Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1968 Rauðarárst'ig 31 S'imi 22-0-22 MAGIMÚSAR iKIPHOLTI 21íÍMAIl21190. eftir lokun simi 40381 " siM'1-44-44 Mmmm Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. I.ITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjaid Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 SigurSur Jónsson. BILALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAIJT NÝIR VW 1300 SENDUM SÍMI 82347 HlllllillHlHiHI BÍLAR^H BÍLL DAGSINS Chevy II Nova, árg. 65. Fallegur og vel með far- inn bíll. Rambler American árg. 65, 67. Rambler Classic árg. 63, 64, 65, 66. Ford Fairlane árg. 65. Chevrolet Impala árg. 66. Buick Le Sabre árg. 63. Hillman Imp. árg. 65. Reno R-10 árg. 65. Reno R-8 árg. 63. Zephyr árg. 63, 66. Dodge Coronet árg. 66. Dodge Seneca árg. 60. Skoðið hreina og vel með farna bíla í björtum húsa- kynnum. Tökum notaða bíla upp í notaða bíla. Mjög hagstæðir greiðslu- skilmálar. inil Rambler- iJUIl umboðið LOFTSSON HF. Hringbraut 121 — 10600 iiiiimiiiiiiiini Vegamál á næíellsnesi Högni Högnason, Bjargi, Arnarstapa, skrifar: „t dálkum Velvakanda hinn 28. janúar 1968 er grein undir- rituð af H.B. á Hellissandi. Ég tel, að í grein H.B. séu fæi'ð full rök fyrir því, að skynsam- legra sé að gera Útnesveg að aðalleið en að eyða miklum fjárhæðum í snjómokstur á Fróðárheiði. Er þó margt ósagt í grein H. B , sem taka má til- lit til, þegar þessar tvær leið- ir eru bornar saman með hag- kvæmni og sparnað í huga. Á Fróðárheiði er enginn bær, svo ekki er það ástæðan fyrir snjó- mokstrinum þar, að verið sé að auðvelda bændum aðdrætti eða mjólkurflutninga. í Breiðuvík- urhreppi eru enn í ábúð 24 gras býli. Ég tel því, að þótt ekkert annað fengist en að auðvelda bændum þar búsetu áfram, þá væri það næg ástæða til að gera Útnesveg að áðalleið. En það er margt fleira, sem fæst með því. Það mundi að mestu leyti spara ríkissjóði það fé, sem eytt er í snjómokstur á Fróðárheiði og um leið fengist örugg leið alla daga ársins án verulegs kostnaðar, því að Ut- nesvegur er svo snjóléttur, að þess eru fá dæmi, að hann sé ekki öllum bílum fær nema í námunda við Stapafell, sem þó hefur ekki komi’ð fyrir nema þrjú skipti í vetur. Getur þó enginn sagt, að þessi vetur hafi verið sérlega mildur eða snjó- léttur. Síðastliðið sumar var vegurinn meðfram Stapafelli lagfærður mikið, hækkaður og breikkaður, svo að það vantar ekki nema smá-fjárhæð til að gjöra hann í flestum vetrum færan, þegar um aðra vegi í nærliggjandi sveitum er hægt áð komast. Ég fæ ekki séð, að nokkurs manns hagur sé skertur, þótt hætt sé að eyða stórum fjár- hæðum í snjómokstur á Fróðár- heiði, því að með því að gera Útnesveg að aðalleið, fær Ólafs vík og Hellissandur hættulaus- an vetrarveg og Breiðuvíkur- hreppur kemst í viðunandi vegasamband. Það eina, sem á móti því getur mælt, er, að Út- nesvegur er 26 km. lengri, en þeir munu fáir, sem ekki vilja heldur renna eftir sléttum vegi, þó að lítið eitt sé lengri, en að fara brattan og flughálan fjall- veg, eins og Fróðárheiði er oft. í Morgunblaðinu 2. febrúar er smágrein undirskrifuð af vegamálastjóra, sem hann kall ar athugasemd. Þar svarar hann spurningu H.B., hvers vegna vegagerðin haldi opinni vetrarleið um Fróðárheiði. Svax ið er stutt og laggott. Vega- lengdin frá vegamótum sunnan heiðar til Ólafsvíkur er ekki nema 19 km. Það virðist því vegagerðinni nóg, að Ólafsvík sé í vegasambandi. Þar skiptir litlu máli Rif og Hellissand- ur og því síður íbúar Breiðu- vikurhrepps. Vegalengdin til Ólafsvíkur skal ein ráða, hvað sem það kostar. Það er rétt hjá vegamálastjóra, að Útnesvegur er víða lágur, og því má bæta við, að hann fer heldur lækk- andi vegna umferðar og hefl- unar vegagerðarinnar, því að það er víst lítið viðhaldsfé af- gangs, þegar snjómokstri lýk- ur ár hvert á Fróðárheiði. Mér finnst ekki taka því áð minn- ast á snjómoksturshugleiðingu vegamálastjóra á Útnesvegi, því