Morgunblaðið - 04.04.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.04.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1968 3 „íslandsklukkan og Fjallkirkjan merkustu bækur á !slandi“ — Bókamarkaður í tlnuhúsi SATT að segja leiðist mér að hafa ekki efni á að eiga .þessar bækur áfram, sagði Ragnar í Smára, þegar við gengum um bókamarkaðinn í Unuhúsi í gær. En það er nú svo og því sný ég mér árlega til vina minna og velunnara bókarinnar og bið þá að iétta svolítið á mér og gera mér kleift að koma út nýjum bók- um, þó illa ári. Hvað eru margar bækur á þessari útsölu? — Hér eru um 500 titlar, sem við höfum kallað inn úr bókaverzlunum, en auk þess höfum við líka um 500 nýrri bækur, sem auðvitað eru einn ig til sölu. — Hér kennir þá margra grasa?. — Já, það held ég nú. Hér eru t.d. síðustu eintökin af Fjallkirkju Gunnars Gunnars sonar og fleiri bókum hans og nokkrar fyrstu útgáfur af Laxnessbókum. Þá eru hér einnig tvær bækur, sem gefn ar voru út á sextugsafmæli Laxness, alveg síðustu ein- tökin. — Er bókin á undanhaldi fyrir sjónvarpi og öðrum nýj ungum? — Það held ég ekki, en alls staðar nema á Islandi er hún fyrir þá útvöldu. Hér eru all ir útvaldir og við skyldug til að halda lífinu í „tradisjón- um“, annars gefumst við upp fyrir kuldanum og hafísnum. Bókin verður alltaf bezti hita gjafinn og með bókunum tryggjum við okkur líka gegn ieiðind.um og andlegri önbirgð alveg eins og bankabókin tryggir okkur gegn skorti. Meðan Ragnar segir þetta reikum við milli borðanna á bókamarkaðinum. Ragnar grípur eina og eina bók af handahófi, strýkur létt yfir spjöldin, og leggur þær síð- an varlega á sinn stað aftur. Sjáðu, segir hann. Hérna eru eldri bækur Hagalíns, Kristmanns og Guðmundar Daníelssonar. Það fer hver að verða siðastur að nú í eintak af þeim. Og hér er meistari Þórbergur líka. Þetta hérna eru síðustu eintök af ljóðum ungra skálda, sem Magnús Ásgeirsson valdi, og þessi bók er hin dásamlega Færeyjar- bók Jörgen Franz. — Hérna eru vasabækur. — Já, við rukum í að gefa út einar tólf bækur í vasa- broti, t.d. Svartar fjarðir, Gerplu og Sóleyjarsögu Elísar Mar, sem er eina heilllega hernámssagan í okkar bók- menntum. En við stórtöpuð- um á þessu — það þarf að kaupandann en erfiðari í út- gárfu fyrir okkur. Upplög innlendra bóka eru yfirleitt *svona 400 til 1500 eintök. — Eru bækur þá ekki dýr ari hér en annars staðr? — Nei, þvert á móti. Mið- að við tilkostnað og upplag er bókin hvergi ódýrari en hér, nema ef vera kynni í Rússlandi. Þó eru sum lönd farin að gefa út mikið af vasabókum, en fólk hér vill þær ekki. Útvaldir vilja ekki svoleiðis rusl. — Hér sé ég íslenzkan reyf Ragnar í Smára og bækurnar hans, (Ljósm. Mbl: Ól.K.M.) vera svo mikill „lúxus“ í kring um bækur á íslandi. En þessar vasabækur er til- valið að gefa krökkum að lesa upp til agna. — Fara bókaupplög minnk andi? — Já. Upplög bóka hafa minnkað um þriðjung á síð- ustu tíu árum. Þetta gerir bækurnar verðmætari fyrir — Já ,þetta er bara mjög skemmtileg bók. Svartir dag- ar heitir hún eftir Sigurð heið dal. Hún kom út 1942 og kost ar nú 36 krónur, þessi stóra og skemmtilega