Morgunblaðið - 04.04.1968, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1968
5
Olíuleitin i Norðursjdnum
FYRIR t.íu árum datt engum í
hug að olía væri undir Norður-
sjó. Hinsvegar hafði olíufélag
eytt milljónum króna í að bora
éftir olíu í Jótlandi nokkrum ára
tugum áður, en gafst upp. Og
Danir urðu afhtiga því að Jót-
land yrði einskonar Texas, Baku
eða Bahrein.
En svo gerðist þa'ð árið 1960
að í Slochteren í Groningenfylki
í Hollandi fannst uppstreymi af
gasi úr jörðu. Og nú var borað
og virkjað, eins og þegar leitað
er að heitu vatni á íslandi, og
þetta reyndist betri gullnáma en
nýlendur Hollands í Indónesíu
höfðu verið, því að jarðgasið í
Slochteren mun endast tij upp-
hitunar í öllu Hollandi næstu 50-
100 ár. Og auk þess er hægt að
vinna úr því nytsamleg efni til
iðnaðar, svo sem plast. í Alberta
í Canada byggist plastfðnaður og
gervisilkis aðallega á jarðgasi.
En þar sem jarðgas er hlýtur
olía að vera einhversstaðar á
næstu grösum. Og jarðfræðing-
arnir voru fljótir að álykta, að
úr þvi að jarðgas — og væntan-
lega olía — væri í Groningen,
hlyti það líka að vera undir
Nor’ðursjónum, því að þar er
samskonar jarðlagamyndun og í
Groningen. Og nú varð uppi fót-
ur og fit hjá olíufélögunum, sem
alltaf eru jafnþyrst í olíuna. Þau
efndu til rannsókna á jarðlögun-
um undir sjónum og notuðu líka
aðferð og notuð var á Vatnajökli
þegar verið var að kanna þykHt
hans: sprenging á yfirborðinu
olli sveiflum gegnum sjóinn og
niður í jarðlögin undir honum,
en „bergmál“ þeirra kemur fram
í viðtæki, sem staðsett er fjarri
sprengistaðnum. Á þann hátt
hafa jar’ðfræðingarnir gert „upp
drátt“ af jarðlögunum í botni
Norðursjávar — að vísu óná-
kvæmt, en þó gefur það vísbend
ingu um, hvar olíu sé helzta að
leita.
Þessi botn-könnun hófst 1962
og hefur haldið áfram síðan.
Danir, Norðmenn og Þjóðverjar
hafa starfa'ð að henni, en þó með
olíufélögin að bakhjarli. Því að
það eru nöfn eins og Shell, B.P.,
Gulf, Caltex sem hafa keypt
flesta miðana í happdrættinu um
olíuna undir Norðursjónum.
Þessar botnrannsóknir hafa hing
að til kostað um 10 milljón doll-
ara.
Nú lá næst fyrir að gera út
um hverjir ættu Norðursjóinn og
gæti notfært sér auðæfin, sem
hann kynni að geyma í batnin-
um. Hér giltu engin landhelgis-
mörk. En í maí 1964 var gerð
í Geneva samþykkt um land-
grunnið og samkvæmt henni var
ákveðið að þa'ð ríki sem að sjón
um liggur skuli hafa umráð yfir
landgrunninu út á 200 metra
dýpi. Mest af Norðursjónum er
grynnra en 200 m en undan SV-
Noregi gengur þó djúpur áll (yf-
ir 350 m) meðfram landi suður
í Skagerak. Norðmenn gera
kröfu til landgrunnsins vestan
álsins, og þessvegna varð bið á
því að þeir undirskrifuðu Gen-
eve-samþykktina, sem gekk í
gildi í maí 1964. Danir og Holl-
endingar samþykktu hana og 20
ríki önnur. Og Norðmenn fengu
viðurkennt að þeir ættu eignar-
rétt á Norðursjávarbotni fyrir
vestan norska álinn. Hafa nú
merkjalínur verfð dregnar um
þetta svæði, sem er 5 sinnum
stærra en ísland, sunnan frá
Ermarsundi norður að 62. breidd
arstigi. Bretland fær allan vest-
urhlutann, en að austanverðu
fær Holland stóra skák, þá Þjóð-
verjar litla, Danir álíka stóra og
Hollendingar og Norðmenn stóra
skák, móti Dönum að sunnan og
Bretum að vestan.
