reiðubúinn að hitta hann að máli, hvenær sem honum hentaði. Kennedy kvaðst vona, að takmörkun loftárása á Viet- nam yrði skref í friðarátt. Aðspurður bvort ákvörðun Johnsons breytti í einbverju fyrirætlunum hans sjálfs svaraði Kennedy „Ég bef haf- ið þátttöku í kapphlaupinu og mun halda því áfram“. Kennedy sagði ennfremur um þær kosningar, sem nú stand'a fyrir dyrum, að kosn- ingabaráttan gæti haft úrslita þýðingiu fyrir þróun Banda- ríkjanna á næsta áratug og stefnu komandi kynslóðar. Kvaðst hafa sínar ákveðnu skoðanir urn það, hvermg fjalla bæri um það mál, en miestu máli skiipti, að þjóð- arinnar vegna yrði að binda enda á valdbeitingu og lög- leysu, sém valdið hefði vand- ræðum í landinu. Ennfremur yrði bandaríska þjóðin að í- huga og endurskoða afstöðu sína til þróunarlandanna og ákveða hvaða framtíðarstefnu ætti að tafca varðandi kjarn- orkumálin. Hinn framlbjóðandi demó- krata, Eugene McCarthy rædidi einnig við fréttamenn í dag um ákvörðun Johns j.ns forseta og hrósaði honum mjög fyrir hana. Sagði hann, að Jolhnson hefði nú rutt brautina til sátta og einingar meðal bandarísku þjóðarinn- ar, — og taldi víst, að það hefði verið erfiðleikum bund- ið fyrir forsetann, — mann sem hefði þjónað þjóð sirni svo lengi og vel — að taka þessa átovörðun. McCarthy sagði jafnframt, að hún mundi í engu hafa áhritf á fyrirætlanir ha is. Hann kvaðst mundu skrifa forsetanuan bréf í kvöld og gera honum þar grein fyrir skoðunum sínum. ' Ekki kvaðst hann þó ætla að fara að eins og Kennedy, að æskj^ fundar við bann — sagði, að það væri forsetans að óska eftir fundi við sig, ef hann kærði sig um að ræða v.ð hánn. • Nixon og Reagan. Frambjóðandi republikana- flokksinis Richard Nixon safði um ákvörðun Johnsons, for- seta, að hann vonaði, að hún bæri tilætlaðan árangur og að sú ákvörðun hans að tak- marka loftárásir á Norður- Vietnam svo mjög, yrði til góðs. Þó kvaðst hann sjálfur ekki hafa trú á því, að stöðv- un loffcárásanna væri spor í friðarátt — en ef Bandaríkja stjórn teldi sig hafa t”ygg- ingu fyrir því að svo væri, bæri að fagna því. Nixon var- aði Bandaríkjamenn við því, að láta leiða sig út í undan- látssemi í hugsanlegum frið- arviðræðum við stjórnina í Norður-Vietnam. Minnti Nixon á Kóreustyrjöldina í Þ'ví sambandi og sagði Banda- ríkjamenn hafa goldið mest atEhroð þar eftir að friðar- einhvern tíma sagt, að þegar barizt væri samhliða þvi að haldið væri uppi friðarvið- ræðum, væri hægt að opna nýjar bardagaleiðir. Annar framámaður repú- blikanaflokksins, Ronald Reagan, ríkisstjóri í Cali- forniu, krvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum vegna á- kvörðunar Joihnsons, forseta, um að draga úr sókninni 5 Vietnamstyrjöldinni. Taldi hann einsýnt, að sú stefna yrði til þess eins, að Banda- rákjamenn misstu fleiri menn. Einnig sagði Reagan, að sú ákvörðun forsetans, að taka ekki þátt í kosningabarátt- unni nú gæti leitt til þess, að forystumenn republikana biðu átekta í stað þess að fylkja sér um Riohard Nixon þegar í stað. Þá er loks áð geta um- mæla George Wallace, Suður