bók. Og hérna sérðu síðustu eintökin af bók fvars Guðmundssonar um Heimsstyrjöldina. — En Listamannaþingin? Þau komu út 1946 — Já Listamannaþingin. Þau komu út 1946 og 47, tíu bæk-ur hvort Við höfum hérna nokkur sett af því fyrra, en úr því síðara er aðeins eitt hvað til af fjórum bókanna. Þetta er Hrafnkötluútgáf- an okkar Laxness, sem olli svo miklu fjarðafoki á sínum tíma — allt upp í okkar virðulega Hæstarétt. Það held ég. — Bækur eru mikið keypt ar til fermingargjafa? — Já, talsvert. Borgarætt Gunnars Gunnafssonar er al gengasta fermingargjöfin í Danmörku. Þrjár af okkar bókum eru vinsæl fermingar gj’öf: Ljóðasafn Tómasar Borgarættin og íslandsklukk an. Svo er Steinn Steinarr líka að komast í tölu helgra manna. Þessi bók, sem þú ert að skoða núna, Gresjur Guð- dómsins eftir Jóhann Péturs- son, kom út 1948. Sumir vilja kalla hana fyrsta absurdverk íslenzkra bókmennta. Og þessi hérna — þetta er afburða skemmtileg bók, Sól skein sunnan. I henni eru fimm sög ur erlendra meistara þýddar af okkar mestu snillingum, sem þá voru: Magnúsi Ás- geirssyni, Boga Ólafssyni, Halldóri Laxness, Kristjáni Albertssyni og Jóni Sigurðs- syni frá Kaldaðarnesi. Og þessi, og þessi, og þessi — ég gæti haldið áfram að telja svona upp, í allan dag. — Hvaða bækur þykir þér vænzt um hér inni? — Ég á ákaflega erfitt með að gera upp á milli. En ætli íslandsklukkan og Fjallkirkj an séu ekki merkustu bæk- ur á íslandi, fyrir utan Njálu kannske. Svo er Ljóðasafn Tómasar líka mjög fullkomin bók. — Eftir hvern hefur þú gefið mest út? — Laxness. Ég hef gefið út 35 bækur eftir hann, 27 eftir Gunnar Gunnarsson og eitt- hvað rétt innan við tuttugu eftir Þórberg Þórðarson. — Þú gefur mest út eftir innlenda höfunda nú orðið. — Já, ég geri það. Það er erfitt að vera skáld á íslandi. Skáld eru áreiðanlega lægst launaða stéttin, þó hún vinni meira, en flestir halda. Það er mikill vandi að skrifa skáldsgöu eða leikrit, og sá sem þekkir það sálarstríð reynir að hlúa að bókinni og leikhúsunum — og reyndar listum yfirleitt, sem mannfæð in er að yfirbuga. De Gaulle Kieim- sækir Ungverjal. DE GAULLE, Frakklandsforseti, hefur þegið lieimsóknarboð for- sætisráðlierra Ungverjalands, Jan os Fock, til Ungverjalands. Ekki hefur verið ákveðið hvenær de Gaulle leggur af stað í heimsókn ina. Fock kom í opinbera heim- sókn til Parísar á mánudag. Hann hefur farið fram á stuðn- ing Frakka við hina nýju efna- hagsáætlun Ungverjalands og hef ur de Gaulle heitið því að reyna að bæta efnahags- og tæknisam vinnu landanna. Fock tjáði fréttamönnum í dag, að hann væri fullkomlega sam- þykkur þeim st j órnmálalegum endurbótum, sem nú er unnið að í Tékkóslóvakíu, og kvaðst þess fullviss, að vinsamleg tengsl Tékka og Ungverja mundu styrkjast í framtíðinni. Gamanleikur Shakespeare, Þrettándakvöld, hefur nú verið sýndur 22 sinnum við góða aðsókn. Næst síðasta sýning leiksins verður á föstudagskvöld, þann 5. þ.m. en síðasta sýning ieiksins er á sunnudagskvöld. Myndin er af Flosa Ólafssyni og Gísla Alfreðssyni í einvígisatriði leiksins. RITSTJÓRN • PREISITSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA 