Morgunblaðið - 04.04.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1968
15
Þar svífur andi rótgróins lýð-
ræðis og þingræðis um sali
Sigurður Bjarnason lýsir heimsókn í Sambands-
þing Kanada i Ottawa
DAGANA 13—27 marz s.l. dvöldu tveir íslenzkir þing-
menn og ritstjórar, þeir Sigurður Bjarnason og Bene-
dikt Gröndal í Kanada í boði Kanadastjórnar. Ferð-
uðust þeir víða um landið heimsóttu Sambandsþingið
í Ottawa, fylkisþingið í Toronto og hittu borgarstjór-
ana í Toronto og Montreal. Þeir skoðuðu m.a. fiskiðju-
ver og verstöðvar í Vancouver á Kyrrahafsströnd og
heimsóttu stórhýli í British Columbia. Ennfremur
heimsóttu þeir sjónvarpsstöðvar og kvikmyndaver og
var hvarvetna vel tekið.
í eftirfarandi grein segir Sigurður Bjarnason frá
heimsókn í Samhandsþingið í Ottava.
KANADISKA þingi, sem
situr í Ottava, höfuðborg
Kanada líkist mjög brezka
þinginu að öllu yfirbragði
og starfsháttum. Sjálf húsa
kynni þess bera sterkan menn Neðri málstofunnar eru
kosnir með meirihlutakosningu 1
svip hinna gömlu og virðu-
legu bygginga í Westminst-
er. Andrúmsloftið í Neðri
málstofu Kanadaþings
hinn 15. marz s.l. þegar við un”*'
Benedikt Gröndal ritstjóri
og alþm. hlustuðum þar á
umræður, var þrungið
þcssari sérstæðu spennu
og eftirvæntingu, sem ein-
kennir þingfundi þegar
eitthvað mikilvægt er að
gerast. Það er eins og loft-
ið sé rafmagnað. Neistar
kvikna og slokkna, en
spennan helzt. Slagæð lýð-
ræðisins heldur áfram að
slá.
Æruverðug salarkynni.
Hin gömlu salarkynni kana-
díska þingsins (frá 19. öld) urðu
eldsvoða að bráð vorið 1916. Eft-
ir stóð þó hið fagra og sér-
kennilega bókasafn þingsins,
sem nú er viðbygging við þing-
húsið. En Kanadamenn byggðu
sér strax nýtt þinghús. Varbygg
ingu þess lokið árið 1921. Kostn-
aður við byggingu þessa nam
12. millj. dollara eða 624 millj.
ísl. kr. eftir núverandi gengi.
f þessu nýja þinghúsi eru sal-
arkynni Senatsins og Neðri mál-
stofunnar, samtals um 500 her-
bergi. Mig minnir að í þing-
húsi Breta í Westminster séu
um 4 þús. herbergi.
Tvær málstofur.
Kanadíska þingið skiptist í
tvær málstofur. Senatið, sem oft
er kallað „Rauði salurinn" er
skipað 102 þingmönnum, sem
skipaðir eru til ævilangrar setu
af landstjóranum eftir tilnefn-
ingu forsætisráðherrans. Þar
eiga nú sæti 64 fulltrúar Frjáls-
lynda flokksins, 29 íhaldsmenn
og fáeinir fulltrúar jafnaðar-
manna og „social Credit" flokks-
ins. Er það háttur ríkisstjórnar-
innar á hverjum tíma að láta
skipa nær eingöngu flokksmenn
sína til þess að sitja í Senat-
inu. En flestir þingmenn Senats-
ins eru nú orðnir rosknir menn.
Senatið fjallar um öll sömu
lagafrumvörp og Neðri málstof-
an að undanteknum fjárlögum-
f Neðri málstofunni eiga sæti
265 þingmenn, sem kosnir eru til
5 ára í hinum 10 fylkjum Kan-
ada. Kjörgengi og kosningarétt-
ur er bundinn við 21 ár. Sena-
torarnir verða hinsvegar að vera
30 ára gamlir. Þeir verða enn-
fremur að eiga eignir er nema
4 þús. dollurum eða sem svarar
208 þúsund ísl. kr. í því fylki,
sem þeir eru fulltrúar fyrir.
Forseti Senatsins er skipaður
af landsstjóranum eftir tillögu
ríkisstjórnarinnar til 5 ára. Þing-
einmenningsk j ördæmum.
