Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1968 — vilja fá Kennedy fyrir forseta — rétt að hætta loftárásum VEGNA þeirrar ákvörðun- ar Johnsons Bandaríkjafor- seta, að gefa ekki kost á sér til framboðs við næstu forsetakosningar, sneri Morgunblaðið sér til fjölda fólks um allt land og spurði um álit þeirra á þess- um atburði, sem óneitanlega er einn sögulegasti í banda- rískum stjórnmálum hin síðari ár. Lögðum við fjór- ar spurningar fyrir fólkið — fyrsta lagi, hver væri þeirra persónulega skoðun á þeirri ákvörðun forsetans, að gefa ekki aftur kost á sér; í öðru lagi hvað það segði um þá ákvörðun, að Bandaríkin drægu úr loftár- ásum á N-Vietnam í þriðja lagi, hvernig það teldi að Hanoi-stjórnin ætti að bregðast við þessari ákvörð- un, og loks hvaða manni það mundi spá sigri í komandi forsetakosningum vestra. Langflestir þeirra, sem við ræddum við fögnuðu báðum ákvörðunum forsetans — að gefa ekki kost á sér aftur og láta draga úr lofárásum á N- Vietnam, og töldu hann meiri mann á eftir. Nokkrir voru þó aeði tortryggnir, og töldu jafn- vel að hér væri aðeins um snið- uga kosningabrellu að ræða hjá Johnson. Þá töldu líka flestir að nú gæti Hanoi-stjórn ekki skorazt undan því lengur að setjast að samningaborðinu. í svörum við síðustu sjfurning- una kom það skýrt fram, að Robert Kennedy á miklu fylgi að fagna hérlendis, því að lang- flestir bundu vonir við að hann yrði næsti forseti, þó að nokkr- ir teldu enn ekki tímabært að spá neinu um það. Svörin fara hér á eftir: Ákvörðunin raunsæ og karl- mannleg. ÞÓR Vi!hj>álmsson, prófessor: Stundwm getur það eitt, að mannaskipti verða í háum \ stöðum, leitt til þess, að ný í i^iðhorf skapíst, andrúmsloftið breytist, þó að raunveruieg stefnuíbreyting verði ekki. Vei má vera, að Banda ríkj aforseti hafi ákrveðið að leita ekki end- urkjörs, af því að hann telji, að honum hafi persónulega verið kennt um ýmsa erfið- leika og bonum sé ljóst, að yfir lýsing hans muni leiða til nýs mats á aðstæðum. í sií'kum til- viikum skiptir það oft litlu, htvort gagnrýnin er réttmæt eða ekki, til skýringa er ekki tóm, Ákvörðunin var í senn raunsæ og karlmannleg, og sá skilningur á því, að í stjórn- málum eins og víðar getur til- breytiingin ein skipt miklu, er vafalaust réttur og þess virði, að eftir sé tekið. Spurt er tveggja spurninga um Vietnam. Þegar svara skal, veit ég ekki annað um ræðu JoQmsons en fram kom í út- varpsfréttum. Meginatriðin virðast vera, að loftárásum á Norður-Vietnam heifur verið hætt, þó ekki á staði næst landamiærum Suður-Vietnam, en lýst hefur verið yfir að ekki muni heldur á þá staði ráðizt, ef setzt verður að samninga- borði. Ef þetta er rétt skilið, virðist mér, að grundvöllur ætti að vera til frekari að- gerða í friðarátt og að óverj- amdi væri, ef valdamenn komm únista þar eystra gengju ekki til móts við Band'aríkj amenn. Við skulum vona hið bezta. Um það, hver verða muni næsti forseti Bandarikjanna er erfitt að spá. Mér sýnist lík- legt, að framboð Kennedys eða McCarthys fyrir demókrata mundu auka siguTlhorfur repu- blikana, en sennilega verður Nixon í kjöri fyrir þá. Þetta álít byggist á því, að ýmsir demókratar muni vera þeim Kennedy og McCartihy gramir vegna