ríkja-demókratans sem einnig hefur boðið sig fram til for- setakjörs — en hann taldi á- kvörðun Johnsons gefa sér auknar sigurlíkur. Ekki vildi hann segja álit sitt á ákvörð- unum forsetans varðandi Viet nam, kvaðst aldrei hafa átt í deilum við forsetans vegna markmiða hans á þeim vet-t- vangi, þótt þeir væru ósam- mála um ýmis atriði, en hann teldi meira máli skipta að fcoma á f-riði í Vietnam, held- ur en hver það yrði sem ieysti málið. Á blaðamannafundi, er Birgir Þórhallsson, forstöðumaður SAS á íslandi' boðaði til í gær, skýrði hann frá því, að viðstöddum Hr. Engen, forsitöðumanni upp- lýsingaþjónuBfcu SAS, J. Maehl, sölustjóra, og Helge Skjoldager, sfcöðvarstjóra á Kastrup flug- velli, að flugferðir SAS til ís- lands myndu hefjast þann 4. júní n.k. VerðuT flogið á þriðju dögum,_en þá daga flýgur Flug- félag íslands ekki til Kaup- mannahafnar. Er þetta ákveðið í samvinnu við Flugfélagið. Verð ur farið frá Kaupmannahöfn kl. 12:20, með flugvél aí gerðinni DC-ð, og komið tíl Keflavíkur kl. 14:20. Þar mun Loftleiðir Eldur í félagsheimili Hellnum, 28. marz. Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ vildi það til, að Félagsheimilið Snæfell í Breiðavíkurhreppi stórskemmd ist af eldi og reyk. Enginn var í húsinu er þetta skeði, en það var hitað upp með olíukyndingu. Kristgeir Kristinsson á Felli varð fyrstur eldsins var og gerði hann húsverði þegar aðvart, þá var eldur í miðstöðvarklefa og allt brunnið þar sem brunnið gat. Tókst þeim fljótlega að slökkva eldinn. Hurð á milli miðstöðvar- klefa og veitingastofu hafði brunnið og fyllzt af reyk og er það gjörsamlega allt undirlagt af reykskemmdum, utan eitt her- bergi, sem slapp. Tjón hefir ekki verið metið, en það er mjög mik* ið. Líklegt er talið, að eldsupp- tök séu út frá miðstöðvarkatli. — K.K. PEARL HARBOUR Framhald af bls. 3 brjósts. Ég veit að mikill hluti flokksleiðtoganna hér í Wisconsin hefur sent forset- anum skeyti, þar sem þeir hvetja hann til að endurskoða afstöðu sína. „Heldurðu að hann kunni að gera það?“ Ég vildi að ég gæti trúað að því, en ég er hræddur um að það sé aðeins óraunveru- legur draumur". — Annars veit ég ekki hvað ég á að segja, ég svaf ekki dúr í nótt og er enn hálfruglaður af þessu öllu. Þetfca var ægi- legt áfall. Johnson, forseti, er mikilmenni, sem hefur nú sem ætíð áður sýnt stórkostlegt hugrekki. Þjóðin þarf á slík- um manni að halda, meira nú en nokkru sinni fyrr“. Aðalstöðvar McCarthys eru í sömu byggingu og þar var mikið um að vera. Bjartsýni og sigurandi lágu í loftinu og þótt allt starfsfólkið hefði verið á fótum alla nóttina á- samt McCarthy sjálfUm, var ekki að sjá neitt lát á sigur- vissu þess. Ég hitti frú Midge Miller, sem veitir forstöðu kosningabaráttunni í Madi- son og nágrenni og spurði hana, hvernig þeim hefði orð- ið við í gærkveldi. Hún svar- aði? „Þú hefðir átt að vera hérna hjá okkur á skrifstof- unni. Við vorum að fylgjast með ræðu forsetans í sjón- varpinu og fannst hann hafa heldur litið haft að segja, þar til hann varpaði þessari sprengju, sagðist ekki