Flokkaskipting- í Neðri málstof-
hinum 265 þingmönnum,
sem sæti eiga í Neðri málstof-
unni eru nú, samkv. úrslitum
þingkosninganna árið 1965 131
þingmaður Frjálslynda flokkn-
um, 96 „framfarasinnaðir í-
haldsmenn", 21 jafnaðarmaður,
14 social Credit—menn og 3 ó-
háðir. Fjórar konur eiga sæti á
Sambandsþinginu og ein kona á
sæti í ríkisstjórn Frjálslynda
flokksins, sem fer með völd í
landinu en er þó í minnihluta
í þinginu.
Lester Pearson er eins og
kunnugt er forsætisráðherra, en
hann hefur ákveðið að segja af
sér bæði formennsku í flokki
sínum og starfi forsætisráðhérra.
Hefst flokksþing Frjálslynda
flokksins í dag, 4 apríl og er
gert ráð fyrir að því ljúki 6.
apríl. Meginhlutverk þess er að
kjósa flokknum nýjan formann,
sem verður síðan forsætisráð-
herra stjórnar hans.
Hvorki meira né minna en 15
menn, flestir ráðherrar og þing-
menn hafa boðið sig fram til
starfsins. Hafa þeir þeyst um
landið þvert og endilangt undan
farnar vikur og barist um full-
trúa á flokksþingið. En þeir
verða samtals 2475. Má því segja
að enginn hörgull sé á mönnum
til þess að taka að sér starf
Lester Pearsons.
Spurningatími í Neðri málstof-
unni.
Þegar við íslendingarnir kom
um á fund í Neðri málstofu
kanadíska sambandsþingsins, þ
1.5. marz s.l. um kl. 11 f.h.
var spurningatími að hefjast í
deildinni. Áður hafði þó forset-
inn lesið bæn. Hefjast allir þing-
fundir þannig þar í sveit. Fyrst
biður forseti deildarinnar fyrir
Hennar Hátign, drottningunni,
síðan fyrir landsstjóranum, þingi
og stjórn, og loks fyrir þjóðinni.
Þegar forseti Neðri málstof-
unnar gengur frá skrifstofu
sinni til þingsalarins er „meis-
inn“ borinn á undan honum, al-
veg eins og gert er í Neðri
málstofu brezka þingsins. Er
þetta veldistákn „Speakersins“
síðan lagt á borðið fyrir fram-
an sæti hans. Þar liggur það
meðan þingfundur stendur.
Neðri málstofa þingsins í Ott-
awa er oft kölluð „Græni sal-
urinn“ vegna þess að grænn lit-
ur er þar á flestu. Stuðnings-
menn ríkisstjórnar Hennar Há-
tignar sitja hægra megin í saln-
um en stjórnarandstæðingar
Hennar Hátignar vinstra megin,
séð frá forsetanum. Leiðtogi
stjórnarandstöðunnar er nú R.
A. Stanfield, formaður íhalds-
flokksins. Er hann launaður eins
og ráðherra.
Fyrirspurnartími er í upphafi
Forsetastóllinn
unni.
nær allra funda Neðri málstof-
unnar. Standa þeir að jafnaði í
eina klukkustund. Á þeim tíma
er svarað miklum fjölda fyrir-
spurna, stundum um eða yfir
hundrað. Flestar eru fyrirspurn
ir þingmanna munnlegar og ráð-
herrar vita oft ekki efni þeirra
fyrirfram. Stundum lætur þing-
maður þó hlutaðeigandi ráðherra
í té upplýsingar um að hann
hyggist beina til hans tiltekinni
spurningu.
Húsakynni Neðri málstofu kanadíska Sambandsþingsins í Ottawa
í Neðri málstof-
Fyrirspurnir fjalla um allt
milli himins og jarðar, utanríkis-
mál, atvinnumál, menntamál,
hagsmunamál einstaka kjördæma
og kjósenda.
Öllu þessu verða ráðherrarn-
ir að svara á stundinni, ef þeir
geta. En ef nauðsyn ber til geta
þeir tekið sér frest til þess að
fá fullnægjandi upplýsingar áð-
ur en þeir geta svarað.
Við íslendingar gætum margt
af þessum fyrirspurnarháttum
Kanadamanna lært, m.a. það, að
hætta málalengingum, sem ein-
kennir bæði ræður þingmanna
hér og ekki síður svör ráðherra.