andistöðu þeirra gegn Johnsom og kjós,a Nixon. Ef demókratar velja sér fram- bjóðanda, sem hiefur aðstöðu til »ð halda flokknum vel sam- an, er ógerlegt ag spá um úr- slitin nú. Held, að Johnson verði áfram forseti. SIGHVATUR Björgvinsson, stund. öecon svaraði: Þessi yfirlýsing Jolhnsons kom mér á óvart, og ég er ekki farinn að trúa henni. Hún gæti vel verið herbragð í banáttunni gegn Kennedy, en mér finnst ótrúlegt, að Víe tnarmstríði ð spili inn í þessa ákvörðun. Yfirlýsingin um loftársirnar er að mínu áli'ti mórölsk efltir- gjöf, sem gæti greitt fyrir samningaviðræðum, og Jdhn- son stígur þarna spor í rétta átt. í Austurlönduim skiptir nefnilega mi'klu máli að missa ekki andiitið, eins og þeir orða það, menn þurfa kannski ekki að gefa mikið eftir, en þó þannig, að andstæð'ingurinn geti samið án þess að tapa andlitinu. Ég hef ekfci mikla trú á opinberum yfirlýsingum, og ég á ekki von á neinni yfirlýsingu uim breytta afstöðu Hanoi- stjórnar. Menn vita ekki gjörla hvaða samband er milli Banda- ríkjastjórnar og Hanoistjórn- ar, hverjir koma boðum á milli, en ég tel líklegt, að Hanoistjórn muni lýsa sinni afstöðu, efltir yfirlýsingu Joíhn- sons. Ég held, að Jdhnson verði á- fram f orseti Bandaríkj anna. Hann hefur að mörgu leyti staðið sig veL Nú má Hanoi ekki ögra Banda- ríkjunum of mikið. EINAR Olgeirsson, fyrrv. alþm.. sagði þetta: Það er greini legt að Jolhnsson sér, að Viet- namstyrjöldin hefur misheppn- azt. Bandaríkin þola ekfci, þrátt fyrir ríkidæmi sitt, þessa styrjöld. Jöhnson hefur orðið að gefast meira eða minna upp við þær umbætur, sem hann lofaði innanlands, vegna þess hve mikið fé fer í styrjöltíina, og á sama tírna, sem óeirðir breiðast út innan landis, missa erlendir fjármálamenn trú á diollarnum. Pólití'k Johnsons hefur því komið Bandaríkjunum í öng- þveiti. Nú sér hann fram á, að þetta bitnar á demókrataflókkn um og það liggur við, að hann klofni, og Johnson er að reyna að bjarga demókrataflokknum með þessari yfirlýsingu. Hún er hrein uppgjöf, en það er mjög ánægjulegt, að hann skuli vera búinn að sjá, að hann hefur tapað, og að hann skuli vera svo mikill realisti að bann viðurkenni það. Það er alltaif leiðkilegt, þegar menn halda áfram að berjaist etftir klukkan 12. Það er tvennt, sem Vietnam- búar þurfa nú að sjá um: Þeir verða' að gera það ljóst öllum heimi, að Bandaríkin hatfa tap- að þessu stríði, því að ef sá lœrdómur verður ríkjandi, er minni hætta á því, að Banda- nífcin leggi út í styrjöld sam þessa á nýjan leiik. Hins vegar verða Víetnamar að gæta þess, að ögra ekki Ba ndaríkjunum svo, að einhver atfturhalds og öfga öfl nái þar völdum, eins og oft vill verða, þegar stór- veldi verður að láta í minni pokann. En það á ekki að gefa Bandarífcjunum neitt, því að þau eiga alla sök á þessu stríði. Ég get ekkert spáð um það, hver verði næsti florseti Banda ríkjanna, en ég held, að það væri bezt fyrir alla ef Róbert Kennedy yrði í kjöri og næði kosningu. Ég hef þá trú, að sú fjölskylda hatfi kjark í sér til að gera þá hluti, sem nauðsyn- legir eru fyrir Bandaríkin. Mikill greiði við bandarísku þjóðina. STEINGRÍMUR GAUTUR Kristjánsson fulltrúi bæjarfó- getans í Hafnarfirðd hatfði þetta að segja: Ef þessi