Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 190« Flestir líta á Johnson, sem miklu meiri mann en áður! Sendiherrar Islands vestan hafs segja frá viðbrögðum fólks þar MORGUNBLAÐIÐ hringdi í gær til íslenzku sendiherr- anna, sem hafa aðsetur í Bandaríkjunum, til að spyrj- ast fyrir um viðbrögð fólks við hinni óvæntu yfirlýsingu Johnsons, forseta, í fyrrinótt. Pétur Thorsteinsson, sendi- herra íslands í Washington, saigði: — Hér í Washington eru allir forviða á þessari til- kynningu forsetan-s. Hún kom algerlega á óvart. Ræð- u Johnsons á blaðamanna- fundinum var sjónvarpað og komu margÍT blaðamannanna, sem voru á fundinum, fram í sjónvarpinu strax á eftir, þar sem þeir voru spurðir álits. Tilkynning forsetans kom þeim jafnmikið á óvart sem öðrum og vixtust sumir orð- lausir. — Það kom strax fram í fréttum á sunnudagskvöld og eins í dag, að forsetinn hefði tekið þessa ákvörðun þegar á sl. hausti og aðeins fimm manns vitað um hana, þ.e konan hans, sem talin er hafa hvatt hann mjög Hi þessa, Humpihrey, varaforseti, um, að það muni leiða til frið arumleitana. Fulbright lýsti einnig ánægju sinni yfir því, að forsetinn skyldi undir- strika friðarvilja sinn með því a’ð gefa ekki kost á sér til endurkjörs. — Kl. 10 í dag hélt Robert Kennedy blaðamannafund og lýsti mikilli ánægju sinni yfir ákvörðun hans, sem hann taldi merki um hugrekki og stjórnmálavizku. Skýrði Kennedy frtá því, að hann hefði sent Joflmson skeyti, strax að lokinni ræðu hans, þar sem hann hafði lýst þess- ari skoðun sinni. — Annars virðast skoðanir fólks skiptar á því, hvaða áhrif þessi ákvörðun John- sons haifi á gang Víetnam- styrjaldarinnar. Sumir telja Hannes Kjartansson Dean Rusk utanríkisráðherra, Clark Clifford, hinn nýi varn armálaráðflierra, og George Christian blaða/fulltrúi hans. Sumir telja, að NcNamara, fyrrum varnarmálaráðherra hafi einnig verið kunnugt um þetta. Blöðin og aðrar fréttastofn- anir hafa átt viðtöl við marga menn um þetta, m.a. Ful- bright, formann utanríkis- málanefndar öldungadeildar- innar, sem hefur gagnrýnt Johnson mjög vegna stefnunn ar í Vietam. Fulbright lét í ljós ánægju yfir ákvörðun forsetans um að draga úr loftárásum á Norður-Víet- nam og virtist hann vongóður Pétur Thorsteinsson að úrslit fáist innan tíðar, en aðrir telja vafasamt, að nóg sé að gert til að binda enda á styrjöldina þar. — Mál þetta hefur vakið svo mikla athygli, að einn blaðamaður, sem á langan starfstíma að baki, lýsti því yfir, að það hafi aldrei neitt komið honum jafn mikið á óvart og þessi ákvörðun John sons. Blöðin nota sitt stærsta fyrirsagnarletur, meira að segja New York Times, sem yfirleitt fer varlega í þær sakir. — Það er að sjálfsögðu tal- að mikið um, hvaða áhrif þetta hafi á framboðin til forseta. Það var strax farið að tala um Humphrey, sem væntanlegt forsetaefni demo- krataflo'kksins. Johnson var strax spurður að því, hvort hann myndi styðja Hump- hrey, en Joflinson vildi ekkert um það segja, hvern hann myndi styðja til framboðs. Talið er, að Johnson hafi nú styrkt svo stöðu sína í flokkn um, að hann geti haft mikil áhrif á það, hver verði eft- irmaður