5ÍMI 1D*1DO STAKSTEINAR Ekki ögrun Athyglisvert er að bera saman ummæli Eins Olgeirssonar fyrrv. alþingismanns * Morgunblaðinu sl. þriðjudag um yfirlýsingu Johnsons forseta og skrif eftir- manns hans í kommúnistablað- inu í gær, um sama mál, en Ein- ar Olgeirsson sagði m. a.: „Það er tvennt, sem Víetnambúar þurfa nú að sjá um: Þeir verða að gera það ljóst öllum heimi, að Randaríkin hafa tapað þessu stríði, því ef sá lærdómur verð- ur ríkjandi, er minni hætta á þvi, að Bandaríkin leggi út í styrjöld sem þessa á nýjan leik. Hins vegar verða Víetnamar að gæta þess að ögra ekki Banda- ríkjunum svo að einhver aftur- halds- og öfgaöfl nái þar völdum eins og oft vill verða, þegar stór- veldi verður að láta í minni pok- ann.“ Hér verða ekki gerð að umtalsefni þau sjónarmið Einars Olgeissonar, að Bandaríkin hafi tapað styrjöldinni í Víetnam, en hins vegar er ljóst af ummælum hans, að hann telur, að rikis- stjórnin í Norður-Víetnam eigi að hugsa sig mjög vandlega um, áður en hún hafnar tillögum Bandaríkjamanna, og ummseli hans verða raunar ekki skilin á annan veg, en þann, að það sé hans álit, að Norður-Víetnömum beri að ganga til móts við Banda rikjamenn að verulegu leyti. Hvað d Ho að gera? Það er hins vegar annað hljóð í strokknum hjá eftirmanni hans, þegar hann skrifar um málið í blað sitt í gær af augljósri gremju, en hann segir: „Banda- ríkjaforseti hefur að mestu fellt niður loftárásir á Norður-Víet- nam eftir að hafa varpað á það hrjáða land meira sprengimagni en Þjóðverjar urðu að þola í allri siðustu heimsstyrjöld, og þá er röðin komin að Ho að sýna friðarvilja sinn, segja menn, en hvað á Ho að gera? ... Þegar bandarískir vaaldamenn tala um, að Norður-Víetnamar verði að sýna friðarvilja, eiga þeir við það, að lokað verði fyrir alla aðdrætti til Þjóðfrelsishreyfing- arinnar í suðurhluta landsins, svo að innrásarherinn geti tryggt sér allsherjar yfirburði og brotið baráttu almennings á bak aftur. Til þess er ætlazt, að Ho svar svokölluðu friðarboð Johnsons, með því að láta af- skiptalaust að friðarbarátta landa hans í Suður-Víetnam verði loks kæfð í blóði“. Gremja kommúnistaritstjórans yfir því, að almenningsálitið í heiminum og hér á fslandi hefur nú snúizt með Bandaríkjamönnum í Víet- nammálinu leynir sér ekkj og augljóst er að honum er mein- illa við að missa það áróðurs- vopn, sem styrjöldin í Víetnam hefur verið honum og hans lík- um. Gremja hans er svo mikil að hann skirrist ekki við að beita enn ósvífnari rangfærslum, en hann er vanur. f ræðu Banda- ríkjaforseta fellst t. d. alls engin krafa um það, að Norður-Víet- namar stöðvi birgðasendingar tii hersveita sinna í Suður-Víetnam, hpldur er einungis lýst yfir þvi, að loftárásir verði stöðvaðar að mestu, og jafnframt óskað eftir því að friðarsamningar hefjist. En lióst er af viðbrögðum komm únistaritstjórans hér á íslandi, að hann a. m. k. vonast eftir því, að svar Hos verði neitandi. þar með hefur hann sýnt sitt sér- stæða innræti og jafnframt hver hugur fylgir máli, þegar hann hefur beitt penna sínum að hörm ungum fólksins í Vietnam.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.