Nú voru „landamærin undir
sjónum" ákveðin og þá var næst
að hefjast handa. Bretar skiptu
sínu svæði í 1000 reiti, 260 fer-
km. stóra, og B.P. var fúst til að
leggja fram 15 milljón dollara og
byrja að leita og ýms dótturfélög
ameríkanskra olíukonga báðu
líka um leyfi. Leitin hefur borið
árangur: jarðgasnámur hafa
fundizt austur af Humberflóa og
vottur af olíu líka, en annars
gera Bretar sér beztar olíuvonir
á Dogger Bank, enda er grunnt
þar. — Hollendingar höfðu síðan
1959 borað eftir olíu í sjó norður
af Groningen og síðan 1964 hef-
ur olíupallurinn „Mr. Cap“ starf
að þar, og olíujarðfræðingarnir
fara ekki dult með, að hollenzka
svæðið muni vera það vænleg-
asta í Norðursjó. — V-Þjóðverj-
ar byrjuðu að bora vorið 1964
og hittu á „olíuvasa" í júní s.á.
skammt fyrir norðan eyjuna
Juist. Þar vall upp gas og olía
með 260-földum loftþrýstingi og
30% af „gubbunni" var olía. En
holunni var lokað, því að deila
veis um hvort V-Þjóðverjar
ættu þessa skák, eða Danir eða
Hollendingar. — Danir, sem
höfðu upplifað neikvætt olíu-
ævintýr fyrir nokkrum áratug-
um, voru enn vantrúaðir á olíuna
en eitt fyrirtæki hafði þó ekki
gengið af trúnni: skipafyrirtækið
A.P. Möller. Það hefur Shell og
Gulf-félögin að bakhjarli og
hefur fengi'ð einkaleyfi til 50 ára
á olíuleit á danska svæðinu. —
Belgía hefur fengið lítið svæði
af hafinu, enda virðist áhuginn
fyrir olíunni ekki vera mikill þar
í landi.
II.
En í Noregi er hann meiri.
Eða að minnsta kosti áhugi er-
lendra olíufélaga á landgrunn-
inu sem Noregi fylgir. Því að
níu fyrirtæki, þar af tvö norsk,
sóttu um leitunarleyfi í Noregi
undireins og löggjöfin um þessa
starfsemi var afgreidd af kon-
ungi og þingi.
Samkvæmt þessari löggjöf var
stofnað olíuráð. sem hafa skyldi
framkvæmd laganna með hönd-
um og auglýst að 40.000 ferkm.
„af Norðursjó" væru „lausir til
umsóknar". Þessum 40,000
ferkm. var skipt í „svæði" nr.
1.20 og hverju svæ’ði í mismun-
andi marga „reiti".
Þeim sem vildu festa sér reiti
var gert að skyldu að verja að
minnsta kosti 600 milljónum
n-kr. til olíuleitar á árunum
1966-71 og greiða 500 n-kr. í
vinnsluleyfi fyrir hvern ferkm.
fyrstu 6 árin, hækkandi upp í
5000 eftir tiu ár, en auk þess
skyldi 14 af hinum úthlutuðu
leitunarsvæðum verða eign rík-
isins eftir 6 ár og aftur 14 eftir
9 ár. Og ofan á þetta skulu leyf
ishafar greiða 15% tekjuskatt af
þeim 600 milljónum sem þeir
eyða í olíuleitina og — ef olían
finnst — 10% af allri fram-
leiðslu.
Þannig verður ekki annað sagt
en að norska ríkið vilji hafa
talsvert fyrir snúð sinn — eða
leyfið til að fá að verja 600 millj
ónum norskum til að leita að
olíu á þeim hluta í botni Norð-
ursjávarins sem telst vera und-
ir norskum yfirrá'ðum. Og olíu-
jarðfræðingarinir telja, að lík-
urnar til að hitta á jarðgas eða
olíu séu ekki nema 1 á móti 14!