hans. — Hér í Washington virð- ast menn vera almennt þeirr- ar skoðunar að Joflmson hafi tekið þessa ákvörðun sína fyrst og fremst til að auð- velda friðarsamninga í Víet- nam og korna í veg fyrir sundrung innanlands, þar sem vaxandl óróa hafi gætt með- al fólks. — Þess má geta að lok- um, að einstáka blaðamenn í landinu hafa lengi haldið því fram, að Johnson myndi ekki verða í endurkjöri. En bað lögðu engir trúnað á slíkt. Kennedy og Nixon taldir lík- legastir frambjóðendur. Hannes Kjartansson, sendi- herra íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, sagði: Menn eru agndofa yfir þessum fréttum og vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Það velta allir fyrir sér, hvað muni nú gerast í pólitík- inni. Flestir virðast vera þeirr ar skoðunar hér, að Robert Kennedy verði frambjóðandi demokrata, og Nixson fram- bjóðandi republikana. Þetta er samt ekkert hægt að full- yrða um, því allt getur gerzt í pólitík. Sumir segja, að það verði Humphrey, sem hljóti útnefninguna. — Sumir halda því fram, að hér sé um pólitískt bragð að ræða hjá Johnson. Hann muni reyna að koma málum þannig fyrir á næstu mánuð- um að flokksþingið í Chicago muni krefjast þess að haxm verði í kjöri. — Málin skýrast á næstu dögum, en sem stendur virð- ast stjórnmálaskýrendur á þeirri skoðun, að ákvörðun Johnsons tryggi tilnefningu Roberts Kennedys á flokks- þinginu. — Fólk virðist almennt þeirrar skoðunar, að Johnson hafi tekið ákvörðun sína sök- um þess, að hann óski ekki eftir því að innanlandsstjórn- málum í Bandaríkjunum sé blandað inn í Vietnamstyrj- öldina. Ennfremur vilji hann gera sitt ítrasta til að koma fjármálum landsins í það gott horf, að staða dollrans verði trygg. Flestir líta á Johnson sem miklu meiri mann en áð- ur. — Fólk er yfirleitt á þeirri skoðun, að ákvörðun Johnsons muni auðvelda samninga í Víetnam, m.a. vegna þess, að Johnson muni nú ekki þurfa taka tillit til stjórnmálaum- brota heima fyrir. Hann geti nú beitt sér sem stjórnspek- ingur fremur en stjórnmála- maður. — Menn líta bjartari augum á framtíðina en áður, sagði Hannes Kjartansson að lok- um. KALDASTA APRÍLVEÐUR MIKILL norðanstrengur var í gær austantil á landinu og var af þeim sökum fárvirði t-d. í Höfn í Hornafirði, Hins vegar var hægrur vindur vestast á land Inu, en snjókoma á Akureyri og þar austurundan og náði hún suður eftir Austfjörðum. Frost var mikið víða um land í fyrri- nótt og hefur víða ekki mælzt annað eins frost í aprílmánuði síðan mælingar hófust. í Reykja- vík, þar sem í fyrrinótt var frost frá 16.4 gráðum og upp í 21.2 gráður, hefur ekki mælzt meira frost síðan 1885. Á stórhöfða hefur ekki mælzt svo mikið frost í aprílmánuði síðan mælingar hófust í Vest- mannaeyjum, en þar var í fyrri- nótt 17 stiga frost. Mesta frost á landinu var á Hveravöllum 28 stig og 26 á Grímsstöðum á Fjöll um. Samkvæmt upplýsingum Veð- urstoíunnar var ekki unnt að greina neina verðrabreytingu í gær. Líkur eru því á áframhald- andi norðanátt, en afleiðingar hennar geta orðið alvarlegar vegna ísalaga fyrir norðan ís- land. Fulltrúar leikara bera kistu Helgu Valtýsdóttur úr kirkju. Útför Helgu