að það er fjarstæða ein, sem ekki er umtalsverð. Það munu í vor nærri 40 ár síðan byrjað var á Útnesvegi, og margt hefur breytzt og mörgu verið breytt á þessum árum. Vegamálastjóri segir, að leiðin styttist ekki, þó að vegurinn verði kláraður. Því spyr ég í minni fáfræði: Er hætt við áð leggja veginn út Prestahraun? Nú langar mig og marga fleiri hér á útnesinu að vita, hve miklu fé er búið að eyða í snjó mokstur á Fróðárheiði í vetur, herra vegamálastjóri. Högni Högnason, Arnarstapa, Snæfellsnesi. ★ Útnesvegur fyrir jökul Kristinn Kristjánsson á Hellnum skrifar: „Varla þarf að draga í efa, að þessi vetur ætlar að verða með hörðustu og snjóþyngstu vetrum, nú um langt árabil. Eðlilega verða þá samgöngu- málin ofarlega á baugi hjá all- flestum, og þá ekki sízt hjá þeim, sem úti á landsbyggðinni búa, því að greiðar samgöngur á landi eru orðnar svo snar þáttur í daglegu lífi fólksins, að segja má, að hver sá, sem ekki er í svo að segja daglegu sam- bandi við umheiminn, sé dæmd ur úr leik í lífsbaráttunni. Tilefni þess, að ég skrifa þess ar línur, eru samgöngumálin hér á utanverðu Snæfellsnesi. Um þessi mál var nokkuð skrif að í Velvakanda fyrir stuttu og deilt á það ráðslag, sem í þessum málum ríkir, og eru þessi orð í beinu framhaldi af því. Fólk er orðlaust af undr- un yfir þeirri stefnu vegamála- stjórnar að láta standa í stöðug um snjómokstri á fjallvegi, þeg ar um snjólétta og greiðfæra leið er að velja, eins og Útnes- veg. Það hefir þráfaldlega kom ið fyrir á þessum vetri, að leið- in fyrir Jökul hefir að mestu verið fær, þegar dögum saman hefir verið staðið í snjómokstri á Fróðárheiði. Andmælendur vitna í, að hér sem um svo mikinn mismun a'ð ræða á vega lengd, en hún skiptir hreint engu máli, þegar hægt er að fara lengri leiðina á miklu skemmri tíma. Því sannast hér máltakið „betri er krókur en kelda“. Að hinu er svo einnig að gæta, sem ég tel höfuðrök- in fyrir að halda Útnesvegi opn um, að meðfram honum liggur heilt byggðarlag, Breiðavíkur- hreppur, eina byggðarlag sýsl- unnar, sem ekkert er gert fyr- ir í samgöngumálum að vetr- inum. Liggur því ekkert annað fyrir þessari sveit en fara í eyði., ef svo heldur áfram sem nú horfir. Ég vil taka það fram, áð hér er ekki verið að mæla á móti veginum yfir Fróðárheiði, sem hauðsynlegum vegi; víst gegn- ir hann þörfu hlutverki á öll- um öðrum tímum en þeim, þeg ar um aðra hagkvæmari leið er að velja, og á ég þá að sjálf- sögðu við, þegar um mikil snjóalög er að ræða, eins og oft á þessum vetri. Mig minnir að vegamálastjóri hafi sagt í svari sínu til H.B., að Útnesvegur væri víða svo lágur, að erfitt væri að koma burtu af honum snjó. Það sanna í þessu er, að á miklum hluta leiðarinnar telst það til undantekninga, ef snjó á hon- um festir. Væri það úr vegi, að ráðamenn samgöngumála, t.d. samgöngumálaráðherra og vega málastjóri, kynntu sér þessi mál af eigin raun, við aðstæð- ur eins og í vetur? Þá vildi ég ítreka spurningu H.B. um það, hvort ekki væri hagkvæmara að nota eitthváð af því fé, sem fer í snjómokstur á Fróð- árheiði, til viðhalds á Útnes- vegi, en í hann hefir naumast verið látið bílhlass af ofaní burði í mörg ár. En bókstafurinn blífur. Fróð árheiði er aðalleið, yfir hana skal þrælast, hvað sem það kost ar. Kristinn Kristjánsson, Hellnum, Snæfellsnesi“. -)Ar Útnesvegur og Fróðárheiði Finnbogí G. Lárnsson, Laugabrekku, Hellnum, skrifar langt bréf, sem hér birtist nokk uð stytt: „Ég ætla að ræða um Út- nesveg og Fróðárheiði í sam- bandi við samgöngur hér á Snæfellsnesi yfir vetrarmánuð- ina. Vegurinn yfir Fróðárheiði er í tölu aðalleiða, en ríkið kost- ar snjómokstur að öllu leyti á þeim vegum. Nú held ég að megi fullyrða, að þennan veg eigi ekki að moka á kostnað ríkisins, nema tvo daga í viku hverri. En ef ótfð er og mikil snjó- þyngsli, þá er þessi leið nokuð, ef til vill öllum bílum, aðra daga vikunnar. Mjög langan tíma tekur oft á tíðum að koma