ákvörðun er í einlægni, tel ég, að hún sé einhver bezti greiði, sem John- son gæti gert sinni þjóð og öðrum, en því miður er trú- legt, að hér sé einungis um kosningabrellu að ræða. Ákvörðun Johnsons um að minnka laftárásimar er einniig spor í rétta átt, og ég tel að hún auki friðarhorfur, eins og fyrri ákvörðunin. Auðvitað væri æskilegt. að Hanoistjórn- in sýndi' einhvern friðarvilja, núna, en Það er nú samt trúa mín, að forsetakosnmgarnar eigi eftir að leysa þetta mál, þ.e. florsetasikiptin. Ég mundi spá, að Kennedy verði næsti forseti Bandarikj- anna; hann virðist vera mað- urinn, sem Bandaríkin þurfa til þess að leysa úr málum sínum. Báðir verða að gefa eftir". ANNA SIGRfÐUR Indriða- dóttir, hjúkru'narnemi: Mér finnst ákvörðun Johnsons sú eina rétta, sem hann gatf gert á sómasamlegan hátt. Þama vottar fyrir skynsemi sem hann hieflur lumiað á. í samibandi við aðra spurn- inguna vil ég svara því að mér finmst takmörkun lofláriása vera undirstaðan fyrir því að deilui- aðilar setjist að samningaborði. í samfbandi við spurninguma um, viðtorögð Ho öhi1 Minh og kommúnista finnst mér að þeir ættu að koma til móts við Bandarikjamenn. Til þess að deiluaðilar nái heilum sáttum verða báðir að gefa eft- ir og leggjia eittihvað af mörk- um. Svar við síðustu S'puming- unni gæti ég bara trúað að yrði Robert Kennedy, að minnsta kosti vona ég það. Hefði átt að halda áfram. INGIMAR Finnbjörnsson, út- gerðarmaður í Hnífsdal sagði, að Johnson hefði áitt að haida áfram að leiða þetta Víetnam- stríð til lykta, og sagðist hann ekki hafla þá trú, að nein breyt- ing yrði á afstöðu Bandaríkj- anna nema um, hreina uppgjöf væri að ræða og væri þá ver farið en heima setið. Ingimar sagði, að hann hefði alltaf verið þeirrar skoðunar, að Bandaríkin hefðu átt að stöðva lotftárásirnar smiátíma, til að kanna viðbrögð Hanoi- stjórnar, en h-erða á þeim, ef Hanoistjórnin sýndi engan frið arvilja. Það væri spursmál, hvort Hanoistjórnin vildi nokk- uð gera, hún virtust hatfa nóg af fólki til að láta drepa. „Það er erfitt að segja, hver verði næsti forseti, en Kennedy ættin er anzi öflug og ætli RObert Kennediy verði ekki næsti forseti Bandaríkjanna". Vill Rockefeller fyrir forseta. RAiGNAR Jónsson í Smára. Ég verð ævinlega glaður, þegar einn úr hópi Okkar gömlu mannanna dregur sig í hlé. Við erum orðnir of gamlir og spillt- ir fyrir okkar heim. Ég hef alltaf vitað, að JOhnson flor- seti er gáfaður maður og vel- viljaður manneskjunum. Hann virðist nú hatfa áttað sig á því, að lítf okkar i framtíðinni byggist á einlægu samstarfi við miilljónirnar í Atfríku og Asíu. Að vera í stríðí við þessar þjóðir er álík'a skynsamlegt og vonlaust og ef við Árnesingar t.d. værum í stríði við Hfin- vetninga, gátfaðasta hluta fs- landsþjóðar. Johnson Bandaríkjaíorseti virðist nú í einlægni vilja koma á friði og hann býður upp á að fórna sjálfum sér. Þetta mættu fleiri gera og vona ég að komrn únistar meti þessa viðleitni hans. Ég er íhaidismaður, til hœgri við Bjarna Ben og Gylfa, repu- blikani í U.S.A., eins og raiun- ar allir vita, því ég var stuðn- ingismaður Goldwaters á sín- um tíma, Ég vil flá Rockefe]ler fyrir forseta'. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.