Valtýsdóttur ÚTFÖK Helgu Valtýsdóttur leik konu var gerð í gær frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Athöfnin hófst með því, að Jón Sigur- bjömsson söng „Allsherjar drott inn“ eftir César Frank, þá flutti séra Jón Auðuns, dómprófastur minningarræðu, en þar næst söng Kristinn Hallsson „Litanei" eftir Schubert. Þá söng Dómkór- inn, undir stjórn Ragnars Björns sonar, „Hvað bindur vorn hug við heimsins glaurn." Að því loknu lék Pétur Þor- valdsson á celló hljómkveðju fná gömlum félögum úr Iðnó eftir Knút Magnússon. Að síðustu söng Dómkórinn vers úr „Allt eins og blómstrið eina.“ Þjóðleikhússtjóri, leikstjórar og leikarair báru kistu hinnar látnu úr kirkju. Útgáfustjórn og rdtstjórar Morgunblaðsins báru kistuna hinzta spölinn til grafar. Yfirlýsing frá S.H. — vegna skrifa um MBL. barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna: „Vegna greinar, sem birtist í blaðinu „Verkamaðurinn“ á Akureyri sJ. föstudag, vill Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna taka fram eftirfarandi: í Banidaríkjunum er það við- tekin venja, að skatttayfÍTVöld athugi reikninga fyrirtækja öðru Coldwater hvoru. Fyrirtæki S.H. í U.S.A er hér engin undantekning. Coldwater Seafood Corp. hefur nú starfað í Bandaríkjunum í yfir 20 ár. Reikningar fyrirtæk- isins hafa oft verið athugaðir á þessu tímabili, engar athuga- semdir gerðar af hálfu banda- rískra yfirvalda í því sambandi. Slík aithugun stendur nú yfir og hefur engin ásökun komið fram á félagið í neinni mynd. Benzín þraut á Akureyri en Haförninn kom með benzín Akureyri, 1. apríl — HAFÖRNINN kom til Akur- eyrar í morgun og hafði siglt fyrir Horn í gær, gegnum þétt- an hafís. Skipið komst leiðar sinnar engöngu af því, að veður var kyrrt og bjart, annars hefði sigling þar verið ófær með öllu. Skipið flutti hingað um 600 lestir af benzíni og 400 til 450 lestir af gasolíu. Benzín var alveg að þrotið hér í bæ þegar þessi farmur barst. Tveir bíl- farmar höfðu verið fluttir hingað frá Húsavík á vegum Olíuverzlunar íslands, Olíufél- agi’ð átti aðeins benzín á sölu- geymum, en Skeljungur átti eftir lítið eitt af benzíni. Gasolíubirgðir voru ekki mikl- ar til hér áður en Haförninn kom, en ún ætti hún að nægja nokkrar vikur. Reynt verður að senda annan skipsfarm síðar í þessari viku og ættu Akureyr- ingar þá að vera birgir til a.m.k. tveggja mánaða. — Sv. P. Gagnfræða- skólaskemmt- un á Akranesi Akranesi, 1. apríl. ÁRSHÁTÍÐ Gagnfræðaskóla Akraness var haldin hér um síð- astliðna helgi í Bíóhöllinni, eins og undanfarin ár. Skemmtikraft ar voru eingöngu nemendur skólans. Á dagskrá var m.a. ávarp Jóns Þórs Hallssonar, Fölsk frænka, leikþáttur eftir Reck, leikfimi drengja, Símtalið, gamanþáttur einleikir á slaghörpu og kórsöng- ur fjórðubekkinga undir stjórn Matthíasar Jónssonar, kennara, en skemmtun þessi er haldin m.a. til fjáröflunar ferðalags gagnfræðinga að loknu prófi í vor. Skemmtunin var haldin fjór um sinnum fyrir fullu húsi og þótti takast mjög vel, enda allur undirbúningur vandaður. Stjórn andi skemmtunarinnar var Bald- ur Georgs. — HJÞ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.