bílum yfir heið ina, sérstaklega í vondum veðr- um, eins og átt hefur sér stað nú í vetur, og eru þess dæmi, að meiripartur sólarhringsins hefur farið i að koma bílum yf- ir heiðina með hjálp ýtu. Og þegar farið er að moka göng á fjallvegum, eru þau fljót að fyllast aftur í slæmri tfð, en allir vita, sem reynt hafa, að oft er mikill munur á veðri uppi á fjöllum eða í byggð. En er þá óumflýjanlegt að fara yfir Fróðárheiði til að kom ast frá Ólafsvík og Hellissandi, er engin önnur leið til, sem tal- izt getur heppilegri? Jú, það er önnur leið til, sem ég fullyrði, að sé miklum mun heppilegri, og það er Útnesveg- ur, sem liggur með byggð, og þáð er alveg víst, að ríkið gæti sparað sér mikið fé, ef þessi leið væri farin í sambandi við snjómokstur. Ég veit, að Út- nesvegur er lengri leið, ef tal- ið er í kílómetrum, en ekki er alltaf rétt að horfa bara á vega lengdina; það verður oft að taka fleira með í reikninginn; það þarf að kanna allar aðstæð ur, og máltækfð segir, að betri sé krókur en kelda. En er þá Útnesvegur snjó- léttari en Fróðárheiði, og hvern ig hefur hann verið það sem af er þessum vetri? Mjög lít- il snjór hefur verið á þessari leið, og aðeins einu sinni hef- ur snjó verið rutt af veginum með vegheflum, það er að segja á svæðinu frá Heiðarkasti vest- ur fyrir Hellnahraun, en vegirr- inn þaðan og til Hellissands var þá auður og hefur alltaf verið sama og aúður í vetur. Nú undanfarna daga (bréfið er skrifað 1. febr.) hefur Fróð- árheiði verið mokuð dag eftir dag, því að jafnóðum og mokað er, skefur í brautina. Samtim- is þessu er Útnesvegur þannig, að veghefill þyrfti að ryðja snjó af vegarkaflanum á blett- um frá Heiðarkasti vestur í Hellnahraun, og þar með væri öll leiðin til Hellissands og Ól- afsvíkur opinn öllum bílum, því a’ð frá Hellnum til Helissands fór drossía í dag og var lítið lengur en um hásumar væri. En á þessa leið má ekki líta eða að minnsta kosti lítur út fyrir það. Nei, Fróðárheiði skal alltaf moka, þótt Útnesvegur sé prýðilega fær. Þetta virðist mér furðuleg ráðstöiun. Hvers vegna eru þessi vinnubrögð viðhöfð? — Þarna er ekki verið að spara ríkisfé. Þáð var sagt í fréttum út- varpsins fyrir nokkru, að vegur inn vestur fyrir Jökul væri ó- fær bílum, en samtímis var hann mjög greiðfær. Hver flyt- ur svona fréttir og í hvaða til- gangi er það gert? Nú er þess að geta í sam- bandi við þessar tvær áður- nefndu samgönguleiðir, að Út- nesvegur liggur í gegnum heila sveit, sem er Breiðuvíkurhrepp ur; þessi hreppur er svo að segja einangraður á vetrum vegna áðurnefndrar ráðstöfun ar. Áætlunarrúta Helga Péturs sonar hefur átt að fara um Breiðuvíkurhrepp til Hellis- sands og Ólafsvikur og til baka aftúr sömu lei'ð einu sinni í viku. Þessi áætlun hefur ekki getað staðizt, og rútan ekki far ið um hreppinn svo að mánuð- um skiptir, og er það vegna þess að hún fær ekki aðstoð frá vegagerðinni á þessari leið, hversu lítill sem farartálminn kann að vera. Væri nú ekki skynsamlegra að halda Útnesvegi opnum fyr ir umferð að vetrinum, þótt hann sé ekki enn kominn í tölu aðalleiða, sem hann ætti þó að vera? Mundi það ekki spara ríkinu mikið fé í sambandi við snjó- mokstur, og mætti ekki fólkið, sem byggir Breiðuvíkurhrepp, njóta góðs af þeirri ráðstöfun, ef tnesvegi væri haldið opnum í stað Fróðárheiðar? Enginn byggð er uppi á fjöllum. Ég held að þarna mætti slá fleiri en tvær flugur í einu höggi. í fyrsta lagi að spara ríkissjóði stórfé með minni snjó mokstri. I öðru lagi að skapa þægindi með bættum samgöng um í heilli sveit. í þriðja lagi að draga úr erfiðleikum vegfar enda og snjómokstursmanna, og í fjórða lagi að verja því fé sem sparaðist við minni snjómokst- ur, til þess að bæta viðhald veg anna. Ég treysti því, að þeir menn, sem þessum málum ráða gefi þessu gaum og taki málið til rækilegrar athugunar. Finnbogi G. Lárusson, Laugarbrekku, Hellnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.