Alþingi sýndur sómi.
Þegar fyrirspurnartímanum
lýkur á að fara fram atkvæða-
greiðsla um hið fræga skatta-
frumvarp Sharps fjármálaráð-
herra, Sem nærri því var búið
að fella stjórn Frjálslynda
flokksins fyrr í vetur. Varð
stjórnin undir í atkvæðagreiðslu
um það Vegna fjarvista margra
stjórnarstuðningsmanna. Nú hef
ur stjórnin orðið að flytja nýtt
frumvarp um sama efni. Það er
það frumv. sem nú kernur til
atkvæða. Forseti málstofunnar
lætur nú klukkur hennar
hringja látlaust a.m.k. í þrjá
stundar fjórðunga til þess að
kalla þingmenn til atkvæða-
greiðslunnar. Eiga atkvæðasmal-
ar flokkanna mjög annríkt við
að safna liðinu saman.
Alþingi íslendinga hyllt.
En rétt áður en atkvæða
greiðslan hefst rís forseti mál-
stofunanr úr sæti sínu, býður
okkur íslenzku þingmennina vel
komna með fögrum orðum, minn
ist síðan mjög virðulega á Al-
þingi íslendinga, sem sé elzta
þjóðþing veraldar, stofnað árið
930 og árnar því og þjóð þess
Þinghúsið í Ottawa líkist verulega brezka þinghúsinu í Westminster.
heilla. Að svo mæltu tekur þing
heimur allur hressilega undir
við forseta með almennri bar-
smíði í borð sín. Verður af þessu
geysilegur hávaði í salnum.
Að þessari óvæntu hyllingu
lokinni hefst atkvæðagreiðslan
með nafnakalli og stendur hver
einstakur þingmaður upp og
hneygir sig um leið og hann
greiðir atkvæði. Stjórnin heldur
velli og Sharp fær nauðsynlega
skatta í ríkissjóðinn sinn. Það
er makalaus árátta fjármálaráð
herra í öllum ríkisstjórnum að
vera sífellt að leggja á skatta,
þvert ofan í vilja blessaðra þjóð
anna sinna, sem ævinlega vilja
spara ríkisfé og halda álögum
í hófi.
En að sjálfsögðu má ekki standa
á framlögum til gagnlegra fram-
kvæmda og nauðsynlegrar þjón
ustu. Það eru allir sammála um.
íslendingar á Kanadaþingi.
Þrír íslendingar munu nú
eiga sæti á Sambandsþinginu í
Ottawa. Eiga tveir þeirra sæti
í Senatinu en einn í Neðri mál-
stofunni. Heitir sá Eiríkur Stef-
ánsson og er þingmaður fyrir
Selkirk í Manitobu, þar sem
flest fólk af íslenzkum ættum á
heima. Við hittum Eirík Stefáns
son í hádegisverðarboði, sem Lu
cien Lamoureux, forseti Neðri
málstofunnar hélt í húsakynn-
um sínum í þinghúsinu. Talar
hann góða íslenzku en er þó
fæddur vestanhafs. Foreldrar
hans voru fæddir hér heima.
Enska og franska töluð.
I sambandsþingi Kanada er
enska og franska töluð jöfnum
höndum. Allar ræður eru þýdd-
ar samtímis á bæði málin, Eru
það að sjálfsögðu einkum þing-
menn frá Quebec, sem tala
frönsku. fbúar Kanada eru nú
um 20 millj. þar af eru 7
millj. frönskumælandi. Utan Que
bec munu vera um 850 þús.
frönskumælandi Kanadamenn.
Er nú lögð vaxandi áherzla á
kennslu í frönsku í öllum hin-
um 10 fylkjum landsins. Skiln-
aðarhreyfingin í Quebec er ekki
talin eiga miklu fylgi að fagna.
Yfirgnæfandi meirihluti
frönskumælandi Kanadamanna
heldur fast við einingu ríkisins.
Rótgróin lýðræðisstofnun.
Þegar gengið er um sali þing-
hússins í Ottawa, sem er mikil
og fögur bygging getur engum
dulist að þar er til húsa rót-
gróin lýðræðisstofnun, sem er
nátengd móðurþinginu í West-
minster. Kanadísk þingvenja er
í eðli sínu hábrezk. En hún hef
Framh. á bls. 26.