— En samt hafa níu fyrirtæki
keypt sér miða í þessu stærsta
happdrætti Norðurlanda, sem þó
er frábrugðið öðrum happdrætt-
um í því, að enginn veit hvort
„stóri vinningurinn" er til, ein-
hversstaðar undir sjónum suð-
vestur af Jaðri.
Esso Exploration Norway Inc.
hefur tryggt sér 12 reiti ,Ameco
Noco 10, Hf Petronord (en í því
er m.a. Norsk Hydro, næst
stærsta atvinnufyrirtæki Nor-
egs) 12 reiti, Norske Shell 10
reiti, Caltex 11, Philips 11, Nor-
wegian Gulf Oil 6 og Syracuse
Oils 2 reiti. En alls hafa verið
gefin borunarleyfi í 74 reitum af
þeim 81, sem sótt var um, og eru
þeir allir í sv-hlutanum af svæ'ð-
inu. í hafinu næst Noregi
(Jaðri) sækir enginn um reiti,
því að þar er hafdýpið 350-500
metrar — „norski állinn".
— Af þessum „olíu-biðlum“
eru þó ekki nema tveir byrjaðir
að starfa. Esso varð fyrst til og
keypti sér landstöð í Hundsvogi,
skammt fyrir sunnan Stavanger,
í félagi við ameríkanskt borunar
félag, sem heitir Odeco, en það
leggur ekki fyrir sig olíuvinnslu
heldur olíuleit fyrir önnur félög.
Á vegum þessara félaga kom
borunarpallurinn „Ocean Tra-
veller" vestan úr Mexieoflóa í
hittifyrra og hefur verið að bora
göt í botn Norðursjávarins síðan.
í fyrra bættist vfð nýr pallur,
„Ocean Viking" sem er merki-
legur að því leyti að hann er
smíðaður fyrir Odeco af Akers-
skipasmíðastöðinni í Osló, í sam-
vinnu við aðra norska stöð (Ros-
enberg) og Burmeister & Wain
í Kaupmannahöfn. Þetta er bor-
unarpallur sem marrar í hálfu
kafi (submersil, sem kallað er)
en aðrir pallar, sem ætlaðir eru
fyrir 50-80 metra dýpi, Standa
í botni, og þriðja tegundin er
venjulegt skip, sem breytt er
þannig, . að borunarhólkur er
gerður í mitt skipi'ð. Hvalveiði-
skipið „Thorshöfði" hefur verið
breytt í borunarskip og er nú að
taka til starfa.
En svo aftur sé vikið að „sub-
mersil-pallinum" „Ocean Vik-
ing‘“ sem Akersstöðin smíðaði,
skal þess getið, að hann kostar
áb'ka mikið og 30.000 lesta tank-
skip. Pallurinn er 91x112 metra
stór og stendur á 40 metra háum
súlum, sem reistar eru á flot-
holtum. Og á öðrum enda palls-
ins er hár borunarturn. Um 6000
Framhald á bls. 20
Oi
— er valiö
iHyí9‘
SCHALKER gler
frá BRYNJU
YÐA
VE LJA
-elna
supermatic *
auðveld i notkun
saumar
meira og betur
EINSTAKT TÆKIFÆRI! í samfoatndi viff heimsókn sérfræðinga frá hinum
heimsþekktu elna-saumavélaverksmiðj um í Sviss, bjóðum við yður:
Ef þér eigið notaða eldri gerð af ELNA saumavél viljum við gjairnan taka
hana í skiptum fyrir nýja, og þá sem fyrstu afborgun. Þetta tilboð stend-
ur í 4 daga. Ennþá 'getum við boðið ELNA árgerð 1968 á gamtla góða
verðinu — með aðeins kr: 1000.— útborgun.
Söluumboð Austurstræti 17 — Silli — Valdi.