ætla í framboð. Segja má, að allt hafi farið í háaloft hérna. Fólkið hljóp hér út á götu, dansaði og söng og var al- menn ánægja. Okkur finnst hér, að sú ákvörðun forset- ans að draga sig í hlé, sé fyrsta skrefið i sigri McCarth ys og málstaðar hans. Okkur finnst forsetinn með þessu viðurkenna, að hann hafi gert mistök og ekkert sé annað fyr ir hann að gera en fara frá. Við erum þess fullviss, að Mc Carthy muni sigra með gífur- legum meirihluta hér á morg- un. Og á því byggjum við okkar lökaistairf“. Hér eru engar bækistöðvar fyrir stuðningsmenn Roberts Kennedys, því að hann er ekki í framboði hérna fyrir prófkosningarnar á morgun. En það sagði mér prófessor við skólann hérna, sem hefur mikið samband við forystu- menn stuðningsmanna Kenn- edys, að þeir séu að skipu- leggja „write— in“ atkvæði fyrir Kennedy — að nafn hans sé skrifað á kjörseðil- iun — . Og þeir halda, að þeim muni takast að ná sam- an talsverðum fjölda slíkra atkvæða. - HÉR RÍKIR Framhald af bls. 5 ann í tilsvörunum svo vinna leikinn upp .Það er skemmti- legt að sjá hvernig Sveinn vinnur þetta. Á sviðinu túlkar hver leik- ari sitt hlutverk. Tesman- hjónin (Helga Bachmann og Guðmundur Pálsson) koma heim úr brúðkaupsferðinni. Assessor Brack (Jón Sigur- björnsson) ver þríhyrninginn á heimilinu, skáldið Ejlert Lövborg týnir sínu dýrmæta óútgefna handriti, Tea Elv- sted opinberar sitt hreina, tæra hjarta, og fraenkan (Þóra Borg )og vinnukonan gamla (Áróra Halldórsdóttir) snúast af umhyggju kringum augasteininn sinn, Jörgen Tes man. Og Hedda sjálf heldur dauðahaldi í fegurðina í líf- inu. Hún neitar að horfa upp á sjúkdóma og dauða. Gæti skáldið ekki séð svo um að skjóta sig fallega! Hvílíkur léttir það er henni að í heiminum skuli geta gerzt eitthvað frjálst og djarfmann- legt. Eitthvað sem blær feg- urðar ósjálfrátt leikur um. En nei, það gengur ekki. Þetta hlægilega og auðvirðilega leggst eins og bölvun yfir allt! Við slíkt líf getur hún ekki lifað. — E. Pá. viðræður höfðu' hafizt. Einnig minnti hann á, að stjórn Norður-Vietnam hefði SAS byrjar íslandsflug i fúní Enn erfiðleikar hjá Laxárvirkjun Akureyri, 1. apríl — AÐSTÆÐUR við Laxárvirkj- un eru hinar erfiðustu og orku- framleiðslan eftir því,. Knútur Otterstedt, rafveitustjóri skýrði svo frá síðdegis í dag, að gamla stöðin skilaði mest 5700 kw. Margt er það sem háir starf- semi orkuversins. Frá Halldórs- stöðum og niður á Birnings- staðaflóa eða á nokkurra km kafla er mikil klakastífla. Ur Mývatni renna um 50 rúmmetr- ar á sekúndu af vatni, en aðeins rúmlega 40% þess vatnsmagns skilar sér við orkuverið. ís kemst í misjafnlega miklu mæli inn á vélar og því er orkuframleiðsla I ótrygg og mismikil. Þá hefur árfarvegurinn stíflazt neðan við , nýju stöðina. Ofan við þá stíflu | hefur vatnsborðið hækkað um nálega 10 metra og er fari'ð að hafa áhrif á vatnsborð frárenns- lisskurðar stöðvarinnar. Loks hefur hið mesta illviðri geisað eystra, snjókoma mikið frost og veðurhæð svo að ekkert hefur verið hægt að aðhafast til að bæta ástandið. Þó a'ð dísilstöðin á Akureyri gangi með fullum afköstum, | verður að skammta rafmagn á ! veitusvæði Laxárvirkjunar með- an ekki bregður til batnaðar. Sv. P. — Játa&i á sig 30 veskisþjófnaði — þýfið nam 40-50 þús. kr. RANNSÓKNARLÖGREGLAN handtók fyrir helgi 15 ára dreng, esem við yfirheyrslu játaði á sig 30 veskisþjófnaði. Hafði hann milli 40 og 50 þúsund upp úr þjófnuðunum, en gat ,engu skil- að af þýfinu. Að undaruförnu hefur verið ó- venju mikið um það, að veskj- um væri stolið úr fötum á vinnu stöðvum, sérstaklega skrifstof- um. Grunur lögreglunnar beind- ist m.a. að þessum dreng og kom á daginn, að hann var ekki á- stæðulaus, sem að framan segir. Drengurinn hafði yfirleitt fleygt veskjunum og stundum talsverðum vérðmætuim með, m.a. einu sinni töluiverðu af erlendum gjaldeyri. Þýfinu kvaðst hann hafa eytt í leigu- bíla, kvikmyndalhús og alls kyns kaup. Rannsóknarlögreglan varar fólk eindregið við að skilja veski sín við sig á vinnustað og enn- fremuir hvetur hún fólk til að fylgjast vel með ferðum ung- linga, sem koma inn á vinnu- staði undir alls kyns yfirskini. annazt alla afgreiðslu fyrir SAS, Verður síðan farið aftur til Kaupmannahaifnar kl. 15:30, en lent þar kl. 19:20. I beinu sambandi við þessar flugferðir mun félagið leigja vélar af DC-'6 gerð, af Fluigfé- lagi íslands til Narssassuaq á Grænlandi. Munu þær ferðir hefjast frá Keflavík á þriðju- dögum kl. 16:00, og komið verð- ur til Narssassuaq kl. 16:55, á þarlendum tíma, og koma til bafca á miðvilfcudögum kl. 14:30, til Kefl'aví'kur. SAS farþegar munu Allir, fluttir frá Reykja- vífc á veguim Flu*gifélags íslands. Fargjöld munu verða hin sömu og með öðrum flugfélög- um á þessum leiðum. Mun fé- lagið starfa náið með ferðaskriif- stofum hérlendis, svo Flugfélag íslands, og mun verða lögð höfuð áherzla á það, að kynna ísland seim ferðamannaland erlendis. Hyggst félagið gefa út bækling í maí, um Reykjavík og ná- grenni, er kallazt „City portrait", í 100 þúsund eintök- um og verður bonum dreift víðs vegar um heim. Einnig mun fé- lagið kynna landið í öðrum ferða bæklingum sínum. SAS mun verða til húsa með starfsemi sína í nýju verzlunarhúsi Edin- borgar að Laugavegi 91, og mun opna þar í júlíbyrjun n.k. Vandræðaunglingar undir þynnisáhrifum LÖGREGLAN hefur nú í nokkurn tíma þurft að hafa endurtekin afskipti af hóp 12 til 15 ára drengja, sem hafa bækistöð í nýbyggingn Iðn- skólans á Skólavörðuholti. Hafa drengir þessir valdið alls kyns vandræðum og oft þegar að er komið verið und- ir áhrifum af þynnisgufu, sem þeir anda að sér. Væta þeir tuskur í celluloseþynni, sem þeir kaupa í málningarvöru- verzlunum, og anda síðan að sér gufunni, þar til þá fer að svima. Virðist margt benda til þess, að þetta sé orðin þeim nokkur nautn, en þessi áhrif eru verulega heilsuspill- andi. Hefur lögreglan fundið mikið magn af tómum þynnis brúsum í nýbyggingu Iðnskól ans og einnig gert þar upp- tækt nokkuð magn af þynni, sem drengirnir hafa viðað að sér. Skýrslur í máli þessu hafa verið sendar til bama- verndarnefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.